Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 27. apríl 1989 „Varnarsigur í erfiðri stöðu“: „Útibú Útvegsbankans á Siglu- firði vaiið „Utibú ársins 1988“ Útibú Útvegsbanka íslands hf. á Siglufirði var valið „útibú ársins 1988“ af yfirstjórn bank- ans í Reykjavík. Fljótlega eftir stofnun Útvegsbanka Isiands hf var ákveðið að gera sérhvert útibú að sjálfstæðri rekstarein- ingu sem yrði að starfa innan eigin ramma. Samhliða því var ákveðið að verðlauna árlega best rekna útibúið. Fyrst þegar verðlaunin voru veitt hlaut útibú bankans á ísa- firði verðlaunin. Þegar Siglu- fjarðarútibúið hreppti verðlaunin sagði Guðmundur Hauksson, aðalbankastjóri, að þau væru veitt „fyrir varnarsigur í erfiðri stöðu.“ Sigurður Hafliðason, úti- bússtjóri, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd starfsfólks úti- búsins. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á afgreiðslutíma útibúa Útvegsbankans í samræmi við þá stefnu að draga úr kostnaði. Frá og með 17. apríl sl. var síðdegis- afgreiðsla á fimmtudögum felld niður alls staðar nema á Siglu- firði, í Vestmannaeyjum og á Isa- firði. í þess stað verður haft opið í þremur útibúum nærri verslun- arkjörnum á Reykjavíkursvæð- inu milli kl. 17.00 og 18.00, þ.e. á Seltjarnarnesi, í Glæsibæ og í Hamraborg í Kópavogi. Jafn- framt hefur morgunafgreiðsla verið lögð niður í tveimur litlum útibúum. Breytingarnar voru gerðar eftir umfangsmikla könnun á þörfum viðskiptavina bankans. í ljós kom að síðdegisafgreiðslan á fimmtudögum var lítið notuð og meiri þörf virtist vera fyrir bankaþjónustu þegar almenning- ur gerir helgarinnkaup síðdegis á föstudögum. Þá má ekki gleyma hraðþjónustu Útvegsbankans sem gerir viðskiptin auðveldari fyrir marga. EHB Guðmundur Hauksson, aðalbankastjóri, afhendir Sigurði Hafliðasyni viður- kenningu fyrir best rekna útibú Útvegsbankans á árinu 1988. Akureyri: Fundur um möguleika fatlaðra á þátttöku í atvinnulífinu DAGUR Revkjavík S 91-17450 Norðlenskt dagblað Á tímabilinu frá 20. maí og fram í miðjan september í haust, verður röð opinna stór- móta í bridge. Það eru Brigde- deild Skagfirðinga, Brigde- samband Reykjavíkur og Ferðaskrifstofa íslands, í sam- vinnu við Forskot sf. sem að þessum mótum standa og kall- ast Alslemma ’89. Alls eru mótin 8 talsins og fara fram víðs vegar um landið. Fyrsta mótið fer fram í Reykja- vík en niðurröðunin er annars þessi: 1. Reykjavík 20.-21. maí Gerðu- berg. 2. Kirkjubæjarklaustur 10.-11. júní Hótel Edda. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur um atvinnumál fatlaðra á Akureyri og voru fulltrúar ýmissa fyrirtækja í bænum sérstaklega boðaðir á fundinn. Magni Hjálmarsson 3. Hrafnagil v/Akureyri 24.-25. júní Hótel Edda. 4. Reykholt Borgarfirði 8.-9. júlí Hótel Edda. 5. ísafjörður 22.-23. júlí Hótel Edda. 6. Húnavallaskóli 12.-13. ágúst Hótel Edda. 7. Hallormsstaður 26.-27. ágúst Hótel Edda. 8. Kópavogur 16.-17. sept. Félagsheimilið. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir besta samanlagða árangur í 4 mótum. 1. verðlaun eru kr. 200.000,- pr. mann, samtals kr. 400.000.-. 2. verðlaun eru kr. 100.000.