Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 10
10 - ÖÁöUR - Fimmtudagur 27. apríl 1989 f/ myndasögur dags 1 ÁRLAND Ekki?! Æ, æ, ég var'hræddur um þetta ... Hvað er að? ... hræðsla við einkunnir? Van- hæfni í samskiptum við skólafélagana? Þú getur sagt mér allt Daddi. # Nöldurpólitík Það er ekki ofsögum sagt að pólitík sé skrítin tik. Tíkin sú arna hefur löngum verið undar- leg úr hófi fram, en samt er það nú svo að menn láta stöðugt glepjast og gera hana að ævi- starfi. Pólitík felst í stórum dráttum í því að hafa áhrif, koma fram með mál og fylgja þeim eftir í hvívetna. Sumir pólitíkusar hafa hins vegar gjörsamlega misskilið eðli pólitíkur og telja að í henni fel- ist að vera á móti öllum sköpuðum hlutum. Þetta eru svokallaðir nöldrarar eða póli- tikusar með öfugum formerkj- um. # Neikvæða tríóið Þetta kom upp i huga umsjón- armanns S&S á dögunum þeg- ar greint var frá þvi í fréttum að fram væri komið frumvarp á Al- þingi um úreldingu fiskiskipa. Hér er um að ræða frumvarp sem ráðherra sjávarútvegs- máia og hans menn i Sjávarút- vegsráðuneyti, svo og tals- menn hinna ýmsu hagsmuna- hópa i sjávarútvegi, hafa náð nokkuð breiðri samstöðu um. Frumvarpið hafði ekki verið fyrr lagt fram á Alþingi en nei- kvæða tríóið í allri sjávarút- vegsumræðu þingsins, Karvel, Sighvatur og Skúli Alexanders- son risu upp og kölluðu úlfur, úlfur. Það er reyndar ekki nýtt hjá þeim ágætu mönnum að vera á móti. Þeir hafa sí og æ lagst hart gegn öllum málum sem sjávarútvegsráðherra hef- ur lagt fram. Hvað Sighvat og Karvel áhrærir kann skýringin að vera sú að vegna gamalla erja út af kvótakerfi (sem Vest- firðingar voru brjálaðir á móti) sjái þeir sig knúna að vera einnig á móti nú. Nærtækasta skýringin með Skúla er auðvit- að sú að vegna eigin málaferla gegn sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd Sjávarútvegsráðu- neytis, komi ekki annað til greina en að vera á móti. # Alexander a la móti En það eru fleiri dæmi um nei- kvæða þingmenn á háttvirtu Al- þingi. Húsbréfin margfrægu hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Jóhanna leggur ráð- herrastólinn að veði en and- stæðingar húsbréfanna láta sér fátt um finnast. Alexander Stef- ánsson tætti þetta kerfi niður, rauður af skelfingu, í ræðustól á Alþingi. Kom kannski varla á óvart, því hann var fyrrverandi félagsmálaráðherra og þarmeð einn af ábyrgðarmönnum nú- verandi gjaldþrota hús- næðislánakerfis. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og toppkrati, orðaði það svo á Dagskrá á Rás 2 á dögunum, að andstaða Alex- anders kæmi nú ekkert á óvart. Það væri alveg sama hvaða mál Jóhanna Sig. bæri á borð fyrir þingheim, Alexander yrði alltaf á móti! dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 27. apríl 17.50 Heiða (44). 18.15 Þytur í laufi. (Wind in the Willows.) Breskur brúðumyndaflokkur, framhald fyrri flokka um Móla moldvörpu, Fúsa frosk og félaga þeirra. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?) 19.20 Ambátt. (Escrava Isaura.) Annar þáttur. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva 1989. Lögin í úrslitakeppninni kynnt. 20.45 Úr fylgsnum fortíðar. 2. þáttur - Grundarstóllinn. Litið inn á Þjóðminjasafnið undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. 20.55 Fremstur í flokki. Níundi þáttur. 21.45 ísland og umheimurinn. Þriðji þáttur - Að selja uppskeruna. Hver eru efnahagsleg einkenni smáríkja? í þessum þætti er sýnt fram á hve íslend- ingar eru háðir umheiminum vegna við- skipta. M.a. er fjallað um þátttöku og af- stöðu íslendinga til EFTA. 22.30 íþróttasyrpa. í þættinum verða sýndar svipmyndir frá leik Islendinga og Dana á Norðurlanda- Imótinu í körfuknattleik. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 íþróttasyrpa - framhald. 23.35 Dagskrárlok. Sjónvarp Akureyri Fimmtudagur 27. apríl 15.45 Santa Barbara. 16.30 Með afa. 18.05 Bylmingur. 19.00 Myndrokk. 19.19 19.19. 