Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 4
3 -- fiUOAG - Q8SÍ !hqs ,'\S TGfiGbjjJ.vsiTiPí 4 - DAGUR - Fimmtudagur 27. apríl 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Aíkoma Útgerðarfélags Akureyringa hí“ Útgerðarfélag Akureyringa hf hélt aðalfund sinn í byrjun vikunnar. í ársskýrslu félagsins líta ýmsar athyglisverðar staðreyndir varð- andi afkomuna dagsins ljós. Hagnaður af rekstrinum minnkaði stórlega frá árinu 1987, en það ár skilaði ÚA 131 milljóna króna arði. Árið 1988 varð hagnaðurinn 5,8 milljónir króna. Þessar tölur segja meiri og lengri sögu en mörg orð. Geysihár fjármagnskostnaður, erlendar verðlækkanir afurða, innlendar kostnaðarhækkanir og samdráttur í afla- heimildum settu stór strik í rekstur útgerðar- innar. Fjármagnskostnaðurinn og taprekstur þriggja af sex togurum sogaði til sín 76 mill- jóna króna ágóða af fiskvinnslunni, sömu sögu var að segja um hagnaðinn af rekstri þeirra þriggja togara sem skiluðu arði í fyrra hjá félaginu. Gísli Konráðsson, fráfarandi framkvæmda- stjóri ÚA, og Sverrir Leósson, formaður stjóm- ar félagsins, ræddu þessar staðreyndir í fram- söguerindum um rekstur síðasta árs á aðal- fundinum. Báðir bentu þeir á nauðsyn þess að félagið kæmist yfir meiri aflaheimildir en það hefur nú. í því efni kemur tvennt til greina. Fyrri kosturinn er að kaupa kvóta annarra fiskiskipa. Sá möguleiki er hæpinn enda aflakvótar ekki á lausu nema e.t.v. í smáum stíl. Seinni kosturinn er að kaupa togara til félagsins sem hefði rúman afla- kvóta. Á aðalfundinum kom greinilega fram að hlutverk forráðamanna Útgerðarfélagsins á þessu ári væri fyrst og fremst að leita eftir auknum aflaheimildum því að í óbreyttu ástandi hlytu umsvifin óhjákvæmilega að dragast saman. Útgerðarfélag Akureyringa hf hefur árum saman verið eitt best rekna sjávarútvegsfyr- irtækið hér á landi. Friður hefur ríkt um stjórn félagsins og það hefur vaxið og dafnað undir handleiðslu framsýnna manna. Mikilvægt er að Akureyringar skilji að ÚA er eitt helsta fjöregg atvinnulífsins í bænum. Afkoma fyrir- tækisins á hverjum tíma hefur víðtæk áhrif í bæjarfélaginu og endurspeglast í afkomu þeirra fjölmörgu sem þar starfa að sjávarút- vegi. Vonandi tekst forráðamönnum ÚA að ná því markmiði að auka veiðiheimildir togar- anna þannig að félagið verði áfram sú trausta stoð atvinnulífs á Akureyri sem það hefur verið til þessa. EHB Tómas I. Olrich: Lykill að þrótt- mikflli byggðastefnu Akureyri gegnir sérstöku hlutverki í íslenskum skólamálum. Þessi sérstaða á langan aðdraganda. Hún hefst í raun með flutningi Gagnfræðaskólans frá Möðruvöllum til Akureyrar 1902. Afangar á þessari braut eru margir. Ber þar hæst stofnun Menntaskólans á Akureyri 1930, Verkmenntaskólans árið 1984 og Háskólans á Akureyri, sem hóf störf haustið 1987. Það, sem hefur verið undirstaða vel heppnaðs skólastarfs á Akureyri, er ekki síst sú staðreynd að helstu menntastofnanir í bænum þjóna landinu öllu. Starfsemi þessara stofnana er ekki sniðin eftir þörfum Akureyringa eða Eyfirðinga. Báðir menntaskólarnir eru nú þegar stórar stofnanir og eftirsóttar. Við Menntaskólann á Akureyri hafa frá upphafi verið nemendur frá öllum landshlutum. Kynnin, sem þar hafa verið efld, hafa ekki einungis orðið nemendum skólans til þroska og skerpt skilning þeirra á íslensku samfélagi. Þau hafa einnig haft mikil áhrif á þró- un skólans sjálfs og þess anda, sem þar