Dagur


Dagur - 12.05.1989, Qupperneq 8

Dagur - 12.05.1989, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Föstudagur 12. maí 1989 Danssýningin Slrutting frá New York verður sýnd föstudags- kvöldið 12. maí í Dynheimum. Fjórir dansarar úr Dans6túdíói Alice munu flytja verkiö undir stjórn Jamale Graves. Rafvirki óskast! Rafveita Akureyrar vill ráða rafvirkja til starfa nú þegar. Laun samkv. kjarasamningum Akureyrarbæjar. Upplýsingar um laun gefnar hjá starfsmannastjóra. Rafveitustjóri veitir upplýsingar um starfiö. Rafveitustjóri. Frá Tollgæslunni á Akureyri Maður óskast til starfa í sumar. Stúdentspróf eða sambærileg menntun nauösynleg. Umsóknarfrestur er til 25. maí n.k. Umsóknir sendist yfirtollveröi sem gefur allar nauösyn- legar upplýsingar. Laugardagur 13. maí Dansleikur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar heldur uppi fjörinu á föstudagskvöld ★ Sigfús Arnþórsson leikur fyrir matargesti Vegna forfalla eru örfá borð laus fyrir matargesti.^- Verið velkomin. ★ Miðaverð kr. 600 - Borðapantanir í síma 22200 Angantýr H. Hjálmarsson: Það þarf sterk bein til að þola góðæri Pað er staðreynd, að mikið góðæri hefur gengið yfir Island á undanförnuni áratugum, og þrátt fyrir þetta góðæri virðast allir atvinnuvegir vera í kaldakoli og flestir menn eru sammála um, að þeir geti ekki lengur lifað af þeim launum sem nú eru í boði. Pað er líka hið eina sem allir eru sam- mála um. Það sjá allir að eitthvað er bog- ið við þetta. Góðæri og yfirvof- andi gjaldþrot þjóðarbúsins eiga ekki að geta farið saman. Þess vegna er fólk sífellt að leita að sökudólgum og sjá þá reyndar á hverju strái, en engum dettur í hug að þeir séu sjálfir sökudólg- ar. Menn sjá bara flísina í auga bróður síns. Þannig er ástandið í landsmál- um í dag. Harðindi á fyrri tímum Það hafa margs konar harðindi gengið yfir landið á undanförnum öldum, sem oftast stöfuðu af eld- gosum, eða hafísum og snjóalög- um. Ekki er þeim um að kenna núna, en samt held ég að það gæti verið hollt fyrir okkur að bera það ástand saman við kring- umstæður okkar í dag. Þá dó fólk úr hungri svo hundruðum og þús- undum skipti, svo eitt sinn komst tala landsmanna niður fyrir 40.000. Þá var fólk ekki í vafa um orsök mannfellisins og gerði sér fulla grein fyrir, að það varð að beita ýtrustu hyggindum við að halda lífinu. Það dugði hjá sumum, en því miður hjá alltof fáum. Mjólkurkýrin Það þótti sjálfsagt að halda lífi í mjólkurkúnni svo lengi sem hægt var í harðindum. Þegar allt var í heyþroti, varð fyrst að fella hesta og kindur, en mjólkurkúnni var haldið lifandi svo lengi sem kost- ur var. Þegar síðasta heytuggan var þrotin, var gripið til þess ráðs að rífa upp fjalldrapa og lyng handa henni, berja bein úr þorsk- hausum og jafnvel að taka eitt- hvað af mat sveltandi fólksins til að halda í henni líftórunni þar til að hægt væri að koma henni á beit. Ykkur finnst þetta vafalaust eiga lítið erindi til okkar, nútíma- fólksins, en þó hygg ég að það sé hægt að draga nokkra samlíkingu af því til vorra daga. Það valt mest á því að skapa mjólkurkúnni lífvænleg skilyrði til þess að hún gæti svo breytt gróðri jarðar í fæðu handa fólk- inu. Nú eru það framleiðslu- atvinnuvegir þjóðarinnar (aðal- lega sjávarútvegur, iðnaður og landbúnaður), sem allt veltur á að haldi velli. Þeir skapa tekjurn- ar í landinu og eru sem sagt komnir í hlutverk mjólkurkýr- innar. Fólk í þjónustustörfum (verslun, hótelrekstur, flutninga- þjónusta o.m.fl.), embættismenn og kennarar fá sitt lifibrauð af verðmætasköpun þeirra. Á hverju eigum við svo að lifa, þegar þessir atvinnuvegir eru orðnir gjaldþrota, eins og allt stefnir að núna? Mér finnst svarið liggja í aug- um uppi. Við sveltum öll í hel eins og þeir sem ekki gátu haldið líftórunni í mjólkurkúnni forðum, eða þá að lánadrottn- arnir taka hér við stjórn á öllum hlutum líkt og var á dögum ein- okunarverslananna, nema þvf aðeins að hver og einn íslending- ur fari strax ai) spara við sig til að geta borgað skuldirnar í tæka tíð.' Skuldirnar Nú vík ég aftur að upphafi þess- arar