Dagur - 18.04.1989, Side 3
Þriðjudagur 18. apríl 1989 - DAGUR - 3
Hafnaáætlun fyrir árin 1989-1992:
Framkvæmt fyrir 640 milljómr í höfnum
á Norðiu'landi á næstu fjórum árum
- tillögur Hafnamálastofnunar um framkvæmdir fyrir 2,7 milljarða í höfnum landsins á þessu tímabili
Samkvæmt hafnaáætlun sem
nú liggur fyrir Alþingi verður
framkvæmt á yfirstandandi ári
fyrir tæpar 105 milljónir króna
í höfnum á Norðurlandi. Hlut-
ur ríkissjóðs í þessum fram-
kvæmdum er 75% en stærsta
verkið er á Húsavík þar sem
unnið verður við 2. áfanga
breikkunar og grjótvarnar við
Norðurgarð. Til þessa verks
verður varið tæpum 32 millj-
ónum króna á árinu og þar af
er hlutur ríkissjóðs tæplega 24
milljónir.
Sú þingsályktunartillaga til
hafnaáætlunar sem Alþingi hefur
nú til meðferðar nær yfir tímabil-
ið 1989-1992. Undirbúningur að
gerð þessarar áætlunar hefur
staðið frá byrjun síðasta árs en
dreifibréf var sent til allra hafna-
stjórna og þær beðnar að skrá í
forgangsröð þau verkefni senr
brýnust væru talin. Svör bárust
frá 51 Iröfn af 67. Lauslega er
áætlað að kostnaður við þær
framkvæmdir senr sveitarfélögin
töldu þörf á að lokið yrði á fyrr-
nefndu áætlunartímabili yrði á
sjötta nrilljarð króna, nriðað við
verðlag í nraí 1988. Hafnamála-
stofnun skar þessar hugnryndir
niður um 2 milljarða í tillögunr
sínunr. Sanrkvænrt því hefði
franrkvæmdakostnaður við Irafnir
orðið um 827 nrilljónir á þessu
ári, þar af hlutur ríkissjóðs unr
592 nr.kr. Við fjárlagagerð fyrir
1989 var franrlag til almennra
hafna hins vegar ákveðið 400
nr.kr. og þar af fara 141 nr.kr. til
að gera upp eldri framkvænrdir.
259 nr.kr. fara því úr ríkissjóði til
nýframkvæmda á þessu ári en
með mótframlagi hafnasjóða
verður hægt að reikna með að
framkvæmdafé verði um 350
m.kr., eða innan við 50% af upp-
haflegunr tillögum Hafnamála-
stofnunar.
Tillögur Hafnamálastofnunar
unr framlag til nýframkvænrda í
alnrennunr höfirunr eru þannig að
árið 1989 verði veittar 259
m.kr.(með framlagi Hafnasjóða
alls 351 m.kr.), árið 1990 538
nr.kr. (nreð framlagi Hafnasjóða
alls 734 m.kr.) og árin 1991 og
1992 verði vcittar 1155 nr.kr.
(nreð franrlagi Hafnasjóða 1612
nr.kr.).
Hótelin á Akureyri:
Töluvert um bókanir
fyrir sumarvertíðina
Aðilar í ferðamannaþjónustu
horfa yfirleitt björtum augum
til sumarsins. Gunnar Karls-
son, hótelstjóri á Hótel KEA,
sagðist þó kannski ekki eins
bjartsýnn og á sama tíma í
fyrra, cn þá kom hins vegar í
Ijós að margar bókanir voru
ekki mjög áreiðanlegar. Þótt
bókanir nú séu ekki eins marg-
ar telur Gunnar þær öruggari.
„Það ríkti meiri bjartsýni í
fyrra en í kjölfarið fylgdi líka
mikið af bjartsýnisbókunum sem
lítið stóðust. Eg tel bókanirnar
nú öruggari og ef ekkert óvænt
kemur upp á þá sé ég enga
ástæðu til að vera svartsýnn á
sumarið," sagði Gunnar.
