Dagur - 19.05.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 19.05.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 19. maí 1989 spurning vikunnar Emilía Örlygsdóttir: Nei, og ég hef ekki sótt um vinnu. í fyrrasumarvarég bara aö leika mér og stundum að passa bróður minn, kannski passa ég hann aðeins í sumar. Þórhallur Kristjánsson: Já, eða ég vonast til að fá trésmíðavinnu á Þórshöfn. Ég hef ekki gert mikið af að stunda þannig vinnu áður og í fyrra- sumar var ég í sveit. Ég held að það sé miklu erfiðara fyrir krakka að fá vinnu núna en var í fyrra. Anna Lilja Karlsdóttir: Já, bæjarvinnuna. Það er ekk- ert erfitt, maður skifar sig bara niður. í fyrrasumar var ég bara heima og hjálpaði við að þrífa á snyrtistofunni hjá mömmu. Aðalgeir Sigurgeirsson: Ég er ekki alveg ákveðinn, en vinn sennilega á vöruafgreiðsl- unni hjá Alla Geira og hjálpa til við að keyra út gosi og vörum. Ég vann við þetta í fyrrasumar og hef oft hjálpað til á veturna. Það er ekkert erfiðara fyrir mig að fá vinnu en verið hefur og ég held að hinir krakkarnir fari flestallir í bæjarvinnuna. Guðmundur Hermannsson: Nei. Ég hef bara sótt um vinnu hjá bænum og reikna með að fá hana. I fyrrasumar vann ég hjá rafveitunni. Ég held það sé erfitt fyrir krakka að fá vinnu núna. Hefurðu fengið vinnu í sumar? Spurt á Húsavík. Páll Steingrímsson og félagar vinna að kvikmynd um sögu íslenskrar tónlistar: Sungið að hætti m Víðimýrarkirkju Það er óhætt að fullyrða að íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru stórhuga. Oft á tíðum fá þeir einhverja hýru frá þeirri merkilegu stofnun Kvikmyndasjóði til fjármögnunar sinna hugverka. Oftar en ekki eru framlög sjóðsins aðeins dropi í hafið og kvikmyndagerðarmennirnir sjálfir þurfa að punga út svo og svo háum fjárupphæðum til að brúa bilið. Þessir stórhuga menn láta sig hafa það að veðsetja eignir, selja bíl- inn og guð má vita hvað til að eiga peninga til að fjármagna sína drauma, kvikmyndirnar. Ekki er grein- arhöfundi kunnugt um hvort þetta á við um Pál Steingrímsson, kvikmyndagerðarmann, sem nú vinnur að gerð stórmerkilegrar heimildarmyndar um sögu íslenskrar tónlistar. Hitt er víst að Páll hefur fengið um 6 milljónir úr Kvikmyndasjóði til verksins en heildarkostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður um 13 milljónir króna. Tökur myndar Páls hófust um hvítasunnu á sl. ári og aðstand- endur hennar gera sér vonir um að þeim ljúki fyrir lok þessa árs. Ekki er ráðið hvort hún verður sýnd á breiðtjaldi eða í sjónvarpi. Um það verður tekin ákvörðun síðar. „Kvikmyndastjörnur“ frá Akureyri Því er þessarar kvikmyndar Páls Steingrímssonar getið hér að dagana 3. og 4. maí var hann og hans fólk við tökur tveggja atriða í henni í Hólakirkju og Víðimýr- arkirkju í Skagafirði. Fyrri dag- inn var tekinn upp sálmurinn „Gef þinni kristni góðan frið“ í Hólakirkju. Kristinn Sigmunds- son söng og naut aðstoðar söng- fólks úr Skagafirði. Á uppstign- ingardag, fimmtudag 4. maí, lá leið kvikmyndagerðarfólks í Víðimýrarkirkju til upptöku á tvísöngslagi frá 16. öld. Um flutning lagsins sá hópur 11 söngv- ara frá Akureyri, sem árla morguns brá sér vestur yfir Öxnadalsheiði til að gerast kvik- myndaleikarar. Michael Jón Clarke, tónlistarkennari, tók að sér að stjórna söngmönnunum, sem m.a. komu úr Passíukórn- um, Karlakórnum Geysi og Kirkjukór Akureyrar. Sönghópurinn kom til móts við kvikmyndagerðarmenn í Hótel Varmahlíð um hádegisbil og lét verða sitt fyrsta verk að aðstoða þá við að ganga á risavaxin kinda- og svínakjötsfjöll lands- manna. Jarðarber og ís fylgdu í kjölfarið. Söngmönnum fór ekki að lftast á blikuna, því yfirleitt fer það ekki saman að syngja og borða á sig gat. Hvað um það. Eftir einn kaffibolla tók kvik- myndagerðarfólk að ókyrrast og hélt af stað upp í Víðimýrar- kirkju, sem er skammt frá Varmahlíð. Látum sönginn hljóma Auk Páls skipuðu eftirtaldir lið kvikmyndagerðarmanna: Lárus Ýmir