Dagur - 18.04.1989, Side 1
72. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 18. apríl 1989
73. tölubiað
g
JMJ
\
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Breytingar á Kjörmarkaði KEA
við Hrísalund:
Endurbætt verslun
opnuð í dag
- nokkrir kjörbúðarstjórar KEA
flytjast til í störfum um næstu mánaðamót
Kjörmarkaður KEA við Hrísa-
lund var opnaður í morgun eft-
ir breytingar á versluninni.
Björn Baldursson, fulltrúi
kaupfélagsstjóra á verslunar-
sviði, sagði að breytingarnar
miðuðu að því að auka og bæta
þjónustuna. „Yið opnum nýja
og betri búð í dag,“ sagði
hann.
Sú nýjung hefur verið tekin
upp að brauð og kökur frá
Brauðgerð KEA verða afgreidd-
ar úr sérstöku brauðborði í
Hrísalundi. Ýrnsar aðrar breyt-
ingar hafa verið gerðar varðandi
vöruuppröðun og skipulag og
fleiri eru fyrirhugaðar en þær
munu líta dagsins Ijós á næst-
unni.
Kjörmarkaður KEA við Hrísa-
lund var lokaður í gær því iðnað-
armenn unnu hörðum höndum
að breytingum ásamt starfsfólki
verslunarinnar. Björn sagði að
framkvæmdirnar nú væru aðeins
fyrsti liðurinn í að endurbæta
kjörmarkaðinn og breyta honum
miðað við kröfur tímans.
Unnið er að endurskipulagn-
ingu á ýmsum starfssviðum KEA
um þessar mundir. Illuti af
endurskipulagningunni felst í
breytingum á yfirstjórn nokkurra
kjörbúða félagsins á Akureyri
um næstu mánaðamót. Guöjón
Armannsson, sem verið hefur
verslunarstjóri í Byggðavegi 98,
mun taka við í Hrísalundi af
Björgu Þórsdóttur. Björg starfar
áfram við verslunina að eigin ósk
og verður nýjurn kjörbúðarstjóra
til aðstoðar á skrifstofu.
Júlíus Guðmundsson verður
kjörbúðarstjóri í Sunnuhlíð 12,
en hann hefur verið í sama starfi
hjá KEA í versluninni að Hafn-
arstræti 20. Steingrímur Ragnars-
son tekur viö versluninni í
Höfðahlíð I en hann veitti versl-
uninni í Sunnuhlíð áður for-
stöðu. Ágústína Söebech verður
kjörbúðarstjóri í Hafnarstræti 20
þar sem hún hefur starfað. Frið-
rik Sigþórsson verður kjörbúðar-
stjóri í Byggðavegi 98 en hann
var áður útibússtjóri hjá Kaup-
félagi Árnesinga í Þorlákshöfn.
Guðntundur Magnússon, kjör-
búðarstjóri í Höfðahlíð 1, hefur
verið ráðinn starfsmannastjóri
KEA, en Guðbjörn Gíslason,
fráfarandi starfsmannastjóri, tek-
ur við starfi skrifstofustjóra hjá
KEA á Dalvtk. EHB
Forsvarsiiienn iúnrekenda fóru vítt yfir svið iðnaðarins og stöðu |ijóðarliúsins á fundi með lörráðaniöiinuni iðnfyr-
irtækja á Akureyri í gær. Frá vinstri: Lína Guðlaug Atladóttir, inarkaðsráðgjatl, Víglundur Þorsteinsson. lorinaður
Félags íslenskra iðnrekenda og Ólafur Davíðsson, framkvæindastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Mymi: i i.v
Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI, um stöðuna í kjaramálum:
Stefnir í meiriháttar átök
„Það er alveg Ijóst að það eru
ekki nein verömæti til viðbót-
arskipta í þjóðfélaginu. Þaö
sem er nýtt í dag er að ríkið
hefur samið um 10-11% launa-
hækkanir eftir að hafa hækkað
skatta í tvó undanfarin ár. Síð-
an segja ráðherrarnir við for-
svarsmenn atvinnufyrirtækja:
Þið herrar mínir verðið að
vinna ykkur út úr hlutunum og
borga eins og ykkar bú leyfir.
Ég fullyrði að ef ekki verður
breyting á þessari stefnu
stjórnvalda stcfnir hér í meiri-
háttar átök á vinnumarkaði á
næstu vikum,“ segir Víglundur
Þorsteinsson, formaður Félags
íslcnskra iðnrekenda.
Víglundur segist ekki á þessari
stundu sjá hvcrnig greiða eigi úr
þeiin hnút sem kominn sé upp í
samningaviðfæðum Alþýðusam-
bandsins og atvinnurekenda.
Hann segist telja eðlilegt að
Alþýðusambandsforystan krcfjist
sömu launahækkana fyrir sitt fólk
og ríkið liafi nýverið samþykkt
að veita BSRB-fólki. Hins vegar
sé það boröliggjandi að ekki sé
meö neinu móti unnt fyrir iðnfyr-
irtæki eða önnur fyrirtæki í út-
flutnings- eða samkeppnisgrein-
um að greiöa sínu fólki hærri
laun. Víglundur segir að ef 10-
11% launahækkun eigi að ganga
yfir alla linuna verði aö koma til
svipuð próscntulækkun á gengi
íslensku krónunnar. Hins vegar
þurfi gengislækkunin að verða
mun hærri cf snúa eigi við öfug-
þróun í rekstri íslenskra fyrir-
tækja á síðustu misserum, þ.e.
taprekstri og um leið rýrnun á'
cigin fé þeirra.
