Dagur - 19.05.1989, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 19. maí 1989
Tónlistarskólinn á Akureyri:
D-blásarasveitin leikur
við skólaslit á morgun
- heimsfrægur stjórnandi í heimsókn
kennslu blásara- og lúðrasveita.
Hann hefur verið fremstur í
flokki við uppbyggingu norskra
lúðrasveita og í forsvari alþjóða-
samtaka og félaga á því sviði.
Sem útsetjari og tónskáld hefur
hann öðlast mikinn frama og hafa
35 af verkum hans verið gefin út.
Það er því mikill fengur fyrir
Tónlistarskólann að fá hann til
starfa og ekki síst fyrir D-blásara-
sveitina sem er að búa sig undir
þátttöku í heimskeppni hljóm-
sveita í Kerkrade í Hollandi í
sumar.
Blásarasveitir skólans halda
sína árlegu vortónleika í íþrótta-
skemmunni mánudagskvöldið
22. maí kl. 20.30. Þar leika 4
blásarasveitir skólans undir
stjórn Christopher Thornton,
Robert C. Thomas og Roar
Skólaslit Tónlistarskólans á
Akureyri fara fram í Akureyr-
arkirkju laugardaginn 20. maí
kl. 17. Þar verða nemendum
afhentar einkunnir og verð-
laun veitt. Einnig verða veittir
námsstyrkir úr Minningarsjóði
Þorgerðar S. Eiríksdóttur.
Við þetta tækifæri verður leik-
ið á orgel, blokkflautur og fleiri
hljóðfæri, auk þess sem D-blás-
arasveit skólans mun leika undir
stjórn Trevor J. Ford. Hann
kemur hingað til lands frá Noregi
til að leiðbeina og stjórna D-
sveitinni á námskeiði sem fram
fer í Tónlistarskólanum um helg-
ina.
Trevor J. Ford er heimsþekkt-
ur maður á sviði stjórnunar og
Trevor J. Ford.
Rekstrarafkoma Eimskips
neikvæð á 1. ársíjórðungi 1989
Á fyrsta ársfjórðungi voru heild-
arflutningar Eimskips 293 þús-
und tonn, en voru á sama tíma í
fyrra 266 þúsund tonn. Flutning-
ar jukust því um 10% í tonnum
talið og má einkum rekja þessa
auknu flutninga til meiri stór-
flutninga og aukins útflutnings.
Þrátt fyrir aukið flutningsmagn
hefur rekstrarafkoma Eimskips
verið slæm undanfarna mánuði.
Afkoma félagsins var neikvæð
urn nálægt 100 milljónir á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs. Þessi
rekstrarhalli stafaði af lækkun
flutningsgjalda og hækkun veiga-
mikilla kostnaðarliða í skipa-
rekstri.
Mikil lækkun meðalflutnings-
gjalda á undanförnum árum
kemur skýrast fram í því að flutn-
ingsmagn félagsins á milli áranna
1984 og 1988 hefur aukist um
33% á sama tíma og heildartekj-
ur Eimskips á föstu verðlagi hafa
einungis aukist um 2% á sama
tímabili. Þessi lækkun hefur ver-
ið möguleg vegna hagræðingar-
aðgerða félagsins og ýmissa hag-
stæðra rekstrarskilyrða í skipa-
rekstri á undanförnum árum.
Á undanförnum mánuðum
hafa ýmsir kostnaðarliðir í skipa-
rekstri hækkað verulega og má
nefna að leiguverð á skipum og
gámum hefur hækkað um allt að
75% á heimsmarkaði á einu ári.
Þá hefur olíuverð hækkað mjög á
árinu 1989 og vextir af erlendum
lánum hafa hækkað um 30-40% á
liðnu ári.
Til að bregðast við þessum
breyttu skilyrðum hefur félagið
gripið til aðhaldsaðgerða, sem
draga úr rekstrarkostnaði. Sett
hefur verið ráðningabann og
stefnt er að fækkun fastra
starfsmanna og helmingsfækkun
verður í suntarafleysingum mið-
að við það, sem var á liðnu ári.
Kvam, en heiðursstjórnandi á
tónleikunum verður Trevor J.
Ford.
Heimsfrægur stjórnandi
Trevor J. Ford fæddist í Tasman-
íu árið 1931 en fluttist með for-
eldrum sínum til Englands 1934.
Sem drengur hlaut hann þjálfun f
Lúðrasveit Konunglega sjóhers-
ins og starfaði frá árinu 1948 á
vegum hennar í Malaya og Aust-
urlöndum nær og fjær.
Árið 1959 var honum veitt
stjórnandastarf við Lúðrasveit
breska flotans, en árið 1964 flutti
hann til Noregs og tók við starfi
aðalstjórnanda Sambands norskra
lúðrasveita. Starfssvið hans nær
til kennslu, hljómsveitarstjórnar
og sérstakra verkefna í hljóð-
færakennslu.
Árið 1973 hlaut Ford 2. verð-
laun í alþjóðlegri keppni í útsetn-
ingum fyrir lúðrasveitir. Hann
hefur samið fjölmörg tónverk
fyrir blásara og hafa 35 þeirra
verið gefin út í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Auk þess hefur hann
fengið boð um að semja sérstak-
lega fyrir hollenska útvarpið,
norræna tónlistarbandalagið og
Uster tónlistarhátíðina í Sviss.