greinar. í góðæri undanfarinna ára höf- um við safnað geigvænlegum skuldaböggum. Erlendu skuld- irnar eru orðnar svo mikiar, að það nemur hundruðum þúsunda á hvert marinsbarn í landinu. í stað þess að borga eitthvað af þessum skuldum, er sífellt verið að bæta við þær. Eldri skuldirnar eru borgaðar með nýjum lánum og stundum eru einnig tekin lán til að borga vextina af þeim. Við erum sem sé ekki megnug þess að borga þessi lán með núverandi lífssniði. Eins og nú er, erum við að reyna að velta vandanum yfir á börn okkar og afkomendur og láta skuldirnar skella á þeim. Hvaða umsögn fáum við svo hjá þeim? Hvað verður skráð um okkur á blöðum íslandssögunnar í fram- tíðinni? Svo kemur ein spurningin enn. Var nauðsynlegt að taka öll þessi erlendu lán? Þessari spurningu vil ég gera tilraun til að svara. Það var óhjákvæmilegt að taka mikinn hluta þessara erlendu lána, vegna þess að almenningur heimtaði stöðugt meiri tekjur, en vildi þó ekki safna sparifé, sem hefði þá verið hægt að nota til nauðsynlegra framkvæmda. Lán voru svo tekin til framkvæmd- anna, sumar þeirra voru þó tals- vert ónauðsynlegri en aðrar. En lánin sköpuðu verðbólgu og fólk var svo hrætt við verðbólguna, að það kepptist við að eyða fé sínu sem fyrst svo það rýrnaði ekki í verðbólgunni, en það gætti þess ekki, að þessi ónauðsynlega eyðsla var sérstaklega verðbólguhvetj- andi og þar með skapaðist órof- inn vítahringur. Þáttur stjórnmálamannanna Ýmsir liggja stjórnmálamönnum okkar á hálsi fyrir að hafa ekki haft stjórn á þessum málum og stöðvað verðbólguna og lántök- urnar í tíma, en þar var við ramman reipi að draga. Fólk heimtaði stöðugt hærri og hærri laun til að vinna upp á móti verð- bólgunni og helst af öllu að auka kaupmátt launanna. Atvinnurek- endur létu undan kröfunum til að láta framleiðsluna ekki stöðvast og svo kröfðust þeir gengislækk- unar til að vinna upp á móti hækkandi launakostnaði, og stjórnmálamenn samþykktu gengislækkun til að koma í veg fyrir gjaldþrot og framleiðslu- stöðvun. Eftir sátu launamenn án aukins kaupmáttar og árangurinn varð aðeins enn magnaðri verð- bólga. Flestir alþingismenn okkar eru vafalaust bráðgreindir og fram- sýnir menn. Þar af leiðandi var þeim fullkomlega ljóst, að þeir máttu ekki stöðva þennan hruna- dans. Almenningur vildi hafa þetta svona og hvaða alþingis- maður þorir að ganga móti vilja kjósenda sinna? Hræðsla alþingismanna við „Krakkarnir leita til okkar með allt mögulegt“ - rætt við skólahjúkrunarfræðingana Katrínu Friðriksdóttur og Guðfinnu Gunnarsdóttur í tilefni af Alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga í dag, föstudaginn 12. maí, er Alþjóöadagur hjúkrunarfræð- inga. Hann er haldinn til minningar um Florence Night- ingalc sem var fædd þennan dag árið 1820. Að þessu sinni er dagurinn helgaður heilsu- gæslu í skólum og af því tilefni var rætt við Katrínu Friðriks- dóttur og Guðfinnu Gunnars- dóttur skólahjúkrunarfræð- inga. Skólahjúkrun hófst árið 1930 á Akureyri í Barnaskólanum og hefur smám saman verið að auka starfsemi sína. Nú eru starfandi 10 hjúkrunarfræðingar í 5,7 stöðugildum við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri, en Heilsu- gæslustöðin sér um að samræma starf hjúkrunarfræðinganna. En það eru ekki einungis grunnskólarnir sex á Akureyri sem njóta krafta hjúkrunar- fræðinganna, því undir heilsu- gæslustöðina heyra líka grunn- skólarnir í Eyjafirðinum, Grunn- skólinn í Grímsey og þrír litlir sérskólar á Akureyri. Hjúkrunarfræðingarnir hafa allir fastan viðverutíma í grunn- skólunum á Akureyri, en í sveita- skólunum keyrir hjúkrunar- fræðingur á milli og er með nokk- uð reglulega viðtalstíma, þó mis- munandi eftir stærð skólanna. Mjög gott samstarf er með læknum og hjúkrunarfræðingum og er hver skóli með sinn skóla- lækni. Hann kemur reglulega í skólann til skrafs og ráðagerða með starfsfólki skólans og svo að sjálfsögðu til að ræða við nemendur. - En með aukinni starfsemi Heilsugæslustöðvanna er þá ekki óþarfi að vera með fastan hjúkr-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.