Dagur - 19.05.1989, Side 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKMR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Afar óhagstæð veðrátta í vor
tilefni utandagskrárumræðu á þingi
um landbúnaðarmál:
Landbúiiaðarráðherra
skipar harðindanefiid
- hlutverk hennar m.a. að kanna birgðir
kjarnfóðurs og sáðkorns í landinu
Þá eru veðurfræðingar komnir úr verkfalli og nú getur inaður loks látið sjá sig utan clyra. Prrrh! Mynd: kl
Nýr kjarasaimiingur BHMR og
ríkisins undirritaður í gær
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra, upplýsti í
utandagskrárumræðu um land-
búnaðarmál á Alþingi í gær að
hann hefur skipað harðinda-
nefnd vegna þeirra erfiðleika
sem steðja að landbúnaðinum
á þessu vori. Víða á landinu
eru mikil snjóalög og útlit fyrir
að bændur þurfi að hafa búfén-
að mun lengur á fóðrum en
ella með tilheyrandi auka-
kostnaði.
Nefndin hefur þegar haldið
sinn fyrsta fund og hefur nú sent
öllum búnaðarsamböndum bréf
þar sem óskað er eftir að kannað
verði strax hversu mikið kjarn-
fóður er til á verslunarstöðum út
um land, hvernig hægt sé að
standa að heymiðlun þar sem
Þó verkfalli BHMR hafi verið
aflétt í gær og verkfallsmenn
væntanlega mættir til starfa, er
langt í frá að stríðinu sé iokið
a.m.k. ekki í Verkmcnntaskól-
anum á Akureyri. Útskrift-
arnemendur þar héldu með sér
fund í fyrradag og samþykktu
þar yfirlýsingu þar sem lýst er
stríði á hendur skólayfirvöld-
um ef ekki verður gengið að
kröfum þeirra.
Nemendurnir krefjast þess að
upphaflegur útskriftardagur, 27.
maí haldist óbreyttur þar sem
yfirgnæfandi meirihluti nemenda
hafi skipulagt tíma sinn með tilliti
til þeirrar dágsetningar. Þeir krefj-
ast þess að engin próf verði hald-
in þar sem eins til tveggja daga
kennsla komi engan veginn í stað
þeirra þriggja vikna sem nem-
endur misstu úr. Þá hafi nemend-
ur átt að taka síðasta próf 17. maí
og því ráðstafað ýmsum málum,
svo sem húsnæðismálum í sam-
ræmi við það. Nemendur vilja fá
einkunnir í tölustöfum sem byggð-
ar eru á námsárangri í viðkom-
andi greinum og að prófskírteini
verði á engan hátt frábrugðin
skírteinum fyrri ára.
í lok yfirlýsingarinnar segir:
„Að lokum viljum við lýsa furðu
okkar á hvernig staðið hefur ver-
ið að lausn deilunnar og þeirri
kröfu að prófað verði úr því
námsefni sem ekki hefur verið
kennt, því þar með er verið að
lýsa því yfir að starf kennara sé
óþarft. Einnig þykja okkur for-
kastanleg vinnubrögð að í engu
þess þarf og hvernig birgðastaða
á sáðkorni í landinu sé nú þegar
útlit er fyrir að bændur þurfi víða
að bylta túnum sínum sökum
kals.
Egill Jónsson, þingmaður
Austurlandskjördæmis, hóf utan-
dagskrárumræðuna um þetta mál
og sagðist hann telja að á þeim
svæðum sem verst stæðu þyrftu
sauðfjárbændur að gefa um 100
tonn af kjarnfóðri á dag umfram
það sem gerist í meðalárferði.
Reikna mætti með að um 200
tonn af kjarnfóðri þurfi á hverj-
um degi í vor á landinu öllu
umfram meðalár vegna veður-
farsins.
Nánar er fjallað um þessa um-
ræðu á þingi á bls. 2 í blaðinu.
JÓH
hefur verið haft samráð við
nemendur hvað varðar tilhögun
um hvernig ljúka skuli skólaár-
inu. Ef ekki verður tekið tillit til
ofangreindra atriða er allt eins að
vænta skipulegra aðgerða af
hálfu nemenda."
MikiII hiti var í útskriftarnem-
endum á fundinum og voru hnef-
ar á lofti. Samkvæmt heimildum
Dags, er ofangreind yfirlýsing
ekki aðeins orðin tóm; nemendur
hyggjast standa við orð sín. Ein
af þeim aðgerðum sem til greina
koma er að allur hópurinn skrái
sig á ný í skólann í haust og greiði
sín staðfestingargjöld í sumar en
Landssamband smábátaeig-
enda hefur sent Sölusamtökum
lagmetis bréf þar sem óskað er
skýringa á því hvers vegna
niðursuðuverksmiðja K. Jóns-
sonar á Akureyri greiddi lægra
verð fyrir grásleppuhrogn á
vertíðinni nú en samið hafði
verið um í febrúar sl. Örn
Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeig-
enda, segir að í febrúar hafi
orðið að samkomulagi að miða
verðið við 1100 þýsk mörk á
I gær tókust samningar í deilu
BHMR og ríkisins eftir sex
vikna verkfall. Síðdegis voru
ljóst er að slíkt myndi setja veru-
legt strik í starf skólans í haust.
