Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. apríl 1989 - DAGUR - 3 Skoðanakönnun Skáís og Stöðvar 2: Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur bæta við sig - Steingrímur Hermannsson langvinsælasti stjórnmálamaðurinn í skoðanakönnun Skáís og Stöðvar 2 um fylgi stjórnmála- flokkanna frá 21. apríl kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá 41,8% atkvæða en Framsóknarflokkurinn 19,4% ef kosið yrði um þessar mundir. Vinsælustu stjórn- málamennirnir eru þeir Stein- grimur Hermannsson, forsætis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Skoðanakönnun þessi tók til 800 manna úrtaks á landsvísu. Þátttakendur svöruðu m.a. spurn- ingum um afstöðu til stjórnmála- flokkanna og hverjir væru vinsæl- ustu stjórnmálamennirnir. Fylgi flokkanna var sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur 41,8%, Fram- sóknarflokkur 19,4, Alþýðu- flokkur 9,3%, Alþýðubandalag 12,3%, Kvennalisti 12,8%, Flokkur mannsins 1,9%, Þjóð- arflokkur 0,8%, Samtök jafnrétt- is og félagshyggju 0%, Borgara- flokkur 0,8%, Frjálslyndir hægri menn 0,8%, aðrir 0%, óákveðnir 31,2%, skila auðu/kjósa ekki 11,2%, svara ekki 4,9%. Fylgi vinsælustu stjórnmála- manna var þannig: Steingrímur Hermannsson var í fyrsta sæti með 42,4%, þá Halldór Ásgríms- son með 35,8%, Þorsteinn Páls- son með 20,2%, Ólafur Ragnar Grímsson með 14,8%, Jóhanna' Sigurðardóttir með 12,7%, Svav- ar Gestsson með 12,2%, Jón Baldvin Hannibalsson með 11,4%, Jón Sigurðsson með 7,3%, Guðrún Agnarsdóttir með 6,5%, Steingrímur J. Sigfússon með 5,2% og Davíð Oddsson rak lestina með 4,1%. EHB Hvorki fleiri né færri teknir ölvaðir við stýrið þrátt fyrir bjórinn: „Sumir byrja hægt og vilja ekki koma óorði á bjóriim“ - segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði Svo viröist sem áróður Umferð- arráðs gagnvart bjórnum og akstri hafi náð eyrum lands- manna. Nú eru tæpir tveir mánuðir liðnir síðan bjórinn var leyfður hér á landi og að sögn Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarráði virðist við fyrstu sín sem bjórinn hafi engin áhrif haft á hvort fleiri eða færri væru teknir fyrir ölvun við akstur né heldur hefði slysum sem tengja má ölvunarakstri fjölgað. „En samt sem áður erum við enn á byrjuninni og verðum að halda áfram starfinu. Sumir byrja kannski hægt og rólega til að koma ekki óorði á bjórinn en það eiga eftir að koma hættutímabil og í því sambandi hef ég sérstak- ar áhyggjur af sumrinu. Það gæti orðið meiri hætta á að menn fái sér bjór í góða veðrinu í sumar, sem er að vísu allt í lagi svo lengi sem þeir keyra ekki bílinn á eftir," sagði Sigurður. Að mati Sigurðar hefur áróð- ursleið Umferðarráðs skilað tals- verðum árangri. „Við völdum mjúku leiðina, fórum vel að fólki með þessu lagi og auglýsingum og heildarsvipurinn var jákvæð- ari en stundum áður. Þessi aðferð gengur betur í fólk. Almennt er viðhorfið jákvætt og á þá leið að það sé rangt að keyra eftir einn bjór.