Dagur - 18.04.1989, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 18. apríl 1989
Kaupfélag Skagfirðinga 100 ára
Kaupfélag Skagfirðinga er 100
ára á þessu ári og verður
afmælisins minnst nk. sunnu-
dag, 23. apríl, sem er stofndag-
ur félagsins. Sérstök hátíðar-
dagskrá fer fram í íþróttahús-
inu á Sauðárkróki og er búist
við a.m.k. 500 gestum, en sér-
Norðurland:
Vegir tepptust í norðanáhlaupi
- mokstur hófst strax á sunnudag
Aðfaranótt sunnudags teppt-
ust þjóðvegir víða á Norður-
landi vegna snjókomu og
skafrennings. Ekki er vitað til
þess að áhlaupið hafi valdið
teljandi vandræðum og þegar á
sunnudag hófust vegagerðar-
menn handa við snjóruðning.
Gárungarnir sögðu að Holta-
vörðuheiðin liefði verið rudd á
sunnudaginn vegna þess að sam-
gönguráðherra hefði þurlt að
komast leiðar sinnar en hjá
Vegagerð ríkisins á Akureyri
fengust þær upplýsingar að heim-
ilt væri að flýta snjömokstri um
einn dag ef sýnilegt væri að hann
skilaði árangri daginn eftir.
Á sunnudag var einnig rutt
milli Akureyrar og Húsavíkur og
frá Siglufirði til Akureyrar. I
gærmorgun var vegurinn í Óiafs-
fjarðarmúla enn ófær en vonir
stöðu til að hann yröi opnaöur í
gær. Þá var unnið viö snjómokst-
ur á vegum austan Húsavíkur og
allt til Vopnafjarðar.
Þótt sumardagurinn fyrsti sc á
næstu grösum sagðist vegact'tir-
litsmaður sem Dagur hafði sam-
band við í gær telja að full not
yrðu fyrir snjóruðningstæki út
þcnnan mánuð að minnsta kosti,
enda allra veðra von á fjallveg-
um. SS
stakir boðsgestir eru 60.
Afmælisnefnd, sem tók til
starfa fyrir nær þrem árum, hefur
undirbúið afmælið, ásamt fram-
kvæmdastjóra hennar, Magnúsi
Sigurjónssyni. í kringum afmælið
verður mikil útgáfustarfsemi,
jafnt á prenti sem filmu, og tíma-
mótanna minnst á margan hátt.
Magnús Sigurjónsson sagði, í
samtali við Dag, að undirbúning-
ur hefði gcngið mjög vel, en í
mörg horn verið að líta. Það
verður unnið fram á síðustu
stundu, við að undirbúa hátíðina
á sunnudag, og verður sérstökum
palli komið upp í íþróttahúsinu
vegna hennar. Nær allur laugar-
dagurinn mun fara í þá vinnu.
Nánar er sagt frá undirbúningi
afmælisins og dagskráratriðum á
hátíðinni á bls. 6 í blaðinu í dag.
-bjb
Slökkvilið Akureyrar við Sútunarverksmiöju Sainbandsins á sunnudags-
kvöld. Sjön scni þessi vekur öhug hjá þeini seni muna stórbruna hjá Sam-
bandsverksmiöjunum á sjöunda áratugnum. Mym.1: l.HB
Skinnaverksmiðja Sambandsins á Akureyri:
Bilun í brunaboða orsakaði slökkvibðsútkall
Slökkvilið Akurcyrar var kall-
að út á níunda tímanuin á
sunnudagsvöld að Skinnaiðn-
aði Sambandsins á Akureyri.
Brunaboði í clsta hluta verk-
smiðjunnar gal' til kynna að
eldur væri laus en svo reyndist
þó ekki vera.
Tómas Búi Böðvarsson,
slökkviliðsstjóri. sagöi að útköll
af þcssu tagi væru því iniöur of
algeng, en í þessu tilviki hefði
brunaboöinn bilað cða gefið
falska viðvörun af einhverjum
ástæðum. Sjálfvirki' brunaboðar
væru viðkvæm tæki og þyrftu
töluvert viöhald og eftirlit.
