Dagur - 19.05.1989, Page 4

Dagur - 19.05.1989, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. maí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, UÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hugarfarsbreyting í umhverfismálum Umhverfismál hafa verið mjög í sviðsljósinu á síðustu árum, ekki síst víða erlendis þar sem öflug umhverfis- og náttúruverndarsamtök hafa sprottið upp og stofnaðir hafa verið stjórnmála- flokkar beinlínis í kringum þessi mál. Þessi þró- un er að mörgu leyti af hinu góða en vissulega hefur borið á öfgafullum málflutningi og aðgerð- um hjá sumum umhverfisverndarsamtökum og málstaður þeirra því æði mótsagnakenndur. Hins vegar er sjálfsagt að slík samtök beiti sér gegn mengun sjávar, útrýmingu á sjaldgæfum dýrum, eyðingu regnskóga, tilraunum með kjarnorku- og efnavopn, eyðingu ósonlagsins o.s.frv. og að um þessi mál myndist breið sam- staða þeirra sem jörðina byggja. íslendingar hafa kynnst því mæta vel hve náttúran er viðkvæm, gróðureyðing og upp- blástur eru skýr dæmi um hverfulleika íslenskr- ar náttúru. Skógar og ræktuð lönd hafa minnkað eða horfið á stórum landssvæðum en tilraunir til landgræðslu hafa borið árangur þótt ekki hafi þær verið umfangsmiklar. Margt bendir nú til þess að hugarfar landsmanna hafi verið að breytast á síðustu árum og æ fleiri benda nú á nauðsyn þess að græða landið og berjast gegn náttúruspjöllum. Æ fleiri sýna líka þennan vilja í verki. Sveitarfélög verja stærri hluta tekna sinna til ræktunar og fegrunar og fyrirtæki gefa fé eða plöntur til gróðursetningar. Hækkun framlags bæjarstjórnar Ólafsfjarðar til fegrunarátaks og stórgjöf Hitaveitu Dalvíkur til skógræktarátaks eru nýleg dæmi um þessa þróun. Margt smátt gerir eitt stórt en þó er nauðsyn- legt að stjórnvöld á íslandi gangi á undan í því að stuðla að varðveislu landsins og að sporna gegn mengun og náttúruspjöllum. Það hlýtur að vera orðið tímabært að koma á fót umhverfis- ráðuneyti þar sem umhverfismálum er stjórnað af einhug og festu til jafns við önnur mikilvæg málefni. En þótt yfirstjórn umhverfismála og ríflegar fjárveitingar séu nauðsynlegar þá verður hug- arfarsbreytingin að ná til íbúa landsins. Hver maður verður að líta í eigin barm og hugleiða hvað hann getur gert sjálfur til að fegra um- hverfið. Samstaða fólksins um góða umgengni er árangursríkasta og ódýrasta lausnin á umhverfisvandamálum. Bætum umgengnis- venjur okkar, sýnum náttúrunni virðingu og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Fegrum okkar nánasta umhverfi, húsið, lóðina, gang- stéttina og innan skamms verður sveitarfélagið allt skínandi hreint. SS Kjarnalundur. Framkvæmt á fullu í Kjarnalundi: Stefiit að góðu samstarfi við heilsuhælið í Hveragerði í vetur hefur verið unnið af fullum krafti í Kjarnalundi, húsi NLFA og í haust er vonast til að innréttingar á fyrstu tveimur hæðum hússins verði komnar langt á veg. Haukur Berg formaður bygginganefnd- ar segir að þrátt fyrir það hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvenær starfsemi hefjist, „við viljum helst taka allt húsið í notkun í einu.“ Þessa dagana er verið að ljúka vinnu við grunnmálun og ganga frá loftum á efstu hæðinni. Pá er verið að leggja miðstöðvarofna í allt húsið. Því næst verður hafist handa við smíði innréttinga og vinnu við loftræstikerfi og „fölsku loftin“ og sett upp skil- rúm í kjallara og á fyrstu hæð. „Þetta er mikið stökk hjá okk- ur núna, en við munum fram- kvæma í sumar fyrir nokkrar milljónir," sagði Haukur. Það sérstaka við byggingu húss NLFA er að fram til þessa hefur ekki verið tekin ein króna að láni Öllu starfsfólki Hornbrekku í Ólafsfirði sagt upp: Stefiit að ným vaktskráfráog með 1. ágúst Öllu starfsfólki Hornbrekku, dvalarheimilis aldraðra í Ólafs- firði, var