“ JÓH Vitlaust veður á Fjöllum í vikunni: „Það þýðir ekkert að láta þessa tíð ergja sig“ - segir Gunnlaugur Ólafsson, bóndi á Grímsstöðum „Einhvern tíinann sagði spak- ur maður hér að hann myndi ekki eftir svo vondu veðri að ekki hefði batnað um síðir,“ sagði Gunnlaugur Ólafsson, bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum. „Þrátt fyrir slæma tíð nú treysti ég á að þetta standist. Það þýðir ekkert að láta þessa tíð ergja sig,“ bætti hann við. Þar var hið versta veður á þriðjudag, all hvöss norðvestan átt með skafrenn- ingi og heldur lítið sumarlegt þrátt fyrir að almanakið gefi til kynna að sumarið sé gengið í garð. „Mér heyrist að í verkfalli veðurfræðinga séu allir veður- glöggir menn að spá um veðrið næstu vikurnar. Flestar spárnar eru heldur slæmar en ég vil álíta Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem svöruðu spurningum skoðanakönnunar Skáís og Stöðvar 2 styðja ekki fram- haldsskólakennara í yfirstand- andi verkfalli. Spurt var: Styður þú kennara í að fari að hlýna viku af maí,“ sagði Gunnlaugur. Sauðburður er nú byrjaður í Fjallahreppi. Hjá Gunnlaugi bónda eru bornar 10 ær og sömu sögu er að segja frá Grímstungu. Almennt hefst þó sauðburður Eins og kynnt var í fjölmiðlum í febrúar sl., þá stendur Álasund í verkfallsaðgerðum þeirra? Nei sögðu 410 af 695 spurðum en það eru 59%. Já sögðu 201, þ.e. 28,9%. 79 eða 11,4% voru óákveðnir og 5 svöruðu ekki eða 0,7%. Afstöðu tóku 87,9% spurðra. EHB ekki fyrr en um 10 maí. Það er kannski eins gott, því tæpast verður hægt að setja lambær þar út fyrr en langt verður liðið á maímánuð. Þá eru tvær af sex geitum á Grímsstöðum og Nýhól bornar. óþh Noregi fyrir samnorrænni sam- keppni um ljósmyndun og kvik- myndun í tengslum við vinabæja- viku sem verður þar í júní í sumar. Þessi keppni er opin fyrir íbúa allra vinabæja Álasunds og þar með fyrir Akureyringa. Viðfangs- efni samkeppninnar er „við fimm í norðri.“ Nú er komið að loka- dögum þessarar samkeppni og þurfa myndir í samkeppnina að berast skrifstofu menningarfull- trúa Akureyrarbæjar í síðasta lagi 10. maí n.k. Kennaraverkfallið: Neikvæð skoðanakönnun Samnorræn samkeppni um ljósmyndun og kvikmyndun Konur \ A jowh /j* athugið! U /J uA Ég verð með starfsemi mína í Á fullum gangi í sumar, bœði leik- Jimi inni og skokk og teygjur úti. Jy Leitið upplýsinga í síma 25946 milli kl. 10.00 og 12.00 föstudaginn 28. apríl. ps. biðlistakonur hafið samband. ,edda ... mrrmrmdjoM ÍÞRÓTTAKENNARI TH sö/u Atlantis tölva 20 bita. Þrjú notuö vel með farin skrifborð, fjórir stólar og samlagningarvél. Upplýsingar gefur Áskell Einarsson. Fjórðungssamband Norðlendinga, Glerárgötu 24, Akureyri. LETTIH h Krakkar Hópferð með rútu í Reiðhöllina 5. til 7. maí ef næg þátttaka fæst. Foreldrar velkomnir með. Þátttaka tilkynnist fyrir 30. apríl til Kristínar í síma 26670 eða Dísu í síma 24198. Unglingaráð Léttis. Ungmennafélag Skriðuhrepps Vegna mikillar adsóknar verður aukasýning á revíunni Horft af hólnum Melum Hörgárdal, fimmtudaginn 27. apríl kl. 21.00. U.M.F. Skriðuhrepps. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Nemendur VMA Aðalfundur skólafélagsins verður haldinn á Eyr- arlandsholti mánudaginn 1. maí kl. 20.30. Farið yfir atburði vetrarins. Ársreikningar kynntir. Önnur mál. Kvöldvaka og kaffiveitingar. Stjórnin. Verslun til sölu Til sölu er verslun í leiguhúsnæði sem selur fatnað, skartgripi og snyrtivörur. Um eigin innflutning er að ræða. Góð viðskiptasambönd erlendis. Hagstætt verð. - Gott fjölskyIdufyrirtæki. Fasteignasalan - Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Solnes hrl., Jon Kr Solnes hrl og Arm Palsson hdl. Söiust. Sævar Jonatansson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.