Dagur - 19.05.1989, Qupperneq 10
10 - DÁGUR - Föstudagur 19. maí 1989
ÁRLAND
f/ myndosögur dogs 1
ANDRÉS ÖND
HERSIR
Ekki giftast manni sem á bát.
Flýttu þér að
koma með
þetta drasl!
BJARGVÆTTIRNIR
# Ekkert
einsdæmi
f gær var Smátt og stórt
helgað Hlíðarbraut og
göngubrú yfir Glerá. í því
sambandi er vert að geta
þess að Hlíðarbrautin er
ekkert einsdæmi því gang-
andi vegfarendur hafa ávallt
verið látnir sitja á hakanum
á Akureyri. Fyrir allmörgum
árum voru götur reyndar
ekki malbikaðar í nýjum
hverfum fyrr en eftir dúk og
disk en þar hefur breyting
orðið á. Hús rísa, hverfi
byggjast upp og götur eru
malbikaðar en gangstéttir
sjást ekki. Það hefur yfirleitt
tekið Akureyrarbæ 10 ár að
ganga frá gangstéttum, þ.e.
eftir að fólk er flutt í nýja
húsið þarf það að bíða í ára-
tug eftir gangstétt. Sumir
segja þetta kannski ekkert
stórmál en menn verða að
gera sér grein fyrir því að
þegar möl eða mold er við
götubrún þá berast óhrein-
indi á malbikaðar göturnar,
inn í hús og síðan þyrlast
rykið upp í roki. Nær væri
að hugsa um að loka svæð-
um í nýjum hverfum, núver-
andi ástand flokkast undir
sóðaskap. Akureyri er sóða-
legur bær. Ný hverfi eru
umlukin ryki og drullu árum
saman, m.a. vegna þess að
ekki er gengið frá gangstétt-
um.
• Lítiðá
Síðuhverfi
Hollt væri fyrir forráðamenn
bæjarins að aka eða skokka
um Síðuhverfi. Leið þeirra
liggur vissulega eftir mal-
bikuðum götum en göturnar
eru þaktar sandi og grjóti.
Krakkarnir leika sér í grjót-
kasti á götunum. Grjótin
spýtast undan dekkjum
bíla. Enginn sést á ferli á
ófærum og ómalbikuðum
gangstéttunum. Fólkið
gengur á götunni. Gangandi
fólk, bílar, börn að leik; allt í
einni kös á götunni.
Rigning. Allt vaðandi í
druliu. Rok. Rykið lemur
bíla og hús, smýgur inn á
heimilin. Gönguferð til
ömmu á Brekkunni. Lífs-
hættuleg spor eftir Hliðar-
braut. Bílarnir aka á 70-100
km hraða. Ókeypis sturta ef
gatan er blaut. Maður sætir
lagi við að komast yfir
brúna, klesstur upp við
handriðið. Gönguferðum til
ömmu fækkar. Bíllinn er
það eina sem dugir, blessuð
sé blikkbelja vor.
dagskrá fjölmiðla
Sjónvarpið
Föstudagur 19. maí
17.50 Gosi (21).
18.15 Litli sægarpurinn.
(Jack Holbom.)
Fyrsti þáttur.
Nýsjálenskur myndaflokkur í tólf þáttum.
Aðalhlutverk: Monte Markham, Terence
Cooper, Matthias Habich og Patrick
Bach.
Jack Holborn er munaðarlaus piltur sem
strýkur að heiman og felur sig í skipi er
liggur við festar í höfninni. Þegar út á
rúmsjó er komið kemst hann að raun um
að þetta er sjóræningjaskip.
18.45 Táknmálsfréttir.
18.50 Magni mús.
19.05 Ærslabelgir.
(Comedy Capers - Union Station.)
A brautarstöð.
Stutt mynd frá tímum þöglu myndanna.
19.20 Benny HiU.
19.50 Tommi og Jenni.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Fiðringur.
Hvað verður um okkur?
Þáttur fyrir ungt fólk í umsjón Bryndísar
Jónsdóttur.
21.05 Derrick.
22.10 Smáþjóðaleikarnir á Kýpur.
22.30 Fallvölt frægð.
(The Harder They Come.)
Jamaísk bíómynd frá 1973.
Aðalhlutverk: Jimmy Cliff, Carl
Bradshaw, Janet Bartley og Bobby
Charlton.
Reggaesöngvari heldur til stórborgarinn-
ar í leit að frægð og frama. Hann á erfitt
uppdráttar og frægðin lætur á sér standa.
í myndinni eru flutt mörg vinsæl reggae-
lög eftir Jimmy Cliff og fleiri.
00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarp Akureyri
Föstudagur 19. maí
16.45 Santa Barbara.
17.30 Feðgar í klípu.
(So Fine.)
Gamanmynd um prófessor sem rænt er af
glæpamanni sem vonast til að fá aðstoð
hans við að bæta fyrirtæki sitt. Eiginkona
glæpamannsins gleðst einnig yfir komu
prófessorsins því hún telur að hann muni
fylla skarð eiginmannsins.
19.00 Myndrokk.
19.19 19.19.
20.00 Teiknimynd.
20.10 Ljáðu mér eyra ...
20.40 Bernskubrek.
(The Wonder Years.)
