Dagur - 18.04.1989, Síða 5
Kirkjukór Akureyrarkirkju ásamt Birni Steinari Sólbergssyni stjórnanda. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.30.
Mynd: EHB
Kirkjulistavika:
Kórtónleikar í
Akureyrarkirkju
- kirkjukórinn, einsöngvarar og einleikarar
Kirkjulistavika var sett í guðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju sl.
sunnudag. Þá var opnuð
myndlistarsýning Kristínar G.
Gunnlaugsdóttur í kapellunni
og síðdegis hélt Kammer-
hljómsveit Akureyrar vel
heppnaða tónleika ásamt ein-
leikara og einsöngvara. í kvöld
kl. 20.30 verða kórtónleikar í
Akurey rarkirkju.
Flytjendur á kórtónleikunum
verða Kirkjukór Akureyrar-
kirkju, Margrét Bóasdóttir,
sópran, Þuríður Baldursdóttir,
alt, Dorota Manczyk, orgel, og
Björn Steinar Sólbergsson sem
leikur einleik á orgel og er jafn-
framt stjórnandi.
Björn Steinar Sólbergsson er
fæddur á Akranesi árið 1961.
Hann lauk stúdentsprófi af tón-
listarbraut frá Fjölbrautaskólan-
um á Akranesi og sama ár lauk
hann 8. stigi í orgelleik frá Tón-
listarskóla Þjóðkirkjunnar. Hann
fór til framhaldsnáms í Róm einn
vetur og var síðan fjóra vetur við
Tónlistarháskólann í Rueil
Malmaisson, fyrir utan París, og
lauk þaðan einleikaraprófi í org-
elleik í júni 1986. Hann tók við
stöðu organista við Akureyrar-
kirkju haustið 1986 og kennir
jafnframt orgelleik við Tónlistar-
skólann á Akureyri. Björn Stein-
ar hefur haldið fjölda einleiks-
tónleika í Frakklandi, á Ítalíu og
íslandi. Auk þess hefur hann
staðið fyrir öflugu tónlistarlífi við
Akureyrarkirkju.
Á efnisskrá kórtónleikanna í
kvöld er rómantísk tónlist í önd-
vegi. Flutt verða verk eftir Mcnd-
elssohn, Elgar, Brams og Fauré
og einnig þrjú sálmalög cftir
akureyrsk tónskáld: Hve máttur
Guðs er mikill - eftir Áskel
Jónsson, Vertu Guö faðir, faðir
minn - eftir Jakob Tryggvason og
í kirkju - eftir Jón Hlöðver
Áskelsson.
Að sögn Björns Steinars verð-
ur leikið á litla orgelið niðri fyrir
hlé og á stóra orgelið uppi á
seinni hluta tónleikanna. SS
Sauðárkrókur:
Eigendur hjólaþvottastöðvarinnar tilbúnir í slaginn að hreinsa BMX-hjólið. Frá
son og Örvar Jónsson.
Jón Björns-
Mynd: -hjh
Þríi’ guttar stofna hjólaþvottastöð
Fyrir skömmu tóku þrír guttar
á Sauðárkróki sig til og stofn-
uöu hjólaþvottastöð. Hjóla-
þvottastöð er nokkuð sem ekki
hefur verið til í fyrirtækja-
skrám á Sauðárkróki og því er
um nýmæli hér að ræða. Það
voru þeir Örvar, ísak og Nonni
sem stofnuðu fyrirtækið og
ætla þeir sér stóra hluti í fram-
tíðinni.
Aðspurðir sögðu strákarnir að
aðsókn í hjólaþvottinn fyrstu
dagana hefði verið ágæt, en von-
uðust til að hún myndi aukast
með vorinu. Hjólaþvottastöðin
er opin alla daga, frá kl. 16-18, í
bílskúr að Fellstúni 15. Strákarn-
ir bjóða upp á allsherjar þvott og
eru með sérstakar græjur til að
hreinsa felgur, þannig að hjólin
frá þeim koma sem ný úr hreins-
un. -bjb
&8ÖÍ flHOB .Sí- UJDSbujÖÍTÍ
Þriðjudagur 18. apríl 1989
- BUQAfl - Á
- DAGUR - 5
Hunavaka 1989 hafin
- Leikfélag Blönduóss frumsýnir
„Svartfugl“ í kvöld
Húnavaka 1989 hófst sl. laug-
ardag og stendur fram á sunnu-
daginn 23. apríl. Margt er til
skemmtunar; dansleikir, leik-
sýningar, bíósýningar, tónleik-
ar, myndlistarsýning o.m.fl.,
og ættu Húnvetningar að finna
eitthvað við sitt hæfi. Húna-
vakan hófst með unglingadans-
leik á laugardagskvöldið og á
sunnudag voru tvær bíósýning-
ar. I kvöld mun svo Leikfélag
Blönduóss frumsýna leikritið
„Svartfugl“, eftir Gunnar
Gunnarsson í leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur. Leikstjóri er
Hörður Torfason. Það er sem
fyrr Ungntennasamband A.-
Húnvetninga sem stendur að
Húnavökunni.
