Dagur - 18.04.1989, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 18. apríl 1989
fþróttir
Ársþing KKÍ:
Kanar leyfðir á ný
- í íslenska körfuboltann
A ársþingi Körfuknattleikssam-
bands íslands, sem haldið var í
Reykjavík, um síðustu helgi, var
samþykkt með meirihluta at-
kvæða að leyfa erlendum leik-
mönnum að leika hér á landi að
nýju. A þinginu var einnig sam-
þykkt að jafna dómarakostnaði á
milli félaga, og eru það tíðindi
sem forráðamenn Þórs og Tinda-
stóls geta glaðst yfir.
Á ársþingi KKÍ var úrvalsdeild
skipt í riðla fyrir næsta keppnistíma-
bil og lentu Þór og Tindastóll saman
í a-riðli ásamt bikarmeisturum
Njarðvíkinga, KR-ingum og Hauk-
um. í b-riðli leika Keflavík, Grinda-
vík, Valur, ÍR og Reynir Sandgerði.
Forráðamenn körfuknattleiks-
Frjálsar íþróttir:
Ágætur árangur UMSE
- á meistaramótinu
íslandsmót í frjálsum íþróttum
innanhúss fór fram fyrir skömmu.
Þangað fóru m.a. átta keppendur
frá UMSE og stóðu sig vel. Best-
um árangri náðu þær stöllur Þóra
Einarsdóttir og Snjólaug Vilhelms-
dóttir og sigruðu þær í nokkrum
greinum á mótinu.
Þóra setti þrjú Eyjafjarðarmet á
mótinu; hún stökk 1,68 í hástökki,
hún stökk 8,0 í þrístökki án atrennu.
og stökk 2,72 í langstökki án
atrennu. Hún hljóp 50 m sprett á 6,9
sekúndum og lenti þar í 4.sæti.
Snjólaug Vilhelmsdóttir stökk
2,57 í langstökki án atrennu og stökk
7,48 í þrístökki án atrennu.
Hreinn Karlsson stóð sig einnig vel
á mótinu og lenti í 2. sæti í þremur
greinum; í 50 m hlaupi á 6,3 sekúnd-
um, íþrístökki meðatrennu 12,80 og
í langstökki án atrennu og stökk 6,30
m.
deilda Pórs og Tindastóls sögðust í
samtali við Dag fagna sérlega þeirri
samþykkt að jafna dómarakostnaði
niður á félögin. Um það að leyfa
erlenda leikmenn sagði Jón Már
Héðinsson í körfuknattleiksdeild
Þórs: „Við greiddum þeirri tillögu
alkvæði í trausti þess að félögin hafi
skynsemi til að standa almennilega
að því að fá hingað erlenda leik-
menn, hafi lært örlítið af fyrri
reynslu og hafi þá skynsemi að leita
til ábyrgra aðila þegar þ;iu eru aö
verða sér út um erlenda lejkmenn.
Ef þetta mistekst og fer allt til
fjandans, þá er það vegna þess að
stjórnir félaganna halda ekki um
málið. Ef vel tekst til, þá er engin
spurning að þetta verður lyftistöng
fyrir íslenskan körfubolta.“
Ragnar Kárason hjá körfuknatt-
leiksdeild Tindastóls sagði að allir
fulltrúar þeirra, nema einn, hafi
greitt tillögunni atkvæði. „í raun
skiptir það ekki svo miklu máli fyrir
okkur að fá hingað erlenda leik-
menn. Við erum í annarri stöðu en
mörg önnur félög, t.d. Þór, þar sem
mikil samkeppni stendur unt áhorf-
endur. Það er líka verið að sant-
þykkja þetta til að fá fleiri áhorfend-
ur á leikina, og um það höfum við
ekki þurft að kvarta. Hins vegar vilj-
unt við ekki standa í vegi fyrir að fá
hingað erlenda leikmenn og við
munum, eins og önnur félög, íhuga
að fá hingað erlendan leikmann,“
sagði Ragnar. -bjb
Fá Björn Sveinsson og félagar í Þórslið-
inu bandarískan leikmann í liðið?
Knattspyrna:
Völsungur vann
- einn leik og gerði eitt jafntefli
Völsungur iék sína fyrstu æfinga-
leiki í knattspyrnu á þessu keppn-
Karfa/Tindastóll:
Sauðkrækingar fagna
Uppskeruhátíð körfuknattleiks-
deildar Tindastóls fyrir keppnis-
tímabilið 1988-1989 fór fram fyrir
skömmu í félagsaðstöðu Gagn-
fræðaskólans á Sauðárkróki.
