Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 2
2 - DtfGUR Mi'ðvikudagúr 29. rtiars 1989
Húsavík og Egilsstaðir:
Óhappalaus páskahelgi
Akureyri:
Bnmi í Sigtryggshúsi
Á laugardagskvöld var
Slökkvilið Akureyrar kailað
út að Aðalstræti 16, svo-
nefndu Sigtryggshúsi, en það
er timburhús í elsta hluta
Akureyrar. Þar hafði eldur
komið upp í eldhúsi á efri
hæð. Slökkvistarf gekk greið-
lega en nokkurt tjón varð á
innanstokksmunum og inn-
réttingum á hæðinni.
Slökkviliðinu var gert viðvart
klukkan 19.17 af íbúum á neðri
hæðinni. Talið er að eldurinn
hafi kraumað alllengi í eldhús-
inu áður en hans varð vart og
var mikill reykur við húsið þeg-
ar slökkvistarfið hófst. Tveir
slökkviliðsmenn settu þegar á
sig reykköfunargrímur og héldu
inn í brennandi húsið. Skömmu
síðar bættust þrír reykkafarar
við.
A efri hæðinni voru vistarver-
ur pilta sem stunda nám við
Verkmenntaskólann á Akureyri
en þeir voru fjarverandi í
páskaleyfi þegar þetta gerðist.
Innanstokksmunir sviðnuðu
vegna hita og skemmdir urðu af
völdum reyks. Pá urðu nokkrar
vatnsskemmdir í suðurenda
neðri hæðarinnar. EHB
- „menn
Lögreglan á Húsavík sagöi aö
allt það besta væri að frétta
eftir páskahelgina. Mikið fann-
fergi er í bænum og þröng
snjógöng eftir mörgum götum.
Á gatnamótum er víða tak-
markað útsýni og blind horn
hafa myndast þar sem venju-
lega er gott útsýni, ástæða er
detta ekki einu sinni á
því til að benda vegfarendum á
að sýna varúð í umferðinni.
Vitað er um þrjá smáárekstra
sem urðu um helgina á Húsavík
en engin meiðsli urðu á mönnum
og ekki er vitað um önnur óhöpp.
Talsvert hefur verið að gera hjá
lögreglu við að aðstoða fólk
vegna veðurs og færðar.
skíðum“
Fjölmennur dansleikur var
haldinn eftir miðnætti á
páskadagskvöld, fór hann vel
fram og það voru Greifarnir sem
léku fyrir dansinum.
Þó lögreglan á Húsavík hafi
fylgst vel með ökumönnum hefur
enginn þeirra verið tekinn grun-
aður um ölvun við akstur í þess-
um mánuði.
Enginn var tekinn grunaður
um ölvunarakstur á Egilsstöðum
um páskahelgina og sagði lög-
reglan þar að páskarnir hefðu
verið góðir, engin óhöpp og
menn dyttu ekki einu sinni á
skíðum. Það mun vera vel hvítt í
bænum og skaflar á milli húsa.
Ekki mun hafa verið haldinn
dansleikur á Egilsstöðum um
páskana en frést hafði af dansleik
á Neskaupsstað. Tveir snjóbílar
og nokkrir blöðrudekkjajeppar
frá Egilsstöðum héldu til fjalla
um páskahelgina og munu þeir
allir vera komnir til byggða á ný.
IM
Útflutningsverðlaun
forseta íslands 1989
Á sumardaginn fyrsta, þann 20.
apríl n.k., verða veitt í fyrsta
skipti útflutningsverðlaun forseta
íslands, sem eru sambærileg við
hin velþekktu verðlaun í Dan-
mörku sem heita Heiðursverð-
laun Friðriks níunda og Útflutn-
ingsverðlaun Bretadrottningar á
Bretlandseyjum. Útflutningsráð
Islands hefur í samvinnu við
embætti forseta íslands ákveðið
að útflutningsverðlaunin verði
framvegis veitt einu sinni á ári til
einstaklinga éða fyrirtækja, inn-
lendra eða erlendra, sem unnið
hafa sérstaklega gott starf til að
auka sölu á íslenskum vörum og
þjónustu á erlendum mörkuðum.-
Við úthlutun verðlaunanna
verður m.a. tekið tillit til útflutn-
ingsaukningar, vægis útflutnings í
heildarveltu og árangurs á sér-
staklega crfiðum mörkuðum.
Eins og fyrr segir, veita margar
vestrænar þjóðir árlega slík verð-
laun og eru þau bæði eftirsóknar-
verð og eftirsótt. Fyrirkomulag
verðlaunaveitingarinnar hérlend-
is verður mjög svipað og það ger-
ist í Danmörku.
Forsetinn afhendir
verðlaunin
„Verðlaunahafinn fær í hendur
verðlaunagrip og skjal, auk þess
Kjaradeilda HÍK
og ríkisins:
sem hann fær leyfi til að nota
sérstakt merki á kynningarefni
sínu í fimm ár frá afhendingu
útflutningsverðlaunanna,“ segir
Ingjaldur Hannibalsson, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs.
