Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 1
Verkfall framhaldsskólakennara: Höfuðnauðsyn á langtímasanuiingí - samstaðan styrkist með hverjum deginum sem líður „Við fínnum að samstaðan er góð og hún styrkist ef eitthvað er,“ sagði Benedikt Bragason framhaldsskólakennari á Akureyri sem sæti á í fulltrúa- ráði HÍK að afloknum félags- fundi BHMR á Akureyri fyrr í vikunni. „Fundurinn staðfesti að félagsmenn standa við bak samninganefndarinnar í einu og öllu. Það verður t.d. örugg- lega ekki gengist inn á samn- inga á borð við þá sem BSRB menn fengu og við ætlum ekki að láta plata okkur með lof- orðum um rannsóknir sem ekki er farið eftir. Þá erum við komnir yfír þau mörk að gefast upp, því við gerum okkur grein fyrir því að ef þetta tekst ekki núna, veit enginn hvenær ann- að tækifæri gefst.“ Benendikt og Jónas Helgason menntaskólakennari sögðu í samtali við Dag í gær, að ef sam- ið yrði á BSRB nótum stæðu kennarar aftur í sömu sporum næsta vetur og ekki væru nemendur bættari með það. „Pað er okkur höfuðnauðsyn að semja til lengri tíma svo friður náist í skólastarfinu." Megin kröfur BHMR er að samið verði til þriggja ára. Rætt er um ýmis réttindamál varðandi menntun, ábyrgð og fleira, en varðandi launin sjálf er þess kraf- ist að staðið verði við fyrirheit úr síðasta kjarasamningi þar sem stendur orðrétt, „að ríkisstarfs- menn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð sem vinna hliðstæð störf bjá öðr- um en ríkinu." Meðallaun kennara í HÍK í dag eru rúmlega 64 þúsund krónur á mánuði. Tæknifræðingar, sem hafa mjög sambærilega menntun eru með 108 þúsund í föst laun á mánuði á almennum vinnumarkaði og nú er þess krafist að laun kennara fari í 88 þúsund krónur strax og nái markaðnum á þremur árum. „Um leið og við fáum það bókfest, að okkur verði tryggð markaðslaun eftir 3 ár, erum við tilbúin til þess að ræða frekar um hver byrjunarhækkun skuli vera.“ Um átta hundruð félagsmenn í HÍK hafa þegar fengið úthlutað úr verkfallssjóði HÍK. Sem kunn- ugt er, hafa sjóðnum borist gjaf- ir úr verkfallssjóði KÍ og víðar að. VG Tómas Lárus Ijósmyndari Dags hitti Grétar Óla um daginn. Þá var hinn síðarnefndi að hjálpa mömmu sinni að moka út úr hesthúsunum, enda vorið í nánd . .. Sauðárkrókur: Heitu pott- amir opnaðir á niorgun Unnendur heitra potta á Sauð- árkróki geta nú endanlega tek- ið gleði sína, því í fyrramálið verða heitu pottarnir tveir við Sundlaug Sauðárkróks opnað- ir. Morgunhanar geta mætt í pottana kl. 7 í fyrramálið, um leið og laugin verður opnuð. í tilefni dagsins verður aðgangur ókeypis í laugina á morgun, föstudag. Um 10 dagar eru síðan vinnu- skúr1 var rifin utan af pottunum, sem var yfir þeim í vetur. Síðustu daga hefur verið unnið sleitulaust við að ganga frá raflögnum, pípu- lögnum og öðrum lögnum, þann- ig að sundlaugargestir geti notið þægindanna á morgun. Með opn- um pottanna er langri hönnunar- og byggingarsögu þeirra lokið, sem ekki verður rakin hér. Sem fyrr sagði verður ókeypis í laugina á morgun, en opnunar- tími verður frá kl. 7.00-9.30 og 13.00-21.00. Um næstu helgi verður opið á laugardag og sunnu- dag frá kl. 10 til 15 og er ekki að efa að Sauðkrækingar og nær- sveitamenn munu fjölmenna í langþráðu pottana, sér í lagi ef veðurguðir verða í góðu skapi. -bjb Aðalfundur SAFF og Sjávarafurðadeildar SÍS: Meira en helmingur frystihúsa landsins með neikvæðan höfuðstól Aðalfundur Félags Sambands- fískframleiðenda og Sjávaraf- Tryggvi Finnsson, stjórnarformaður SAFF: Þolum ekki bullandi tap- rekstur eitt ár enn „Þetta ár hefur verið ár mikill- ar varnarbaráttu. Við höfum átt í vök að verjast