Dagur - 18.04.1989, Blaðsíða 15
Rafn Kjartansson:
„Þetta er nú bara
unglingsgrey“
Enn stcndur verkfall tólf aðildar-
félaga BHMR og ekkert gengur
að semja. Hvílíkt ófremdar-
ástand! I dag (13. apríl) les ég í
Mogganum mínum að formaður
samninganefndar ríkisins líti á
tillögur Bandalags háskólamanna
til lausnar deilunni sem „eitt stórt
undrunarefni", og er hann þó
ýmsu vanur maðurinn sá.
Morgunblaðið hafði í leiðara
nýverið miklar áhyggjur af yfir-
vofandi verkfalli kennara og
hugsanlegum afleiðingum þess
fyrir nemendur nú er próf fara í
hönd. Óx leiðarahöfundi í augunt
óbilgirni þessarar stéttar sem nú
veður fram veifandi verkfalls-
vopninu með saklausa nemendur
að gíslum. Allt kemur þetta
kunnuglega fyrir sjónir.
Mér er nefnilega enn í fersku
minni atgangur sá er varð á vor-
dögum 1985 er meirihluti
kennara í franthaldsskólum sá sig
tilneyddan til að segja upp störf-
um með löglegum fyrirvara
vegna lélegra launakjara, en viö
vinnuveitandann reyndist með
engu móti unnt að semja.
f>á var kennarastarfið í brenni-
depli í nokkrar vikur, og margir
til þess reiðubiinir að ræöa
skólamál og leggja dóm á störf
kennara.
Mér kemur eitt slíkt samtal í
hug. Var þar um að ræða móður
sem hafði þungar áhvggjur itf
námsferli sotiar síns í grunn-
skóla. Kvað móðirin drenginn
ekkert læra. enda væri aldrei friö-
ur í bekknum, krakkarnir hlypu
uppi á borðttm. köstuðu náms-
bókunum hvert í annaö, og ekki
gengi á öðru en hávaöa og
skvaldri. „En hvað um kannar-
ann." spurði ég, „getur hann ekki
stillt til friðar?" „Það er nú varla
liægt að ætlast til ttö hann ráði viö
þetta," mælti blessuö konan af
stillingu og raunsæi, „þetta cr nú
bara unglingsgrey."
Vissulega var þetta raunsætt
mat móðurinnar á aðstæðum. En
hvað um raunsæi þeirra ráða-
manna þjóðarinnar sent hjala á
tyllidögum um mikilvægi
menntunar og skólastarfs, en
hafa með afskiptum sínutn og
ákvörðunum leitt skólana út í
slíka ófæru að þeir eru að verða
óstarfhæfir?
Skilgreind hefur verið sú
menntun sem talin er nauðsynleg
til að geta sinnt kennarastarfi á
viöunandi hátt. Þriðji hver kenn-
ari í framhaldsskóla hefur ekki
þessa lágmarksmenntun. En
Kal'n Kjartansson.
þetta skiptir kannski bara engu
máli. Svona aðstæður bitna varla
neitt á nemendum eða hvað? Það
kemur varla svo mjög við
nemendur hvað gerist í kennslu-
stofunni á degi hverjum. Það eru
að sjálfsögðu bara vcrkföll sem
koma illa við nemendur. Ef ekki
kæmu til þessi ástæðulausu upp-
hlaup kennaranmt. þá væri allt í
himnalagi í íslensku skólastarfi.
Sú hlvtur að minnsta kosti aö
vera skoðun þeirra mánna sem
telja að gagnrýni kennara á
núverandi ástand og kröfur
þeirra um úrbætur séu „eitt stórt
undrunarefni".
