Dagur - 21.03.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudaaur 21. mars 1989
Slökkviliðið á Akureyrarflugvelli hefur tekið í notkun nýja og fullkomna slökkvihifreið. Þessi mynd var tekin við
afhendingu bílsins. Frá vinstri: Erlingur Hclgason frá Krafti hf. sem flutti bílinn til landsins, Rúnar H. Sigmundsson,
umdæmisstjóri Flugmálastjórnar, Guðmundur Guðmundsson, yfirslökkviliðsstjóri Flugmálastjórnar og Erik Lettn,
fulltrúi frá Nielsen verksmiðjunum sem sáu um yfirbyggingu bílsins. Mynd: tlv
Kaupfélag Norður-Pingeyinga:
Greiðslustöðvun framlengd
Vélsmiðjan Vík á
Grenivík:
Barði blæs
af krafti
- þrír snjóblásarar
í smíðum
Vélsmiðjan Vík hf. á Grenivík
er nú með þrjá snjóblásara í
smíðum sem verða tilbúnir til
afgreiðslu næsta haust. Fyrsti
blásarinn, Barði, leit dagsins
Ijós þann 21. febrúar og óhætt
er að segja að hann hafi haft úr
nægum verkefnum að moða
eins og tíðarfarið hefur verið.
Barði hefur reynst mjög vel.
„Já, hann hefur reynst ágæt-
lega. t>að er búið að nota hann
mikið, enda gerði mikinn snjó
rétt eftir að hann var tekinn í
notkun og mér sýnist hann hafa
næg verkefni hér á Grenivík
áfram,“ sagði Jakob Þórðarson,
framkvæmdastjóri Víkur hf. er
Dagur hafði samband við hann í
páskahretinu á mánudag. Þá
hafði snjóað í öll göng sem áður
var búið að moka.
Jakob sagði að Vík væri með
þrjá snjóblásara í smíðum, þ.e.
starfsmenn smíða stykki í þrjá
blásara sem eiga að verða tilbúnir
fyrir næsta haust. Það langt er
liðið á þennan vetur að ekki
verður lögð áhersla á að Ijúka viö
annan snjóblásara að sinni, enda
hafa engar formlegar pantanir
borist.
„Hins vegar hafa fjölmargar
fyrirspurnir borist, en það erekki
hægt að búast við pöntunum nú
þar sem veturinn er að verða
búinn. Við þurfum líka að panta
hluti erlendis frá og það tekur
býsna langan tíma og ekki raun-
hæft að gera það núna. Við vild-
um einnig sjá hvernig Barði
reyndist og sú reynsla lofar
góðu,“ sagði Jakob að lokum.
SS
í gær lauk þriggja mánaða
greiðslustöðvun Kaupfélags
Norður-Þingeyinga. Að ósk
forráðamanna Kaupfélagsins
framlengdi sýslumaðurinn á
Þremur umferðum er nú lokið í
Sjóvá/Almennar-sveitahrað-
keppni Bridgefélags Akureyrar.
Staða efstu sveita er þcssi:
Stig
1. Sveit Arnar Einarssonar 852
2. Sveit Kristjáns Guðjónss. 845
3. Sveit Grettis Frímannssonar 844
Húsavík greiðslustöðvunina
um einn mánuð, til 20. aprfl
nk.
Eysteinn Sigurðsson, kaupfé-
lagsstjóri, segir að á næstu fjór-
4. Sveit Gylfa Pálssonar 843
5. Sveit Gunnlaugs Guðmundss. 836
6. Sveit Hellusteypunnar 827
Fjórða og síðasta umferð verð-
ur spiluð nk. þriðjudag, 21. mars,
í Félagsborg og hefst spila-
mennskan kl. 19.30.
um vikum verði unnið ötullega í
málinu og reynt að finna grund-
völl að samningum. „Þetta fjög-
urra mánaða greiðslustöðvunar-
tímabil hefur gengið nokkuð vel.
Við þurfum hins vegar meiri tíma
og staðreyndin er sú að við liöf-
um átt erfitt með að athafna ökk-
ur við þessi mál að undanförnu
vegna tíðarfarsins. Við vonuð-
umst til þess í upphafi að þriggja
mánaða greiðslustöðvun nægði
en reyndin hefur orðið önnur.“
Eysteinn segist vongóður um
takist að ráða bót á fjárhags-
vanda Kaupfélagsins. „En það er
á þessu stigi best að vera ekki
með stórar yfirlýsingar," segir
Eysteinn Sigurðsson. óþh
Sjóvá/Almennar-sveitahraðkeppni B.A.:
Sveit Amar enn efst
Niðurskurðurinn í heilbrigðisgeiranum:
Með ólíkinduni ef ekki er hægt að
ná fram neinrnn spamaði í rekstri
- segir Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, segir það Ijóst
að sjúkrastofnanir séu misvel í
stakk búnar til þess að skera
niður útgjöld á þessu ári.