21.10 Syndin og sakleysið.#
(Shattered Innocence.)
Átakanleg mynd sem er lauslega byggð á
ævisögu klámdrottningarinnar Shauna
Grant. Aðalpersóna myndarinnar,
Pauleen, er unglingsstúlka sem hefur
hlaupist að heiman. Hana dreymir um
frægð og frama en í einfeldni sinni ratar
hún inn á brautir kláms og eiturlyfja.
Áður en langt um líður er hún orðin þræll
klámmyndaframleiðenda og hórumang-
ara en staða hennar breytist þegar hún
kynnist eiturlyfjasalanum, Mel, sem er
staðráðinn í að hafa sig upp úr eymdinni.
Hann tekur Pauleen með sér í viðskipta-
ferð og allt virðist leika í lyndi þar til Mel
er handtekinn og Pauleen stendur uppi
slipp og snauð og hefur ekki í nein hús að
venda.
Aðalhlutverk: Melinda Dillon, Jonna Lee,
John Plashette, Dennis Howard og
Nadine van der Velde.
Alls ekki við hæfi barna.
22.50 Bjartasta vonin.
(The New Statesman.)
23.15 Einn á móti öllum.#
(Only the Valiant.)
Svart/hvítur vestri með glæsimenninu
Gregory Peck í hlutverki Lance herfor-
ingja, sem sætir harðvítugri gagnrýni frá
hermönnum sínum þegar einn úr þeirra
röðum er felldur í bardaga við apatsji-
indíána. Lance er sakaður um að hafa
vísvitandi sent hermanninn út í opinn
dauðann en hann og hinn fallni hermaður
höfðu báðir haft augastað á sömu stúlk-
unni. Lance sem aðeins hlýddi skipunum
yfirboðara sinna, á fullt í fangi með að
hreinsa sig af þessum áburði og öðlast
traust að nýju hjá hermönnunum og
stúlkunni sem hann ann.
Aðalhlutverk: Gregory Peck, Barbara
Payton og Gig Young.
Ekki við hæfi barna.
01.00 Furðusögur II.
(Amazing Stories II.)
Þrjár spennandi sögur með gamansömu
ívafi úr furðusagnabanka meistara Spiel-
bergs.
Aðalhlutverk: Lukas Haas, Gregory
Hines, Danny DeVito, o.fl.
Alls ekki við hæfi barna.
02.10 Dagskrárlok.
# Táknar frumsýningu á Stöð 2.
Rás 1
Föstudagur 19. maí
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Sólveigu Thorarensen.
Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn: „Á Skipalóni" eft-
ir Jón Sveinsson.
Fjalar Sigurðsson les (5).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Kviksjá - „Söngvar Svantes".
Síðari þáttur.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann.
Umsjón: Erna Indriðadóttir. (Frá Akur-
eyri.)
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Biðraðir.
13.35 Miðdegissagan: „Brotið úr töfra-
speglinum" eftir Sigrid Undset.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir les (17).
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög.
15.00 Fréttir.
15.03 „Vísindin efla alla dáð."
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Rossini, Lortzing
og Halvorsen.
18.00 Fréttir.
18.03 Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Hljómplöturabb.
21.00 Norðlensk vaka.
Umsjón: Haukur Ágústsson. (Frá Akur-
eyri.)
22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins •
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Danslög.
23.00 í kvöldkyrru.
Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Föstudagur 19. maí
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva
Ásrún.
11.03 Stefnumót.
Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem
neytendur varðar.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu.
Gestur Einar Jónasson leikur þraut-
reynda gullaldartónlist og gefur gaum að
smáblómum í mannlífsreitnum.
14.05 Milli mála,
Óskar Páll á útkíkki.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
19.00 Kvöldfróttir.
19.33 Vinsældalisti Rásar 2.
Tíu vinsælustu lögin.
20.30 Knattspyrnulýsing.
Leik íslands og Englands lýst beint frá
Laugardalsvelli.
22.07 Snúningur.
02.05 Rokk og nýbylgja.
03.00 Vökulögin.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Föstudagur 19. maí
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan
Föstudagur 19. maí
07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson
með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt-
um og ýmsum gagnlegum upplýsingum
fyrir hlustendur, í bland við góða morgun-
tónlist.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir.
Valdís er með hlutina á hreinu og leikur
góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri
tónlist eins og henni einni er lagið.
14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin,
gömlu góðu lögin - allt á sínum stað.
Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu.
18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst
þér?
Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt
í umræðunni og lagt þitt til málanna í
síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert
undan og menn koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir þá stundina.
Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum.
Fróttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18.
Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Meiri tónlist - minna mas.
20.00 Ólafur Már Björnsson.
Kynt undir helgarstemmningunni í viku-
lokin.
22.00 Haraldur Gíslason.
Harðsnúni Halli kann „helgartökin" á
tónlistinni. Óskalög og kveðjur í símum
681900 og 611111.
02.00 Næturdagskrá.
Hljóðbylgjan
Föstudagur 19. maí
17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger-
ast í menningu og listum um helgina á
Akureyri.
Stjómendur em Pálmi Guðmundsson og
Axel Axelsson.
Fréttir kl. 18.00.