Dagur - 18.04.1989, Qupperneq 7
Þriðjudagur 18. -aprfM<989'»i DAGUR - 7
Vel heppnað Norðurlandamót
- Finninn Pirkkio vakti mesta athygli - Haraldur bestur íslendinganna - Svíar stigahæstir
Finninn Jaarli Pirkkio varrt stij>ahæsti keppandinn á niótinu og lyfti 342,5 kg í sainanlögrtu í 87,5 kg flokki. Þess niá
gcta art sá árangur hefði nægt honum til art sigra í 90 kg. 100 kg og 110 kg flokki! Myndir: ai>
3. Tryggvi Heimiss.Isl '.82.5 97.5. IHtl.tl
Norðurlandamótið í lyftingum
var haldið í íþróttahöllinni á
Akureyri um helgina. Bestum
árangri á mótinu náði, hinn
ótrúlegi lyftingamaður, Jaarli
Pirkkio frá Finnlandi, en hann
keppti í 82,5 kg flokki. Bestum
árangri íslendinga náði Har-
aldur Ólafsson frá Akureyri í
sama þyngdarflokki og lenti
hann þar í öðru sæti. I flokka-
keppninni sigruðu Svíar nokk-
uð örugglega.
„Ég hef nú verið viðriðinn
Norðurlandamót í næstum 50 ár
og þetta er eitt best skipulagða
mót sem haldið hefur verið,"
sagði Daninn Jörgen Moritzen,
forseti Lyftingasambands
Norðurlanda, eftir mótið. „Þau
hafa stundum verið sterkari
árangurslega séð, en fram-
kvæmdin hefur sjaldan eða aldrei
verið betri," bætti þessa gamla
lyftingakempa við.
Pessi orð forsetans eru að sjálf-
sögðu rós í hnappagatið hjá Lyft-
ingafclagi Akureyrar og LSÍ.
Hins vegar mættu frekar fáir
áhorfendur til að fylgjast með
mótinu og er það synd því í
mörgurn flokkum var keppnin
hin skemmtilegasta.
Einkum var það keppnin í 82,5
kg flokkinum með þá Harald og
Pirkkio í fararbroddi sem vakti
athygli. Pirkkio var reyndar í sér-
flokki í þessari þyngd og var
ótrúlegt að sjá þennan mann lyfta
næstum þrefaldri sinni eigin lík-
amsþyngd. Þess má geta aö Finn-
inn hefði unnið 90 kg, 100 kg og
110 kg flokkinn með þessum
árangri!
Haraldur stóð vel fyrir sínu,
sérstaklega þegar haft er í huga
að hitinn og þunginn af fram-
kvæmd mótsins var á lians
herðum. Hann var ekki langt frá
sínu besta og það nægði honum í
annað sætið og var liann fjórði
stigahæsti lyftingamaðurinn á
mótinu og sá bcsti af ísiending-
unum. Reyndar méiddist hann í
síðustu lyftunni en þau meiðsli
voru ekki eins alvarleg, eins
og á horfðist. Það flísaðist úr
beini og líklcgast eru einhver lið-
bönd slitin. Þetta þýðir að Har-
aldur verður aö taka því rólega
næstu 6 vikurnar.
Ungu piltarnir í hópnum,
Snorri Arnaldsson og Tryggvi
Heimisson, fengu dýrmæta reynslu
á þessu móti og komust á pall í
sínum þyngdarflokkum.
Guðmundur Sigurðsson lætur
ekki deigan síga þrátt fyrir að
vera orðinn 43 ára gamall. Hann
lyfti 295 kílóum og náði þriðja
sætinu í 90 kg flokknum.
Guðmundi Helgasyni mistókst
ein lyfta og missti þar með af sigr-
inum í sínum flokki til Danans
Strömbo.
Agnar Jónsson stóð fyrir sínu í
110 kg flokki og lenti þar í öðru
sæti en reyndar voru einungis
tveir keppendur í þeim flokki.
Enginn íslendingur keppti í yfir-
þungavigt cn þar var Svíinn Rick-
ard Nilsson í sérflokki og vakti
athygli fyrir skemmtilega tækni
og keppnisskap.
Þyngúarllokkur: 52.11 kg
Sa-ti Nalit Land Snörun Jafnh. Samt.