Körfuknattleiksmenn úr öllum
flokkum félagsins voru mættir á
staöinn, um 100 talsins. Fjöldi
verðlauna voru afhent og fengu
gestir að gæða sér á dýrindis pizz-
um og með því. Með uppskeru-
hátíðinni er endi bundinn á gott
keppnistímabil hjá Tindastóli í
körfuboltanum, líklega það besta
fram að þessu.
Alls var Tindastóll með 7 flokka í
vetur á æfingum. Öll vitum við
árangur meistaraflokks í úrvalsdeild
undir stjórn Vals Ingimundarsonar,
og það komust tveir yngri flokkar í
úrslit, bæði 6. og 9. flokkur. Á
uppskeruhátíðinni var kjörinn yngri
flokkur keppnistímabilsins og var
það 6. flokkur, undir stjórn Guð-
mundar Jenssonar, sem hlaut þann
titill. Fyrirliði liðsins, ÓmarSigmars-
son, veitti viðurkenningunni viðtöku
fyrir hönd sinna manna. Framfara-
bikar yngri flokka hlaut Atli Freyr
Sveinsson. Körfuknattleiksmaður
Tindastóls var kjörinn Valur Ingi-
mundarson, og kemur það val ekki á
óvart. Honum var afhentur minning-
arbikar um Helga Rafn Traustason
kaupfélagsstjóra.
Valur Ingimundarson gaf 4 Nike-
bolta til 4ra leikmanna minniboltans,
þeirra Ragnars Magnússonar, Björg-
vins Benediktssonar, Guðjóns
Gunnarssonar og Árna Guðmunds-
sonar. Af öðrunt aukaverðlaununt
má nefna verðlaun til lcikmanna
meistaraflokks, eða réttara sagt til
Vals og Eyjólfs Sverrissonar. Valur
fékk verðlaun fyrir flest skoruð stig,
flest fráköst og flestar 3ja stiga
körfur. Eyjólfur fékk verðlaun fyrir
bestu vítahittnina og fyrir að hafa
oftast „stoliö" bolta. En lítum á aðal-
verðlaun, til handa þrem leikmönn-
um í hverjum flokki:
Minnibolti:
Besti leikmaður: Þráinn Björnsson
Mestar framfarir: Óli Barðdal Reynisson
Besta ástundun: Jón Brynjar Sigmundsson
6. flokkur:
Besti leikmaður: Halldór Halldórsson
Mestar framfarir: Kristín Magnúsdóttir
Besta ástundun: Hilmar Hilmarsson
8. flokkur:
Besti leikmaður: Jóhannes Levý
Mestar framfarir: Smári Björnsson
Bestaástundun: Halldór Björnsson
9. flokkur:
Besti leikmaður: Pétur V. Sigurðsson
Mestarframfarir: Kristinn Kristjánsson
Bestaástundun: Stefán Friðriksson
Drengjaflokkur:
Besti leikmaður: Örn Sölvi Halldórsson
Mestar framfarir: Ragnar Pálsson
Besta ástundun: Sigurður Levý
Yngri flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Selma Barðdal Reynisdóttir
Mestar framfarir: Berglind Pálsdóttir
Besta ástundun: Elísabet Sigurðardóttir
Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaður: Eyjólfur Sverrisson
Mestar framfarir: Sverrir Sverrisson og Haraldur Leifsson
Bestaástundun: Kári Marísson
Það var Valur Ingimundarson sem
afhenti öll verðlaun til yngri flokk-
anna, en til meistaraflokks var það
Pétur Ólafsson formaður körfuknatt-
leiksdeildar sem sá um það, ásamt
Matthíasi Viktorssyni. Allt gos á
uppskeruhátíðinni gaf Magnús Svav-
afsson og hráefni í pizzurnar gaf
Kjötvinnsla K.S. Það voru stúlkur í
9. bekk. undir stjórn Önnu Rósu
Skarphéðinsdóttur, kennara þeirra í
heimilisfræði, sem síðan sáu um að
„malla" veitingarnar. -bjb
Verðlaunahafar á uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fyrir keppnistimabilið 1988-1989.
istímabili um helgina. Húsvíking-
arnir fóru suður og spiluðu við
Leikni og Hauka í Hafnarfirði.
