Dagur - 11.04.1989, Side 14

Dagur - 11.04.1989, Side 14
14 -£■ DAGUR - Þriðjudagur 11- aprrT1989 KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Við Kennaraháskóla íslands er laus staða námsráðgjafa Æskilegt er að umsækjandi hafi sérmenntun í námsráðgjöf. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar Kennaraháskóla íslands fyrir 8. maí 1989. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á rækjutogarann Nökkva HU 15 sem gerður er út frá Blönduósi. Uppl. gefur Guðmundur Ingþórsson í símum 95- 4590 eða heima í síma 95-4243. (ÍHSÞé) Framkvæmdastjóri Héraðssamband Suður-Þingeyinga óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf frá 15. maí nk. Æskilegur ráðningartími er 2 ár. Nánari upplýsingar veitir Jón Benónýsson í síma 43142. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 14, 650 Laug- ar, fyrir 1. maí. H.S.Þ. Minning: Bjja Jón Kr. Krístjánsson Víðivöllum, Fnjóskadal Fæddur 29. júlí 1903 - Dáinn 29. mars 1989 Jarðlífið er ekki óendanlegt, það vitum við öll. Við eigum samt þá ósk, að vinir okkar fái að dveljast sem lengst í návist okkar, svo að við getum náð til þeirra og rætt við þá á góðri stund. Mikill persónuleiki er horfinn sjónum okkar. Jón Kr. Kristjánsson frá Víðivöllum í Fnjóskadal andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri að morgni 29. mars sl. Jón var sonur hjónanna Krist- jáns Jónssonar og Onnu Kristjáns- dóttur, sem bjuggu á Víðivöllum. Jón var mikill menningarfrömuð- ur í sinni sveit, Kennaraskóla- genginn enda barnakennari í Flálshreppi til margra ára. Jafn- framt því sá hann um bókasafn hreppsins og útlán þaðan á bókum. Jón var lengstaf í útgáfu- stjórn Árbókar Þingeyinga og hefir skrifað margar fræðandi og skemmtilegar greinar í það rit og margt fleira mun hann hafa ritað, sem ekki verður talið upp hér. Jón tók við búinu af föður sín- um og hefur rekið það af mesta myndarskap. Jón var kvæntur Huldu Björgu Kristjánsdóttur frá Nesi í sömu sveit og voru þau mjög samhent hjón að mér fannst. Þau eignuðust 5 börn en þau eru: Karl, lögregluþjónn á Akureyri, en kona hans er Marse- lína Hermannsdóttir, Kristján bóndi á Veturliðastöðum, en kona hans cr Guðríður Arnþórs- dóttir, Álfhildur húsfrú í Víðifelli gift Árna Ólasyni, Völundur, ókvæntur, háskólagenginn og stundar kennslu o.fl. störf og Aðalsteinn bóndi á Víðivöllum, kvæntur Jónínu Guðmundsdótt- ur. Álfheiður og Árni byggðu nýbýlið Víðifell í landi Víðivalla, er þau tóku við búskap á hluta jarðarinnar. Á efri hæðinni í því húsi bjuggu Jón og Hulda í ánægjulegu sambýli, en við Víði- vallajörðinni tóku hins vegar Aðalsteinn og kona hans. Hulda var skólasystir mín frá Laugum í Reykjadal og eftir að þau hjón tóku við búi á Víðivöll- um, vorum við systur oft hjá þeim í vinnu og héldum vináttu við þau áfram seinna, eftir því sem möguleikar leyfðu, því gott er að konta í Víðivelli enda oft gestkvæmt þar á sumrin. - Eitt atvik man ég löngu liðið, þegar við bróðir minn vorum að læra að lesa. Það hefur sjálfsagt ekki ver- ið mikið um peninga til bóka- kaupa, en þá barst okkur bóka- sending frá hjónunum á Víðivöll- um, foreldrum Jóns og var slíkt mjög vinsamlega hugsað. Mér sýnist, að hjónin, sem þarna búa nú haldi uppi reisn staðarins, því það er myndarlega um gengið úti sem inni. í haust er leið, þegar Jón gekk með okkur um gróðurhúsin og garðana var greinilegt, hve mikinn áhuga hann hafði á blómunum og mat- jurtunum, rétt eins og bókunum sínum. Á meðan Jón kenndi í Skógum voru börnin þar í heimavist. Það var því ekki aðeins kennslan, sem hann sá um, heldur ölll umsjón. Hann sá um að börnin hefðu daglega útivist, fór gjarnan sjálfur með þeim út á göngu og gáði vandlega að því að þau