- pr. mann, 3. verðlaun kr. 50.000,- pr. mann og 4. verð- frá Starfsskólanum Löngumýri 15, Sunneva Filippusdóttir frá Starfsdeildinni Löngumýri 9 og Inga Magnúsdóttir starfsmað- ur Atvinnleitar fatlaðra fluttu framsöguerindi svo og Jón laun kr. 25.000.- pr. mann. Keppnisgjald pr. spilara er kr. 4000.-. Keppendur njóta 35% afsláttar af flugi með Flugleiðum. I hverju móti eru síðan sérstök verðlaun fyrir 3 efstu sætin, að jafnaði um 100 þús. kr. samtals. Spilað verður um silfurstig í öll- um mótunum. Keppnistjórar og útreikningsmeistarar verða þeir Ólafur Lárusson, Jakob Kristins- son, Hermann Lárusson, Krist- ján Hauksson og Margrét Þórð- ardóttir. (m.fv.) Ferðaskrifstofa íslands býður sérstaka ferðapakka samfara mótunum en allar nánari upplýs- ingar um mótin eru veittar á skrifstofu Forskots sf. í síma 91- 623326. Björnsson félagsmálastjóri. Starfsskólinn Löngumýri 15 er í rauninni framhald af grunn- skóla. Þar eru fatlaðir unglingar búnir undir atvinnulífið og hefst atvinnuleitin þegar viðkomandi telst tilbúinn. í máli Magna kom fram að á undanförnum 4 árum hafa 13 nemendur skólans farið út á vinnumarkaðinn, en 6 nemendur stunda nám við skól- ann ár hvert. Starfsdeild fyrir fullorðna er starfrækt að Löngumýri 9 og sagði Sunneva að markmið henn- ar væri að þjálfa einstaklingana til sjálfstæðrar búsetu og þátt- töku á almennum vinnumarkaði. Inga Magnúsdóttir hjá Atvinnuleit fatlaðra lagði áherslu á samstarf þeirra aðila sem vinna að því að koma fötluðum út á vinnumarkaðinn. Hún sagði hlut- verk sitt vera það að finna þessu fólki störf við hæfi og hún sagði jafnframt að fatlaðir þyrftu ekki að vera síðri starfsmenn en heil- brigt fólk. Fram kom að atvinnurekendur hafa tekið fötluðu fólki vel á undanförnum árum en sl. vetur hefur ástandið hins vegar versnað, enda atvinnuleysi almennt vaxandi. Á fundinum tóku líka til máls fulltrúar þriggja fyrirtækja sem hafa fatlað fólk, nánar tiltekið andlega vanheilt, í vinnu. Þau Brynleifur Hallsson frá Mjólk- ursamlagi KEA, Þórhalla Þór- hallsdóttir frá Hagkaupum og Óskar Erlendsson frá Kjötiðnað- arstöð KEA lýstu á jákvæðan hátt þeirri reynslu að hafa fatlað fólk í vinnu, vinnu við hæfi, og í umræðum undir lok fundarins tóku fleiri fulltrúar úr atvinnulíf- inu til máls. Við munum greina nánar frá þessum fundi í næstu viku. SS Þrotabú Sævers hf.: Fyrsta uppboðið - á eignum 9. maí nk. Fyrsta uppboð á eignum þrota- bús Sævers hf. í Ólafsfirði hef- ur verið ákveðið þann 9. maí nk. að sögn Erlings Óskarsson- ar, bæjarfógeta á Siglufirði, sem einnijg gegnir stöðu bæjar- fógeta í Olafsfirði. Fyrsti skiptafundur þrotabúsins verður hins vegar þann 18. maí. Nú þegar hefur eitt tilboð borist í eignir þrotabúsins, sem er fyrst og fremst húseign að Strandgötu 22 í Ólafsfirði. Ekki fæst uppgef- ið hverjir standa að því tilboði eða hversu hátt það er. Hallgrím- ur Ólafsson, viðskiptafræðingur, verður bústjóri þrotabús Sævers hf. og mun hann reyna að ná samningum við þá aðila sem boð- ið hafa í eignirnar. óþh Alslemma ’89: Röð opinna stórmóta í bridge sumarið 1989 - glæsileg verðlaun í boði fyrir besta samanlagðan árangur í 4 mótum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.