Baldvin Bjarnason segir kröfur
nemenda vera þvert á það sem
búið var að ákveða að gera þegar
deilan leystist. Ofan á það hafi
bæst, að samið hafi verið um til-
högun skólaloka í Reykjavík í
fyrrinótt, án samráðs við skóla-
meistara og því gæti hann ekkert
sagt um hver endanleg niður-
staða þessa máls verði. „Mér sýn-
ist þetta vera stríðsyfirlýsing og
er ekkert ánægður með tilveruna
um þessar mundir. Málið er allt
hið versta nú fyrir okkur skóla-
stjórnendur." VG
tunnu, eða 161 kr. fyrir kflóið
upp úr sjó. Fulltrúi frá Sölu-
samtökum lagmetis hafi hvatt
til þess á fundinum að þetta
verð yrði í gildi og fyrir hönd
innlendu verksmiðjanna
ORA, Arctic og K. Jónssonar
hafl hann samþykkt þetta
verð.
Örn Pálsson segir að verk-
smiðja K. Jónssonar hafi greitt
25.000 kr. fyrir tunnuna af hrogn-
um komnum í verksmiðjuna.
Verksmiðjan hafi lagt til tunnur
haldnir fundir í flestum félög-
um og verkfalli frestað, þar á
meðal í framhaldsskólum. Nýr
kjarasamningur gildir til 31.
desember 1994 en er uppsegj-
anlegur eftir 1. október 1990
með eins mánaðar fyrirvara.
Verði almennar breytingar á
launakjörum annarra launþega
eftir 30. nóvember 1989, þann-
ig að þau hækki umfram launa-
breytingar í samningnum, geta
aðilar krafíst breytinga á
launaliðum sem því nemur.
Um megin kröfu BHMR er
það að segja, að sérstakri nefnd,
skipaðri þremur mönnum af
BHMR og jafnmörgum af fjár-
málaráðherra skal falinn kjara-
samanburður á launum háskóla-
manna hjá ríkinu og annars
staðar. Nefndin skili lokaáliti
ekki seinna en 1. júlí 1990, en þá
skal fara fram I. áfangi í endurr
röðun í launaflokka. Þeirri
endurröðun á að vera lokið á
þremur árum og á að gerast í
jöfnum áriegum áföngum. í
hverjum áfanga skal miða við að
hækkun milli launaflokka nemi
og greitt fyrir flutning til verk-
smiðjunnar. Verðið sem ákveðið
hafi verið í vetur, þ.e. 1100 þýsk
mörk á tunnu, gefi veiðimannin-
um skilaverð upp á 28.600 kr. ef
hann leggi sjálfur til tunnu og
borgi flutningskostnað. Sé frá
þessu verði dreginn flutnings-
kostnaður og verð tunnunnar,
eins og gert hafi verið hjá
K. Jónssonar eigi rétt verð að vera
26.000 kr. á tunnu.
„Við Iítum á þetta sem undir-
boð um tæp 4%. Sölusamtök lag-
einum launaflokki hið minnsta að
meðaltali, en einstök starfsheiti
og einstakir starfsmenn hækki þó
ekki meira en nemur 3 launa-
flokkum. Hafi nefndin ekki skil-
að áliti á réttum tíma, skal greiða
jafngildi 1,5% launahækkunar í
hverjum mánuði upp í væntan-
lega hækkun.
Laun félaga hækka strax um
5,5% og síðan um 1,5% þann 1.
september og 1. nóvember 1989
og 1. janúar og 1. maí 1990. í
júní greiðist 6.500 króna orlofs-
uppbót og í desember greiðist
uppbót sem nemur 30% af des-
emberlaunum í 143. launaflokki
6. þrepi. Prófaldursmörkum
verður breytt þannig að frá 1. júlí
nk. verður tilfærsla milli þrepa
við 1,2,4, 6, 10, 15 og 20 ár auk
þess sem við bætast ákvæði um
lágmarkslaunaþrep eftir lífaldri.
Samningnum fylgir fjöldi bók-
ana sem varða einstök félög auk
þess sem bókað er að aðilar séu
sammála um að ekkert hafi kom-
ið upp í verkfallinu sem gefi
tilefni til eftirmála af neinu tagi.
VG
metis hafa fengið bréf um þetta
mál þar sem óskað er skýringa á
því hvers vegna verksmiðjan
greiði ekki það verð sem samið
var um,“ sagði Örn Pálsson.
Hvað varðar hinar verksmiðjurn-
ar tvær segir Örn að sér sé ekki
kunnugt um að þær hafi farið út
fyrir samkomulagið.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki samband við Kristján
Jónsson né heldur Theódór Hall-
dórsson, framkvæmdastjóra
Sölusamtaka lagmetis, í gær.
JÓH
Þrátt fyrir að verkfalli BHMR sé lokið, er:
Stríðið alls ekki búið!
- harðorð yfirlýsing útskriftarnema VMA
setur áætlanir úr skorðum
Landssamband smábátaeigenda vill skýringar frá Sölusamtökum lagmetis:
Telja niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar
hafa undirboðið grásleppuíu-ogn um tæp 4%