væru ekki blaut í fætur eða illa til reika. Þess utan varð hann svo að leysa alls kyns vanda, sem upp á kom hjá börnunum. Nú er þessi aldni vinur okkar horfinn örugglega til enn æðri starfa á nýju sviði. Þessar línur eru aðeins þakklætisvottur frá okkur systkinum fyrir þá upp- fræðslu, sem við nutum og allar glaðværar ánægjustundir, sem við áttum með honum. Guð veiti þér góðar viðtökur og verndi eftirlifandi konu þína, börn og alla afkomendur. Iiulda Guðnadóttir. AKUREYRARBÆR ÖLDRUNARÞJÓNUSTA Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast á öldrunardeild á Hjúkrun- arheimilinu Hlíð frá 1. maí nk. Einnig viljum við ráða nú þegar hjúkrunarfræð- inga til fastra starfa og sumarafleysinga. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast einnig til starfa nú þegar og til sumarafleysinga. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 340, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 27930 alla virka daga frá kl. 08.00-16.00. Deildarstjóri öldrunarþjónustu. Foraiannsskipti hja Kvenréttindafélagi íslands Aðalfundur KRFI var haldinn miðvikudaginn 15. mars sl., að Hallveigarstöðum. Kosinn var nýr formaður, Gerður Steinþórsdóttir, bók- menntafræðingur. Gerður er fyrrverandi borgar- fulltrúi í Reykjavík. Hún hefur látið jafnréttismál mikið til sín taka, átti m.a. sæti í fram- kvæmdanefnd um kvennafrídag 1975, hefur setið í jafnréttisráði og Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna. Hún sótti kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi 1985. Gerður tekur við formennsku af Láru V. Júlíus- dóttur, framkvæmdastjóra ASÍ, sem gegnt hefur formennsku sl. þrjú ár. Þá gekk úr framkvæmdastjórn Ragnheiður Harðardóttir, en í hennar stað var kosin Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Aðrar í framkvæmdastjórn eru Arndís Steinþórsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Ásthild- ur Ketilsdóttir. Auk þeirra eiga sæti í stjórn félagsins 6 konur frá stjórnmála- flokkunum, kosnar á landsfundi. Formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna er Hjör- dís Þorsteinsdóttir, núverandi form. Bandalags kvenna í Hafn- arfirði. Framkvæmdastjóri KRFÍ er Herdís Hall. Starfsemi félagsins á liðnu ári einkenndist mikið af undirbún- ingi fyrir kvennaþingið „Nordisk Forum“ í Osló, en það sóttu um 800 konur frá íslandi. Næsti fundur á vegum félagsins verður um Kvennarannsóknir og TOLURNAR ÞINAR? ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! Þetta eru tölurnar sem upp komu 8. apríl 1989. Heildarvinningsupphæð var kr. 9.409.150,- Tveir þáttakendur voru með 5 tölur réttar og fær hvor þeirra kr. 2.790.313.- Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 567.760.- Skiptist á 8 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 70.970.- Fjórar tölur réttar, kr. 979.264,- skiþtast á 208 vinningshafa, kr. 4.708.- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.281.500,- skiptast á 6500 vinningshafa, kr. 351.- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 mín. fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. er þáttur í fundaröðinni „Áfram Forum“. Hann verður að Hall- veigarstöðum 30. mars nk., kl. 20.30. Aprílfundur félagsins verður síðan uni siðfræði í heilbrigðis- málum, þar sem m.a. verður fjallað um glasafrjóvgun. Ársrit félagsins 19. júní er í undirbúningi og er Sigrún Stef- ánsdóttir fjölmiðlafræðingur rit- stjóri þes. Sigrún mun einnig annast námskeið í fjölmiðlaframkomu síðari hluta aprílmánaðar. HEILRÆÐI hk Verkstjórar - verkamenn NoLkun IgAlma við hvers konar störf hefur komiö I veg fyrir hina alvarlegustu höfuðáverka. Því er notkun þeirra qálfaögð.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.