hefur ríkt. Verkmenntaskólinn er einnig sóttur af fjölmörgum utanbæjar- og utanhéraðsmönnum, sem setja nú þeg- ar svip sinn á þá stofnun. Er vonandi að báðar þessar stofnanir, Verkmennta- skólinn og Menntaskólinn, fái í friði að rækja hlutverk sitt sem menntastofn- anir landsins alls og kalli til sín nemendur alls staðar að, eftir því sem starf þeirra og orðstír leyfir. Bakgrunnur háskólans og samstarfsaðilar Háskólinn á Akureyri er ungur og er grundvallarstarfsemi hans enn í mótun. Það er mikilvægt fyrir þá stofnun, að hún nái frá upphafi að starfa í frjóum tengslum og samvinnu við stofnanir og fyrirtæki, sem eiga samleið með henni, bæði innan Akur- eyrar og utan. Stofnunin nýtur nú þeg- ar nálægðar og samstarfs við Fjórð- ungssjúkrahúsið. Sjúkrahúsið hefur sem háskólasjúkrahús innan sinna veggja mannafla og þekkingu, sem háskólanum er og verður til drjúgs stuönings. Það er ómetanlegt, hve mikils skilnings og vinsemdar Háskól- inn á Akureyri nýtur af hálfu Fjórb- ungssjúkrahússins og hefur notið allt frá því að undirbúningsstarf að stofnun skólans hófst. Þegar litið er til þeirrar merku rann- sóknastarfsemi, sem farið hefur fram í Náttúrufræðistofnun Norðurlands, má fastlega gera ráð fyrir að Háskólinn efni til samstarfs við þá stofnun. Væri það líka í fullu samræmi við langa hefð í náttúrurannsóknum í Eyjafirði, sem rekja má samfcllt aftur til 19. aldar. Innan háskólans er nú unnið kapp- samlega að því að efna til samstarfs með ýmsunt rannsóknaaðilum, ogmun árangur þess starfs koma í Ijós áður en langt um líður. Sérstakt hlutverk Fyrir utan heilbrigðis- og rekstrar- deildir, sem nú eru starfræktar við Háskólann á Akureyri, hefur honum verið fengið það hlutverk að veita menntun og stunda rannsóknir á því sviði, sem einna mesta þýðingu hefur fyrir þessa þjóð. Þann 17. mars tók ríkisstjórnin ákvörðun um að í ársbyrj- un 1990 skuli starfsemi sjáv- arútvegsbrautar hafin við Háskólann á Akureyri. Hér er um mjög mikilvæga ákvörð- un að ræða, sem mun skapa stofnun- inni mikla sérstöðu, ef málinu verður fylgt rausnarlega eftir. Segja má um háskólastarfsemi eins og um fram- leiðslustarfsemi, að styrkur hennar ráðist verulega af stærð og vægi heima- ntarkaðarins. Með öðrum orðum skiptir það miklu máli fyrir háskóla, hvort starfsemi hans nærist af því umhverfi, sem hann er sprottinn úr, eða hvort hann er háður utanaðkomandi blóð- gjöf. í þessu sambandi geta menn velt því fyrir sér hvort það sé vænlegri grundvöllur fyrir frjósama háskóla- starfsemi á íslandi, að fást við rann- sóknir og þróunarstörf í sjávarútvegi annars vegar eða tannlækningum elleg- ar ensku hins vegar, og er þó ekki ver- ið að geta lítið úr tannskemmdum fslendinga eða enskukunnáttu þeirra. Sérsvið íslendinga Það er í raun merkilegt umhugsunar- efni fyrir þjóð, sem lifir á sjávarfangi, hvers vegna ekki hefur verið rúm fyrir nám í sjávarútvegsfræðum í 78 ára sögu háskólastarfs á íslandi. fslending- ar eru stórtækir í fiskveiðimálum. Þró- unarstarfsemi og rannsóknir í sjávar- útvegi og fiskvinnslu eru eitt af fáum verkefnum, sem þjóðin hefur mögu- leika á að sinna. þannig að þau verk hafi alþjóðlega þýðingu. Er það að sjálfsögðu tengt því hve stórvirk starf- semin á þessu sviði er hér heima og hve miklir fjármunir verða til í þeim atvinnugreinum sem tengjast sjósókn. I sjávarútvegsbraut Háskólans á Akur- eyri, sem nú er í undirbúningi, eru ekki síst