Hann sagði jafnframt að að-
sókn að hótelinu og salarkynnum
þess hefði verið góð síðastliðið
haust og fram í nóvember en síð-
an hefði greinilega mátt nterkja
aðhald hjá fólki. Þá setti veðrátt-
an verulegt strik í reikninginn
eftir áramótin og töpuðust fleiri
hundruð gistinætur vegna sant-
gönguerfiðleika.
„Við erum ekki óhressir með
samkomuhaldið hjá okkur.
Laugardagskvöldin hafa verið
mjög góð og það bjargar líka
miklu að við getum hólfað salina
niður og tekið líka inn smærri
hópa,“ sagði Gunnar.
Stefán Sigurðsson á Hótel Stef-
aníu segir bókanir aldrei hafa
verið jafn margar og nú. Sam-
gönguerfiðleikar hafa líka sett
bókanir úr skorðum á Stefaníu í
vetur en Stefán scgist líta björt-
um augum til suntarsins.
A Hótel Akureyri er einnig
farið að taka niður bókanir og
hefur töluvert vcrið spurst fyrir
um gistirými næsta sumar.
Hótel Norðurland verður opn-
að í byrjun júlí og þar eru bókan-
ir strax byrjaðar að streyma inn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðaskrifstofu Akureyrar er þar
að miklu leyti um að ræða hópa,
jafnvel hópa sem áður voru á
Hótel Varðborg, en einnig aðra
hópa og einstaklinga. SS
Um 250 milljónum varið til framkvæmda á flugvöllum í ár:
Þar af um 140 milljónum til
flugvalla á Norðurlandi
Fyrirhugað er að verja 243
milljónum króna til fram-
kvæmda á flugvöllum landsins
í ár. Þetta kemur fram í Flug-
heimild, fréttablaði Flugmála-
stjórnar. Langstærsti hluti fjár-
ins fer í framkvæmdir við ein-
staka flugbrautir en einnig í
alls kyns tækjakaup, öryggis-
svæði, flugstöð eða farþega-
skýli.
Af þessum 243 ntilljónum, fara
138,4 milljónir til framkvæmda
við flugvelli á Norðurlandi, frá
Blönduósi austur að Egilsstöð-
um. Skipting framkvæmdafjárins ■
til flugvalla á Norðurlandi, ásamt'
helstu framkvæmdum fer hér á.
eftir. Allar fjárhæðir eru innan
sviga og í milljónum króna.
Blönduós: Öryggissvæði, hlað
(3.6) .
Olafsfjörður: Oryggissvæði, hlað
(1,8).
Akureyri: Vörubifreið, snjótönn
(8.7) .
Grímsey: Flugbraut (13,1).
Reykjahlíð: Flugbraut (3,5).
Kópasker: Flugbraut, hlað
(11.4).
Raufarhöfn: Öryggissvæði (3,9).
Þórshöfn: Flugbraut (14,5,).
Akureyrartogararnir fengu 100
tonna meiri afla í marsmánuði
en í sama mánuði í fyrra. Vil-
helm Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, segir að afla-
brögð togaranna nú séu mjög
áþekk því sein gerðist í fyrra.
Afli Akureyrartogaranna frá
mánaðamótum mars-apríl er
sem hér segir: 3. apríl kom Kald-
bakur inn með 253 tonn, Hrím-
bakur kom 5. með 109 tonn, 7.
landaði Harðbakur með 146
tonn, Svalbakur kom með 172
tonn þann 11. apríl og í gær land-
Bakkafjörður: Flugbraut (5,8).
Borgarfjöröur eystra: Flugbraut
(2,6).
Egilsstaðir: Flugbraut (68), ljósa-
búnaður (1,5).
aði Sólbakur 145 tonnum. Allir
togararnir hafa landað blönduð-
um afla.
