Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. apríl 1989 - DAGUR - 7 Þröstur Eiríksson, organisti í Garðabæ, vigði orgelið með eftirminnilegum hætti á sérstökum VÍgSÍUtÓnleÍkum 9. apríl Sl. Mynd: Óskar IV>r Sigurbjörsson. Björgvin Tómasson á vinnustofu sinn í Mosfellsbæ. Mynd: JÓH hljómburði verður mun auðveld- ari. Orgelin eins og manns eigin börn Orgelið sem vígt var fyrr í mán- uðinum í Ólafsfjarðarkirkju hef- ur 9 raddir. Þetta orgel átti upp- haflega að vera með 8 röddum en Björgvin segist hafa bætt einni rödd við „bæði til þess að gera þetta að enn betra hljóðfæri og einnig til að sýna Ólafsfirðingum þakklæti fyrir að gefa mér tæki- færi,“ segir Björgvin. Eiginlega má segja að hann eigi „hvert ein- asta bein“ í þessu orgeli því orgelið er sérstaklega smíðað fyr- ir kirkjuna. Stærðin á orgelinu gerði þeim félögum Peter og Björgvin erfitt fyrir því lofthæðin í vinnustofunni var ekki nægjan- leg til að orgelið gæti staðið upp- sett á gólfinu. Því var ekki um annað að velja en brjóta gat á gólfið og grafa því næst gryfju til að láta orgelið standa í! Björgvin segir að við þessi fyrstu orgel hafi verið unnið 10-12 tíma á dag en nú sé kominn tími til að fara að vinna af einhverri skynsemi. „Það var gaman að fá að smíða þessi orgel af því að maður smíð- ar þetta undir eigin nafni þá eru þessir gripir eins og börnin manns. Maður hefur fylgst með þeim allt frá teikniborðinu og þar til þau koma upp en veit jafnframt að maður á eftir að sinna þeim seinna. Þó maður tæki þátt í að smíða orgelin úti í Þýskalandi þá sá maður þau kannski ekki nema einu sinni uppsett og vissi síðan aldrei meira af þeim. Hérna er þetta allt öðruvísi," bætir Björg- vin við. Hræðilegt að setja rafmagnsorgel í kirkjur Ekki er laust við að orgelsmiður- inn verði hálf súr á svipinn þegar hann er spurður hvernig honum líði þegar hann frétti af rafmagns- orgelum sem sett liafi verið upp í kirkjur. „Þetta finnst mér alveg hræði- legt. Eg held að fólk geri sér enga grein fyrir hvað það er að kaupa með svona hljóðfærum. Það er sagt að til séu rafmagnsorgel sem hljómi eins og pípuorgel en í raun er alltaf verið að herma eftir pípuorgelinu. Bara það að fá tón- inn út úr hátalara eftir að hafa farið í gegnum magnara og eitt- hvert þess háttar dót sýnir að þarna getur ekki verið á ferðinni alvöru pípa. Það er ekki hægt að líkja saman tónum úr einhverri góðri trépípu við einhvern tón sem kemur út úr hátalaraboxi. Þá finnst mér betra að menn fái sér venjulegt harmoníum, eins og er Peter Fuclis, aöstoöarmaður Björgvins Tómassonar, Þröstur Eiríksson, organisti, Jón Þorsteinsson, söngvari og Björgvin Tómasson. Mynd: Óskar Þór Sigurbjörnsson í mörgum kirkjum, frekar heldur en að kaupa rafmagnshljóðfæri. Slíkt á bara ekki heima í kirkjun- um. Þessu til viðbótar endast þessi rafmagnsorgel ekki nema 15-20 ár, í mesta lagi. Gott pípu- orgel endist hins vegar í 100-120 ár. Þetta er augljós hagkvæmni." - Eruð þið ekki að grafa ykkur gröf með því að smíða hljóðfæri sem endist í 120 ár? „Jú, það má kannski segja það,“ svarar Björgvin um hæl. „Orgelsmiður getur hins vegar ekki leyft sér að láta eitthvað lélegt frá sér. Ég leyfi mér ekki að láta einhverja hrákasmíð frá mér. Slík hljóðfæri hljóma ekki vel og hafi smiðurinn ekki ánægju af hljóðfærinu þá hafa aðrir það ekki heidur. Núna er t.d. verksmiðja í Þýskalandi sem berst í bökkum eftir að hafa farið út í fjöldaframleiðslu á orgelum sem ekki voru nógu vönduð og lítið í þau lagt. Þess vegna er þetta eins og með aðra iðnaðar- menn að þeir gera sjálfum sér mest ógagn með þvt' að láta frá sér fara óvandaða vinnu,“ bætir Björgvin við. Ur tónmenntakennslu í orgelsmíö Björgvin segir að í þessu fagi gildi svipaðar reglur og annars staðar, þ.e. að við þetta eigi þeir að fást sem hafi þekkingu til. Hann segir að vissulega finnist þeir sem komið hafi nálægt orgel- smíðum og viðgerðum en oft megi greinilega sjá á viðgerðum þeirra að þar lari ekki kunnáttu- menn. Þeim scm fáist við við- gerðir á orgelum af einskærum áhuga ráðleggur hann eindregið að fara í nám enda sýni sig að þörf á kunnáttumönnum sé fyrir hendi. En hvers vegna fór hann sjálfur í nám í orgelsmíðum? „Ég var búinn að vera í Tón- listarskólanum í Reykjavík þar sem ég lauk tónmenntakennara- prófi árið 1977. Eftir það kenndi ég hérna í Mosfellssveit en hafði alltaf liaft mikinn áhuga á hljóð- færum og hljóðfærasmíðum. Þá var ég í miklum kynnum við píanóstillingamann í Reykjavík og fékk þá hugmyndina að þvt' að fara í nám í stillingum eða ein- hverju þess háttar og hafa það að starfi yfir sumarið en kenna á vet- urna. Hlutirnir atvikuðust hins vegar þannig að ég fór út í orgel- smíðar og það er nokkuð sem ég sé alls ekki eftir. Ég gæti ails ekki hugsað mér núna að vinna ein- göngu við stillingarnar, manni finnst það hálfgert „straff“ að vera í stillingunum. Smíðarnar hressa hins vegar upp á mann þrátt fyrir að meðan á þeim stendur sé þetta mikiö puð. Anægjan er hins vegar þægileg þegar maður sér loks spilað á hljóðfærið sem maður hefur srm'ðað," segir orgelsmiðurinn Björgvin Tómasson. JÓH VIÐ STÆKKUM Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar fjöl- breyttarar vöruúrval á tveimur hæðum. Höfum tekið að okkur söluumboð fyrir: CANDY - BRAUN - og PHAFF raftæki, merki meö áratuga reynslu fyrir gæði og gott verð. Kjör við allra hæfi. ATH. Bakinngangur frá Hvannavöllum, þar sem eru næg bílastæði. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 12.00. Frá og með 2. maí verður afgreiðsla Dags opin í hádegimi. auglýsingadeild, Strandgötu 31, sími 24222 Almennir stjórnmálafundir Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður halda almenna stjórnmálafundi í Ljósvetningabúð laugardag- inn 29. apríl kl. 21.00 og í Arskógsskóla sunnudagínn 30. apríl kl. 21.00. Allir velkomnir. Kjördæmissambandið. Urval af nýjum og sóluðum sumarhjólbörðum Hjólbarðaverkstæði Óseyri 2, símar 23084 og 21400 Bifreiðaeigendur Nú er rétti tíminn til að setja sumardekkin undir Athugið! Opið á laugardögum kl. 9-12 f.h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.