Óskarsson, leikstjóri og sviðsetningarmaður, Hjörtur Howser, hljóðmaður, Karl Steingrímsson, Ijósameistari, Rúrí, sérlegur aðstoðarmaður og Njáll Sigurðsson, deildarstjóri í Menntamálaráðuneytinu, sem m.a. hefur unnið við textagerð myndarinnar. Kvikmyndagerð er flókið fyrir- brigði og langdregið og það fengu söngvararnir akureyrsku að reyna. Menn byrjuðu á að hita sig upp og festu síðan sönginn á band án myndatöku. Fyrsta upp- taka var svona la, la, önnur slarkfær, þriðja grábölvuð, fjórða betri, fimmta verri og sú sjötta alveg þrumugóð. Hún var látin gilda. Þá var komið að því að festa söngvarana á filmu. Segulbandið var sett í gang, menn hófu upp raust sína og sungu af innlifun í linsuna. Lýs- ingin gerði mönnum erfitt fyrir. Loftbitar yfir altarinu í þessu gamla guðshúsi skyggðu á andlit einstaka söngvara og skemmdu heildarsvipinn. Því þurfti að endurtaka „skotin“ aftur og aftur, þar til allir voru ánægðir. Stiklað á stóru í hita og þunga dagsins tókst blaðamanni að króa Njál Sig- urðsson, einn aðstandenda myndarinnar, af og spyrja hann um aðdraganda að gerð hennar. í máli hans kom fram að Páll Steingrímsson ætti hugmyndina að gerð myndarinnar og hann hefði rætt hana við Jón Ásgeirsson og sig. Njáll segist hafa lengi haft mikinn áhuga á sögu íslenskrar tónlistar og því tekið vel í þá hug- mynd Páls að fjalla um hana í heimildarkvikmynd. Það varð að samkomulagi að sótt var um styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera myndina og í ár og á liðnu ári hafa fengist alls um 6 milljónir króna. Njáll segir að í myndinni sé ætlunin að fjalla um það sem kalla megi sérstætt í tónlistar- og tónmenntahefð þjóðarinnar og leitast jafnframt við að tengja þau efnisatriði við tónmennta- hefðir annarra þjóða, t.d. Norðurlandaþjóða og Breta. Stiklað verður á stóru í sögu tón- listar á íslandi frá landnámi til vorra daga. Efni myndarinnar má skipta í níu hluta. Frá Víðimýri til Orkneyja 1. Farið verður í saumana á skyldleika tónmenntahefðar landnámsmanna og fjallað um flutning Eddukvæða. Þá verð- ur sett á svið galdrabrenna og trúlega kvæðaflutningur hirðmanna við hirðir jarla og konunga til forna. 2. Fjallað verður um timabil kaþ- ólska kirkjusöngsins, frá kristnitöku til siðaskipta. Flutt verður sekvensía Magnúsar eyjajarls og verður hún vænt- anlega tekin upp í Orkneyj- um. Annað tóndæmi er upp- haf trúarjátningarinnar sem akureyrsku söngvararnir sungu í Víðimýrarkirkju á uppstigningardag. Ekki er vit- að til þess að þessi tvíraddaði söngur hafi varðveist annars staðar en í íslensku handriti, sem er skrifað að Munkaþverá Lárus Ýmir Óskarsson, sviðshönnuður og leikstjóri. Föstudagur 19. maí 1989 - DAGUR - 9 Söngvarar og kvikmyndagerðarmenn að afloknum vel heppnuðum tökum í Víðimýrarkirkju. Frá vinstri: Karl Stein- grímsson, Hjörtur Howser, Erlingur Sigurðarson, Christopher Thornton, Þorkell Pálsson, Lárus Ymir Óskarsson (í hjólastól), Jón Már Héðinsson, ónafngreindur bílstjóri, Jóhann Baldvinsson, Michael Jón Clarke, Björn Steinar Sól- bergsson, Páll Steingrímsson, Helgi Þ. Svavarsson, Örnólfur Kristjánsson og Njáll Sigurðsson. Myndir: óþh Tveir af aðstandendum myndarinnar bera saman bækur sínar. Njáll Sigurðs- son (t.v.) og Páll Steingrímsson. Broshýrir söngmenn bíða þess að öll tól og tæki verði gerð klár fyrir næstu töku. Frá vinstri; Jóhann Baldvinson, Örnólfur Kristjánsson, Þorlákur Páls- son og Erlingur Sigurðarson. í Eyjafirði árið 1473 af Jóni Þorlákssyni. Talið er líklegt að munkar á Munkaþverá hafi tíðum sungið þetta trúarjátn- ingarupphaf. 3. Til að gera grein fyrir kirkju- söng eftir siðaskipti verður saga eins sálmalags rakin frá miðöldum til 19. aldar. Byrjað verður á latneska laginu en út frá því orti Lúther sálm, sem hugmyndin er að kvikmynda í þýskri kirkju. Flutningur latn- eska lagsins verður væntan- lega festur á filmu í kaþólskri kirkju í Þýskalandi eða ann- ars staðar í Evrópu. Þriðja atriðið í þessum hluta mynd- arinnar er flutningur sálmsins „Gef þinni kristni góðan frið.