Dagur - 19.05.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 19.05.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. maí 1989 - DAGUR - 5 Framhaldsskólar á Norðurlandi: Fundað um framhald skólahalds - nemendur Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki útskrifaðir á morgun Enn er ekki fullljóst í öllum framhaldsskólum hvernig hag- að verður til með skólalok í vor eftir sex vikna verkfall félaga í HÍK. Eitt af síðustu verkum samninganefnda ríkis- ins og BHMR var að semja um tilhögun skólaloka, án samráðs við skólameistara við litla hrifningu þeirra. „Piltar hér eru fullfærir um að taka sínar ákvarðanir sjálfir og þurfa ekki einhverja Reykvíkinga til þess,“ sagði Jóhann Sigurjóns- son skólameistari MA í gær. Jóhann segist þrátt fyrir þetta sjá fram á að fyrri áætlanir ættu að geta staðist. Gert var sérstakt samkomulag vegna MA í lok samningalotunnar vegna sér- stöðu skólans. „Við erum eini skólinn á landinu sem getur brautskráð stúdenta með pompi og prakt.“ Það var þungt hljóð í Baldvini Bjarnasyni skólameistara VMA í gærdag: „Við munum fyrst ræða við kennara um hvernig staðið skuli að skólalokum, en ákvörð- unin sem tekin var í Reykjavík um þetta mál er mjög loðin. Það sem gerir málið hjá okkur enn verra, er yfirlýsing útskriftar- nemenda og ég get ekki betur séð en að þeirra hugmyndir og okkar séu með öllu ósamræmanlegar.“ Skóladagurinn í Verkmennta- skólanum í dag hefst kl. 8.15 með fundi skólameistara og útskrift- arnemenda en nemendur í öld- ungadeild áttu að mæta í skólann í gærkvöld. í Menntaskólanum eiga allir nemendur að mæta á Sal kl. 10 í dag. Ákveðið hefur verið að út- skrifa nemendur frá Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki, á morgun, laugardag. Um er að ræða 22 stúdentsefni, 10 stúdenta sem kláruðu um síðustu áramót, 10 vélaverði og 2 sem ljúka almennu verslunarprófi. Braut- skráðir stúdentar gætu hins vegar orðið fleiri, þar sem skólinn býð- ur upp á próf í dag og á morgun, og einnig í næstu viku. Tvö stúd- entsefni áttu aðeins eftir tvö próf. Önnur stúdentsefni fá staðfest- ingarskjal á morgun, um að þau hafi unnið sér til réttinda um að ljúka stúdentsprófi. Síðan á að bjóða upp á kennslu og próf í haust. áður en haustönn hefst í byrjun september. Skólaslit Fjöl- brautaskólans fara fram í íþrótta- húsinu kl. 17 á morgun og að þeim loknum verður kvöldverður og dansleikur í Bifröst. „Þetta er líka hugsað sem kveðjuhóf, fyrir þá nemendur sem hafa verið saman í skólanum í 4-5 ár, en útskrifast ekki á morgun. Væntanlega inunu þeir geta náð prófunum í haust, áður Félag verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri var dæmt í Bæjarþingi Akureyrar í gær til aö greiða Sigrúnu Grímsdóttur 7.900 kr. í skaðabætur, auk dráttarvaxta, svo og máls- kostnað að upphæð kr. 70 þúsund. Sigrún kærði félagið vegna framgöngu verkfalls- en Háskólinn byrjar," sagði Jón Hjartarson, skólameistari í sam- tali við Dag. „Við ákveðum ekkert fyrr en á fundi sem boðað er til með kenn- urum á morgun, þetta verður sameiginleg ákvörðun en ekki mín ákvörðun," sagði Guðmund- ur Birkir Þorkelsson, skólameist- ari Framhaldsskólans á Húsavík í gær, aðspurður urn hvernig stað- ið yrði að útskrift nemenda í vor. Birkir sagði að grunnskólanem- endur sem stunduðu nám við skólann hefðu verið boðaðir í dag til að taka við einkunnum í þeim greinum sem prófað hefði verið í, og hann ætti ekki von á að þau yðru kölluð inn til frekara náms í vor. Hvað framhalds- deildir við skólann varðaði sagði hann að gerðar yrðu söntu kröfur og áður og því reikna nteð að lokið yrði kennslu og prófað, þó það ætti eftir að ákveðast. VG/bjb/lM/SS varða þess á Akureyrarflug- velli 1. maí 1988. Á þessum tíma var Félag versl- unar- og skrifstofufólks í verkfalli og komu verkfallsverðir félagsins í veg fyrir afgreiðslu á Akureyr- arflugvelli. Sigrún var stöðvuð af verkfallsvörðum og ítrekaðar til- raunir til að komast um borð í flugvél Flugleiða báru ekki árangur, en Sigrún var með full- gildan farmiða og án farangurs og taldi sig því ekki þurfa á þjónustu félagsins að halda. Myndir af atviki þessu birtust í blöðum og sjónvarpi og sést á þeim að verkfallsverðir komu í veg fyrir að Sigrún kæmist um borð í vélina. Hún ákvað að höfða mál gegn félaginu og krafðist 100 þús. kr. skaðabóta vegna kostnaðar við aukadvöl á Akureyri, vinnutaps og