Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 16
DACK7&
Akureyri, miðvikudagur 29. mars 1989
★ Tryggðu filmunni þinni
besta °Pedí6myndir
| Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. |
^JIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllilllHllllllHHHimMliyilllllHllllllllllllllllllllilllllllllllllillHHiWiWitiiiWIWWAIIllllHllllllllinHiBHWIIr
Milljónamæringar helgarinnar:
Tveir stórir getrauna-
vinningar til Akureyrar
Síðastliðinn laugardag voru
sannarlega stórar fúlgur í pott-
um Islenskra getrauna og
Islenskrar getspár. Heildar-
vinningsupphæð í getraunum
var 9.3 milljónir en tæpar 20
milljónir í Lottó, þar af 12.8
milljónir í fyrsta vinning.
Stóri pottur helgarinnar deild-
ist á 10 einstakiinga. í íslenskum
getraunum fengu 6 fyrsta
vinning, 1.55 milljón kom í lilut
hvers. Byggðastefnan var allsrað-
andi í útdeilingu vinninga að
þessu sinni. Af þessum 6 milljóna-
mæringum voru 2 á Akureyri og
þriðji milljónamæringurinn mun
einnig hafa verið Akureyringur,
en hann keypti vinningsseðilinn á
höfuðborgarsvæðinu. Hinir þrír
vinningseðlarnir voru keyptir í
Kópavogi, Hafnarfirði og Vík í
Mýrdal.
Fyrsti vinningur í Lottóinu
kom í hlut fjögurra einstaklinga,
rúmar 3 milljónir komu í hlut
hvers vinningshafa. Lukkuseðl-
arnir voru seldir í Reykjavík,
Grindavík, Keflavík og Bolung-
arvík. óþh
Kjarasamningar ASÍ og VSÍ:
Búist við stífiim fiind-
arsetum á næsturmi
í gær var á ný sest að samninga-
borði í kjaradeilu ASÍ og VSÍ
eftir páskahlé og væntu for-
ystumenn ASI þess að nú verði
skoðað hvort hægt sé að gera
ítarlega samninga til lengri
tíma en áætlað var í upphafi.
„Við væntum þess að málin
verði skoðuð upp á nýtt. Fyrir
páskana var stefnt að því að ljúka
samningagerð fyrir hátíðarnar
með einföldum hætti, einhverri
kauphækkun og síðan frestun á
frekari aðgerðum til haustsins en
nú þykir mér trúlegt að menn
skoði hvort ekki sé möguleiki á
ítarlegri samningi ef menn telja
sig hafa betri tíma nú en þá,“
sagði Snær Karlsson hjá Verka-
lýðsfélagi Húsavíkur sem sæti á í
samninganefnd ASÍ, en hann var
veðurtepptur á Húsavík í gær um
þann mund sem fundurinn var að
hefjast.
Snær sagði að svo virtist sem
flest félög á landsbyggðinni væru
hlynntari langtímasamningi en
samningi til skamms tíma. Astæð-
an fyrir því er helst efnahagsleg
staða atvinnulífsins, ríkið þurfi
að koma inn í samningagerðina
og leggja fram eitthvað sem gerir
Norðurland:
fyrirtækjum kleift að vinna sig
út úr núverandi vanda. Snær
áætlaði að halda til Reykjavíkur
með fyrstu ferð og sagðist hann
búast við stífum fundarhöldum
næstu daga. „Ég vænti þess að
reynt verði að klára þetta verk-
efni núna,“ sagði hann að lokum.
VG
Alger óþarfí að brjótast til Siglufjarðar á Landsmót þegar brekkurnar heima
eru svona fínar...! Mynd: tlv
Fannfergi í Skagafirði:
á
bát í grásleppu-
hrognaturnium
Björgunarsveitin Grettir á
Hofsósi þurfti að aðstoða fólk
nokkrum sinnum um páskana
vegna ófærðar, en um engin
neyðartilfelli var að ræða.
Bæði þurfti að koma fólki á
milli staða og fara með vistir á
nokkra bæi. Þá þurfti að senda
snjóbíl frá Björgunarsveitinni
á Sauðárkróki eftir veikri konu
í Hraunum í Fljótum og koma
henni á Sjúkrahúsið á Sauðár-
króki.
Á Hofsósi og nágrenni er mikið
fannfergi og af þeim sökum hefur
bændum gengið erfiðlega að
koma mjólk frá sér. Félagar í
Björgunarsv.eitinni Gretti lentu í
óvanalegum mjólkurflutningum
um páskana, þar sem til staðar
voru jarðýta og bátur. Jarðýtan
dró bátinn á eftir sér í snjónum
og þótti vel til takast. Mjólkinni
var komið fyrir í grásleppu-
hrognatunnum og þeim raðað í
bátinn. „Þetta voru skrautlegar
aðfarir, en gáfust vel. Þetta var
mjólk frá bæjunum Hrauni og
Arnarstöðum og jarðýtan dró
bátinn niður á þjóðveg, þar sem
mjólkurbíllinn beið. Menn verða
að bjarga sér við þessar aðstæð-
ur,“ sagði Karl Bergmann, for-
maður Grettis, í samtali við Dag.