Slökkviliðsstjóri benti á að hvert
Þjóðhagsstofnun svarar vinnuveitendum:
Launaútgjöld fara 450 millj. fram úr fjárlögum
- komi hliðstæð hækkun og hjá BSRB á öll launaútgjöld ríkissjóðs
Þjóðhagsstofnun segir að
heildarlaunaútgjöld ríkissjóðs
inuni hækka um 450 milljónir
króna umfram það sem gert er
ráð fyrir í fjárlögum 1989 ef
hliðstæð hækkun og hjá BSRB
gengur á öll launaútgjöld ríkis-
sjóðs. Fjárlög 1989 gera ráð
fyrir að heildarlaun verði 23,8
milljarðar króna sem er um
7% hækkun á launaútgjöldum
frá síðasta ári. Þjóöhagsstofn-
un segir að með hliðsjón af
BSRB samningunum megi
ætla að hækkunin verði um
9% milli ára og hcildar-
launaútgjöld verði því 24,3
milljarðar króna, þrátt fyrir að
tekið sé tillit til áforma um
aðhald í launamálum.
Framangreindar upplýsingar
koma fram i svörum stofnunar-
innar við spurningum vinnuveit-
enda sem lagðar voru fram í
framhaldi af kjarasamningum
BSRB og ríkisins.
Vinnuveitendur óskuðu eftir
að Þjóðhagsstofnun legði mat á
hversu mikið afuröaverð þyrfti
aö hækka erlendis til að jafnvægi
næðist í rekstri fiskvinnslu við
óbreytt gengi krónunnar og
hækkanir launa og tengdra liða
skv. samningi BSRB. I svarinu
kemur fram aö afar erfitt sé að
tilgreina ákveðna hækkun fisk-
verðs erlendis eða breytingu á
gengi krónunnar sem leiddi til
jafnvægis í rekstri fiskvinnslunn-
ar. Það sé cinnig álitamál hvernig
skilgreina eigi jafnvægi í rckstri
fiskvinnslu. Þó bendir Þjóðhags-
stofnun á að hækkun markaðs-
verða botnfiskafurða um 1%
leiði til afkomubata um tæpt
prósentustig í frystingu og um
hálft prósentustig í söltun, sem
stafi af því aö hækkun saltfisk-
verðs dregur úr greiðslum verð-
bóta úr Verðjöfnunarsjóði fisk-
iönaðarins. í þessu felist að 1%
hækkun á markaðsverði leiði til
þess að afkoma botnfiskvinnslu
batni um 0,7% auk þess sem
hægar gangi á eignir Verðjöfnun-
arsjóðs. Þeirri spurningu hve
rnikið fella þurfi gengið ef ekki
komi til afuröaveröshækkana er-
lendis svarar stofnunin á þann
veg að 1% gengislækkun leiði til
bata fiskvinnslunnar um tæplega
þrjá fjórðu hluta úr prósenti og
þá sé reiknað með hækkun
erlendra aðfanga vegna gengis-
lækkunar.
í svörum Þjóðhagsstofnunar
segir að veiöar og vinnsla séu nú
reknar með 3% halla þrátt fyrir
verðbætur á freðfisk og endur-
greiöslur uppsafnaðs söluskatts.
Án þessara greiðslna væri tapið
nú 5'/:%. Sé litið framhjá þess-
um grciðslum veröi tap veiða og
vinnslu orðið 10% í lok nóvem-
bermánaðar. miðaö við 9'/:%
hækkun launa. JOH
falskt útkall væri óneitanlega
dýrt, en þó væri vitanlega dýrara
að missa cignir í eldsvoða.
- En eru fölsk útköll það
algeng að réttlætanlegt væri aö
senda t.d. einn eða tvo ntenn á
litlum bíl til að kanna málin áður
en til hefðbundins útkalls kemur?
„Við höfum ekki mannskap til
þess meðan við erum svona lið-
fáir, við þurfunt hvort sem er aö
kalla á mannskap til að standa
klárir gagnvart sjúkraútköllum.
Okkur er þröngur stakkur
sniöinn," sagði hann.
I útkallinu á sunnudagskvöld
fóru tveir slökkvibílar að skinna-
verksmiðjunni og var slökkvi-
stöðin þá mannlaus í skamma
stund, meðan varamenn voru á
leiðinni þangað. Kerfið virkar
þannig að við brunaúlkall fara
allir vakthafandi slökkviliðsmenn
á brunastað en varamenn eru
kallaöir út áður. EHB
Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla sl. laugardag:
Hagnaður fyrir skatta
varð 9,7 miDjónir króna
- Leikfélagi Dalvíkur úthlutuð 1 milljón króna
úr Menningarsjóði Sparisjóðsins
Sparisjóður Svarfdæla koni út
með 9,7 milljóna hagnaði á sl.