20.30 Morðgáta. (Murder She Wrote.) 21.25 Forskot á Pepsí popp. 21.35 Þríeykið. (Rude Health.) 22.00 Dauðagildran.# (Deathtrap.) í myndinni glímir Michael Cain við hlut* verk rithöfundar sem má muna fífil sinn fegurri. Hann verður fyrir sárum vonbrigðum þegar nýjasta leikrit hans hlýtur enga náð fyrir augum gagnrýnenda og áhorf- enda. Eiginkona rithöfundarins reynir að hughreysta hann og telur hann á að hefj- ast handa að nýju. En skáldagáfan, sem í eina tíð lék við hann, virðist nú á bak og burt. Rithöfundurinn kemst um þessar mundir yfir leikrit sem ungur og óþekktur maður hefur ritað. Hann fyllist öfund vegna þess hversu leikritið er gott og sér í hendi sér að það eigi eftir að slá í gegn. í örvæntingu sinni afræður rithöfundur- inn að.ráða leikritaskáldið af dögum og fær eiginkonu sína með sér í spilið. Upp- hefst nú leikurinn en söguþráðurinn er í senn slunginn, margbrotinn og snilldar- legur. Aðalhlutverk: Michael Cane, Christopher Reeve, Dyan Cannon og Irene Worth. Ekki við hæfi barna. 23.55 Apaplánetan unnin. (Conquest of the Planet of Apes.) Munaðarlausi apinn Cesar hyggst bjarga hinum öpunum frá því að vera þrælar mannkynsins. Aðalhlutverk: Roddy McDowall, Don Murray og Ricardo Montalban. 01.25 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 27. apríl 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirhti kl. 8.30. Sigurður G. Tómasson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. - Sagan af Hildi góðu stjúpu. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson les úr Þjóð- sögum Jóns Arnasonar. Seinni hluti. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Staldraðu við! Jón Gunnar Grjetarsson sér um neyt- endaþátt. 9.40 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Karl E. Pálsson á Siglufirði. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Alþingi. 13.35 Miðdegissagan: „Brotið úr töfra- speglinum" eftir Sigrid Undset. Þórunn Magnea Magnúsdóttir les (2). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Jarðlög. - Snorri Guðvarðarson. (Frá Akureyri). 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Fé og ást“ eftir Jón Ólafsson. 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Debussy, Ravel og Vieuxtemps. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.20 Staldraðu við! Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegt mál. 19.37 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 21.30 „Faðmlag dauðans. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Giott framan í gleymskuna. Friðrik Rafnsson fjallar um mið-evrópskar bókmenntir. Þriðji þáttur. 23.10 Fimmtudagsumræðan. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 27. apríl 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun. Eva Ásrún Albertsdóttir. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Gestur Einar Jónasson leikur þraut- reynda gullaldartónlist. 14.05 Milli mála. Óskar Páll Sveinsson á útkíkki. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin. - Daglegt mál. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.00 Hátt og snjallt. Enskukennsla á vegum Fjarkennslu- nefndar og Málaskólans Mímis. Sjöundi þáttur endurtekinn frá þriðju- degi. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Hátt og snjallt. Áttundi þáttur enskukennslu. 22.07 Sperrið eyrun. - Anna Björk Birgisdóttir leikur þunga- rokk á ellefta tímanum. 01.10 Vökulögin. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 27. apríl 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 27. apríl 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónhst eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þór? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. ' Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum. Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónhst - minna mas. 20.00 Sigursteinn Másson. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.