á mörkuð- um erlendis en ekki síður átt undir högg að sækja á heima- vígstöðvum. Við verðum að vona að framundan séu betri tímar. Að aftur verði skilning- ur meðal ráðamanna á íslandi á að grundvöliur góðra lífs- kjara er öflug fískvinnsla og fjárhagslega sterk fyrirtæki í sjávarútvegi,“ sagði Tryggvi Finnsson, formaður Félags Sambandsfískframleiðenda á aðalfundi félagsins í gær. „Á árinu 1988 sátu tvær ríkis- stjórnir á íslandi. Hvorugri þess- ara ríkisstjórna tókst að skapa sjávarútveginum og raunar allri atvinnustarfsemi í landinu, að bönkum og verðbréfafyrirtækj- um einum undanskildum, eðli- legan rekstrargrundvöll. Eitt ár í viðbót með bullandi taprekstri þolum við ekki. Afleiðingarnar yrðu stórkostlegt hrun í fiskvinnslu áður en þessu ári lýkur,“ sagði Tryggvi. JÓH urðadeildar SÍS var haldinn á Hótel Sögu í gær. Óhætt er að segja að þar hafí hljóðið verið þungt í mönnum enda kom fram í ræðu framkvæmda- stjóra SAFF að síðastliðið ár liafí verið versta ár í sögu hrað- frystingar á Islandi frá því hún komst sæmilega á legg fyrir fímmtíu árum. Samkvæmt bráðabirgðatölum sem nú liggja fyrir bendir allt til að rekstrarhalli frystiiðnaðarins hafí verið 10-12% á árinu 1988. „í heild er frystiiðnaðurinn því sem næst eignalaus, þrátt fyrir að eignir hafi verið uppskrifaðar langt umfram það sem eðlilegt er. Það er varla ofmælt að atvinnu- grein sem þannig er stödd sé gjaldþrota þó að ennþá megi finna fyrirtæki sem geta hjarað enn um sinn,“ sagði Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri SAFF í skýrslu sinni á fundinum í gær. Árni sagði að af þeim 100 fyrir- tækjum sem telja megi til frysti- húsa sé meira en helmingurinn með neikvæðan höfuðstól, nokk- ur geti talist réttu megin við strik- ið og geti þraukað í nokkur ár til viðbótar að óbreyttu en aðeins 6- 10 frystihús hafi ef til vill mögu- leika til langlífis. Á fundinum kom fram að út- flutningur Sjávarafurðadeildar SIS á frystum afurðum var á síð- asta ári 12% minni en árið 1987. Framleiðsla framleiðenda deild- arinnar var hins vegar tæpum 6% minni en árið 1987 eðas 51.490 tonn. Útflutningur annarra afurða en frystra nam 10.030 tonnum árið 1988 á móti 13.550 tonnum árið áður. Hér er um að ræða skreið, mjöl, lýsi, söltuð hrogn og ferskan lax. Heildar- verðmæti útflutnings deildarinn- ar var röskir 7 milljaðar, eða 5,4% minni en árið 1987. JÓH Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri SAFF: Fráleitt að fiskverkendur geti hækkað kostnað „Það er best að segja það hreint út: Fiskverkendur eru ekki með hugann við nýja kjarasamninga. Ahyggjur þeirra eru um hvort og hve lengi takist að standa við þær skuldbindingar, sem á þeim hvíla nú þegar. Þeir telja að fráleitt sé að láta sér detta í hug að hækka nokkurn kostnað. Ahyggjur þeirra eru um líf eða dauða fyrirtækj- anna,“ sagði Arni Benedikts- son, framkvæmdastjóri SAFF á aðalfundinum í gær. Árni segir að verði gengið að kröfum ASI um sömu launa- hækkanir og BSRB samdi um ykist halli frystingarinnar um 3,4% að lámarki nriðað við samningslok. Mat Þjóðhagsstofn- unar sé að frysting sé rekin með 2% halla urn þessar mundir en ekki sé ólíklegt að 4% munur sé á gjaldamati stofnunarinnar og raunverulegum gjöldum. Búast megi því við að raunverulegur halli sé 6%. „í dag bendir flest til þess að verðbólgan sé komin á lokastig. Við séum komnir að hruninu. Spurningin í dag er því aðeins hvort við eigum að bíða róleg eft- ir því, halda áfram á sömu braut eða hvort við eigum sjálf að gera síðustu tilraun til að stöðva okk- ur áður en farið er fram af brún- inni.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.