Þeir unnu Leikni 3:2 og gerðu síð-
an jafntefli við Hauka 1:1.
Kristján Olgeirsson virðist engu
hafa gleymt þrátt fyrir að hafa lítið
spilað í fyrra og skoraði hann öll
mörkin gegn Leikni. Markið gegn
Haukum gerði hins vegar Skúli Hall-
grimsson.
Af öðrum æfingaleikjum má nefna
að Þór vann tvo leiki unt helgina,
Magna 1:0 og Reyni 3:0. Þá vann
UMSEb lið SM 5:1 og lið TBA og
Reynis gerðu jafntefli 3:3.
Mörk Þórs í þessum leikjum gerðu
Kristján Kristjánsson tvö og Júlíus
Tryggvason og Tanevski eitt hvor.
Knattspyrna:
Bjarni með fyrirlestur
- í KA-heimilinu kl. 20.00
Bjarni er Skagfirðingur aðiætt o
uppruna og þjálfaði síðast lið Reyni
á Árskógsströnd. Hann hefur þega
haldið fyrirlestra í Reykjavík og ;
Akranesi og hafa þeir fyrirlestar ver
ið nokkuð vel sóttir og skapas
fjörugar umræður um knattspyrm
og knattspyrnuþj álfun almennt.
Fyrirlesturinn er ekki eingöngt
ætlaður knattspyrnuþjálfurum held
ur og öllum áhugamönnum un
knattspyrnu.
Bjarni Konráðsson knattspyrnu-
þjálfari heldur fyrirlestur um
knattspyrnuþjálfun í KA-heimil-
inu í kvöld, þriðjudag, kl. 20.00.
Bjarni útskrifaðist úr íþróttahá-
skólanum í Köln um áramótin og
lokaverkefni hans fjallaði um
þjálfun hjá tveimur íslenskum 1.
deildarliðum, Fram og ÍA. Fyrir-
lesturinn er öllum knattspyrnu-
áhugamönnum opinn.
Knattspyrna:
Æflngatímar hjá
Þór innanhúss
Innanhússæfingar hjá knattspyrn-
udeild Þórs eru nú hafnar á fullum
krafti. Þær fara flestar fram í
Glerárskóla.
Lítum þá á hvenær hvaða flokkar
eru. Æfingarnar eru í Glerárskóla
nema ef annað er tekið frant.
Meistarafl. og 2. flokkur kvenna:
Á þriðjudögum kl. 21.00-22.00 og
fimmtudögum kl. 19.00-20.00.
3. fl. kvenna:
Á miðvikudögum kl. 17.00-18.00.
2. fl. karla:
Á miðvikudögum kl. 21.00-22.00 og
á fimmtudögum kl. 22.00-23.00.
3. fl. karla:
í Skemmunni á mánudögum kl.
17.00 og í Glerárskóla á þriðju-
dögum kl. 20.00.
4. fl. karla:
Á þriðjudögum kl. 17.00 í Glerár-
skóla og á laugardögum kl. 10.30.
Einnig á miðvikudögum kl. 17. í
Skemmunni.
5. fl. karla:
í Glerárskóla á þriðjudögum kl.
18.00 og á laugardögum kl. 9.30-
10.30.
6. fl. karla:
Á þriðjudögunt kl. 18.00-19.00 og á
sunnudögunt kl. 16.15-17.30.
Þriðjudagur 18. apríl 1989 - DAGUR - 9
Enska knattspyrnan:
Harmleikur í Sheffield
- á leik Liverpool og Nott. For. - Everton í úrslit
Á laugardaginn átti að leika
undanúrslitaleikina í FA-bik-
arnum á Fnglandi og þeir hóf-
ust báðir á tilsettum tíma. Fn
þessi knattspyrnuhátíð breytt-
ist í martröð eftir 7 mín. leik í
Sheffield þar sem áttust við
Liverpool og Nottingham
For., bestu lið enskrar knatt-
spyrnu í dag. Eftir fjöruga
byrjun fór allt af stað fyrir aft-
an mark Liverpool á þeirri
stundu er Peter Beardsley átti
skot í þverslá marks Notting-
ham For. Mikill fjöldi áhorf-
enda hafði troðist inn í stæðin
fyrir aftan markið, hliðunum
hafði verið lokað, en þau voru
opnuð af lögreglunni sem vildi
koma í veg fyrir ólæti utan
leikvangsins og mannfjöldinn
tróðst inn á þá sem fyrir voru.
