Dagur - 19.05.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 19.05.1989, Blaðsíða 7
Hvað er að gerast Golf á Mel- gerðismeliim - flaggakeppni og snærisleikur um helgina Félagar í Golfklúbbi Akureyrar standa fyrir flaggakeppni og snærisleik á golfvellinum á Mel- gerðismelum um helgina. Keppn- in hefst kl. 10.00 báða dagana og fer skráning fram í Golfskálanum að Jaðri eða menn geta mætt á Melgerðismela og tekið þátt í mótinu. Sólgarður: Hlutavelía, kaffihlaðborð, kökubasar og hestaleiga Kvenfélagið Hjálpin í Saurbæjar- hreppi heldur hlutaveltu og kökubasar í Sólgarði á laugar- daginn kl. 14-17. Þar verður einnig vísir að flóamarkaði og glæsilegt kaffihlaðborð. Börnin fá líka eitthvað við sitt hæfi og má nefna að hestaleiga verður á staðnum, sérstaklega fyrir börnin. Þess má geta að vegurinn frá Akureyri inn í Sólgarð er mjög góður, enda lagður bundnu slit- lagi, og því tilvalið að skreppa þangað í ökuferð á laugardaginn. Allur ágóði af kaffihlaðborð- inu rennur til rcksturs meistara- flokks kvenna, en stúlkurnar þurfa sjálfar að sjá um ferða- kostnað vegna keppnisferða í sumar. Þær standa því í ströngu viö fjáraflanir samhliða erfiðum æfingutn, vinnu og"keppnisferð- um. Þeir sem leggja leið sína til þeirra ú sunnudaginn fá því ekki aðeins magafylli af ljút'fengu kaffibrauði, heldur styrkja þeir líka verðugt málefni. Eldrídansaklúbburinn Dansleikur í Lóni, Hrísalundi 1, laugardaginn 20. maí kl. 22-03. Hljómsveit Bigga Mar. sér um fjörið Allir velkomnir. Stjórnin. OI)~ ,w O t >,. rVy S I ft A f * A Föstudagur 19. maí 1989 - DAGUR - 7 Leikfélag Akureyrar á Norðurlandi vestra nk. sunnudag: Sumarbridge Vel heppnuðu starfsári Bridge- félags Akureyrar lauk með aðal- fundi 9. maí sl. Nýkjörin stjórn er þannig skipuð: Ormarr Snæ- björnsson, formaður; Sigfús Hreiðarsson, varaformaður; Ólafur Ágústsson, gjaldkeri; Stefán Vilhjálmsson, ritari; Jón Sverrisson, áhaldavörður. Ákveðið hefur verið að hefja vikulegt sumarbridge næstkom- andi þriðjudag, 23. maí. Spilaður verður tvímenningur í Dynheim- um og hefst spilamennska kl. 19.30. Þátttökugjald er ekkert og allt spilafólk er velkomið til leiks. Enn viðrar ekki svo sumarlega að ástæða sé til að pakka spilunum niður þótt e.t.v. verði gert hlé um hásumarið. Stjórn B.A. Frá Styrktar- félagi vangeíinna Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi verður með klúta- sölu dagana 20.-30. maí n.k. . Klútar þessir eru saumaðir í Iðju- ' lundi, vinnustað þroskaheftra. Allur ágóði af sölunni rennur til uppbyggingar á sambýlum á Akureyri og nágrenni. Félagið væntir þess að fólk bregðist vel við og taki vel á móti sölufólki okkar. Félagið minnir á að klút- arnir okkar eru bæði ódýrir og góðir „týpiskir klútar" og koma sér einkar vel núna í hreingern- ingarvertíðinni. Stjórr.in. Tilboðsverð á Sjávarréttapizzum frá Eyflrskum matvælum föstudag og laugardag í kjörbúðum bæjarins. Eyfirsk matvæli Leikfélag Akureyrar verður með leiklestur úr verki Guðrúnar Ásmundsdóttur, Kaj Munk, í Siglufjarðarkirkju nk. sunnudag, 21. maí, kl. 17. Eftir sýninguna liggur leið LA-fólks til Sauðár- króks þar sem dagskráin verður flutt í kirkjunni kl. 21 á sunnu- dagskvöld. Þetta er samskonar dagskrá og var flutt í Akureyrar- kirkju á kirkjulistaviku nýverið, Húsavíkurkirkju á annan hvíta- Bflasýning í Höllinni Á morgun laugardag, verður opnuð vegleg bílasýning í íþrótta- höllinni á Akureyri. Það er Knattspyrnufélag Akureyrar sem stendur fyrir sýningunni, en þar munu öll helstu bílaumboð lands- ins sýna nýjustu bílana á mark- aðnum. Auk þess að geta skoðað bíla, bæði innandyra og utan ætla fyrirtæki á Akureyri að sýna ýmis konar sumarvörur í efri sal íþróttahallarinnar, en þar fer um leið fram veitingasala. Þá verður staðið fyrir hlutaveltu og öðrum skemmtiatriðum. Sýningin verður opin á laugar- dag og sunnudag, en á sunnudeg- inum er svo upplagt að leggja leið- ina í kaffi til stúlknanna í meist- araflokki KA þegar sýningin hef- ur verið skoðuð. sunnudag og í Ólafsfjarðarkirkju sl. fimmtudagskvöld. Leikverk Guðrúnar er byggt á ævisögu Kaj Munks og ræðum hans, sem Sigurbjörn Einarson, biskup, hefur þýtt. Kaj Munk var prestur í Vedersö á Jótlandi og var hann kunnur ræðurmaður, ljóðskáld og leikritahöfundur. Þá var hann kunnur af andstöðu sinni við yfirgang nasista í Dan- mörku á árum seinni heimsstyrj- aldar. Með hlutverk Kaj Munks fer Þráinn Karlsson en aðrir leikend- ur eru Sunna Borg, Sigurveig Jónsdóttir, Theodór Júlíusson og Jón Kristinsson. Ragnheiður Tryggvadóttir stjórnar leiklestr- inum en Björn Steinar Sólbergs- son, organisti í Akureyrarkirkju, annast orgelleik. KA-stelpur með kafiHhlaðborð Stúlkurnar í meistaraflokki KA í knattspyrnu ætla að vera með kaffihlaðborð í KA-heimilinu viö Dalbraut á sunnudaginn frá kl. 14.00-17.00. Þar verður yfir- fullt borð af kökum og brauði sem enginn ætti að vera svikinn af. Bifreiðaeigendur! • Þurrkublöð • Viftureimar • Kveikjulok • Vatnslásar • Platínur • Hjólkoppar, margar gerðir • Hreinsi- og bónvörur • Toppgrindur og burðarbogar og margt fleira. Véladeild Lefldestur úr Kaj Munk á Siglufirði og Sauðárkróki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.