Þá mun í kvöld verða opnuð
myndHstarsýning á Hótel
Blönduósi með pastelmyndum
Jóns Eiríkssonar frá Búrfelli í
Miðfirði. Þetta er fyrsta einka-
sýning Jóns og stcndur luin til
mánudagsins 24. apríl.
Annað kvöld, miövikudags-
kvöld, verður Vökudraumur í
Félagsheimilinu á Blönduósi,
sem hefst meö borðhaldi. Veislu-
stjórar vcrða Berghildur Valdi-
marsdóttir og Guömundur Þór
Ásmundsson, skólastjórahjón á
Laugabakka. Ræöumaður kvölds-
ins er hinn landskunni hagyröing-
ur, Hákon Aðalsteinsson. Tón-
listarkennarar frá Skagaströnd,
þau Rosemary Angus og Julian
Hewlett sjá um að flytja gestum
ljúfa tónlist. Þá verður einnig
tískusýning og síðast en ekki síst
mun Jóhannes Kristjánsson eftir-
herma og grínisti troða upp. Að
loknum skemmtiatriðum og
borðhaldi mun hljómsvcit Ingi-
mars Eydal leika fyrir dansi fram
eftir nóttu.
Á sumardaginn fyrsta vcrður
æskulýðsmessa í Blönduóskirkju
kl. 11.00 og eftir hádegi, kl.
14.00, verður sumarskemmtun
Grunnskóla Blönduóss. Þar verð-
ur boðið upp á fjölbreytt
skemmtiatriði. Áð þeim loknum
er barnaball í boði USAH til kl.
18.00. Aö kveldi sumardagsins
fyrsta verður gestaleiksýning í
Félagsheimilinu, þar sem Leik-
félag Sauðárkróks sýnir Sælu-
vikuleikrit sitt „Allra meina bót",
eftir Patrek og Pál, í leikstjórn
Sigurgeirs Seheving. Á Hótel
Blönduósi verða svo gömlu dans-
arnir stignir síðar um kvöldið og
fram á nótt við undirspil Þóris og
félaga. Um miðnætti mun Drífa
Kristjánsdóttir skemmta gestum
með söng og gítarleik. Það er
Gömludansaklúbburinn sem
stendur fyrir þessari uppákomu.
Á föstudag sýnir Leiktelag
Blönduóss „Svartfugl" kl. 20.30
og að því loknu verður dansleik-
ur, þar sem hljómsveitin Lexía
leikur. Á laugardag eru fyrirhug-
aðir tónleikar með Bubba Morth-
ens og um kvöldið verður leik-
sýning á „Svartfugli". Síðan fer
fram lokadansleikur Húnavöku
1989 í Félagsheimilinu og það er
hljómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar sem mun sjá til þess að
Húnvetningar hreyfi sig á gólf-
inu.
Þá Húnavöku veröur formlega
lokiö eftir ballið, verður boðið
upp á tvær bíósýningar á sunnu-
dag og um kvöldið verða tónleik-
ar á Hótel Blönduósi með Herði
Torfasyni trúbador, með meiru.
Ekki verður sagt skilið við
Húnavöku án þess að segja frá
útkomu ritsins Húnavöku, sem
nú kemur út í 29. sinn. Meðal
efnis að þessu sinni eru viðtöl viö
Þorbjörgu á Hæli og Höskuld
Stefánsson. Einnig eru ljóð, frá-
sagnir, greinar, fréttir o.m.fl. í
blaðinu. -bjb
Dýnur fyrír affa
f öll rúm
Latex dýnan er eina dýnan á markaðnum
úr ekta náttúrugúmmíi.
Svampdýnur - stífar og mjúkar.
Eggjabakkadýnurnar vinsælu.
Saumum yfir gömlu dýnurnar.
Sendum í póstkröfu.
VersliÖ viö fagmann.
Svampur og Bólstrun
Austursíða 2, sími 96-25137.
1
J
Fjölmiðlanámskeið SUF
Samband ungra framsóknarmanna og kjördæmis-
samböndin efna til fjölmiðlanámskeiðs á Akureyri
helgina 22.-23. apríl nk. ef næg þátttaka fæst.
Leiðbeinandi er Helgi Pétursson frétta-
maður.
Efni námskeiðsins er tvíþætt:
a) Áhrif fjölmiðla.
b) Framkoma í sjónvarpi.
Námskeiðið er
öllum opið.
Þátttaka tilkynnist til Sigfúsar Karlssonar (s. 96-23441),
Braga V. Bergmann (s. 96-26668) eöa á skrifstofu Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík (s. 91-24480) fyrir 18. april nk.
Ofangreindir aðilar veita allar nánari upplýsingar ef óskað er.
SUF/KFNE.