Dagur - 19.05.1989, Page 14

Dagur - 19.05.1989, Page 14
14 - DAGUR - Föstudagur 19. maf 1989 Xokad eftir hádegi í dag vegna breytinga. Hársnyrtlstofan Samson Sunnuhlíð Minning: Ý Theodór A. Jónsson Fæddur 28. júní 1939 - Dáinn 7. maí 1989 Akureyringar - Nærsveitamenn Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi verður með hina vinsælu klútasölu dagana 20.-30. maí nk. Allur ágóði rennur til uppbyggingar á sambýlum fyrir þroskahefta á svæðinu. Gerið góð kaup um leið og þið styðjið gott málefni. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Auglýsing frá skipulagsnefnd kirkjugarða Sóknarnefnd Glæsibæjarkirkju í Eyjafjarðarprófasts- dæmi hefur ákveðið eftirfarandi framkvæmdir við kirkjugarðinn: Endurnýja girðingu og sáluhlið, lag- færa garðflöt og minnismerki, fjarlægja ónýtar leg- stoðagirðingar ásamt fleiri umbótum. Þeir sem telja sig þekkja ómerkta legstaði eða hafa eitthvað við framkvæmd þessa að athuga, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við Gunnar Kristjánsson, Dagverðareyri, í síma 26273 innan 8 vikna frá birtingu auglýsingar þessarar, samanber lög um kirkjugarða frá 23. apríl 1963. F.h. kirkjugarða. Skipulagsnefnd kirkjugarða. Aðalsteinn Steindórsson. Mikilhæfur maður er horfinn á braut. Theodór A. Jónsson var fædd- ur á Stað í Staðardal, Steingríms- firði, annar sonur hjónanna Helgu Tómasdóttur og Jóns Sæmundssonar, bónda og hrepp- stjóra. Þegar að Theodór var á barnsaldri fluttist fjölskyldan inn á Hólmavík og Jón hóf störf hjá Kaupfélaginu þar. Fljótlega upp úr fermingu fór Theodór í sumar- vinnu suður í Brautarholt á Kjal- arnesi. Það sumar fór að bera á sjúkleika hans og fór hann til lækninga á Landakotsspítala vegna þess. Þegar hann var á leið heim til sín norður á Hólmavík eftir þær rannsóknir og lækningar varð hann fyrir því óhappi að bíll sá er hann var farþegi í valt og lærbrotnaði hann í því slysi. Theodór náði sér aldrei eftir það og var í hjólastól æ síðan. Leið Theodórs lá þessu næst í Samvinnuskólann Bifröst og lauk hann þaðan prófi árið 1961. Að prófi loknu hóf hann störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og vann þar í lífeyrisdeild allt til þess að hann tók við starfi sem forstöðumaður Vinnu- og dvalar- heimilis Sjálfsbjargar árið 1973. Pví starfi sinnti hann til dauða- dags. Þann 6. janúar sama ár og Theodór tók við starfi forstöðu- manns Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar giftist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet átti tvö börn, Bjarna og Kristínu, sem Theodór gekk í föður stað og þótti mjög vænt um. Síðustu þrjú ár ævi sinnar bjó Theodór í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12, Reykjavík. Theodór var mikilhæfur og af- Sunnuhlíð 12 föstud. 19. maí frá kl. 15-18 Byggðavegur 98 20. maífrá kl. 15-18 Ný framleiðsla frá Kynnist góðri vöru hagstœðu verði Matvörudeild kastamikill félagsmálamaður. Hann stóð frá stofnun Sjálfs- bjargar í eldlínu baráttunnar fyr- ir breyttu þjóðfélagi og bættum hag fatlaðra. Theódór var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, 27. júní 1958, þá aðeins 18 ára að aldri. Hann var ritari Sjálfsbjarg- ar í Reykjavík fyrstu tvö árin. Árið 1959 þegar að Sjálfsbjargar- félögin stofnuðu með sér lands- samband var hann kjörinn vara- formaður þess. Árið eftir varð hann formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Þegar að Theodór tók við formennsku hjá landssambandinu voru Sjálfs- bjargarfélögin sem mynduðu það átta að tölu, 28 árum síðar árið 1988 þegar að hann lét af for- mennsku voru Sjálfsbjargarfélög- in orðin fimmtán. Undir forystu hans hefur Sjálfsbjargarhreyfing- in stöðugt sótt fram og hvergi hvikað í baráttunni fyrir samfé- lagi öllum til har.da. Bandalag fatlaðra á Norður- löndum var stofnað 1961 og var Theodór frá upphafi í stjórn þess fyrir íslands hönd. Árin 1968 til 1972 var hann formaður Banda- lags fatlaðra á Norðurlöndum. Theodór var í stjórn Hjálpar- tækjabanka Sjálfsbjargar og Rauða kross íslands frá stofnun hans til 1980 og varamaður í stjórn Öryrkjabandalags íslands frá 1988. Hann var í fram- kvæmdanefnd Alþjóðaárs fatl- aðra, varamaður í tryggingaráði Tryggingastofnunar ríkisins fyrir Framsóknarflokkinn frá 1974 til dánardags og sinnti ýmsum fé- lagsmálastörfum fyrir Framsókn- arflokkinn í sínu sveitarfélagi á Seltjarnarnesi þegar hann bjó þar. Á sínum yngri árum var Theodór virkur í starfi Félags ungra framsóknarmanna. Auk þess að vera mikilsvirtur félagsmálamaður var Theodór stórbrotinn persónuleiki. Hann var sannur vinur vina sinna og það var hans líf og yndi að vera í góðra vina hópi. Theodór hafði unun af ferðalögum og hafði komið víða. Þótt hann þyrfti mikla aðstoð á þeim lét hann það ekkert á sig fá og vinir hans, einkum og sér í lagi Tómas Sig- urðsson, voru óþreytandi við að aðstoða hann á ferðalögum hans. Það var oft glatt á hjalla í þessum ferðum og margar góðar minningar streyma fram í hugann þegar mér verður hugsað til þeirra. Theodór var ræðumaður góður og á viðeigandi stundum hélt hann stórskemmtilegar tæki- færisræður auk þess sem hann gjarnan hélt fjörinu gangandi þegar Sjálfsbjargarfélagar hittust. Þegar að Theodór lét af for- mennsku hjá Sjálfsbjörg, lands- sambandi fatlaðra, á síðastliðnu ári varð hann auk annarra starfa sinna framkvæmdastjóri Sjálfs- ojargar. Theodór var kjölfestan í starfi Sjálfsbjargar og honum verður best lýst með því að segja að hann hafi verið talandi tölvu- banki um málefni fatlaðra og Sjálfsbjargar. Missir okkar Sjálfsbjargarfélaga er því mikill og skarð Theodórs verður vand- fyllt. Með samstilltum frumherj- um Sjálfsbjargar vann Theodór stórvirki í því að breyta viðhorf- um og aðstæðum í íslensku þjóð- félagi til hagsbóta fyrir fatlaða. Það væri ekki í Theodórs anda að leggja árar í bát þó móti blási, hann á það inni hjá okkur öllum að blásið sé í herlúðrana og ný sókn verði hafin fyrir betri framtíð, fyrir samfélagi fyriraila. „Helfregnin barst, það húmaði vordegi á, hækkandi sólar dapraðist fagurt skin. Komandi stundir sjaldnast er unnt að sjá, sárast að kveðja félaga góðan og vin. Huggun þó veitir vonin um endurfund, vekur að nýju hljóminn í brostnum streng. Margs konar umrót mótar líðandi stund., minningin vaktir um góðan, ötulan dreng. Kveðju skal senda hátt út í heiðið blátt, hugurinn leitar svo margs þess er áður var. Minning hans sæmir að merkinu lyft sé hátt, merkinu því sem ótrauður jafnan hann bar. “ (Jóhannes Benjamínsson, 1989.) Ég votta Ragnari bróður Theo- dórs, aðstandendum, ættingjum, vinum og sjálfsbjargarfélögum öllum dýpstu samúð vegna frá- falls hans. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.