“ Þessi sálmur var tekinn upp í Hólakirkju, eins og áður segir. í síðasta atriði þessa hluta myndarinnar verður fjallað um þetta sálmalag eftir að það hefur tekið miklum breytingum í munni alþýð- unnar og orðið að íslensku tvísöngslagi á 19. öld. Rímur, dans og þjóðlög 4. Rímnakveðskap verður m.a. gerð skil með kvöldvöku þar sem kveðið er úr Númarímum Sigurðar Breiðfjörð. Þetta atriði hefur þegar verið fest á filmu. 5. Þá verður gerð grein fyrir húslestri á föstunni, einkum hinum sérstaka passíusálma- söng. Þetta atriði er einnig búið að kvikmynda. 6. í sjötta hluta heimildarmynd- arinnar er íslenska dansinum gerð skil. Slegið var upp heil- miklu dansiballi á Snæfellsnesi um hvítasunnu í fyrra og stigu félagar í Þjóðdansafélagi dansinn. Leitast er við að tengja hina gömlu danshefð við færeysku danshefðina. í því skyni var Ólafsvaka í Fær- eyjum fest á filmu. 7. íslensku alþýðuhljóðfærin tvö, langspilið og tveggja strengja fiðlan, fá kynningu í myndinni og var Sigurður Rúnar Jónsson fenginn til að leika á þau. Þetta atriði var tekið að Skógum undir Eyja- fjöllum. 8. Áttundi hluti myndarinnar verður helgaður tónlistar- brautryðjendum á 19. öld. í þá daga komu fyrstu erlendu tónlistarmennirnir og kynntu landsmönnum tónlist sem þá var samin og flutt í Evrópu. Með komu Péturs Guðjónsen, fyrsta menntaða tónlistar- mannsins, til landsins árið 1840 urðu mikil þáttaskil. Pét- ur gerðist organisti við Dóm- kirkjuna og kenndi tónlist í Lærða skóianum og Presta- skólanum. Ætlunin er að hljóðrita lag út í Danmörku, sem verður spilað á samskon- ar orgel og Pétur spilaði á í Dómkirkjunni á 19. öld. Þá er hugmyndin að sviðsetja tón- leika sem hann stjórnaði í Menntaskólanum í Reykjavík um 1850. 9. Að lokum verður fjallað um íslensku þjóðlögin frá því þau voru fyrst skráð. Hlutur Bjarna Thorsteinssonar í varðveislu þjóðlaganna fær sitt pláss og sömuleiðis verk Jóns Leifs. Endapunktur myndarinnar verður hugsan- lega þáttur fjölmiðla, einkum sjónvarps, í varðveislu og miðlun íslenskrar tónlistar. Ovíst hvenær myndin verður sýnd Njáll segir að stefnt sé að því að ljúka tökum myndarinnar á þessu ári en ekki sé víst að það takist. Kvikmyndahópurinn verði að fara a.m.k. einu sinni út fyrir landsteinana, til Orkneyja, Þýska- lands og Danmerkur, til að festa nokkur atriði myndarinnar á filmu. „Það er ekki ákveðið hversu löng þessi mynd verður. Hún er tekin sem kvikmynd en að öllum líkindum verður hún notuð sem myndband síðar meir. Það eru jafnvel uppi hugmyndir um að nýta tökurnar með tvenn- um hætti, annars vegar að gera venjulega kvikmynd og hins veg- ar að vinna upp úr þeim þátta- röð. Það liggur ekki fyrir hvar myndin verður sýnd eða hvenær. Það kæmi mér ekki á óvart að myndin nýttist vel til kennslu í framtíðinni því í henni kemur vissulega fram margt fróðlegt um sögu tónlistar hér á landi, sem ekki hefur verið mikið fjallað um til þessa.“ óþh Lögtaksúrskurður Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu úrskurðast hér með að lögtök geti far- ið fram fyrir eftirtöldum gjöldum, gjaldföllnum, en ógreidd- um. Söluskattur fyrir janúar, febrúar og mars 1989 svo og við- bótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila. Ennfremur fyrir þinggjaldahækkunum vegna fyrri ára og skipulagsgjaldi af nýbyggingum. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 18. maí 1989. Dansleikur Laugardagskvöldið 20. maí Hin frábæra hljómsveit INGIMARS EYDAL leikur fyrir dansi. Verið velkomin. ' Boröapantanir í síma 22200 Tíska með persónulegaa Nvkomnar? $íæsiku>ar þýskar^tJragtir og lgolar. Hágæðavara. Herrar takið eftir! „Vönduð feigt ervel þegin.“ Ath. 2Q% afsláttur verður í nokkra daga á fatnaði í stærðunum 48 til 52. l VISA E "Jlókuverdun ZSíelnunnat Hafnarstræti 98 Akureyri • Simi (96) 22214

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.