Trevor J. Ford hefur samið
ýmsar tónfræðibækur og er eftir-
sóttur kennari og fyrirlesari víða
um Bandaríkin óg Evrópu. Hann
hefur setið í dómnefndum al-
þjóðlegra tónlistarmóta, t.d. í
danskri og norskri þjóðarkeppni,
og einnig á heimsmótum í Ker-
krade og víða um heim.
Hann er stofnandi lúðrasveitar
æskunnar í Noregi, hann endur-
reisti bandalag norskra lúðra-
sveitarstjórnenda og hann hefur
verið fyrsti forseti alheimssam-
bands blásarasveita. SS
Hestaíþróttir:
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupoppír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Tölvupappír
Dagsprent hf.
Strandgötu 31 • E? 24222 Akureyri
Baldvin Ari, Arnar og
Elvar stigahæstu knaparnir
- á páskamóti íþróttadeildar Léttis
Páskamót ÍDL var haldið í síð-
asta mánuði við Verkmennta-
skólann á Akureyri. Mótinu
var búið að fresta margoft
vegna snjóa og veðurs en það
var loks haldið á planinu við
VMA helgina 16.-17. apríl.
Mótið tókst í alla staði mjög
vel og var mikil þátttaka eða
um 130 skráningar. Mótið stóð
í tvo daga og hófst keppni á
laugardaginn með fjórgangi
fullorðinna og lauk á sunnu-
daginn með gæðingaskeiði.
Þrír dómarar komu frá Dalvík
þeir Stefán Friðgeirsson, Einar
Hjörleifsson og Steinar Stein-
grímsson og dæmdu þeir ásamt
heimadómurum sem skiptust á
að dæma hinar ýmsu greinar
með þeim og eiga þeir þakkir
skildar fyrir vel unnin störf.
Einnig ber að þakka Baldvini
Bjarnasyni skólameistara
VMA fyrir að gera þetta mót
mögulegt.
Helstu úrslit á mótinu urðu
þessi:
Tölt fullorðinna: Stig
1. Baldvin Ari Guðiaugsson á Trygg 73,60
2. Eiður Mattíasson á Hrímni 68,80
3. Birgir Árnason á Stíganda 68,00
4. Jóhann G. Jóhannesson á Vin 66,13
5. Reynir Hjartarson á Dropa 62,93
Fjórgangur fullorðinna: Stig
1. Baldvin Ari Guðlaugsson á Trygg 47,60
2. Eiður Mattíasson á Klúbb 45,05
3. Birgir Árnason á Stjarna 41,48
4. Mattías Eiðsson á Jarli 40,63
5. Jóhann G. Jóhannesson á Vin 42,16
Fimmgangur fullorðinna: Stig
1. Örn Grant á Krumma 49,20
2. Þorvar Þorsteinsson á Nökkva 44,60
3. Ragnar Ingólfsson á Orra 47,40
4. Reynir Hjartarson á Blæju 45,60
5. Mattías Eiðsson á Kóng 44,60
Gæðingaskeið fullorðinna: Stig
1. Sigurður Á. Snorrason á Nubb 68,00
2. Örn Grant á Krumma 67,00
3. Baldvin Ari Guðlaugsson á Garpi 54,50
Stigahæsti knapi fullorðinna: Stig
Baldvin Ari Guðlaugsson 218,70
Isl. tvíkeppni fullorðinna: Stig
Baldvin Ari Guðlaugsson 121,20
Skeið tvíkeppni fullorðinna: Stig
Örn Grant 116,20
Tölt unglinga 13-15 ára: Stig
1. Arnar Grant á Stjörnufák 65,06
2. Stefán Þórsson á Víði 61,60
3. Hildur R. Ragnarsdóttir á Tvisti 58,40
4. Sigfús Jónsson á Rispu 53,86
5. Gestur Júlíusson á Barón 55,46
Fjórgangur unglinga 13-15 ára: Stig
1. Sigrún Brynjarsdóttir á Kötlu 38;93
2. Arnar Grant á Stjörnufák 37,40
3. Þór Jónsteinsson á Gjafari 37,40
4. Sigfús Jónsson á Rispu 37,74
5. Sævar Helgason á Rommel 36,04
Fimmgangur unglinga 13-15 ára: Stig
1. Arnar Grant á Grettir 41,60
2. Sigrún Brynjarsdóttir á Vífil 39,40
3. Þór Jónsteinsson á Vind 39,00
4. Gestur Júlíusson á Barón 35,00
5. Börkur Hólmgeirsson á Dverg 29,20
Stigahæsti knapi unglinga: Stig
Arnar Grant 144,06
ísl. tvíkeppni: Stig
Arnar Grant 102,40
Tölt barna: Stig
1. Elvar Jónsteinsson á Tind 42,13
2. Sveinn I. Kjartansson á Blesa 40,53
Fjórgangur barna: Stig
1. Elvar Jónsteinsson á Tind 38,33
Stigahæsti knapi barna: Stig
Elvar Jónsteinsson 80,46
ísl. tvíkcppni barna: Stig
Elvar Jónsteinsson 80,46