1. T. Enarsson Svc 80.0 - 100,0 180.0
Þyngdarflokkur: 56,0 kg
1. EEidc Nor 70,(1 85.0 155.0
Þyngdarflokkur: 60,0 kg
1. T Rinnc Fin 105,(1 135.0 240.(1
2. T Carlscn Nor 80,(1 107.5 187.5
3. Snorri Arnaldss. Isl 57,5 72,5 130.0
Þvngdarflokkur: 67,5 kg
1. NLundquist Svc 120.(1 135.0 255,0
2. P Marstad Nor 105.0 130,0 235,0
hndarflokkur: 75,0 kg
1. K Olsen Svc 12571 155.0 280.0
2. N Jakobsen Dan 117,5, 150.0 267.5
3. BOIsen Nor 112.5', 135.0 247.5
Pyngdarllokkur: 82,5 kg
1. LPirkkio Fin 150,0 ',102.5 342.5
2. Haraldur Ólafss. Isl 135.0 172.5 307.5
3. A Rönning Nor 127.5 170.0 207.5
Þvngdarflokkur: 90,0 kg
1. P Wcndel Sve 142.5 170.0 312.5
2. RScolt Sve 132.5 167.5 3IKI.II
3. Guömundur Sig. lsl 130.0 165.0 295.0
hngdarflokkur: 100,0 kg
1. F Strömlvo Ðan 152.5 187.5 340.0
2. Guöm. Hdgas. W 145.0 187.5 332.5
3. 1! Rczaci Svc 145.0 185.(1 330.(1
Þvngdarllokkur: 110,11 kg
1. A Lindsjö Sve 150.0 180.0 3311,0
2. A Jónsson Isl 130.0 160.11 200.0
Þvngdarflnkkur: + lltl kg
1. RNilson Sve 170.0 2UI.II 370.0
2. S Örebro Nor 162.5 100,0 352.5
3. L Rinse Sve 150.0 175.0 325.0
„Ætla að snúa
mér að þjáMin‘
- segir Haraldur Ólafsson
Haraldur Ólafsson lyftinga-
kappi stóð í ströngu á meðan á
mótinu stóð, bæði í skipulagn-
ingunni og svo í keppninni
sjálfri. Haraldur varð fyrir
meiðslum í keppninni og héldu
menn í byrjun að hann hefði
brotnað en sem betur fer hafði
einungis ilísast úr beini og
verður hann því frá æfingum
næstu sex vikur.
. „Það er ekki hægt annað en að
vera ánægður með þetta mót,“
sagði Haraldur. „Að vísu hefðu
fleiri áhorfendur mátt láta sjá sig
en skipulagningin fór vel fram og
ég er einnig ánægður með eigin
árangur," bætti hann við.
Haraldur ætlar nú að draga úr
æfingum og einbeita sér að upp-
byggingu lyftingaíþróttarinnar á
Akureyri. „Ég var búinn að lofa
sjálfum mér og fjölskyldunni að
þetta yrði síðasta mótið sem ég
tæki þátt í af fullri alvöru og ætla
að standa við það. Nú legg ég
krafta mína í það að skapa lyft-
ingaíþróttinni sess hér í bænum,“
sagði þessi kraftmikli lyftinga-
maður.
Jaarli Pirkkio.
Haraldur datt illa er liann reyndi við íslandsmct í sanianlögðu og flísaðist úr
beini.
Byijaði að lyfta
9 ára gamail
- Finninn Jaarli Pirkkio
Finninn Jaarli Pirkkio vakti
mikla athygli á þcssu Norður-
landamóti. Hann cr bædi
ótrúlcga sterkur lyffingamað-
ur, einungis 21 árs gamall, og
svo vakti keppnisskapið hjá
honum kátínu hjá áhorfend-
um. En hver er þessi framtíð-
armaður Finna í lyftingum.
„Ég er frá bæ í N-Finnlandi,
nánar tiltekið í Lapplandi. Ég
mætti á mína fyrstu lyftingaæF
ingu níu ára gamall og má það
rekja til þess að faðir minn æfði
lyftingar og ég fór með honum í
byrjun.
Síðan hélt ég áfram að æfa og
nú æfi ég sjö daga vikunnar, enda
er það nauðsynlegt cf maður ætl-
ar sér að ná árangri á heimsmæli-
kvarða," sagði þessi geðugi
keppnismaður.
Finninn er mjög ánægöur með
allar aðstæður hér fyrir norðan
og segist ekki sjá eftir því að hafa
komið hingað. „Akureyri er
mjög fallegur bær og það er synd
aö geta ekki verið hér örlítið
lengur," sagöi hann.
Pirkkio hefur slegið flcst met
sem hægt er að slá í unglinga-
flokki og hann er nú, þrátt fyrir
ungan aldur, orðinn einn allra
besti lyftingamaður í Evrópu í
sínum þyngdarflokki. En hvað er
framundan hjá þessum naut-
sterka Finna?
„Það er nú fyrst og fremst að
Ijúka herþjónustunni og svo fer
ég í skóla í haust til að læra tré-
smíði. Kcppnislega séð hef ég
sett markið á Ólympíuleikana í
Barcelona 1992 þar stefni ég að
því að komast á pall."
- Er það gullið sem þú stefnir
á?
Nú brosti Finninn bara hálf-
feimnislega og sagði eftir nokkra
umhugsun. „Stefna ekki allir á
toppinn? Við verðum bara að
bíða og sjá til hvað gerist á Spáni
eftir þrjú ár,“ sagði Jaarli Pirk-
kio, helsta von Norðurlanda á
lyftingasviðinu á næstu árum.