Dagur - 12.05.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Föstudagur 12. maí 1989
In memoriam
c|ra Kristrún Baldursdóttir
ljosmoðir
Fædd 8. nóvember 1938 - Dáin 5. maí 1989
r ttílASALINN
Möldursf.
BÍIASAIA
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.
MMC Lancer 1500 GLX sjálfskiptur,
hvítur. Árg. ’88, ek. 17 þús. km.
Verð 670.000,-
MMC Pajero, langur turbo dísel, 5
gíra, lágþekja. Arg. ’87, ek. 97
þús. km. Verð 1.350.000.
Subaru station 1800 GL 4x4 5 gíra,
hvítur. Árg. '86, ek. 52 þús. km.
Verð 700.000.
MMC Tredia GLS 4x4 5 gíra, hvítur.
Árg. ’86, ek. 60 þús. km. Verð
600.000.
MMC Tredia GLS 4x4 5 gíra, rauð-
ur, ný vél. Árg. ’86, ek. 67 þús. km.
Verð 600.000.
pS® K :;ví
Subaru Hatcbak 1800 GLF 4x4 sjálf- skiptur, hvítur. Árg. ’84, ek. 54 þús. km. Verð 450.000.
MP ^ AÁ; . IMfc ~*amm aiJ ~yJ|S
MMC Colt 1500 GLX álfelgur spoil-
er, hvítur. Árg. ’86, ek. 50 þús.
km. Verð 460.000.
★
Greiðslukjör
við alira hæfi
MöUursf.
BflASAIA
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.
í dag fer fram í Glerárkirkju á
Akureyri, útför Kristrúnar Bald-
ursdóttur ljósmóður. Lillý, eins
og hún var oftast kölluð, var búin
að berjast hetjulega víð sjúkdóm
þann sem svo marga leggur að
velli og var hún aðeins á fimm-
tugasta og fyrsta aldursári þegar
hún lést.
Lillý var fædd að Garði í Þistil-
firði. Hún lauk prófi frá Ljós-
mæðraskóla íslands 30.09.1962. í
tvö ár frá 1963 til 1965 starfaði
hún sem umdæmisljósmóðir á
Þórshöfn og nágrenni, síðan við
ljósmóðurstörf í Vestmannaeyj-
um eitt sumar, en fluttist svo til
Akureyrar þar sem hún hefur
búið síðan ásamt eiginmanni sín-
um og börnum.
Eiginmaður Lillýar er Birgir
Eyvík Antonsson rafvirkjameist-
ari. Þau eignuðust fjögur börn,
en urðu fyrir mikilli sorg, þegar
elsti sonurinn Baldur Óli lést af
slysförum árið 1972, aðeins 7 ára
að aldri. Þá voru hinir synirnir,
Börkur og Hlynur sex og fjögurra
ára. Árið eftir, 1973, fæddist svo
Kristjana Ösp.
Árið 1977 byrjaði Lillý að
starfa við mæðraeftirlitið á Ákur-
eyri og var þar til ársins 1986.
Eftir það starfaði hún við hjúkr-
un á dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri og einnig áður á Krist-
nesi, eftir því sem hún komst yfir
með ljósmóðurstarfinu í mæðra-
eftirlitinu.
Það var ekki ætlun mín að rekja
æviferil Lillýar í smáatriðum og
er því aðeins gripið niður á þau
störf sem hún vann utan heimilis-
ins, en ekki má gleyma þeim
þætti - heimilinu og fjölskyld-
unni. Þar eru ætíð unnin ótelj-
andi störf, sem sjaldan er haft
hátt um, en þau eru svo óendan-
lega mikilvæg.
Ljósmæður á Norðurlandi
stofnuðu deild innan Ljósmæðra-
félags íslands fyrir rúmum 20
árum. Lillý var með okkur í þeim
félagsskap frá árinu 1972.
Þessi fátæklegu orð mín eru
fyrst og fremst ætluð til að þakka
henni fyrir það ljúfa samstarf.
Þakkirnar koma frá okkur öllum
ljósmæðrunum, sem voru með
henni og störfuðum með henni í
Norðurlandsdeildinni að málefn-
um ljósmæðra.
Við viljum einnig votta þér
Birgir, innilega samúð okkar og
þakklæti fyrir hve frábærlega þú
studdir hana í veikindum hennar.
Börnum ykkar og öllum öðrum
ættingjum og aðstandendum
Laugardaginn 13. maí efnir Tón-
listarskólinn á Akureyri til
tveggja vortónleika í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri.
Þeir fyrri verða kl. 14, en á
þeim leika nemendur í neðri stig-
um á fiðlur, píanó, gítar, selló,
blokkflautu, klarinett, básúnu og
trompet. Alls koma 20 nemendur
fram á tónleikunum og verður
efnisskráin hin fjölbreyttasta.