fólgnir framtíðarmöguleikar stofnunarinnar. Mismunandi hugmyndir um Háskólann á Akureyri Þegar frumvarp til laga um háskóla á Akureyri var til umfjöllunar á Alþingi, kom í ljós að tvenns konar hugmyndir eru uppi um hlutverk skólans. Annars vegar eru þær hugmyndir, sem einna skýrast komu fram í álitsgerð Banda- lags háskólamanna, sem var meðal fylgiskjala frumvarpsins. Þar er það sagt umbúðalaust að ekki eigi að stofna annan.háskóla á íslandi. „Há- skólinn" á Akureyri á að yera, sam- kvæmt fylgiskjalinu, stofnun þar sem fram fer „öflug kennsla að loknu stúdentsprófi í nánum tengslum við atvinnuvegi þjóðarinnar". í þessu nefndaráliti kemur fram í hnotskurn sú skoðun að stofnunin á Akureyri skuli ekki vera vísindaleg rannsóknastofnun í sama skilningi og Háskóli Islands. í þessari grcin verður ekki fjallað um það viðhorf til Háskólans á Akureyri, sem fram kom í ræðu Jóns Braga Bjarnasonar, varaþingmanns Alþýðu- flokksins, sem valdi starfsemi háskól- ans fyrir norðan nafngiftina „gagn- fræðanám" og varaði við „refabúa- stefnu í háskólamálum". Heldur er ekki tíunduð afstaða Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins, sem er nú þeirrar skoðunar að ekki sé rými fyrir annan háskóla á íslandi. (Árið 1975 var hann þeirrar skoðunar að flytja ætti til Akureyrar mikilvægar deildir Háskóla Islands, svo sem verkfræði- og raunvísinda- deild, Tækniskóla íslands, Kennara- háskóla íslands og fleiri stofnanir.) Gegn þessum hugmyndum eru svo lög um háskólann á Akureyri sem taka það skýrt fram að stofnunin sé „vís- indaleg fræðslustofnun". Geta svo málrófsmenn og sérfræðingar í útúr- snúningum velt því fyrir sér hvers kon- ar vísindaleg fræðslustofnun það er, þar sem ekki eru stundaðar rannsókn- ir! í umræðum á Alþingi kom það skýrt fram í ræðum menntamálaráðherra Birgis ísleifs Gunnarssonar og þing- mannanna Ragnhildar Helgadóttur, Halldórs Blöndal og Ólafs Þ. Þórðar- sonar að stofnunin ætti að vera vís- indaleg rannsóknastofnun. Hér ei; um afstöðu að ræða, sem skiptir sköpum, í senn fyrir háskólann, Akureyri. lands- byggðina og ekki síst fyrir háskóla- starfsemi á Islandi. Gildi rannsókna Háskólanum á Akureyri er það lífs- nauðsyn að við hann verði efld sem fyrst rannsóknastarfsemi. Án rann- sókna fer engin akademísk starfsemi fram innan stofnunarinnar, sem risið getur undir nafni. Án rannsóknarhlut- verksins verður ekki um nein frjó tengsl við atvinnulíf landsins að ræða, sem þó er einn megintilgangur með stofnun háskólans. Án rannsókna verður Háskólinn á Akureyri það, sem andstæðingar hans ætlast til að hann veðri: Dýrt, endasleppt ævintýri, sem vitnað verður í því til stuðnings að ekki sé verjandi að standa undir menntun á „háskólastigi" úti á landi. Nútíminn er þrotlaus og ofsafengin leit. í þeim leik er auðvelt að verða óvirkur áhorfandi. Rannsóknir og þróunarstarfsemi er það sem atvinnu- lífið þarfnast æ meir. Á þessu sviði verður þróunin hröð og miklum fjár- munum eytt á komandi árum. Það er einmitt af þessum ástæðum, sem það er mikilvægt að við verðum með, sem fullgildir aðilar og sjálfstæðir, ekki sem áhorfendur. Á Akureyri eru mjög góð- ar aðstæður til rannsókna á sviði sjá- varútvegs og fiskvinnslu. Útgerð í hér- aðinu er mjög öflug og margbreytileg. Auk þess starfa í héraðinu mörg kröftug fyrirtæki, sem framleiða vörur og inna af hendi þjónustu fyrir útgerð, fisk- vinnslu og fiskeldi. Skilningur heimamanna