Árið 1986 kom út skýrsla á
vegum OECD unt skólastarf á
Islandi eftir að fulltrúar þcirrar
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
höfðu dvaliö hér á landi um hríð,
heimsótt skóla víðs vegar um
land og kynnt sér þessi mál cftir
föngum. Mun skýrsla þessi hafa
vcrið gerð að undirlagi Mennta-
málaráðuneytisins, lofsvert fram-
tak að sjálfsögðu, enda hefur téö
ráöuncyti lagt mikla vinnu í
skýrslur um stöðu og störf kenn-
arastéttarinnar. Hygg ég að
skýrslustaflarnir á þeini bæ muni
orðnir firnaháir, nema þeim hafi
veriö brennt! Kannske meðferðin
á skýrsluflóðinu sé í stíl við það
sent segir í bókinni Félagi Napó-
leon eftir George Orwell, þar
sem lýst er búskaparháttum á
Dýrabaí. Get ég ekki stillt mig
um að birta orðrétta tilvitnun í
þessa ágætu bók:
„Það voru, eins og Skrækur
þreyttist aldrei á að taka fram,
svo ákaflega mörg störf sem
vinna þurfti við stjórn og skipu-
lagningu búskaparins. Mörg
þessara starfa voru þess eölis að
dýrin voru of fáfróð til að skilja
þau. Til dæmis sagði Skrækur
þeim, að svínin yröu að eyða
geysimikilli starfsorku á hverjum
degi til að semja leyndardómsfull
skjöl, sem hann nefndi „skrár",
„skýrslur", „athugasemdir", og
„greinargerðir". Þaö væru stórar
pappírsarkir, sem yrði að fylla
smáu skrifletri. og þeint væri
kastað í eldavélina þegar búiö
væri að skrifa á þær. Skrækur
sagði að þetta væri ákaflega
mikilsvert fyrir viðgang búsins.”
(Bls. 120.) '
Nú veit ég ekki hvað Mennta-
málaráðuneytið gerir við skýrsl-
urnar sínar, en ég á í fórum mín-
um eintak af áðurgreindu plaggi
frá OECD. Ég leyfi mér að birta
stutta kafla úr úttekt höfunda á
störfum íslenskra kennara:
„Kennarastarfiö sent slíkt er í
lægð. Okkur var tjáð að mikill
meirihluti þeirra sem Ijúka kenn-
araprófi, eða allt að 70% hæfu
annað hvort aldrei kennslustörf
eöa hyrfu fljótlega frá þeint í
aðra vinnu. í flestum skólum eru
stöðug mannaskipti og upp á síð-
kastiö hefur umsóknum um nám
viö Kennaraháskólann fækkað.
Mikill meirihluti kennara virðist
vinna of rnikið, bæði með því að
taka að sér yfirvinnu í skólunum
og vinnu utan skólans til aö auka
tckjur sínar. Þetta veröur til þcss
að þeir hafa lítil tækifæri eða
þrek til að sinna kennslustarfinu
vel og líta á það sem hvert annað
brauðstrit."
Höfundar fjalla svo nánar um
þessi vandamál, en segja að
lokum:
„Höfuðvandinn er þó eflaust
sá að kennarar fá litla umbun fyr-
ir störf sín og önnur viðurkenn-
ing er lítil, sama á hvaða skóla-
stigi er kennt." (Bls. 26 og 27).
En svona umsögn þarf kannske
ekki að taka alvarlega. Við vitum
jú að íslensk stjórnvöld eru þekkt
að öðru en láta einhverja útlend-
inga segja sér fyrir verkum. Enda
athugun þcssara manna sjálfsagt
lítt trúverðug og þeir ókunnir
staðháttum. Þó er til máltæki sem
lengi hefur lifað með þjóðinni, er
segir og glöggt sé gests augað.
Því miður hygg ég að OECD
skýrslan, sem vitnað var í, fari
nærri um ástand skólamála á ís-
landi.
Árið 1986 var samþykkt á
Alþingi að kennarastarfið skyldi
lögverndað. Hvernig er þeim lög-
um framfylgt? Fóru þau kannske
sömu leiðina og skýrslusafn
Menntamálaráöuneytisins?
Þegar ber á góma niðurlægingu
kennarastéttarinnar scgja menn
gjarna: „Þið haldið því fram að
skólarnir fái ekki nógu góða og
menntaða starfskrafta, en á sarna
tíma eruö þið að heimta stór-
hækkuð laun handa þessu fólki.
Það er ckkert vit í þessu." Þegar
afstaða manna er orðin með þess-
um hætti, er sem sagt búið að
loka vítahringnum. Hvernig á
svo að fara að því að brjótast út
úr honum? Það er vandséð.
Engu vil ég spá um hvernig
muni Ijúka þeim átökum sem nú
standa yfir. Ég vona hins vegar
að samningamenn kennara haldi
áttum í Undralandi lndriða Þor-
lákssonar og húsbænda hans, en
ekki eru þeir öfundsverðir af
dvölinni þar.
Rafn Kjartansson.
Höfiindur er kennari viö IVIenntuskólann á
Akureyri.
Þriðjudagur 18. apríl 1989 - DAGUR - 15
Árleg fjáröflun Kvenfélagsins Hlífar
Merkjasala
hefst sfðasta vetrardag
Fjölskyldusamkoma
á Hótel KEA sumardaginn fyrsta kl. 15.