Seinni tónleikarnir verða á
sama stað kl. 17, en þar koma
sendum við hlýjar samúðarkveðj-
ur. Guð blessi ykkur öll.
Ása Marinósdóttir.
í dag verður lögð til hvíldar
Kristrún Baldursdóttir ljósmóðir.
Sáru sjúkdómsstríði er lokið og
þrátt fyrir alltof skamma ævi, er
hvíldin þreyttum líkama kær.
Þegar hugurinn reikar til baka,
í gegnum öll þau ár sem við
þekktumst verður ein mynd öðr-
.um sterkari í minningunni. Það er
myndin af heilsteyptri konu, sem
með vingjarnleika, tilgerðar-
lausri gestrisni og skyldurækni,
sinnti hverjum þeim sem á vegi
hennar varð. Lillý fór hljóðlega
og án asa, en það var oft undra-
vert hve mikið lá eftir hana að
kvöldi eins dags.
Lillý lék sér að því að hafa
gesti í gistingu, rækja störf sín við
mæðraskoðun eða frammi á Krist-
neshæli, hugsa um heimili og
börn, rækja samband við ætt-
menni og aldraða móður - allt á
þennan tilgerðarlausa og elsku-
lega hátt sem var hennar aðals-
merki í framkomu. En hún ætl-
aðist ekki til hlúta af öðrum né
heldur skapaði hún sér þarflausar
yfirborðs- eða kurteisisskyldur.
Annað leitar einnig sterkt á
hugann þegar Lillýar er minnst, en
það er æðruleysið og mannvirð-
ingin sem voru henni í blóð
borin. Aldrei, í gegnum hartnær
tveggja áratuga kynni, heyrði ég
hana býsnast, hneykslast eða
gera kröfur til þess að aðrir
breyttu sér að hennar geðþótta.
Sérhverri mannveru mætti hún af
virðingu fyrir einstaklingnum og
hans sérstaka þroska; þeim sem á
vegi hennar urðu tók hún af reisn
og tilgerðarlausri vinsemd. Hrein
og bein tók hún mönnum og
málefnum, verkefnum og vin-
áttu.
Oft dáðist ég að samskiptum
hennar við börnin sín. Lillý talaði
aldrei til þeirra öðruvísi en að úr
orðum hennar lýsti skilningur á
því að hver er með sínum hætti
gerður, leiðbeindi þeim af hlýju
en einurð og var þeim fordæmi í
því hvernig heimili getur verið
hlýtt og fallegt; hverjum manni
griðastaður.
Og sannarlega var Lillý tals-
verður listamaður þegar að heim-
ilinu kom. Hún hafði svo dæma-
laust skemmtilegt lag á að breyta
örlitlu hér og pínulitlu þar. Allt í
einu var komin lítil falleg karfa,
hengijurt eða sérkennilegt skraut
nemendur í efri stigum fram og
flytja verk eftir Bach, Hasse,
Grétry, Turina, Kabalevsky,
Breuer, Strauss, Arne, Britten,
Williams, Godard, Ginastera,
Lalo og Paderevsky.
Þar koma fram 15 nemendur
og leika á píanó, þverflautur,
víbrafón, fiðlur, lágfiðlu, gítara
og horn, og einnig flytja ein-
söngsnemendur nokkur lög.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill svo lengi sem húsrúm
leyfir.
í glugga - alls staðar mátti sjá
merki skapandi handa hennar.
Á heimili Lillýar og Birgis ríkti
andi gagnkvæmrar virðingar og
ástúðar. Þeim auðnaðist það sem
flesta dreymir um; að vera frjáls
en þó bundin. Aðfinnslur um
hvort annað voru þeim óþekktar,
ágreiningsmál leyst af hlýju og
vináttu.
Lillý og Birgi varð fjögurra
barna auðið. Baldur Óli sem lést
ungur af slysförum breiðir nú út
faðminn á móti móður sinni á
öðru tilvistarstigi og leiðir hana
þar fyrstu skrefin, en eftir lifa
Börkur, Hlynur og Kristjana
Ösp, hvert öðru ljúfari og
mannvænlegri.
í hörðu helstríði Lillýar sást
best hvílfkan mann hún hafði að
geyma og hvern arf hún skildi
börnum sínum eftir. Þau um-
vöfðu hana af þeirri ást og hlýju,
sem hún hafði ræktað með þeim í
gegnum alla þeirra samveru.
Lýsti ég hér að framan samvist-
um hennar og Birgis? Víst var
það, en erfitt er að koma orðum
að því á hve einstakan hátt hann
annaðist konu sína í veikindum
hennar. Það gerði hann með
slíkri hlýju, einlægni og fölskva-
lausri umhyggju að orð fá því
ekki lýst. Seint og snemma dvaldi
hann við sjúkrabeðinn og sat við
hlið hennar þegar kveðjustundin
rann upp.