Fjöldi manns tróðst undir, en
öðrum tókst að brjótast inn á
völlinn.
Leiknum var aflýst, en um 100
manns lágu eftir í valnum liðin
lík og fjöldi slasaðra var fluttur í
sjúkrahús. Þessi atburður er gíf-
urlegt áfall fyrir enska knatt-
spyrnu svo ekki sé minnst á þá
sem eiga um sárt að binda vegna
ástvinamissis. Knattspyrnusam-
band Evrópu hafði nýlega aflétt
banni á ensku liðunum í Evrópu-
keppnunum og beið eftir sam-
þykki ríkisstjórnar Englands við
þeirri ákvörðun. Óvíst er að það
samþykki verði veitt eftir þennan
hörmulega atburð, sem þó á ekk-
ert skylt við ólæti.
Það er engu líkara en einhver
Staðan:
1. deild
Arsenal 33 19- 9-5 65:33 66
Liverpool 32 18- 9-5 55:24 63
Norwith 32 16- 8-8 43:34 56
Nott.Forest. 32 14-12-6 49:34 54
Tottenham 35 14-11-10 53:44 51
Millwall 33 14- 9-10 44:38 51
Coventry 34 13-11-10 44:36 50
Derby 31 14- 6-11 34:28 48
Wimbledon 32 13- 7-12 43:40 46
Man.Utd. 31 11-12-8 38:26 45
Everton 32 11-11-10 43:40 44
QPR 33 10-11-12 35:33 41
Sheft.Wed. 34 9-11-14 31:45 38
Middlesbro 34 9-11-14 40:54 38
Aston Villa 32 9-11-12 39:48 37
Southampton 33 8-14-12 47:63 36
Charlton 32 7-12-13 37:48 33
Luton 33 7-10-16 34:47 31
Newcastle 32 7- 8-18 29:52 29
West Ham 31 5- 8-18 25:52 23
2 deild
Chelsea 4125-11-5 86:45 86
Man.City 41 22-10-9 67:44 76
Blackburn 41 19-11-11 67:54 68
C.Palace 39 19-10-10 60:44 67
W.B.A. 41 16-17-8 60:38 65
Watford 41 18-11-12 60:47 65
Swindon 39 15-14-10 55:48 59
Leeds Utd. 41 15-14-12 52:44 59
Barnsley 40 15-14-11 55:51 59
Ipswich 40 17- 7-16 59:57 58
Stoke 40 15-13-12 52:58 58
Bournemouth 41 17- 6-1846:5257
Leicester 41 13-14-14 49:53 53
Sunderland 41 1343-15 54:57 52
Portsinouth 41 13-12-16 49:51 51
Brighton 41 14- 7-20 54:59 49
Bradford 41 11-16-14 46:52 49
Plymouth 40 13-10-17 49:58 49
Oxford 40 12-12-16 55:56 48
Oldham 41 10-17-14 68:66 47
Hull 41 11-12-18 50:61 45
Shrewsburv 41 8-1548 35:60 39
Walsall 40 4-15-21 35:66 27
Birmingham 40 5-11-24 25:66 26
álög hvíli á Liverpool, það voru
áhangendur þeirra sem urðu til
þess að enskum liðum var bann-
að að leika í Evrópu eftir sam-
bærilegan atburð í Brússel og á
laugardaginn voru það þeir sent
urðu fyrir hörmungunum. En í
báðunt tilvikum er sökin ef til vill
mest hjá skipuleggjendum og
þeint sem eiga að sjá unt lög-
gæslu.
Á Villa Park í Birmingham
léku Everton og Norwich sinn
undanúrslitaleik og vissu lítið um
atburðina sem áttu sér staö í
Sheffield. Norwich lagði allt und-
ir í þessunt leik, en Everton hafði
ávailt undirtökin og reynsla
leikmanna liðsins var þung á
metunum. Sigurmark Everton
skoraði Pat Nevin á 26. mín. Ian
Crook ætlaði að hreinsa frá
marki Norwich, en boltinn fór í
þverslá og féll síðan fyrir fætur
Nevin sent skoraði af öryggi.