Kaffihlaðborð, skemmtiatriði og happdrætti.
Allur ágóöi rennur til Barnadeildar FSA.
Jörð til sölu
Jörðin er 2-3 km frá Akureyri.
Nýlegt íbúðarhús.
Góð aðstaða fyrir hesta- og fjárbúskap.
27 ha. ræktað land.
Fasteignasala - Sími 26441
Hafnarstræti 108.
Sölumaður: Páll Halldórsson,
heimasíml: 22697.
Lögmaöur: Björn Jósef Arnviöarson.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Fossbrún 6, Árskógshreppi, þingl.
eigandi Árver hf., Árskógshreppi,
föstud. 21. april '89, kl. 13.30.
Uppboösbeiðandi er:
Fiskveiðasjóður íslands.
Glerárgötu 26, 2. 3. og 4. hæð,
Akureyri, þingl. eigandi Eyri hf.,
föstud. 21. april '89, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Bæjarsjóður Akureyrar, Iðnlána-
sjóður og Gunnar Sólnes hrl.
Steinahlíð 8c, þingl. eigandi Árni
Gunnarsson, föstud. 21. apríl '89,
kl. 15.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Bæjarsjóður Akureyrar, Veðdeild
Landsbanka islands.
Sænes EA-75, þingl. eigandi Rán
hf„ föstud. 21. apríl '89, kl. 15.15.
Uppboðsbeiöandi er:
Tryggingastofnun ríkisins.
Vestursíðu 5d, Akureyri, þingl. eig-
andi Hreinn Elliðason, föstud. 21.
apríl '89, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóös og Veð-
deild Landsbanka íslands.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Brekkugötu 33, mið-hæð, Akureyri,
þingl. eigandi Svan Ingólfsson,
föstud. 21. apríl '89, kl. 13.45.
Uppoðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl. og Benedikt
Ólafsson hdl.
Glerárgötu 32, hluti, Akureyri,
þingl. eigandi Norðurfell hf. og
Málning hf., föstud. 21. apríl '89, kl.
15.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Iðnlánasjóður, innheimtumaður
rikissjóös, Brunabótafélag íslands,
Kristján Ólafsson, hdl., Ólafur
Gústafsson hrl. og Símon Ólafsson
hdl.
Goðabyggð 17, Akureyri, þingl. eig-
andi Leifur Tómasson, föstud. 21.
apríl '89, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Garðar Garðarsson hrl., Gunnar
Sólnes hrl., Ólafur Gústafsson hrl.
og Baldvin Hafsteinsson hdl.
Grenilundi 15, Akureyri, þingl. eig-
andi Haukur Adolfsson, föstud. 21.
apríl '89, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Hamarstíg 37, Akureyri, þingl. eig-
andi Rósa Vilhjálmsdóttir, föstud.
21. apríl '89, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Karlsbraut 21, Dalvík, þingl. eigandi
Guðrún Benediktsdóttir, föstud. 21.
apríl '89, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Ólafur Sigurgeirsson hdl.
Mímisvegi 17, Dalvík, þingl. eigandi
Þorsteinn Aðalsteinsson, föstud.
21. apríl '89, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Sigriður Thorlacius hdl., innheimtu-
maöur ríkissjóðs, Benedikt Ólafs-
son hdl., Garðar Garðarsson hrl. og
Veðdeild Landsbanka íslands.
Móasíðu 4f, Akureyri, þingl. eigandi
Elspa Elísdóttir, föstud. 21. apríl
'89, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Benedikt Ólafsson hdl, ÁsgeirThor-
oddsen hdl. og Bæjarsjóður Akur-
eyrar.
Múlasíðu 1f, Akureyri, þingl. eigandi
Pétur Pálmason, föstud. 21 apríl
'89, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Tryggingastofnun ríkisins og Bæjar-
sjóður Akureyrar.
Spítalavegi 1, viðb. og s-hl. aðalhl.,
þingl. eigandi Þórarinn Níelsson fl.,
föstud. 21. apríl '89, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands,
Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður
Akureyrar og Ásgeir Thoroddsen
hdl.
Þingvallastræti 32, þingl. eigandi
Sigþrúður Siglaugsdóttir, föstud.
21. apríl '89, kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Skúli J. Pálmason hrl. og Gunnar
Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvik
Sýslumaðurinn í Eyjafjaröarsýslu.