Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 6
■6 - OAfiíUB - f$studagw;26,rfTœí,ft«8? Fóstur- foreldrar Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar leitar að góðu heimili fyrir 10 ára gamlan dreng til lengri dvalar. Þyrfti helst að vera í Eyjafirði eða nágrenni. Frekari upplýsingar veita félagsmálastjóri og aöstoð- arfélagmálastjóri í síma 91-53444 virka daga frá kl. 11.00-12.00. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Hvoð er oð gerost Krumpugallarnir komnir aftur Stærðir S-XL. Verð aðeins kr. 4.490,- Barnajogginggallar Stærðir 98-128. Verð kr. 1.850,- Barnabolir Mikið úrval. Verð frá kr. 57,- Vinnuskór með stáltá Verð frá kr. 4.450,- Vinnuskór án stáltáar Verð frá kr. 3.560,- IIIEYFJÖRÐ * Hjalteyrargötu 4 ■ Sími 22275 Geysiskvartettiiin í Akureyrarkirkju 28. maí Liðin eru rúm 20 ár frá því að Geysiskvarttettinn hóf söngferil sinn. Víða hefir söngur hans hljómað innanlands og utan áheyrendum til ánægju. Pegar þeir félagar voru með söng- skemmtun í Borgarbíói komust færri að en vildu, og oft heyrast leikin lögin af plötunni, sem kvartettinn gaf út. Lítið hefir heyrst í Geysis- kvartettinum síðustu ár. Margir hafa óskað þess að ráðin yrði á því bót, og nú hefir kvartettinn æft nýja söngskrá, sem flutt verð- ur í Akureyrarkirkju sunnudag- inn 28. maí kl. 21.00. Kvartettinn skipa sömu menn og í upphafi, Aðalsteinn Jónsson | ÍlllMÍSlll ■ Sýning á einbýlishúsi Sýnum n.k. laugardag og sunnudag frá kl. 13.00-18.00 glæsilegt einbýlishús aö Bakkasíöu 10. Húsið verður sýnt með öllum innréttingum Húsgögn frá Örkinni hans Nóa Veriö velkomin. AÐALGEIR FINNSSON HF BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA FURUVÖLLUM 5 ■ P.O. BOX 209 • 602 AKUREYRI ■ ICELAND SlMAR: 21332 & 21552 ■ NAFNNÚMER: 0029-0718 1. tenór, Guðmundur Þorsteins- son 2. tenór, Birgir Snæbjörns- son 1. bassi og Sigurður Svan- bergsson 2. bassi. Jakob Tryggvason organisti, sem alla tíð hefir æft þá félaga, útsett mörg lögin og leikið undir, er enn á sínum stað. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Kvennakórinn Lizzie: Þrennir tónleikar - Á Húsavík, Akureyri og í Mývatnssveit Kvennakórinn Lizzie heldur tónleika í Húsavíkurkirkju Hmmtudaginn 1. júní kl. 21.00, í Glerárkirkju laugardaginn 3. júní kl. 17.00 og í Reykjahlíð- arkirkju mánudaginn 5. júní kl. 21.00. Á tónleikunum syng- ur Hólmfríður S. Benedikts- dóttir, sópran, einsöng og Björn Steinar Sólbergsson leikur einleik á orgel, auk þess að koma fram með kórnum. Kvennakórinn Lizzie starfar á vegum Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga og í kórnum syngja konur frá Mývatnssveit, Húsavík, Grenivík og öllum byggðum þar á milli. Á efnisskrá tónleikanna eru veraldleg lög og kirkjuleg verk, m.a. íslensk þjóðlög og sönglög og lög eftir Mozart og Handel. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir. IM íþróttaskemman á Akureyri: Bach-tónleikar á suimudag Passíukórinn á Akureyri, félagar úr Kammersveit Akureyrar ásamt hljóðfæraleikurum frá Reykjavík og einsöngvararnir Þorgeir Andrésson (tenór), Ingi- björg Marteinsdóttir (sópran) og Michael Jón Clarke (bassi) flytja Upprisuóratoríu C. Ph. Eman- uels Bachs í íþróttaskemmunni á Akureyri kl. 17. sunnudaginn 28. maí. Michael Jón hefur áður sungið einsöng með Passíukórn- um en þau Ingibjörg og Þorgeir syngja nú í fyrsta skipti með kórnum. Upprisuóratorian er önnur tveggja óratoría C. Ph. Eman- uels Bachs, en hann var einn af sonum Johanns Sebastians Bachs. Hann samdi mikinn fjölda píanóverka og er af mörgum tal- inn faðir nútíma píanóleiks. Þetta verk hefur ekki verið áður flutt á íslandi og því er full ástæða til hvetja tónlistaráhuga- fólk að láta þennan tónlistarvið- burð ekki fram hjá sér fara. Arsenal-stemmning í Bleika fQnum í dag Norðlenskir Arscnal-aðdáend- ur ætla að koma saman á skemmtistaðnum Bleika fíln- um á Akureyri kl. 18.00 í dag, föstudag. Tilefnið er bein útsending Sjónvarpsins frá úr- slitaleik ensku deildarkeppn- innar milli Arsenal og Liver- pool, sem hefst kl. 19.00 á heimavelli þeirra síðarnefndu. Arsenal verður að sigra með tveggja marka mun í dag og ætla áhangendur liðsins að fylgja því til sigurs, að sögn Kjartans Björnssonar á Selfossi, formanns Arsenal-klúbbsins á íslandi. Kjartan sagði að Norðurland eystra væri fjölmennsta deildin innan klúbbsins, en þar búa um 25% félaga þessa merkilega aðdáendaklúbbs, og því mætti búast við góðri mætingu í dag. „Við ætlum að vinna þennan leik og erum alls ekki búnir að tapa trúnni. Við höfum reyndar staðið okkur illa í síðustu tveim- ur leikjum og fært Liverpool for- ystuna í deildinni upp í hendurn- ar. En þeir eru ekki komnir nema með aðra höndina á bikarinn og hann verður slitinn af þeim í dag. Það er tími til kominn að sýna Liverpool hverjir eru bestir,“ sagði Kjartan Björnsson að lokum. Félagsstarf aldraðra: Sýning og kaífisala Félagsstarf aldraðra á Akureyri verður fjölbreytt um helgina. Laugardaginn 27. maí hefst sýn- ing á ýmsunt munum sem unnir hafa verið í tengslum við nám- skeið í Húsi aldraðra. I Gamla Lundi verða sýnd mál- verk og stendur sú sýning frá 27. maí til 4. júní. Opið verður kl. 14-20 laugardaga og sunnudaga, en kl. 16-20 á virkum dögum. í Húsi aldraðra verður handa- vinna til sýnis kl. 14-18 laugar- daginn 27. maí. Þann dag verður einnig kaffisala til ágóða fyrir starfsemina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.