sagt upp frá síðustu mánaðamótum. Miðað er við að nýta þriggja mánaða upp- sagnarfrest til að Ieita leiða til að hagræða í rekstri og koma til móts við tilmæli ráðuneyti heilbrigðismála um 4% sparn- að í launakostnaði í heilbrigð- isgeiranum. Að sögn Kristjáns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hornbrekku, má búast við að frá og með 1. ágúst verði tekin upp ný vaktskrá. Hann sagði ekki ljóst hvort til fækkunar starfsfólks þyrfti að koma. „Við erum ekki búin að fara í saumana á þessu en ég býst við að þurfi að fækka örlítið. Það verður að minnsta kosti einhver breyting á stöðu- gildum,“ sagði Kristján. til byggingarinnar og er takmark- ið að halda þeirri stefnu. Helsta tekjulind félagsins var arfur sem því áskotnaðist auk 2 milljón króna gjafar frá ónafngreindum manni. Þá hafa streymt inn gjafir frá félagasamtökum og einstakl- ingum, auk öflugrar fjáröflunar- starfsemi félagsmanna. Þegar húsið verður fullbúið, verða þar rúm fyrir 53 vistgesti í einu og er stefnt að því að reka Á Hvammstanga er verið að hrinda af stað átaksverkefni í atvinnumálum. I tilefni af því verður haldinn kynningarfund- ur í kvöld, föstudagskvöld, í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga. Fundurinn hefst kl. 20.30. Hugmynd um átaks- verkefni á Hvammstanga hefur verið á sveimi sl. ár, en það var í vetur sem Verkalýðsfélagið Hvöt á staðnum ýtti verkefn- inu af stað með því að leggja 500 þúsund krónur í það. í kjölfarið kom framlag Hvamms- tangahrepps upp á sömu upp- hæð og síðan hafa fleiri aðilar lagt sitt af mörkum, þ.á m. INVEST og Kaupfélag V- Húnvetninga. Þá er héraðs- nefnd V-Húnavatnssýslu að athuga hvort sveitahrepparnir geti verið með. Áður en Hvöt setti verkefnið af stað, höfðu farið fram árang- urslausar tilraunir um að fá Byggðastofnun til að styrkja átaksverkefnið. Hins vegar hefur Iðntæknistofnun tekið vel í það að koma inn í verkefnið, þegar það verður komið í gang. Á fundinum í kvöld mun fulltrúi frá Iðntæknistofnun halda framsögu- erindi, auk fjögurra heima- manna. Að sögn Helga S. Ólafssonar, formanns verkefnisstjórnar, verður átakið kynnt í kvöld, auk þess sem kosin verður undirbún- ingsnefnd að svokallaðri leitar- það með svipuðum hætti og heilsuhælið í Hveragerði, en þar eru venjulega fleiri hundruð manns á biðlista eftir að komast að. Haukur segir þá vera í ágætu samstarfi við félagana í Hvera- gerði og að vonast sé til að þeir muni styrkja uppbygginguna á Akureyri. „Það er stefnt að því að um gott samstarf verði að ræða við þá í Hveragerði og að við rekum þetta saman.“ VG ráðstefnu, sem verður á Hvammstanga í lok júní nk. Á ráðstefnunni verður leitað eftir hugmyndum frá fyrirtækjum og einstaklingum um nýbreytni í atvinnulífinu, af einhverju tagi. „Við erum í þann veginn að ráða verkefnisstjóra, sem kemur til með að vinna ráðgjafastörf og hafa yfirsýn yfir átaksverkefnið. Að lokinni leitarráðstefnunni verða settir saman starfshópar í kringum eitt ákveðið verkefni, og verkefnisstjórinn mun aðstoða þessa hópa og halda þeim heit- um,“ sagði Helgi. Fram kom hjá Hclga að fyrir- hugað væri að halda verkefninu úti í 2 ár. „Við verðum með allar dyr opnar fyrir hugmyndum og vonumst til að átakið verði vakn- ing meðal heimamanna um atvinnumál,“ sagði Helgi að lokum. -bjb Sleipnir: Leiðrétting Ranghermt var í Degi í gær að verkfall hefði skollið á hjá félags- mönnum í Sleipni, félagi áætlun- ar- og hópferðabílstjóra. Samn- ingar tókust með þeim og vinnu- veitendum þeirra á miðnætti í gær, en viðmælendur Dags töldu ekki útlit fyrir að samningar næð- ust þegar umrædd frétt var skrif- uð. Kynningarfundur á Hvammstanga í kvöld: Um átaksverkefni í atvinmimálum - nokkrir aðilar hafa þegar lagt til prmagn

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.