Dagur - 18.04.1989, Síða 11
-i
hér & þar
Af vandræöum
tvífara
Díönu prinsessu
r *
Sumarbústaður til sölu
Til sölu góður sumarbústaður á mjög góðum stað
í Fnjóskadal.
Hann er um 30 fm og er til afhendingar strax.
Fasteignasalan
Brekkugötu 4 Sími 21744
Sölustjóri Sævar Jónatansson, sími 24300.
Sölumaður er á skrifstofunni alla virka daga
frá kl. 13.00-18.00.
J
Maureen er hrædd um að mannræningjar taki hugsanlega „feil“ á henni
og Díönu.
Tvífari Díönu prinsessu er
stúlka sem heitir Maureen
Sullivan. Hún hefur nú keypt
sér tryggingu ef misindis-
menn reyndu aö ræna henni í
stað prinsessunnar, en hún
hefur Ient í því að vera elt af
skuggalegum mönnum, ljós-
mynduð í gríð og erg úti á götu
og Margrét prinsessa frænka
Karls sneri sér við þegar þær
mættust eitt sinn á götu.
Það var ekki fyrr henni tókst
næstum því að koma sér inn í
Buckingham höllina að hún gerði
sér endanlega grein fyrir hversu
mjög þær eru líkar. Hin raun-
verulega prinsessa hafði nýlega
ekið út um hallarhliðið á rauða
Jagúarnum sínum og verðirnir
urðu sannarlega hissa þegar hún
kom gangandi til baka örfáum
mínútum síðar. Mannfjölda dreif
að með myndavélarnar sínar
áður en uppgötvaðist að hér var
Díana sjálf ekki á ferð.
„Ég get örugglega grætt heil-
mikið á því að þykjast vera
Díana, en það er of hættulegt,“
sagði Maureen sem er 27 ára
gömul og býr skammt frá höll-
inni. „Kvöld eitt stöðvaði bíll hjá
mér og menn sem í honum voru
kölluðu að þetta væri hún,
„náum henni". Þeir stukku út úr
bílnum og hlupu á eftir mér, en
mér tókst að stinga þá af í húsa-
sundi. Þess vegna hef ég ákveðið
að fá mér þessa tryggingu því ég
er svo hrædd um að t.d. írski lýð-
veldisherinn reyni að taka inig.
Fólk er sífellt að taka myndir af
mér til og með í fríum á sólar-
strönd."
Meðlimir konungsfjölskyld-
unnar hafa látið blekkjast af
Maureen. Eitt sinn var hún stödd
utan við kvikmyndahús í London
þegar Margrét prinsessa kom þar
ásamt fylgdarliði. „Hún leit á mig
gjörsamlega stjörf og hélt örugg-
lega að ég væri Díana. Ég þoli
ekki alla þessa athygli sem ég fæ.
Reglulega reyni ég að breyta um
hárgreiðslu og geng meira að
segja með sóigleraugu, en þá seg-
ir fólk bara að þarna sé Díana í
dulargerfi. Þá hjálpar það ekki til
að ég hef líkan fatasmekk og hún
og versla oft í sömu verslunum,
en ég get ekkert við því gert.“
Ályktun ársþings Félags íslenskra iðnrekenda:
Iðnaðurinn verður að njóta jafii-
réttis við aðrar atvinnugreinar
„Á árinu 1988 urðu mikil
umskipti í íslenskum iðnaði.
Framleiðsla dróst. saman í
fyrsta skipti í mörg ár, fjárfest-
ing minnkaði og afkoma
breyttist mjög til hins verra
þannig að almennt er nú tap-
rekstur í iðnaði. Ástæður
versnandi afkomu eru fyrst og
fremst miklar kostnaðarhækk-
anir og minnkandi velta. Þótt
gengi krónunnar hafi verið
lækkað, þá hefur gengislækk-
un alls ekki náð að jafna sam-
keppnisstöðu innlendrar fram-
Ieiðslu gagnvart erlendum
keppinautum með tilliti til
kostnaðarhækkana síðustu
tveggja ára.