Á fundi sem Víglundur og aör-
ir forsvarsmenn Félags íslenskra
iðnrekenda héldu í gær með
stjórnendum iðnfyrirtækja á
Akureyri kont frarn mikill ótti
manna um stöðu iönfyrirtækja í
dag og það virtist samdóma álit
aö þau þyldu engan veginn stóra
kauphækkanaholskeflu við
óbreyttar aðstæður. í máli manna
kom fram sú skoöun að aðgerðir
stjórnvalda að undanförnu til aö
bæta hag fyrirtækja, t.d. með til-
færslu fjármagns úr Atvinnu-
tryggingarsjóði og Hlutafjár-
sjóði, væri lítilsháttar magnyl-
tafla scnt kærnist ekki fyrir mein-
ið en slægi til bráðabirgða á
verstu vcrkina. Meinið töldu
fundarmenn vera aö ennþá væri
ekkert að gert til að treysta
undirstöður að rekstri fyrirtækj-
anna. óþh
Skiptar skoðanir um undirskriftasöfnun um varaflugvöll í Aðaldal:
Man ekki betur en að Júdas seldi
Krist fyrir þqátíu silfurpeninga
segir Jóhanna Steingrímsdóttir í Arnesi í Aðaldal
Nú stcndur yfir undirskrifta-
söfnun í S-Þingeyjarsýslu þar
sem skorað er á stjórnvöld að
iáta fara frain forkönnun á
byggingu varaflugvallar í
Áðaldal. Dndirskriftasöfnun
hefur staðið í viku og að-
standcndur hcnnar eru
ánægðir með árangurinn það
sem af er. Stefnt er að því að
safna undirskrifíum í gervallri
S-Þingeyjarsýslu og nú er
fyrirhugað að útvíkka söfnun-
ina og safna undirskriftum í
N-Þingeyjarsýslu. Undir-
skriftalistar liggja nú frammi
á Húsavík en að sögn Starra
Hjartarsonar, forvígismanns
söfnunarinnar, verður farið
með listana heim á alla bæi í
Aðaldal, Kinn og Reykja-
hverfi.
I hausi undirskriftalistans
stendur cftirfarandi: „Við
undirritaðir íbúar í S-Þingeyjar-
sýslu lýsum yfir stuðningi okkar
við framkomnar hugmyndir um
byggingu varaflugvallar fyrir
millilandaflug í Aöaldal. Við
teljum cölilegt að leita sam-
vinnu við Atlantshafsbandalag-
ið um byggingu vallarins. Viö
leggjum áherslu á að völlurinn
verði þó alfarið í untsjón og
eigu okkar íslcndinga og Atl-
antshafsbandalaginu verði ein-
ungis heimiluð afnot af vellin-
um komi til ófriðar í okkar
heimshluta. Við teljum aö með
tilkomu alþjóðallugvallar í
Aðaldal væri á ný skotið stoð-
um undir atvinnulíf á Noröur-
og Norðausturlandi. Aö öðrum
kosti er hætt við að byggð í
þessum landshluta komi til með
að eiga undir högg aö sækja á
næstu árum. Við leggjum
áherslu á aö náttúrulífs- og
umhverfisröskun vcrði eins lítil
og frekast er kostur,"
Samkvæmt upplýsingum
Dags eru mjög skiptar skoðanir
um þessa undirskriftalista í
Aöaldal. Menn virðast vera
hatrammir bæði með og á móti
og sagði einn heimildarmaður
Dags að ef marka mætti við-
brögð fólks við þeim væri í upp-
siglingu ný Laxárdcila.
Jóhanna Steingrímsdóttir í
Árncsi í Aðaldal kvaðst að-
spurð ekki hafa skrifaö undir
undirskriftalistann þegar eftir
því var leitað. Hún sagðist líta á
varaflugvöll í Aðaldal sem
hreint hernaðarmannvirki sent
aldrci ntegi rísa þar. „Mér
finnst þessi undirskriftasöfnun
frumhlaup og óviökunnanleg.
Það er vcrið að ctja saman fólki
á svæðinu,“ segir Jóhanna. Hún
segist hafa heyrt aö 30 fjöískyld-
ur gætu haft framfæri sitt af
vinnu við varaflugvöll. „Mér
sýnist talan 30 ætla að verða
ansi seig í veraldarsögunni. Ég
man ekki betur en að Júdas
seldi Krist fyrir 30 silfurpen-
inga. Því spyr ég: Ætla menn að
selja héraðið fyrir töluna 30?“
segir Jóhanna Steingrímsdóttir.
En þaö eru ekki allir á þessari
skoðun í Aðaldal. Pétur Stein-
grímsson, í Laxárnesi, segist
hafa skrifað nafn sitt á undir-
skriftalistann vegna þess aö
hann telji atvinnusjónarmið
vega mjög þungt í þessu máli.
„Þetta er alveg dauður staður
og mikilvægt að fá hér ný
atvinnutækifæri," segir Pétur.
Hann telur mikilvægt að völlur-
inn verði alfarið í umsjón ís-
lendinga. óþh