Það er mjög brýnt að Akureyringar og Norðlendingar allir geri sér grein fyrir mikilvægi háskólamálsins, bæði á sviði menningarmála, atvinnumála og sem áhrifavalds á þróun þjóðfélagsins í heild. Á þetta ekki síst við um bæjar- stjórn Akureyrar, þar sem húsnæðis- mál háskólans tengjast húsnæðismálum Verkmenntaskólans og fyrirheit um full afnot af skólahúsinu við Þórunnarstræti hefur ekki enn verið unnt að efna. Jarðvegur fyrir rannsóknastarfsemi er góður á Akureyri. Það hafa Fjórð- ungssjúkrahúsið, Náttúrufræðistofnun Norðurlands og rannsóknastofur fyrir- tækja og stofnana sýnt og sannað. Menntamál njóta hér langrar hefðar og vingjarnlegs umhverfis. Það hlýtur að verða kappsmál, jafnt ríkisstjórn sem íbúum þessa héraðs, að Háskólinn á Akureyri verði sterk vísindaleg fræðslu- stofnun, þar sem saman munu fara öflug fræðslustarfsemi og rannsóknir. í tengslum við þessa stofnun munu rísa samstarfsverkefni milli vísindamanna og atvinnulífs, samstarfsverkefni milli skólans og annarra vísindastofnana. Háskólinn á Akureyri mun verka sem segull á ungt vel menntað fólk, sem mun staðfestast í héraðinu og setja mark sitt á það, sjálfu sér, héraðinu og landinu til framdráttar og uppgangs. Rannsóknastarfsemi Háskólans á Akureyri getur tengst ýmsum fram- faramálum, sem erfitt hefur reynst að vinna að m.a. vegna ónógrar aðstöðu til vísindaiðkana. Gera iná ráð fyrir að með aukinni rannsóknaaðstöðu og samvinnu háskólans og stofnana verði unnt að vinna hér að ýmsum rannsókna- verkefnum á sviði umhverfis-, náttúru- verndar- og heilbrigðismála, sem til þessa hafa verið unnin fyrir sunnan. Þekking og aðstaða til rannsókna í hér- aði er raunar grundvöllurinn fyrir því að löggjöf um náttúruvernd og heil- brigðismál geti orðið virk. Forsendur byggðaþróunar I umræðu undanfarinna ára um byggða mál hefur það því miður of oft gleymst að forsendur byggðaþróunar eru ekki eingöngu pólitískar, heldur einnig landfræðilegar og efnahagslegar. Þar ræður miklu hvort aðstæður eru hag- stæðar eða fjandsamlegar, hvort mað- urinn þarf að berjast við umhverfið eða getur nýtt það sér til framdráttar. Það er.hagkvæmt fyrir þessa þjóð að efla þéttbýli í Eyjafirði. Hér eru aðstæður til borgarmyndunar með því besta á landinu. Hér er hafnaraðstaða sú öruggasta sem kostur er á. Land- búnaðurinn er við bæjardyrnar og get- ur framleitt mun meira en hann gerir án þess að það kosti fjárfestingar. Og síðast en ekki síst hefur hér dafnað ræktarsemi við umhverfið, sem er óaðskiljanlegur hluti nútíma borgar- lífs, og er raunar grundvöllur allrar menningar. Nú þegar iðnaðarbærinn Akureyri sýpur seyðið af langvarandi fálæti stjórnvalda í garð íslensks iðnaðar, þegar sjávarútvegsbærinn Akureyri verður að þola eins og önnur sjávar- pláss, taprekstur og samdrátt, er mikil- vægt að bærinn treysti stöðu sína sem menntasetur. Það á við um hlutverk framhaldsskólanna beggja, sem eiga að halda áfram að kalla til sín nemend- ur hvaðanæva. Það gildir ekki síst um Háskólann á Akureyri, þar sem öflug rannsókna- og fræðslustarfsemi verður að tvinnast saman. í byggðamálum gegnir Akureyri for- ystuhlutverki. Bærinn er sá þéttbýlis- staður, sem mesta möguleika hefur til að þróast til jafnvægis við höfuðborg- arsvæðið. Á þeirri leið eru menntamál- in lykill. Sé rétt á honum haldið, munu ljúkast upp miklir möguleikar. Tómas I. Olricli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.