Dagur - 19.05.1989, Page 11

Dagur - 19.05.1989, Page 11
Föstudagur 19. maí 1989 - DAGUR - 11 Fyrsta starfsári Tonlistarskóla Eyja§arðar lokið: Aðsókn að skólanum fór fram úr björtustu vonum Fyrir skömmu lauk fyrsta starfs- ári Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Má með sanni segja, að aðsókn að skólanum hafi farið langt fram úr björtustu vonum aðstandenda hans, þar sem 200 nemendur voru skráðir í skólann. Voru nemendur allir á grunnskólaaldri og fór aðsóknin upp í að vera um 60% af nemendum í einum grunnskólanum. Er það mál manna, að aukið hafi verið við nýrri vídd í sjóndeildarhring barna á starfssvæði skólans. í vetur var kennt á flest blást- urshljóðfæri, píanó, orgel, gítar, slagve'rk og auk þess störfuðu forskóladeildir á öllum stöðum, en kennt var í Þelamerkurskóla, Hrafnagili, Sólgarði, Lauga- landsskóla, Barnaskólanum Sval- barðseyri og á Grenivík. í flestum tilfellum fóru nemendur út úr almennri bekkja- kennslu í hljóðfæratímana. Gaf það góða raun og var lítið um að nemendur heltust úr lestinni á miðri önn. Starfsemi skólans lauk með Norræn ráð- stefiia um málefiii kvenna í fyrir- tækjarekstri Dagana 19.-21. maí nk. verður haldin í Danmörku fyrsta nor- ræna ráðstefnan um málefni kvenna í fyrirtækjarekstri, „Kvindelige Iværksættere í Norden“. „Markmiðið með samnorrænni ráðstefnu er að safna þeirri þekk- ingu sem til er um stöðu kvenna á þessu sviði, líta til framtíðar og velta fyrir okkur hvað við viljum, hvernig við getum nýtt þetta nýja afl í atvinnulífinu, til að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll,“ segir í fréttatilkynningu vegna ráðstefnunnar. Frumkvæðið að ráðstefnunni og norrænu samstárfi á þessu sviði er komið frá einstaklingum, konum og körlum sem starfað hafa að málefnum kvenna í atvinnurekstri og konum sem reka sjálfar fyrirtæki. Danskur áhugahópur hefur haft veg og vanda að þeirri vinnu, en í náinni samvinnu við sérstaka fulltrúa hinna Norðurlandanna. Haldnir hafa verið nokkrir samnorrænir undirbúningsfundir og hefur full- trúi íslands í undirbúningsnefnd- inni setið þá, þannig er nú þegar orðið til norrænt net áhugafólks á þessu sviði. Vonast er til að ráðstefnan megi verða til að hvetja yfirvöld og almenning til að styðja við þá jákvæðu þróun sem nú á sér stað hjá konum sem í síauknum mæli hasla sér völl á ýmsum sviðum atvinnurekstrar. Þátttakendur verða u.þ.b. 170 frá Norðurlöndunum fimm, þ.á m. 14 frá íslandi: Konur sem reka fyrirtæki; fólk sem unnið hefur að stuðningi við konur sem vilja stofna eða reka fyrirtæki; og áhugasamir stjórnmálamenn og embættismenn. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku fréttafólks frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnan er styrkt af ríkis- stjórnum allra fimm Norðurland- anna, og norrænum sjóðum. þrennum vortónleikum, þar sem flestir nemendur skólans komu fram, auk þess sem lúðrasveit skólans lék á öllum tónleikunum. Eftir þessa góðu byrjun hyggst skólinn færa út kvíarnar, bæði með því að fjölga námsgreinum, svo og með því að bjóða full- orðnum upp á kennslu. Er ætlun- in að bæta við fiðlukennslu, harmonikukennslu og söng- kennslu. Við skólann störfuðu í vetur fimm kennarar, auk skólastjóra, Atla Guðlaugssonar, en búast má við að þeim fjölgi um þrjá til fjóra næsta skólaár, miðað við þann fjölda nemenda, sem þegar hefur skráð sig í nám næsta vetur. Allur akstur krefst varkárni BKi J^\FFE Kynningr í Hrísalundi föstudaginn 26. maí kl. 14.00-19.00 og laugardaginn 27. maí kl. 11.00-16.00 I Kynningarverð Heildverslun Gunnars Hjaltasonar Reyðarfirði • Sími 97-41224 STAÐGREIÐSLA 1989 NÁMSMANNA- SKATTKORT Breytt fyrirkomulag HVERJIR EIGA RÉTT Á NÁMSMANNA- SKATTKORTI? Rétt á námsmannaskattkorti áriö 1989 eiga þeir námsmenn, fæddir 1973 eða fyrr, sem stundað hafa nám á vormisseri og nýtt hafa lítið sem ekkert af persónuafslætti sín- um á þeim tíma og ekki flutt hann til maka. BREYTT ÚTGÁFU- FYRIRKOMULAG Sú breyting hefur verið gerð að í ár þarf ekki að sækja sérstak- lega um námsmannaskattkort nema í undantekningartilvik- um. Ríkisskattstjóri mun á grund- velli upplýsingafráskólum um það hverjir teljast námsmenn og frá launagreiðendum um nýtingu persónuafsláttar þeirra gefa út námsmannaskattkort og senda til þeirra sem rétt eiga á þeim í byrjun júní nk. Námsmenn við erlenda skóla þurfa hins vegar að sækja sérstaklega um námsmanna- skattkorttil ríkisskattstjóra. Útgáfu námsmannaskatt- korta annast staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,150 Reykjavík. Sími 91 -623300. BREYTTUR GILDISTÍMI Gildistíma námsmannaskatt- kortsins hefur verið breytt. Nú er heimilt að nota námsmannaskatt- kortið frá útgáfudegi til og með 31. desember 1989 í stað júní, júlí og ágúst eins og áður. Athugið að námsmanna- skattkort gefin út á árinu 1988 eru ekki iengur í gildi. BREYTT MEÐFERÐ PERSÓNUAFSLÁTTAR Á námsmannaskattkorti 1989 kemur fram heildarfjárhæð per- sónuafsláttar sem kortið veitir rétt til en ekki mánaðarleg fjárhæð eins og áður. Við ákvörðun stað- greiðslu korthafa ber launagreið- anda að draga þennan afslátt frá eftir þörfum þar til hann er upp- urinn, samhliða persónuafslætti námsmanns samkvæmt aðal- skattkorti og skattkorti maka hans ef þau eru afhent honum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.