Dagur - 18.04.1989, Blaðsíða 16
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
BifiiaOft
Akureyri, þriðjudagur 18. aprfl 1989
Tunguheiði:
Blárefslæða á yfír 80 km hraða
- banað eftir mikinn eltingaleik á snjósleða
Qk
rFJARFESriNGARFÉlACID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
„Hún hljóp svo skelfilega hratt
skepnan, mikið hraðar en
íslenski refurinn. Hún fór
hiklaust í 80 og yfir það fyrstu
þrjá kílómetrana, og það var
ekki nokkur leið að hafa við
henni á sleðanum,“ sagði Hall-
dór Olgeirsson bóndi á Bjarna-
stöðum í Öxarfirði, er hann
lýsti eltingarlcik við blárefslæðu
sem hann banaði á Tunguheiði
sl. sunnudag.
Halldór varð var viö læðuna er
hann var á ferð á snjósleða á
sunnudaginn. Hún var skammt
frá hræi scm lagt hefur vcrið út til
að hægt sé að liggja fyrir refum í
skjólhýsi skammt frá. Halldór
lenti í miklum eltirigarleik við læð-
Aðalfundur Þormóðs ramma hf.:
Fyrirtækið tapaði
163,7 millj. í fyrra
- vilja breyta skuldum við ríkissjóð í hlutafé
Aðalfundur Þormóðs ramma
hf. í Siglufirði var haldinn um
síðustu helgi. Stjórnar-
mennirnir vilja láta brcyta
skuldum fyrirtækisins við ríkis-
sjóð í hlutafé. Einar Sveins-
son, stjórnarformaður, segir
að fyrirtækið hafi ekki getað
greitt ríkissjóði neinar afborg-
anir eða vexti af lánum á síð-
asta ári en samkvæmt lánsfjár-
lögum er fjármálaráöherra
heimilað að semja við Þormóð
ramma um ráöstafanir til að
bæta fjárhag fyrirtækisins í
samráði við fjárveitinganefnd
Alþingis.
Þormóður rammi hf. tapaði á
síðasta ári 136,7 milljónum
króna. Tapið á útgerð togaranna
Stálvíkur, Sigluvíkur og Stapa-
víkur nam 51,8 milljónum króna
en tapið á fiskvinnslunni var 84,9
milljónir. Fjármagnskostnaður
var 160 ntilljónir króna en var
26,2 milljónir 1987. Hér munar
mest um áhrif lánskjaravísitölu
til hækkunar á höfuðstól lána og
hækkun vegna gengisntunar.
Vaxtagjöld, verðbætur og gengis-
munur voru samtals 261 milljón
króna í fyrra en voru 111 milljón-
ir 1987. Reiknaðar tekjur vegna
verðlags- og gengisbreytinga
voru 98 milljónir króna. Sant-
bærileg tala 1987 var8() milljónir.
Launakostnaður og launa-
tengd gjöld árið 1988 var 215
milljónir króna, fyrir utan stjórn-
unarkostnað. Starfsmenn voru
190 talsins mestallt árið.
„Verulegt fjármagn hefur
komið inn í fyrirtækið úr At-
vinnutryggingasjóði og það hefur
bætt eiginfjárstöðu þess mikið.
En ég er ekki bjartsýnn á fram-
tíöina því þessar ráðstafanir sem
við erum að gera eru aðeins til
bráðabirgða. Rekstrargrundvöll-
inn vantar ennþá og því er ekkert
tilefni til bjartsýni," ságði Einar.
Ríkissjóður íslands á um 70%
hlutafjár í Þormóði ramma,
Siglufjarðarbær á 25% og aðrir
aðilar 5%. EHB
Kjarasamningur starfsmannafélaga
bæjarstarfsmanna:
Hækkanir á svipuðum
nótum og hjá BSRB
Undirritaö hefur verið sam-
komulag um breytingar á gild-
andi kjarasamningi milli launa-
nefndar sveitarfélaga og starfs-
mannafélaga bæjarstarfs-
manna. Starfsmannafélög
Akureyrarbæjar, Húsavíkur,
Dalvíkur, Ölafsfjarðar og
Sauðárkróks eru aðilar að
samningnum sem er í megin
dráttum eins og samningur
BSRB og ríkisins sem gerður
var á dögunum. Samningur
starfsmannafélaganna gildir þó
einum mánuði lengur en samn-
ingur BSRB.