Ekki er hægt að minnast Lillý-
ar á þessum tímamótum, að
Kristjana Ösp komi ekki dögun-
um oftar upp í hugann. Slíka
dóttur eiga fáar konur. Enga
unglingsstelpu veit ég hafa haldið
mannkostamerki móður sinnar
jafn hátt á lofti og þessi litla
stúlka þar sem hún stóð óhaggan-
leg við hlið föður síns á þessum
sáru tímum. Þrek hennar, kær-
leikur og umhyggja fyrir foreldr-
um sínum, vekur djúpa virðingu
og aðdáun. Það er sælt að mega
sofna frá vitneskjunni um að hafa
skilað dóttur sinni ungri til slíks
þroska.
Birgi og börnum þeirra Lillýar,
aldraðri móður hennar og ætt-
Annan hvítasunnudag verður
sérstök athöfn í Akureyrar-
kirkju, þar sem eldri fermingar-
börn eru hvött til þátttöku. Um
árabil hefur þessi háttur verið
hafður á og er tilgangur þess að
minnast fermingarinnar og gefa
eldri fermingarbörnum tækifæri
til að hittast og endurnýja vináttu
og kynni.
Á undanförnum árum hafa
margir lagt leið sína í Akureyrar-
kirkju í þessum tilgangi og átt
síðan saman ánægjulega sam-
verustundir. Það er skemmst að
minnast þess stóra hóps sem
fermdist í Akureyrarkirkju 1948
og hittist á síðastliðnu ári, en
margir komu þá langt að.
Að þessu sinni er sérstaklega
kallað til þeirra sem eiga 10, 20,
30 og 40 ára fermingarafmæli, en
flest þeirra eru fædd 1965, 1955,
1945 og 1935. Önnur fermingar-
börn og aðrir eldri sem yngri eru
að sjálfsögðu velkomnir. Guðs-
þjónustan hefst kl. 11.00, en að
mennum bið ég styrks frá kær-
leiksríku almættinu.
Megi hún hvíla í friði.
Helga Ágústsdóttir.
Þú guð sem þjáðra þrautir skilur
og þerrar sorgartár,
oss gef að þinnar ástar ylur
vor allra lækni sár.
Og lát þú vora veiku hljóma
oss varða leið að dýrðarþinnarljóma
svo gegnum sérhvert skuggaský
oss skíni sól þín, björt og hlý.
Jón í Garði
Á þessu kalda vori hefur dauð-
inn kvatt dyra hjá konu í blóma
lífsins. Öll eigum við erfitt með
að skilja þau rök tilverunnar sem
liggja þar að baki. Það eina sem
við vitum er sá kaldi veruleiki
sem við blasir. Það eina sem við
eigum eftir eru minningarnar,
ljúfar og hlýjar, og svo vonina
um æðri heim þar sem ástvinir
mætast í fyllingu tímans.
Á þessum dapurlegu tímamót-
um streyma minningarnar fram í
hugann, minningar um liðnar
samverustundir með Lillý,
frænku og vinkonu. Til hennar
var gott að koma - vináttan var
falslaus og traust og látin í té af
örlæti og hlýju. Öll framkoma
hennar einkenndist af látleysi og
éinstakri hógværð hjartans.
Kímnin yar aldrei langt undan -
kímni sem var full velvildar og
skilnings þeirrar manneskju sem
hafði kynnst lífinu sjálfu, gleði
þess og sorgum.
Nú þegar leiðir skiljast sendum
við Birgi og börnunum svo og
öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur og biðjum þeim
guðsblessunar. Lilla og Óttar
henni lokinni verður safnaðar-
heimilið nýja opið til sýnis fyrir
þá sem það vilja.
Skákfélag Akureyrar:
Hraðskákmót og
uppskeruhátíö
Skákfélag Akureyrar stendur fyr-
ir hraðskákmóti í kvöld, föstu-
daginn 12. maí í Skákheimilinu á
Akureyri. Keppt verður um
Amaro-bfkarinn. Öllum er heimil
þátttaka í þessu móti, en það
hefst kl. 20.30 í Skákheimilinu.
Auk hraðskákmótsins, stendur
Skákfélag Akureyrar fyrir upp-
skeruhátíð á morgun, laugardag,
fyrir börn og unglinga. Þar fer
m.a. fram verðlaunaafhending
fyrir mót sem farið hafa fram frá
áramótum, auk þess sem annað
verður sér til gamans gert.
Tónlistarskólinn á Akureyri:
Tvennir tónleikar
í Gagnfræðaskólanum
- á morgun laugardag
Fermingarafinæli í
Akureyrarkirkju