„Hér er um mjög verðuga viður-
kenningu að ræða fyrir alla þá
aðila sem vinna að íslenskum
útflutningi. Forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, mun
persónulega afhenda verðlaunin
við sérstaka athöfn á sumardag-
inn fyrsta, en sá dagur er dagur
birtu og bjartsýni og á því vel við
sem dagur útflutningsverðlaun-
anna.“
Nefnd velur
verðlaunahafa
Sérstök úthlutunarnefnd hefur
verið skipuð til að velja verð-
launahafa og hefur hún þegar
hafið störf. I nefndinni eiga sæti
Þorvaldur Gylfason, deildarfor-
seti viðskipta- og hagfræðideildar
Háskóla íslands, formaður, Ólaf-
ur B. Thors, frá Landsnefnd
alþjóðaverslunarráðsins, Ragna
Bergmann, varaforseti Alþýðu-
sambands íslands, Kornelíus Sig-
mundsson frá embætti forseta
íslands og Ingjaldur Hannibals-
son frá Útflutningsráði íslands.
Verulegar
grunnkaups-
hækkanir og
síarfsaldurs-
hækkanirfyrr
- megin áherslumar
í samningaviðræðunum
Fulltrúaráðsfundur Hins
íslenska kennarafélags kemur
saman til fundar á föstudaginn
kemur en í gær hafði ekki ver-
ið boðað til nýs samningafund-
ar meðal deiluaðila í kjarabar-
áttunni þrátt fyrir ítrekaðar
óskir HÍK.
Sem kunnugt er kemur til boð-
aðs verkfalls félaga í HÍK annan
fimmtudag ef ekki hefur verið
samið fyrir þann tíma. Megin
áherslur í kröfugerð kennara eru
verulegar grunnkaupshækkanir,
að menntun verði metin meira en
nú er gert og að starfsaldurs-
hækkunum verði flýtt. Nokkur
óánægja hefur verið meðal
kennara í HÍK með það að kjör
kennara í KÍ eru nú hærri en
þeirra og mun ætlunin vera að
komandi samningar leiðrétti
þann mismun. VG
Bókamarkaður á Akureyri:
Rífandí gangur og bóka-
ormar brosa út að eyrum
- bókamarkaðnum lýkur sunnudaginn 2. apiH kl. 19
Bókamarkaður Félags
íslenskra bókaútgefenda að
Glerárgötu 36 á Akureyri hef-
ur gengið nokkuð vel til þessa,
að sögn Björns Eiríkssonar,
bókaútgefanda, sem hefur
umsjón með markaðnum.
Veður hefur þó að nokkru
leyti sett strik í reikninginn og
m.a. gert fólki úr nágranna-
sveitarfélögum erfitt fyrir með
að sækja markaðinn.
Björn segist binda vonir við að
veðurguðirnir haldi aftur af sér
næstu daga þannig að allir bóka-
ormar nái að komast á markað-
inn áður en honum verður lokað,
nk. sunnudag, 2. apríl kl. 19.
Bókamarkaðurinn er óvenju
veglegur að þessu sinni. Titlar
eru á fjórða þúsund frá velflest-
um bókaútgefendum í landinu.
Þarna má sjá ævisögur, fræðirit,
reyfara svo eitthvað sé nefnt. Auk
velflestra titla sem voru á boð-
stólum á bókamarkaði í Kringl-
unni í Reykjavík fyrr í vetur er
boðið upp á nokkra nýja titla á
markaðnum á Akureyri.
Björn segir að verð bóka hafi
sjaldan eða aldrei verið hagstæð-
ara á bókamarkaði Félags
íslenskra bókaútgefenda. Hann
segir ekki fjarri lagi að meðal-
verð á bók sé um 200 krónur.
„Fólk hefur vissulega látið í
ljós ánægju með þennan bóka-
markað og miðað við söluna
verður ekki annað séð en að fólk
kunni vel að meta það sem upp á
er boðið. Mér hefur sýnst fólk
kaupa mikið og til marks um það
fer fjöldi manna út með allt að 20
bækur. Slíkur bókastafli þarf vart
að kosta meira en 4-5 þúsund
krónur,“ segir Björn.
Eins og áður segir lýkur bóka-
markaðnum nk. sunnudag kl. 19.
I dag og fram á sunnudag verður
hann opinn frá kl. 13-19.
Rétt er að taka fram að mark-
aðurinn verður ekki framlengd-
ur. óþh
Sjóvá/Almennar-sveitahraðkeppni B.A.:
Sveit Gylfa Pals-
sonar sigraði
Sveit Gylfa Pálssonar bar sigur úr
býtum í Sjóvá/Almennar-sveita-
hraðkeppni Bridgefélags Akur-
eyrar, sem lauk þriðjudaginn 21.
mars sl. Sveit Gylfa var í 2.-4.
sæti fyrir síðustu umferðina en
náði efsta sætin með góðum
endaspretti.
Röð efstu sveita varð annars
þessi:
Stig
1. Sveit Gylfa Pálssonar: 1150
2. Sveit Gunnlaugs Guðmundss.: 1141
3. Sveit Arnar Einarssonar: 1120
4. Sveit Grettis Frímannssonar: 1110
5. Sveit Kristjáns Guðjónssonar: 1100
6. Sveit Hellusteypunnar: 1095
Ellefu sveitir tóku þátt í
keppninni. Keppnisstjóri var
Albert Sigurðsson.
Sigursveitina skipa: Gylfi
Pálsson, Helgi Steinsson, Alfreð
Pálsson, Ármann Helgason,
Gísli Pálsson og Árni Arnsteins-
son.