Dagur - 11.04.1989, Síða 11

Dagur - 11.04.1989, Síða 11
hér & þor i Af storma- sömu einka- Kfi Roseanne Litla villta Jcssica. Lcikkonan Roseanne Barr sem slegið hefur í gegn í sam- nefndum sjónvarpsþáttum, bæði hér heima og vestanhafs Iifir sjálf heldur stormasamara lífi en sjónvarpshetjan. Hún hefur nú þurft að koma dóttur sinni fyrir á geðsjúkrahúsi, vegna þess að hún var orðin eins villt og Roseanne sjálf var á hennar aldri, að eigin sögn. Roseanne sagði það hafa verið erfiða ákvörðun að senda dóttur sína, sem heitir Jessica og er 13 ára gömul, í meðferð því hún hafi sjálf þurft að ganga í gegnum þaðsem unglingur að vera send á stofnun fyrir vandræðaunglinga. „Eg veit hvernig þetta er, en ég held að mér hafi veriö skylt að gera þetta,“ sagði Roseanne. Hún segist aldrei hafa fyrirgefið foreldrum sínum fyrir að hafa sent sig burtu og að hún viti að litla stúlkan hennar eigi eftir að ganga í gegnum erfitt tímabil inn- an um vandræðaunglinga, suma háða fíkniefnum. Vandræðin hófust þegar Jess- ica fór að skrópa í skólanum og taka glæsibifreið foreldra sinna ófrjálsri hendi. Vandræði Rose- anne sjálfrar voru með svipuð- um hætti; hún tók bifreið for- eldra sinna í óleyfi og klessti hann á einu af fylleríunum sínum. Það er því dálítið kaldhæðnis- legt að i sjónvarpinu skuli Rose- anne vera ímynd húsmóðurinnar sem leysir öll sín mál á rólegan og yfirvegaðan hátt, á meðan einka- lífið er í rúst. Eiginmaður hennar í raun- veruleikanunt heitir Bill og það var hann sem hjálpaði henni upp á stjörnuhimininn með því að semja fyrir hana brandara sem hún síðar flutti á veitingastöðum og í vinsælum sjónvarpsþætti. Síðan hún byrjaði sína eigin þætti þénar hún um 3 milljónir punda á ári. En hjónaband hennar stend- ur á brauðfótum. Hún er mikið að heiman, eiginmaðurinn er Hamingjusömu sjónvarpshjónin Roseanne og John. Eiginmanninum Bill er kennt um allt. afbrýðisamur vegna þess auk þess sem barnauppeldi og heimil- ishald er á hans herðum. Og Roseanne segir vandræði Jessicu litlu, föður hennar að kenna. Hún segir að hann fái útrás fyrir reiði sína gagnvart henni á börn- unum, sérstaklega Jessicu. Hún vill fá skilnað, hvað sem það kostar. „Þetta hefur verið of dýr- keypt og bitnað á sálarlífi mínu og hamingju barnanna." Hún hefur nýlega skrifað undir samn- ing um að leika á móti Meryl Streep í kvikmynd um Kven- djöfulinn og sagði af því tilefni: „Mig hefur alltaf dreymt um vel- gengni, en hún hefur kostað sitt. Ég bið þess bara að litlu stúlk- unni minni batni svo martröðin geti tekið enda.“ V axtarræktin í íþróttahöllinni Boðið er upp á byrjenda- námskeið fyrir karlmenn Námskeiðið er þrisvar í viku: Þriðjudaga ki. 20.30 Föstudaga kl. 20.30 Laugardaga kl. 12.30 Ekki er nauðsynlegt að skrá sig, einungis þarf að mæta í kjallarann í íþróttahöllinni. Boðið verður upp á persónulega ráðgjöf í mataræði sé þess óskað, ásamt því að hver og einn fær æfingaáætlun sem honum hentar. Leiðbeinandi er Einar Guðmann Alm. tímar alla virka daga frá kl. 16.30. Kvennatímar mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga, dag og kvöldtímar. Upplýsingar í síma 21061 frá kl. 10-12. Hvort sem menn vilja byggja sig upp fyrir aðrar íþróttir, fara í megrun eða einungis halda sér við og koma sér í form, þá er kjörið tækifæri að nýta sér það sem líkamsrækt hefur upp á að bjóða. Vaxtarræktin íþróttahöll Þríðjudagur T1. apn'l 1989 -DAGUR:- 1t: f —--------------------------------------> Söngskenimtun Söngsveit Hlíðarbæjar heldur tónleika í Hlíðarbæ, miðvikud. 12. og fimmtud. 13. apríl kl. 21.00 Söngstjóri: Hjörtur Steinbergsson. Undirleikari: Sigrún Jónsdóttir. Fjölbreytt efnisskrá. Söngsveitin. Aðalfundir Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxndæladeilda Kaup- félags Eyfirðinga verða haldnir að Melum, Hörgárdal, fimmtudaginn 13. apríl nk. kl. 13.00. Deildarstjórar. Útsala hefst í dag Ullarefni kr. 200,- pr. m. Prjónaefni kr. 250,- pr. m. Önnur efni kr. 250,- pr. m. (Joggingefni, bóm- ullarefni o.fl.) Verslunin Enoss Hafnarstræti 88, sími 25914. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður G. Guðjónsson hdl., Ólafur Birgir Árnason hdl. og Jón Ingólfs- son hdl. Hrafnabjörg 5, Akureyri, þingl. eig- andi Flosi Jónsson, föstud. 14. apríl '89, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnaðarbanki Islands hf., Bruna- bótafélag íslands, Ólafur Birgir Árnason hdl, Benedikt Ólafsson hdl., innheimtumaður ríkissjóðs, Veðdeild Landsbanka Islands og Gunnar Sólnes hrl. Heiðrún EA-28, þingl. eigandi Gylfi Baldvinsson, föstud. 14. apríl ’89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Hlíðarendi, Akureyri, þingl. eigandi Baldur Halldórsson, föstud. 14. apr- íl ’89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Kringlumýri 17, Akureyri, þingl. eig- andi Rafn Magnússon, föstud. 14. apríl kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Iðnaðarbanki Islands hf. Ránargötu 6, Akureyri, þingl. eig- andi Stefán Sigtryggsson, föstud. 14. apríl kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., innheimtumað- ur ríkissjóðs og Ólafur Gústafsson hrl. Reynivöllum 4, miðhæð, Akureyri, þingl. eigandi Arnór Þorgeirsson, föstud. 14. apríl ’89, kl. 14.15. Uppoðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl., Iðnaðar- banki Islands hf., Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Móasíðu 4a, Akureyri, þingl. eig- andi Einar Ingi Einarsson, föstud. 14. apríl ’89, kl. 15.30. Uppboðsbeðandi er: Benedikt Ólafsson hdl. Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eigandi Rán hf., föstud. 14. apríl ’89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Ásgeir Thoroddsen hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu. Steinahlíð 5e, Akureyri, þingl. eig- andi Sæmundur Pálsson ofl., föstud. 14. apríl ’89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Jón Ingólfsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Svarfaðarbraut 32, Dalvík, þingl. eigandi Vignir Þór Hallgrímsson, föstud. 14. apríl ’89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl„ Benedikt Ólafsson hdl. og Veðdeild Landsbanka (slands. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Þrastarlundi v/Skógarlund, Akur- eyri, þingl. eigandi Pétur Valdimars- son, föstud. 14. apríl '89, kl. 15.00. Uppoðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Hamarstíg 30, Akureyri, þingl. eig- andi Friðný Friðriksdóttir, föstud. 14. apríl '89, kl. 13.30.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.