Erlingur Aðalsteinsson for-
maður viðræðunefndar starfs-
mannafélaganna sagði að í raun
hefði aðeins verið um endurskoð-
un á launalið að ræða, þar sem
fyrri samningur hefði ekki átt að
renna út fyrr en 31. desember nk.
Önnur ntál samningsins voru þó
rædd og koma ný ákvæði nú inn í
staðinn fyrir eldri sem falla út, t.d.
um hækkanir og vísitöluviðmið-
anir.
Krónutöluhækkanirnar í apríl,
september og nóvember eru þær
sömu og hjá BSRB og þá fá
starfsmannafélögin einnig 6500
króna orlofsuppbót 1. júní.
Örlitlar breytingar voru gerðar á
viðmiðunum þannig að í stað
breytinga á röðun í launaflokka
kemur 0,5% launahækkun I.
júní. Þá hækkar persónuuppbót í
desember verulega þar sem við-
miðun hækkar um 7 launaflokka.
Hækkaðar voru viðmiðanir tíma-
kaups og vaktaálags til samræmis
við ríkið. VG
una og sá hvar hún smaug í byrgi
sem hún hafði gert sér, gróf Hall-
dór eftir læðunni og banaði henni
með skóflu.
Um hreinræktaða blárefslæðu
er að ræða sem greinilega hefur
sloppið úr búri, að sögn
Halldórs. Læðan hafði verið
merkt en merkið var fariö af.
„Það vill enginn taka þetta á sig,"
sagði Halldór, aðspurður um
hvaðan læðan gæti verið komin.
Hann sagði að læðan hefði greini-
lega lengi gengið laus og leiíar af
rjúpu heföu fundist í byrgi
hennar. Oddviti hefur tckið læð-
una og verður hún send til rann-
sóknar.
Halldór sagðist hafa séð bláref
tvívegis í göngum í haust, hefði
það verið á svipuöum slóðum og
hann vann læðuna og væri senni-
lega um sama dýr að ræða. Blá-
refslæðan niun hafa vcrið tekin
saman við mórauðan, íslenskan
ref. Mun vcra verulega slæmt að
blárefir sleppi og nái að fjölga sér
því þeir eru frjósamari en
íslenski refurinn, stærri, fljótari
að hlaupa og geta orðið hættu-
legri og grimmari, að sögn
Halldórs. IM
Þeir voru ulls ekkert óánægðir með það þcssir ungu herranienn, að verða
veðurtepptir í orlofshúsum á Illugastöðum í Fnjóskadal þar til í gær en þar
dvöldu þeir mcð fjölskyldum sínuin um hclgina. Mynd: kk
Norðausturland:
Víða kolvitiaust veður
- í áhlaupinu um helgina
„Þetta er haröasta hrafnahret
sem ég man eftir,“ sagði Svav-
ar Jónsson hjá Vegagerð ríkis-
ins á Húsavík í gær, aðspurður
uni veðrið aðfaranótt sunnu-
dagsins. Vegir tepptust eða
urðu þungfærir víða í Suður-
Þingeyjarsýslu í áhlaupinu, en
í gær voru allir helstu vegir
orðnir færir og mokað var
austur á Vopnafjörð.
Arshátíð Harmonikufélags
Þingeyinga var haldin í Ljósvetn-
ingabúð á laugardagskvöld og
voru margir lengi á leið heim til
sín eftir dansleikinn vegna veðurs
og færðar. Einnig var ball á
Húsavík og aðstoðaöi lögregla
fólk við að komast heint.
