Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 12. maí 1989
myndasögur dags
ÁRLAND
Ég vissi ekki aö báðir
foreldrar þínir hefðu
verið giftir áður
Daddi...
JúlÞau gengubæðií
gegnum skilnað áður
en þau giftust hvoru
öðru.
... foreldrar minir petta hljómar eins og skildu bara fyrir ári farsótt! síöan.
T T T r 1
llpttM ki/
s ( $1 }“ Uf m
■M, nrf
Þau hljóta að hafa verið
bólusett.
ANDRÉS ÖND
Þaö, að horfa á sjónvarp er stærsta ástæðan\
„fyrir því að engu er komið í verk! J
(^AIIt í lagi! Allt í lagi! Ég skal fara^
i_með það heim.~~'
Woftd Righti Nw«rv«d UMtnbutad by K>ng FmIuih Syndicau >
HERSIR
1 Æði! Þessi heiti-pottur er frábær! s KB Farðu úr súpunni minni!!
H-lb
BJARGVÆTTIRNIR
# Nokkrar léttar
sveiflur
í dentíð var slegist á öllum
„venjulegum“ íslenskum
sveitaböllum. Tjúttarar og
tröll úr nágrannabyggðar-
lögum mættu galvaskir á
dansleiki og sýndu kraft og
þor og skoruðu heimamenn
á hólm. Nú er öldin önnur.
Böllin fara fram í friði og ró
og einstaka furðufugli verð-
ur á að gefa náunganum
einn á ann. Þetta er vita-
skuld ánægjuleg breyting
en hitt má þó segja að
gömlu nágrannaerjurnar
krydduðu verulega upp á til-
veruna á dansleikjum. Böll-
in á Norðurlandi voru, og
eru víða enn, um margt sér-
stakar samkomur. Ólafsfirð-
ingar heimsóttu Dalvíkinga
og öfugt og „tóku nokkrar
léttar sveiflur." Þá var ekki
síður fjör á böllunum vestur
á Siglufirði þegar Ólafsfirð-
ingar hittu þá að máli á
Hótel Höfn eða í Ketilási í
Fljótum. Menn vörðu sinn
heimabæ með kjafti og klóm
og létu sig engu skipta þótt
það yrði til þess að nokkrir
blóðdropar féllu. Næsta dag
féllust menn í faðma og
höfðu með öllu gleymt erj-
um næturinnar.
# „Fáum ekki
að berja
á helv ...“
Á síðari árum hafa ná-
grannaerjur tengst íþróttum
að nokkru leyti. Allt er þetta
í góðu og ekkert nema gott
um það að segja þegar
áhangendur t.d. knatt-
spyrnuliða halda með sín-
um mönnum af miklum
eldmóð. Leikir Ólafsfirðinga
og Siglfirðinga í gegnum
árin hafa verið hreint stór-
kostlegir og áhangendur
ekki spillt fyrir stemmning-
unni. Oft er það nú svo að
leikirnir, hvort sem þeirfara
fram á Ólafsfirði eða Siglu-
firði, fara fram annaðhvort á
föstu- eða laugardögum og
er þá slegið upp balli að
kvöldi í leikbænum. Áhang-
endur liðanna streyma á
þessi dansiböll og gera upp
þau mál sem þeir töldu leik-
menn ekki hafa séð um á
leikvellinum fyrr um daginn.
Skrifari S&S heyrði á tal
tveggja dyggra stuðn-
ingsmanna Leifturs á Ólafs-
firði í fyrra þegar Ijóst var að
liðið væri fallið í aðra deild.
Annar sagði: „Þetta er nú
meiri djöfullinn, okkar menn
dottnir." „Já,“ sagði hinn,
„en það sem verra er að við
fáum ekki einu sinni að
berja á helvítis Siglfirðing-
unum á næsta ári!“
dagskrá fjölmiðla
Sjónvarpið
Föstudagur 12. maí
17.50 Gosi (20).
18.15 Kátir krakkar (12).
18.45 Táknmálsfréttir.
18.50 Austurbæingar.
19.20 Benny Hill.
19.54 Ævintýri Tinna.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Já!
Þáttur um listir og memyngu líðandi
stundar.
21.20 Derrick.
22.25 í nafni laganna.
(I lagens namn.)
Sænsk bíómynd frá 1986 byggð á sögu
eftir Leif G.W. Persson.
Aðalhlutverk: Sven Wollter, Anita Wall,
Stefan Sauk og Pia Green.
Lögregluþjón grunar félaga sína um að
vera of harðhenta við fanga. Hann reynir
að fylgjast með þeim en þeir eru varir um
sig. #
23.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarp Akureyri
Föstudagur 12. maí
16.45 Santa Barbara.
17.30 í utanríkisþjónustunni.
(Protocol.)
Goldie Hawn fer ekki út af sporinu í þess-
ari mynd þar sem hún fyrir hreina tilviljun
er ráðin til starfa hjá utanríkisráðuneyt-
inu til þess að útkljá viðkvæmar samn-
ingaviðræður í Mið-Austurlöndum.
Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Chris Sar-
andon, Richard Romanus og Andre Gre-
gory.
19.00 Myndrokk.
19.19 19.19.
20.00 Teiknimynd.
20.10 Ljáðu mér eyra...
20.40 Bernskubrek.
(The Wonder Years.)