Vörn Everton var mjög sterk og
hélt sóknarmönnum Norwich
niðri til loka leiksins, en Everton
verður að bíða eftir því hverjir
vcrða mótherjar liðsins í úrslita-
lciknunt á Wentbley. Ekki hefur
veriö ákveðið hvar, hvort og þá
hvenær Liverpool og Forest
reyna aftur.
Nýjustu fréttir herma að hald-
inn verði sérstakur fundur unt
hvort fella skuli niður FA-bikar-
keppnina í ár og Liverpool mun
fresta næstu leikjum sínum í virö-
ingarskyni við hina látnu og að-
standendur þeirra. Þá hefur fé-
lagið safnað í sjóð til styrktar
þeim scnt um sárt eiga að binda
og het'ur lagt fram £100.000 í því
skyni. Þ.L.A.
Nú er óvíst uni áframhaldandi keppni Liverpoolliðsins í Bikarkeppninni. Það er því ekki víst að hinir snjöllu leik-
menn, Aldridge, Barnes og McMahon handfjatli ncinn bikar í vor.
Arsenal marði sigur
Þaö var einnig leikið í deilda-
keppninni á laugardag, en þeir
leikir féllu í skuggann af harm-
leiknum í Sheffield. Atburöur-
inn fékk mjög á Bjarna Fel.
sem varð vitni að honum og á
sama hátt áttu enskir íþrótta-
fréttamenn erfitt með að lýsa
gangi annarra leikja af sömu
innlifun og þeir eru vanir.
Arsenal náði þriggja stiga for-
skoti í 1. deild eftir sigur gegn
Newcastle á heimavelli. Slakur
leikur, en yfirburðir Arsenal
augljósir í leiknum. Gary Kelly í
marki Newcastle varði mjög vel
og Kenny Samson sem lengi lék
með Arsenal varði á línu skot
Kevin Richardson. Það var ekki
fyrr en seint í síðari hálfleik að
Ársenal tókst loks að skora eina
mark leiksins. David Rocastle
braust þá fram, sendi á Michael
Thomas sem skaut að marki
Newcastle og Brian Marwood
náði að reka endahnútinn á sókn-
ina með hinum mikilvæga marki.
Luton er í mikilli fallhættu og
tókst ekki að sigra Coventry á
heimavelli þrátt fyrir góð tæki-
færi. John Dreyer kom Luton yfir
með skalla á 55. mín., en 15 mín.
síðar jafnaði Coventry er skot
Cyrille Regis fór af varnarmanni
Luton, Steve Foster í netið. 6
mín. síðar fékk Luton vítaspyrnu
er Tony Dobson varði með
hendi, Steve Ogrizovic varði
vítaspyrnu Danny Wilson, en
Wilson skoraði úr frákastinu.
Það var síðan 10 mín. fyrir leiks-
lok að Coventry náði að jafna
leikinn í 2:2 er markvörður
Luton og varnarmaður hlupu
saman og David Smith skoraði
fyrir Coventry.
Rodney Wallace skoraði fyrir
Southampton gegn West Ham
eftir aðeins 32 sek. Liam Brady
jafnaði úr víti fyrir West Ham er
Brian Marwood skoraði sigurmark
Arsenal á laugardaginn.
dæmd var hendi á Russel Osman,
en 7 mín. eftir hlé skoraði Paul
Rideout sigurmark Southampton
með skalla og Southampton virð-
ist ætla að halda sæti sínu í 1.
deild.
Manchester Utd. tapaði óvænt
á heimavelli 0:2 gegn Derby.
Gary Micklewhite skoraði fyrir
Derby strax á 3. ntín. og Paul
Goddard skoraði síðara markið
62 ntín. síðar.
Tottenham hefur gengið vel að
undanförnu og sigraði Wimble-
don á útivelli 2:1. Paul Stewart
og Chris Waddle skoruðu ntörk
liðsins. Eric Young skoraði eina
mark Wimbledon.
O-P.R. og Middlesbrough
gerðu síðan markalaust jafntefli í
leik sínum í London.
2. deild
• Bæði Chelsea og Manchester
City töpuðu leikjum sínum um
helgina. Paul Reid og Nicky
Cross skoruðu mörk Leicester
gcgn Chelsea þar sem Dave
Beasant markvöröur Chelsea
varði vítaspyrnu frá Gary McAll-
ister og Peter Nicholas var rekinn
út af hjá Chelsea.