A sama tíma og staða iðnaðar-
ins hefur farið versnandi, hafa
stjórnvöld gripið til styrkja og
millifærsluaðgerða fyrir einstakar
útflutningsgreinar. Einnig hafa
skattahækkanir þrengt að iðnað-
inum. Aðgerðir stjórnvalda hafa
því gengið þvert á það að búa
íslenskt atvinnulíf undir þær
breytingar sem nú eru að verða á
alþjóðavettvangi.
Innan fárra ára verða öll ríki
Evrópubandalagsins orðinn einn
sameiginlegur markaður án landa-
mæra eða annarra viðskipta-
hindrana. Einnig verða þá af-
numdar samkeppnishömlur á
flestum sviðum þannig að iðnað-
ur í þessum ríkjum mun njóta
betri starfsskilyrða en hann gerir
í dag. Þetta er aðeins einn þáttur
í víðtæku efnahagssamstarfi
Evrópuþjóða í framtíðinni.
Stefna stjórnvalda í efnahags-
og atvinnumálum verður að búa
iðnaðinum eðlilegan starfsgrund-
völl þannig að hann njóti jafn-
réttis við aðrar atvinnugreinar og
sömu starfsskilyrða og erlendir
keppinautar. Hér skiptir mestu
máli að horfið verði frá skattlagn-
ingu á framleiðslukostnaði fyrir-
tækja en skattlagningu verði hag-
að þannig að fyrirtæki geti treyst
eiginfjárstöðu sína, að gjaldeyr-
isviðskipti verði gefin frjáls og að
komið verði á frelsi og eðlilegri
samkeppni á sem flestum sviðum
atvinnulífsins. Stefna stjórnvalda
og framkvæmd hennar verður að
miða að jafnvægi og stöðugleika í
þjóðarbúskapnum með alnrennum
aðgerðum en ekki með skamin-
tíma lausnum á stundarvanda.
Nú þarf að móta nýja efna-
hags- og atvinnustefnu þannig að
íslenskt atvinnulíf fái tækifæri til
að taka þátt í þeirri framfaraþró-
un sem nú á sér stað í heiminum.
Að öðrum kosti verða íslenk
fyrirtæki dæmd úr leik í alþjóð-
legri samkeppni. Einnig þarf að
gera átak í nýtingu orkuauðlinda
og uppbyggingu orkufreks iðnað-
ar.
Þessir tveir þættir, aðlögun að
breytingum á alþjóðavettvangi
og nýting orkuauðlinda, eru meg-
inforsendur hagvaxtar og bættra
lífskjara í framtíðinni. Ef ekki
verður mótuð ný efnahags- og
atvinnustefna á þessum grunni,
verður hér stöðnun eða jafnvel
samdráttur á næstu árum.“
(Fréttatilkynning)
Bókhaldspakkinn
Vilt þú lækka bókhalds- og skrifstofukostnadinn?
Er bókhaldiö ekki nægjanlega skilvirkt?
Bókhaldspakkinn kann að vera lausnin sem þú
ert að leita að.
Það kostar ekkert að kynna sér málið.
KJARNI HF.
Bókhalds- og viðskiptaþjónusta.
Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 96-27297 • Pósthólf 88.
Framkvæmdastjóri: Kristján Ármannsson, heimasími 96-27274.
AKUREYRARB/tR
Auglýsing
um umferð á Akureyri
Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Akureyrar og
samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/
1987 eru hér með settar eftirfarandi reglur um
umferð á Akureyri.
Bifreiðastöður verða leyfðar á Skipagötu 13 á stæð-
um við vesturbrún götunnar, þar sem settir verða
upp stöðumælar. Einnig verða settir upp stöðumæl-
ar á 20 staði í vestustu röð á bifreiðastæðinu austan
Skipagötu.
Stöðumælagjaldið hefur verið ákveðið kr. 10 fyrir
hverjar byrjaðar 15 mínútur og hámarkstími 1 klst.
Ákvæði auglýsingar þessarrar taka gildi þegar í stað
og falla þá jafnframt úr gildi eldri andstæðar reglur
um umferð á Akureyri.
Lögreglustjórinn á Akureyri,
21. mars 1989.
Elías I. Elíasson.
vorútsala
er hafin
Komið og gerið góð kaup.
M.H. Lyngdal
Hafnarstræti 103 • Sunnuhlíð 12.