ári. Inn í þessa tölu eru ekki
Sauðárkrókur:
Aukning í byggingu íbúðar-
húsnæðis á síðasta ári
- en mikill samdráttur í byggingu annars húsnæðis
Þá varð flugstöðin fokheld
í skýrslu byggingafulltrúa
Sauðárkróks um störf bygg-
ingancfndar og bygginga-
framkvæmdir á Sauðárkróki
1988 kemur m.a. fram að lóða-
úthlutanir á síðasta ári voru 9,
sjö fyrir einbýlishús og tvær
lóðir undir iðnaðarstarfsemi.
Þá voru veitt 13 bygginga-
leyfi á árinu, aðallega til
Stjórnar verkamannabústaða á
Sauðárkróki. í skýrslunni segir
byggingafulltrúi að aukning
hafí orðið á byggingu íbúðar-
húsnæðis, ef mið er tekið af
tveim næstliðnum árum, en
verulegur samdráttur í bygg-
ingu annars húsnæðis, s.s. iðn-
aðarhúsnæðis.
Af byggingaframkvæmdum
ársins má nefna að hafin var
bygging á þremur einbýlishúsum
og átta íbúðum í raðhúsum, hafin
var bygging tlugstöðvar á Alex-
anderstlugvelli og byrjað á bygg-
ingu heitra potta við Sundlaug
Sauðárkróks, auk nokkurra
smærri verka eins og gróðurskála
við einbýlishús. Eitt einbýlishús
varð fokhelt á síðasta ári og níu
raðhúsaíbúöir urðu fokheldar.
arinu.
Það kernur fram í skýrslunni
að undanfarin misseri hefurverið
nóg framboð af byggingalóðum
undir íbúðarhúsnæði eða annað
húsnæði, en í dag sé lítið fram-
boð af lóðum undir einbýlishús
og raðhús. Verið er að ganga frá
deiliskipulagi fyrir suðurhluta
Túnahverfis, sem gerir ráð fvrir
109 lóðum undir einbýlishús og
lóðir fyrir 151 íbúð í fjölbýli.
Reiknað er með að þetta svæði
fullnægi lóðaeftirspurn næstu
ára eftir íbúðarhúsnæði. -bjb
teknir skattar en eftir skatta
nam hagnaðurinn 5,3 milljón-
iim króna. Heildarinnistæður á
síöasta ári voru 314,1 milljón
sem er 19% aukning frá fyrra
ári. Varasjóður stóð í 60,2
milljónum og hækkaði um
30%. Þetta kom fram á aöal-
fundi Sparisjóðsins sem hald-
inn var sl. laugardag.
Friörik Friöriksson. spari-
sjóðsstjóri, segir að afkonia
sjóðsins á síðasta ári hali verið
vel viðunandi sem sjáist best á
því eigið fé liafi hækkað um tæp
3()‘/o. Þá segir hann að 10 millj-
óna hagnaður fyrir skatt verði að
teljast góð útkoma.
Sparisjóður Svarfdæla er nú
ellefti stærsti sparisjóður
landsins, miðað viö innistæöu. I
landinu eru nú starfræktir 34
sparisjóðir. en flestir þeirra eru
með litla veltu. sem sést best á
því að 13 stærstu sjóðirnir eru
með um cSS'/o af heildarinnistæöu
sparisjóöanna. Að sögn Friðriks
hefur Sparisjóður Svarfdæla þá
sérstöðu að lána mest allra spari-
sjóða í landinu til útgerðarfyrir-
tækja í fotnú afurðalána. Þetta
helgast fyrst og fremst af gtfur-
lega mikilli og vaxandi \crkun
skreiöar á Ítalíumarkað ;i Dab ík
á undanförnum tveimur árum.
Allt bendir til að þessi \erkun
\erði meö alniesta móti í ár. end;i
hefur Italíuskreiöin gefið mjög
hátt \erð að undanförnu.
Á aðalfundinum á laugardag
\ar úthlutað úr Menningarsjóði
Sparisjóösins. sem stofnaður var
á 100 ára afmæli lians árið 19cS4.
Til úthlutunar var 1.1 milljón
króna. Samþykkt var að úthluta 1
milljón króna til Leikfélags Dal-
víkur á 45 ára afmæli þess og 100
þúsund krónum til kaupa á vms-
um kennslu- og leiðbeiningatækj-
um við Heilsugæslustöðina á
Dalvík.
í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla.
eru Jóhann Antonsson. fyrir
liönd Dalvíkurbæjar, Gunnar
Jónsson, fyrir hönd Svarfaðar-
dalshrepps og Baldvin Magnús-
son, Guðríður Olafsdóttir og
Óskar Jónsson kosin af ábyrgð-
armönnum. óþh