• Blackburn burstaöi Man. City
4:0, Simon Garner skoraði þrjú
af mörkum Blackburn og auk
þess var tvívegis varið frá honum
á línu. Andy Kennedy skoraði
einnig fyrir Blackburn.
• Crystal Palace sigraði Ports-
mouth með mörkum þcirra Mark
Bright og Ian Wright.
• W.B.A. tapaði niður 2:0 for-
skoti gegn Plymouth, Colin West
og sjálfsmark Kenni Brown sáu
um mörkin fyrir W.B.A. Brown
skoraði síðan í rétt mark síðar og
Sean McCarthy tryggði Plymouth
stig.
• Steve White kom Swindon yfir
gegn Watford, en Paul Miller
jafnaði fyrir Watford undir lokin.
• Ipswich náði einnig að vinna
upp tveggja marka forskot
Bradford, Mich D’Avray og
Romeo Zondervan skoruðu fyrir
Ipswich, en þeir Mark Leonard
og Gavin Oliver fyrir Bradford.
• Stoke City sigraði Bourne-
mouth á útivelli nteð marki
Viver.
• Andy Williams skoraði sigur-
ntark Leeds Utd. gegn Brighton.f
• Blackburn, W.B.A., Crystal
Palace og Watford virðast nú
nokkuð örugg um sæti í úrslita-
keppninni, en Swindon, Leeds
Utd. og Barnsley koma næst
þessum liðum að stigum.
• í 3. deild hefur Wolves 81 stig,
Port Vale 73 og Sheffield Utd. 72
stig. Á botninum eru Gillingham
með 34 og Aldershot 33 stig.
• í 4. deild hafa Tranntere og
Crewe 72 stig og Rotherham 71
stig, en á botninum eru Darling-
ton 36 og Colchester mcð 34 stig.
Þ.L.A.
Pat Nevin skoraói markið sem
tryggöi Everton sæti í úrslitum FA-
hikarsins, en verður sá leikur leik-
inn?
Úrslit í vikunni:
Everton-Charllon 3:
Millwall-Liverpool 1:
Notlinghaiu For.-Southampton 3:
Tottenham-Sheffield Wed. 0; 1
West Ham-Middlesbrough 1:
2. deild:
Huli City-Crystal Palce 0:
Leicester-Barnsley 0:
Shrewsbury-Boumeninuth 1:1 )
Walford-Stoke City 3:
Um helgina:
FA-bikarinn undanúrslit:
Everton-Norwich 1: )
Liverpool-Nottingham For. flýs t
1. deild:
Arsenal-Nevvcastle 1: )
Luton-Coventrv 2: 2
Manchester Utd.-Derhy 0: 2
Q.P.R.-Middlcshrough 0; 0
West Ham-Soulhampton 1: 2
Wimliledon-I'ottenhani 1: 2
2. deild:
Barnsley-Birmiiighain 0:0
Blackhurn-Manchester City 4: 0
Bournemouth-Stoke City 0: 1
Bradford-Ipsvvich 2: 2
Crystal Palce-Porlsmouth 2: 0
Leeds Uld.-Brighton l: 0
Leicester-Chelsea 2:0
Oldham-Sunderland 2:2
Shrcwsbury-Oxford 2: 2
Swindon-VVatford 1: 1
Walsall-Hull City 1: 1
W.B.A.-Plymouth 2:2
3. deild:
Aldershot-YVolves 1: 2
Brentford-Bristol Rovers 2: 1
Bristol City-Blackpool 1: 2
Burv-Cardiff City I: 0
Chesterfield-Port Vale 1: 2
Fulham-Bolton 1: i
Gillingham-Mansfleld 3: 0
lluddersfield-Chester 3: 1
Northampton-Shcffield Utd. 1: 2
Preston-Notts County 3: 0
Southend-Reading 3: 0
Swansea-VVigan 1: 2
4. deild:
Burnley-Darlington 0 1
Carlisle-Cambridge 1 1
Crewe-Rochdale 3 1
Doncaster-Stockport 2 2
Exeter-Rotherham 0 0
Grimsby-Hereford 1 1
Halifax-York Citv 0 0
Hartlepool-Tranmere 2 2
Leyton Orient-Torquay 3 1
Lincoln-Colchester 1 1
Peterborough-Wrexham 1 0
Scarborough-Scunthorpe 1 0