Gamanmyndaflokkur fyrir alla fjölskyld-
una.
21.10 Strokubörnin.#
(Runners.)
Reiðhjól fínnst liggjandi á götunni og
Rakel, ellefu ára skólastúlka, er horfin.
Faðir hennar getur ekki á heilum sér tekið
og gefur allt upp á bátinn til að leita að
dóttur sinni. Eiginkona hans lítur öðrum
augum á málið og sættir síg við að dóttir
þeirra sé að öllum líkindum látin. Hún fær
heimilisföðurinn ekki á sitt band því hann
er sannfærður um að Rakel sé einhvers
staðar viðriðin unglingaglæpastarfsemi,
trúarofstæki eða unglingavændi. Hann er
staðráðinn í að endurheimta dóttur sína
aftur.
Aðalhlutverk: James Fox, Kate Hardie,
Jane Asher og Eileen O’Brien.
Ekki við hæfi barna.
22.45 Bjartasta vonin.
(The New Statesman.)
23.10 Fösturdagur til frægðar.#
(Thank God It’s Friday.)
Það er föstudagskvöld og eftirvæntingin
á einu stærsta skemmtistað í Hollywood
er í hámarki. Þar fer í hönd danskeppni og
hin óviðjafnanlega hljómsveit, Commo-
dores, er væntanleg á hverri mínútu.
Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn,
Bobby, eygir því gullið tækifæri til að
koma sjálfum sér á framfæri í gegnum
hljómsveitina og hin framagjarna stúlka,
Nicole, reynir ítrekað að brjótast inn í
útvarpssendingu Bobbys í þeirri trú að
heyri fólk hana syngja einu sinni bíði
hennar frægð og frami. Fleiri kynlegir
kvistir eru á skemmtistaðnum þetta
föstudagskvöld og ýmislegt óvænt og
spennandi hendir þar.
Aðalhlutverk: Donna Summer, The
Commodores, Valerie Langburg, Terri
Nunn og Chick Vennera.
00.40 Banvænn kostur.
(Terminal Choice.)
Læknisferill Franks hangir á bláþræði
þegar annar sjúklingur hans í röð deyr.
Skyndilega rennur upp fyrir honum að
dauði sjúklinga hans er ekki með öllu eðli-
legur og eitthvað annað, meira og flókn-
ara, en afglöp hans búa þarna að baki.
Aðalhlutverk: Joe Spano, Diane Venora
og David McCallum.
Alls ekki við hæfi barna.
02.15 Dagskrárlok.
# Táknar frumsýningu á Stöð 2.
Rás 1
Föstudagur 12. maí
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Ingveldi Ólafsdóttur.
Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
- „Krákubrúðkaupið" eftir Önnu Wahlen-
borg.
Bryndís Baldursdóttir les fyrri lestur.
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Kviksjá - „Söngvar Svantes".
Fyrri þáttur.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Frá
ís^firði.)
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Nýjungar í skóla-
starfi.
13.35 Miðdegissagan: „Brotið úr töfra-
speglinum" eftir Sigrid Undset.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir les (13).
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög.
15.00 Fréttir.
15.03 „Vísindin efla alla dáð."
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
- Símatími.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Shapero, Poulenc,
Villa-Lobos og Tubin.
18.00 Fréttir.
18.03 Þingmál.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Blásaratónlist.
21.00 Norðlensk vaka.
Umsjón: Haukur Ágústsson. (Frá Akur-
eyri.)
22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins •
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Danslög.
23.00 í kvöldkyrru.
Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar.
24.00 Fréttir.
00.10 Tónlistarmaður vikunnar - Úlrik
Ólason, kórstjóri.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Föstudagur 12. maí
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva
Ásrún.
11.03 Stefnumót.
Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem
neytendur varðar.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu.
Gestur Einar Jónasson leikur þraut-
reynda gullaldartónlist og gefur gaum að
smáblómum í mannlífsreitnum.
14.05 Milli mála,
Óskar Páll á útkíkki.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Áfram ísland.
Dægurlög með íslenskum flytjendum.
20.30 Vinsældalisti Rásar 2.
Tíu vinsælustu lögin.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Snúningur.
02.05 Rokk og nýbylgja.
03.00 Vökulögin.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30,8,8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Föstudagur 12. maí
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan
Föstudagur 12. maí
07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson
með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt-
um og ýmsum gagnlegum upplýsingum
fyrir hlustendur, í bland við góða morgun-
tónlist.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir.
Valdís er með hlutina á hreinu og leikur
góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri
tónlist eins og henni einni er lagið.
14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin,
gömlu góðu lögin - allt á sínum stað.
Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu.
18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst
þér?
Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt
í umræðunni og lagt þitt til málanna í
síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert
undan og menn koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir þá stundina.
Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum.
Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18.
Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Meiri tónlist - minna mas.
20.00 Ólafur Már Björnsson.
Kynt undir helgarstemmningunni í viku-
lokin.
22.00 Haraldur Gíslason.
Harðsnúni Halli kann „helgartökin" á
tónlistinni. Óskalög og kveðjur í símum
681900 og 611111.
02.00 Næturdagskrá.
Hljóðbylgjan
Föstudagur 12. maí
17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger-
ast í menningu og listum um helgina á
Akureyri.
Stjórnendur eru Pálmi Guðmundsson og
Axel Axelsson.
Fréttir kl. 18.00.