ærumeið- inga. Freyr Ófeigsson héraðsdómari kvað upp dóminn, cn líklegt þyk- ir að Félag verslunar- og skrif- stofufólks vísi málinu til Hæsta- réttar, en það er á margan hátt einstakt og gæti haft fordæmis- gildi. SS Eining samþykkir kjarasamningana Verkalýðsfélagið Eining hefur' samþykkt kjarasamning ASI og VSÍ sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki félaga um síðustu mánaðamót. Um 65 félagar mættu á fund- inn þar sem samningurinn var kynntur, rætt var um hann og að lokum gengið til atkvæða- greiðslu. Þá voru atkvæði talin með atkvæðum félaga í öðrum deildum félagsins og var samn- ingurinn samþykktur með 84,7% atkvæða. Sævar Frímannsson formaður Einingar segir að á fundinum hafi komið fram nokkur andstaða við samninginn m.a. vegna þess sem verið hefur að gerast í þjóðfélag- inu síðustu daga. „Gengið hefur verið fellt og síðan hafa menn áhyggjur af því að BHMR-fólkið fái meira en aðrir, þó erfitt sé að átta sig á því á þessari stundu. Þetta hleypur illu blóði í okkar fólk, en fyrirhyggjan var í fyrir- rúmi og menn sáu að skásti kost- urinn í stöðunni eins og hún er nú var að samþykkja samninginn.“ VG Félag verslunar- og skrifstofufólks: Dæmt til að greiða farþega skaðabætur U.M.F. Skriðuhrepps Aðalindur U.M.F. Skr. verður haldinn að Melum Hörgárdal föstudaginn 19. maí kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll og tryggjum þannig áframhaldandi grósku í félagsstarfinu. Stjórnin. Þetta verða ALLIR að lesa! Frumsýning á byltingarkenndri PFAFF saumavél hjá Norðurfelli í dag og á morgun verður athyglisverð sýning hjá versluninni Norðurfelli, Glerárgötu 32. Verslunin mun sýna mikið úrval af ýmsum vörutegundum frá Pfaff h.f. í Reykjavík, þ.e. Candy heimilistæki, Braun heimilistæki og hársnyrtitæki, Pfaff saumavélar og Over-lock vélar. Frumsýningin Sérstaka athygli mun vekja frumsýning á nýrri, bylt- ingarkenndri saumavél frá Pfaff. Með vélinni fylgir „hönnuður“ sem gerir þér kleift að teikna þín eigin mynstur og setja þau í mynsturheila vélarinnar. Það- an getur þú kallað fram mynstrið og endurtekið það eins oft og þú vilt. Vélin hefur 178 innbyggða sauma, plús bókstafi og tölustafi í mismunandi gerðum. Fallegur og greinargóður bæklingur á íslensku liggur frammi á sýningunni. Viltu hitta fagmenn? Sérþjálfað starfsfólk frá Pfaff verður til staðar báða sýningardagana. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu og meðferð Pfaff saumavéla og Over-lock véla. Að auki verða viðgerðarmenn Pfaff saumavéla á staðnum, en þeir eru reiðubúnir að líta á og gera við Pfaff saumavélina þína. Sérfræðingur í Candy tækjum verður einnig til staðar báða dagana. Verið velkomin - opið í dag, föstudag frá kl. 9-18 og á morgun, laugardag frá kl. 10-16. norðurfell hf. Glerárgötu 32 • 602 Akureyri Sími 23565 • Aflabrögð á Norðurlandi: Mikill samdráttur milli ára Mun minni afli hefur boríst á land á Norðurlandi frá ársbyrj- un til aprílloka miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins 1988. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands og sker Norðurland sig dálítið úr heildarmyndinni, en heildarafli landsmanna er ná- lega hinn sami milli ára. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs bárust 122.741 tonn að landi á Norðurlandi en 163.655 tonn á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn er 33% milli ára. Gildir þetta um flestar tegundir en minni loðnu- og þorskafli vegur þyngst á met- unum. Loðnuaflinn fyrstu fjóra mán- uði þessa árs var 79.823 tonn á móti 112.608 tonnum sama tíma- bil í fyrra og er samdrátturinn 41%. Norðlendingar lönduðu 31.654 tonnum af þorski á þessu tímabili nú, en 38.600 tonnum í fyrra og er hér um 22% samdrátt að ræða. Þegar litið er til rækju- veiðanna er niðurstaðan ekki síð- ur uggvænleg, 1.608 tonn á móti '3.098, sem er 93% samdráttur. Austfirðir eru á sama báti og Norðurland. Þar var aflinn 286.604 tonn fyrstu fjóra mánuði ársins á móti 311.197 á sama tímabili í fyrra. Á Vestfjörðum var smávægilegur samdráttur en á Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi var um verulega afla- aukningu að ræða. SS Opið hús! s A morgun, laugardag, höfum við opið frá kl. 10-16 Þar munum við veita allar upplýsingar um Einingarbréf Kaupþings svo og önnur verðbréfaviðskipti Veríð velkomin áél KAUPÞING „ „ ' NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.