Hrímbakur kom til Akureyrar
með 11 tonn eftir stutta veiðferð
10. apríl, en spilmótor í skipinu
brann. Hrímbakur hélt aftur til
veiða á þriðjudag.
Frystitogarinn Sléttbakur land-
aði 246 tonnum af frystum flök-
um, aðallega karfa, í byrjun
mánaðarins.
Á mánudag er Kaldbakur
væntanlegur til Akureyrar eftir
tólf daga veiðferð. EHB
Afli Akureyrartogaranna
svipaður og í fyrra
Ef litið er á hlut Norðurlands-
hafna í þessum hugmyndum
kemur í ljós að á Norðurlandi
vestra yrði framkvæmt fyrir rúm-
ar 70 milljónir á næsta ári en 226
m. kr. á árunum 1991 og 1992. Á
Norðurlandi eystra yrði fram-
kvæmt fyrir 59 milljónir á næsta
ári en fyrir um 180 milljónir á
árunum 1991 og 1992. JÓH
Áburðarverksmiðjan:
Aburður seldur á útsölu-
verði til Landgræðshmnar?
Forráðamenn Áburðarverk-
smiðju ríkisins hafa kannaö
þann möguleika hvort ekki
væri hægt að niæta sanidrætti í
iandbúnaði og minnkandi
áburöarsölu af þeini sökum
með því að framleiöa nokkurt
inagn af áburði sem seldur yrði
á lægra verði til Landgræðslu
ríkisins. Þessi athugun hefur
leitt í Ijós að lægra áburðar-
verð á töluveröu magni til
Landgræðslunnar gæti aukið
hagkvæmni í rekstri Áburöar-
verksmiðjunnar og um leiö
orðið mikill stuðningur við
landgræðsiustarfið.
Þessar upplýsingar koma fram
í greinargerð nteð þingsályktunar-
tillögu um landgræðslu sem þing-
mennirnir Egill Jónsson, Jón
Helgason, Geir Gunnarsson,
Árni Gunnarsson, Halldór
Blöndal, Ingi Björn Albertsson
og Málmfríður Sigurðardóttir
hafa lagt fram á Alþingi.
Þingmennirnir vilja að Alþingi
feli landbúnaöarráðherra að hlut-
ast til um að gerö verði markviss
áætlun um aðgerðir til að stöðva
eyðingu jarðvegs og gróðurs á
íslandi þar sem kostur er.
Áhersla verði lögð á að afmarka
þau landssvæði þar sem sandfok
á sér enn stað svo unnt sé að
hefja þar skipulegt ræktunar-
starf. Jafnframt verði kannað
hvort ekki sé hægt að gera
Áburðarverksmiðju ríkisins fært
að lækka verð á áburði til land-
græðslustarfa sem einkum yrði
ráðstafað til brýnna verkefna.
Þessar aðgerðir miði við að um
næstu aldamót vcrði uppblástur
þessara svæða stöðvaður. JÓH
Veðurstofa íslands:
Engar almennar
veðurspárgefiiarút
Að gefnu tilefni skal tekiö frant
að vegna verkfalls Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga cru eng-
ar almennar veðurspár nú gefnar
út á vegunt Veðurstofu íslands.
Veðurspár þær og vcöurhorfur
sem birst hafa í nokkrum fjöl-
miðlum undanfarið eru því alfar-
ið á ábyrgö þeirra. Telja verður
varhugavert og ábyrgðarlaust að
slíkir spádómar séu birtir athuga-
semdalaust og á sama hátt og um
vcöurspár frá Vcðurstofu Islands
væri að ræða.
(Frétlatilkynning.)
Akureyrarbær fékk viðurkenningu frá Lyftingasambandi íslands vegna
öflugs stuðnings bæjaryflrvalda við Norðurlandamótið í lyftingum sem hald-
ið var á Akureyri um helgina. Hér sést Sigfús Jónsson bæjarstjóri taka við
viðurkenningunni, fagurlega útskornum steinplatta, úr hendi Birgis Þórs
Borgþórssonar formanns LSÍ.