„Sumar stofnanir hafa sýnt
fram á þær geta staðið við
áætlun ráðuneytis um 4%
niðurskurð, og að hann bitni
ekki á þjónustu. Forsvarsmenn
annarra stofnana hafa hins
vegar gefið í skyn að ekki sé
unnt að skera niður nema því
aðeins að það komi harkalega
niður á þjónustu. Slíkt er ekki
samkvæmt þeim tillögum sem
ég lagði upp með. Ég lagði á
það áherslu að skert þjónusta
væri algjör neyðarlausn,“ segir
hcilbrigðisráðherra.
Tillögur um niðurskurð
útgjalda einstakra sjúkrastofnana
eru nú að berást ráðuneytinu.
Guðmundur segir að í sumum til-
fellum sé tekið mjög skynsam-
lega á málum en hins vegar séu
tillögur nokkurra aðila „heldur
billegar". „Mér finnst það með
óltkindum ef sjúkrastofnanir eru
það vel reknar að forsvarsmenn
þeirra telja sig ekki geta náð fram
sparnaði í rekstri með öðrum
hætti en að loka þeim að hluta.“
Málið í athugun á Húsavík
Eins og fram kom í Degi í fyrri
viku er nú unnið að áætlun um
niðurskurð á útgjöldum FSA á
Akureyri. Þar blasir jafnvel við
að þurfi að loka deildum tíma-
bundið. Þær upplýsingar fengust
hjá Ólafi Erlendssyni, fram-
kvæmdastjóra Sjúkrahússins á
Húsavík, að þessa dagana leituðu
menn allra leiða til að ná fram
sparnaði í rekstri. Hann segir
ekki ljóst á þessu stigi hvaða
niðurskurðartillögur verði ofan
á, en augu beinist fyrst og fremst
að yfirvinnu. „Það er verið að
Guðmundur Bjarnason.
skoða yfirvinnuna en þar er aug-
ljóslega ekki um að ræða upp-
hæðir sem skipta höfuðmáli. Við
myndum hins vegar spara umtals-
verðar upphæðir ef sumarafleys-
ingafólki yrði fækkað verulega,“
segir Ólafur. Á sjúkrahúsinu eru
nú 91 stöðugildi og laun og launa-
tengd gjöld á síðasta ári námu
136 milljónum króna. Þessi tala
er um 70% af heildarútgjöldum
Sjúkrahússins. Miðað við 4%
niðurskurð á launaútgjöldum
þyrfti að klípa um 5 milljónir af
þeim útgjaldalið.
Ólafur segir að sá möguleiki
hafi verið nefndur að loka deild-
um til skamms tíma í sumar en
það hljóti að vera algjör neyðar-
lausn. Að hans sögn mun stjórn
Sjúkrahússsins taka afstöðu til
niðurskurðartillagna einhvern
næstu daga.
Hægt að vera
innan fjárlaga
„í fyrra náðum við mjög góðum
árangri í sparnaði og ég hygg að
ef við stígum aðeins fastar á
bremsurnar á þessu ári þurfi ekki
að skerða þjónustu," segir Jón
Sigurbjörnsson, framkvæmda-
stjóri Sjúkrahússins á Siglufirði,
aðspurður um niðurskurðartil-
lögur heilbrigðisráðherra. Hann
segir að góður árangur hafi náðst
í að skera niður rekstrarútgjöld,
einkum launaútgjöld. Stöðugildi
við Sjúkrahúsið eru 53 og
launaútgjöld á síðasta ári námu
60 milljónum króna.