Leikritiö Fundur í hjónaballs-
nefnd var frumsýnt í Skjólbrekku
á laugardagskvöldið. Komst fæst
af utansveitarfólki heint að lok-
inni sýningunni og sneru þeir
flestir við á Mývatnsheiði, sent
ófær varð fólksbílum, og nutu
gestrisni á bæjum í sveitinni fram
á sunnudag, cr heiðin var rudd.
Nokkrir ferðalangar urðu veður-
tepptir á Illugastöðum í Fnjóska-
dal fram á mánudag.
Vegurinn í Kinninni var rudd-
ur á sunnudag og á sunnudags-
kvöld var Víkurskarð mokað
vegna fiskflutninga að sunnan til
Fiskiðjusantlags Húsavíkur.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum var leiðindaveður á laug-
ardag og lokuðust fjallvegir;
Fjarðarheiði, Fagridalur og
Breiðdalsheiði sem rétt var búið
að ryðja. Hjálparsveit skáta á
Egilsstöðum náði í tvo menn sem
ekið höfðu bíl útaf á Vatns-
skarði, mennina sakaði ekki og
biðu þeir aðstoðar í bílnum.
Ekki er vitað um nein óhöpp
eða slys um helgina á Norðaust-
urlandi, þótt talsvert margir yrðu
veðurtepptir eða þyrftu að brjót-
ast unt í ófærð og vitlausu veðri í
nokkra tíma. IM
Eigendur Sigló hf.:
Voru tilbúnir með erlent
íjármagn í reksturinn
„Almenningur lætur sig mestu
varða að þarna starfi traust og
öflugt fyrirtæki sem geti staðið
undir atvinnu og þjónustu-
starfsemi á staðnuin. Gömlu
eigendurnir voru búnir að
undirbúa fjárhagslega endur-
skipulagningu uin alllangt skeið
og útvega fjármagn sem ennþá
er til reiðu og nota má í þágu
framtíðarstarfsemi,“ segir
Guðmundur Arnaldsson,
stjórnarformaður Sigluness hf.
Guðmundur er ósáttur við
umfjöllun ákveðinna fjölmiðla
varðandi málefni Sigló hf og telur
ásakanir á bæjarfógeta Siglu-
fjarðar út í hött. Eigendur Sigló
hafi gert Siglufjarðarbæ óformleg
tilboð þar sem Marbakki o.l'l.
myndu eiga meirihluta í fyrirtæk-
inu á móti öðrum aðilum í
bænum, gegn því að erlent
áhættufjármagn yrði útvegað í
reksturinn. Þessu hefði hvorki
verið hafnað eða játað og dæmið
endað með gjaldþroti Sigló, ekki
síst vegna afskiptaleysis ríkisins.
í máli Guðmundar kom fram
að ekki væru neinar blikur á lofti
varðandi „refsiaðgerðir" gagn-
vart Siglunesi hf., hvorki frá
hendi Siglufjarðarbæjar, Rafveitu
Siglufjarðar eða annarra fyrir-
tækja á staðnum. Áður hefur
komið frarn í fréttum að svo mik-
il ólga sé í bænum vegna gjald-
þrotsins að nýja fyrirtækið, Siglu-
nes, ntuni ekki fá fyrirgreiðslu
eða viðskipti á staðnum. „Þetta
er alveg úr lausu lofti gripið, allt
slíkt hefur verið borið til baka.
Miklu moldviðri hefur verið
þyrlað upp til að sverta gömlu
eigendurna," sagði Guðmundur.
Velta félagsins 1988 var 288
milljónir kr., laun og launatengd
gjöld voru 41 milljón kr., vaxta-
gjöld og verðbætur 78 ntilljónir
og tap vegna gengismunar 16
milljónir. Hagnaður af rekstri
fyrir fjármagnskostnað, gjöld og
skatta var 24,4 milljónir króna,
eftir að fyrningar höfðu verið
reiknaðar. Hráefniskaup voru
139 milljónir. EHB