-bjb
Fannfergið braut niður hænsna- og minkahús:
Við héldum að þetta væru
traustabrestir í skálanum
- segir Helga Gísladóttir, húsfreyja á bænum Saltvík
Ofankoma aöfaranótt skírdags
var gífurleg. Bílar sem hús
hurfu í snjóskaflana og þök
húsa svignuðu. Degi er kunn-
ugt um umtalsverðar skemmd-
ir á tveimur húsum af völdum
fannfergisins, annars vegar á
hænsnahúsi í Sveinbjarnar-
gerði á Svalbarðsströnd og
hins vegar á minkaskála á bæn-
um Saltvík, skammt frá Húsa-
vík.
bresti". Það reyndist þó ekki
vera, lieldur sunkaði hluti þaks
skálans niður. Sem betur fer voru
ekki komin dýr í skálann. Leitað
var aðstoðar björgunarsveitar-
manna frá Húsavík að morgni
laugardags og brugðust þeir
skjótt við. Helga sagði að um 30
menn hafi unnið stanslaust
seinnipart laugardags við að
moka af þaki nýja og gamla
minkaskálans. Fengin var jarðýta
og grafa til að moka frá hliðum
skálans þannig að unnt væri að
moka snjónum af skálaþökunum.
Björgunarsveitarmenn héldu
áfram mokstrinum þar sem frá
var horfið á páskadagsmorgun og
luku honum um hádegi þann dag.
„Ég hefði ekki boðið í það ef við
hefðum ekki fengið hjálp björg-
unarsveitarmanna. Sennilega
hefði skálinn þá lagst allur saman
einsog spilaborg. Ég vil gjarnan
koma á framfæri innilegu þakk-
læti til björgunarsveitarmanna
fyrir hjálpina. Þeir stóðu sig frá-
bærlega og eiga sannarlega skilið
hrós fyrir þá miklu vinnu sem
þeir lögðu á sig,“ sagði Helga.
Hún sagði að hægt hafi verið
að gera við skálann til bráða-
birgða en útilokað sé að huga að
alvöru viðgerð á honum fyrr en
hafi hlánað hressilega. óþh
Tveir skipstjórar frá Ólafsflrdi
kaupa Wut í frystiskipi
- Skúmur GK frá Grindavík aflientur HaflDoða hf. á laugardag
Asahláka
framundan
í dag gerir Yeðurstofa Islands
ráð fyrir austanátt á Norður-
landi, frá Húnavatnssýslum
austur að Langanesi, með
slyddu síðdegis. Hitinn verður
á bilinu 1-3 stig og vindhæð 5-6
vindstig. A morgun verður
suðaustanátt en úrkomulítið
og hiti 3-5 stig.
Þessi hlýindi ná síðan hámarki
á föstudag með asahláku. Þá er
gert ráð fyrir sunnanátt, 5-6
vindstigum, með rigningu víða á
Norðurlandi og allt að 9 stiga
hita. í fannferginu á Norðurlandi
þýðir þetta að vatn mun flæða um
götur í stríðum straumum og
væntanlega valda margháttuðum
erfiðleikum. SS
í Sveinbjarnargerði brotnaði
niður um þriðjungur þaks á 600
fermetra hænsnahúsi. Um er að
ræða eitt af stærstu hænsnahús-
unum í húsaþyrpingu Fjöreggs í
Sveinbjarnargerði. „Við settum
bráðabirgðastafn í húsið á
skírdag og þéttum á hænunum.
Þetta slapp þannig fyrir horn. Að
vísu drápust einar 15-20 hænur,“
sagði Jónas Halldórsson, bóndi í
Sveinbjarnargerði. Hann sagðist
reikna með að huga að viðgerð á
húsinu á næstu dögum. „Það
verður að vísu erfitt að athafna
sig því þetta er allt á bólakafi.“
Hluti nýs minkaskála á bænum
Saltvík brotnaði einnig niður fyr-
ir helgina. Að sögn Helgu Gísla-
dóttur, húsfreyju, urðu þau vör
bresta í húsinu á föstudaginn
langa og töldu það vera „trausta-
Hlutafélagiö Hafboði hf. festi
nýlega kaup á Skúmi GK, 250
tonna frystiskipi frá Grinda-
vík. Hafboði hf. er í eigu
Ólafsfirðinganna Magnúsar
Þorsteinssonar og Magnúsar
Guðmundssonar, Hallgríms
Sverrisonar á Akureyri og
Eiríks Mikaelssonar í Garða-
bæ.
Skúmur GK er svo til nýtt skip,
smíðaður árið 1987 í Ramsvik í
Svíþjóð. Hann er næstum alveg
eins og Bliki EA á Dalvík.
Fiskanes hf. í Grindavík lét
smíða skipið, sem er sérútbúið til
lausfrystingar á rækju og með
heilfrystilínu fyrir bol- og
botnfisk, en það var sett á sölu-
skrá fyrir nokkru. Allmargir aðil-
ar sýndu áhuga fyrir að kaupa
skipið en Hafboði hf. varð hlut-
skarpastur, eins og áður sagði.
Afhending skipsins fer fram á
laugardag í Hafnarfirði og þaðan
verður skipið gert út.
Magnús Þorsteinsson starfar
nú sem skipstjóri á Sigurbjörgu
ÓF en hann mun láta af því starfi
í sumar og flytja til Hafnarfjarð-
ar. Magnús Guðmundsson er
búsettur í Garðabæ. Hann var
áður skipstjóri á Gunnjóni GK
en mun ásamt nafna st'num stýra
Skúmi í framtíðinni. Hallgrímur
Sverrisson, vélstjóri á Akureyri,
verður yfirvélstjóri.
í sumar er ætlunin að fara á
rækjuveiðar, m.a. við Dorn-
banka. Einnig verður farið á grá-
lúðu- og karfaveiðar. EHB