Heilbrigðisráðherra lét svo
ummælt í samtali við Dag að
forráðamenn Sjúkrahússins á
Siglufirði hafi tekið með miklum
myndarskap á niðurskurði í
rekstri, án þess að það hafi á
nokkurn hátt komið niður á
þjónustu. Um þessi ummæli ráð-
herra segir Jón Sigurbjörnsson að
vissulega hafi menn lagt sig mjög
fram um að spara. „Það þýðir
ekkert að segja að hitt og þetta sé
ekki hægt. Menn geta alltaf verið
innan ramma fjárlaga ef menn
halda utan um hverja einustu
krónu.“ Jón segist telja sjálfsagt
að þau Sjúkrahús, sem hafa náð
góðum árangri með niðurskurð-
arhnífinn, hljóti fyrir það
umbun, en gjaldi þess ekki. „Það
finnst öllum eðlilegt að svo sé, en
þegar á reynir segja menn; „þú
hefur komist af með þetta litla
fjármagn og hlýtur að komast af
með aðeins minna næst.“ En
málið er það að ekki er endalaust
hægt að skera niður þjónustu á
sama tíma og aðrir komast upp
með það ár eftir ár að fara langt
fram úr fjárlögum.“ óþh
Akureyri:
Bæjar-
mála-
punktar
■ Á fundi bæjarráðs nýlega,
voru lagðir fram til kynningar
ársreikningar Sjúkrasamlags
Akureyrar 1988. Samkvæmt
efnahagsreikningi nemur
skuld Akureyrarbæjar 31. des.
1988 kr. 10.663.222.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að veita Foreldrafélagi Blás-
arasveitar Tónlistarskólans
fjárstuðning úr Bæjarsjóði, að
upphæð kr. 800.000. Er það
gert til að standa straum af
kostnaði við þátttöku sveitar-
innar í móti blásarasveita,
World Music Contest, sem
halda á í borginni Kerkrade í
Hollandi í sumar.
■ Hafnarstjórn hefur sam-
þykkt að þjónustugjöld Akur-
eyrarhafnar hækki um 21,6%
frá og með 1. apríl næstkom-
andi.
■ Rafveitustjóri kynnti á
fundi stjórnar veitustofnana
fyrir skömmu, tilboð sem bor-
ist hefur frá Efacec, Oporto,
Portugal, í stýrikerfi fyrir Raf-
veitu Akureyrar. Stjórnin
samþykkir að samið verði við
Efacec um kaup á þessum
búnaði.
■ Á fundi skólanefndar
nýlega, vakti skölastjóri
Barnaskóla Akureyrar athygli
á ummælum aðstoðaryfirlög-
regluþjónsins á Akureyri um
„að skólakerfið bregðist börn-
unum og okkur í umferðar-
fræðslunni", í riti umferðar-
ráðs. Fram kom í umræðum
unt málið að fundarmenn
töldu gagnrýni aðstoðaryfir-
lögregluþjónsins ekki sann-
gjarna.
■ Á fundi félagsmálaráðs fyr-
ir skömmu, var rætt um bygg-
ingu dagvistar en á fjárhágs-
áætlun fyrir árið 1989 er veitt
kr. 15.000 þús. til þessa verk-
efnis. Félagsmálaráð sam-
þykkir að vegna þessa verk-
efnis verði skipuð bygginga-
nefnd, sem í sitji dagvistarfull-
trúi, yfirverkfræðingur tækni-
deildar Guðmundur Guð-
laugsson og formaður félags-
málaráð.
■ Félagsmálaráð hefur lagt til
að vistgjöld á dagvistum hækki
um 20% frá 1. apríl eins og
forsendur fjárhagsáætlunar
gera ráð fyrir. Jafnframt legg-
ur ráðið til að aðgangseyrir að
leikvöllum hækki úr 30 kr. í 40
kr. frá sama tíma og kort með
25 miðum úr 300 kr. í 400 kr.
■ Atvinnumálanefnd hefur
borist bréf frá Vinnumiðlun-
arskrifstofu Akureyrar dags.
3. mars 1989, þar sem fram
kemur að þann 28. feb. sl.
voru 199 skráðir atvinnulausir
á Akureyri, 111 karlar og 88
konur. Á sama tfma í fyrra
voru 70 á skrá.
■ Stjórn Strætisvagna Akur-
eyrar hefur samþykkt að
hækka fargjöld sín og verða
þau nú sem hér segir: Einstök
fargjöld fullorðina kr. 50 og
einstök fargjöld barna kr. 12.
Kort fullorðina (20 stk.) kr.
750, kort barna (20 stk.) kr.
200 og kort aldraðra (20 stk.)
kr. 375.
■ Öldrunarráð hefur sam-
þykkt að mæla með Helgu
Tryggvadóttur í stöðu hjúkr-
unarforstjóra við Hlíð en hún
var eini umsækjandinn um
starfið.