Dagur - 27.05.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. maí 1989
„Sigrún“ réði
úrslitum f æsi-
spennandi keppni
Þá er komið að átta manna
úrslitum í einvíginu. Þessi
spurningaleikur verður nú á
dagskrá í hverju heigarblaði
uns einn stendur uppi sem sig-
urvegari. Dregið var um hvaða
keppendur leiða saman hesta
sína og varð niðurstaðan þessi:
Erlingur Sigurðarson - Björn
Snæbjörnsson, Júlíus Krist-
jánsson - Kristín Jónsdóttir,
Anna Helgadóttir - Bjarni Kr.
Grímsson og Geirmundur
Valtýsson - Elfa Ágústsdóttir.
Það voru Erlingur Sigurðarson
menntaskólakennari og Björn
Snæbjörnsson varaformaður
Einingar sem hófu leikinn og
var keppni þeirra gríðarlega
jöfn og spennandi.
Fyrst var spurt um rithöfund.
Erlingur þekkti bókartitilinn og
þar með höfundinn og fæðingarár
hans. Björn hugleiddi málið um
stund en taldi að hér væri um
Gunnar Gunnarsson að ræða,
enda höfundurinn mikið í
umræðunni þessa dagana, og
hann vissi að Gunnar fæddist fyr-
ir hundrað árunt.
Teiknimyndahetjurnar vöfðust
fyrir keppendum. beir horfa
aldrei á Stöð 2 kl. 8 á mánudags-
kvöldunt en samt skutu þeir báðir
beint í mark eftir nokkrar vanga-
veltur: Andrés og Mikki.
Þá var komið að rnáli sem
nýlega var í fréttunum. Björn og
Erlingur svöruðu strax að konan
hefði fengið 7.900 kr. í skaðabæt-
ur en nafnið á henni mundu þeir
ekki svo glöggt. Erlingur hafði
skírnarnafnið rétt og fékk hálft
stig fyrir það. Björn hafði hins
vegar upphafsstafina rétta, SG,
en nafnið kolvitlaust. „Hún er
síðhærð,“ sagði hann en fékk litl-
ar málsbætur fyrir það svar. Stað-
an þá 5!/> stig gegn 5, Erlingi í
vil.
Sjaldgæf íslensk orð hafa vakið
litla kátínu hjá keppendum.
Björn tengdi trys við trissu.
„Segjum bara að þetta sé blökk."
Erlingur hugsaði sig um: „Hmm,
trys, tros, trus, trúss. Segjum
bara að þetta sé farangur eða
klyfjar, önnur orðmynd yfir
trúss." Hvorugur fékk því stig
enda rétt svar: Verðlaus hlutur,
glingur, drasl.
íþróttir voru næstar á dagskrá.
Skemmst er frá því að segja að
hvorki Erlingur né Björn áttu í
erfiðleikum með að nefna
Reykjavíkurliðin fimm í 1. deild
karla í fótboltanum. Blaðamann
Morgunblaðsins og fyrrverandi
blaðamann Dags þekktu þeir líka
mæta vel. „Það er Magga Þórs,
hún hefur oft talað við mig,“
sagði Björn. „Margrét Þóra Þórs-
dóttir er þarna og hún hlýtur að
teljast fullgildur blaðamaður
Morgunblaðsins,“ sagði Erling-
ur.
„Blessaðir karlarnir“
En hvaða nafn gáfu Samherja-
menn Álftafellinu sem þeir
keyptu frá Stöðvarfirði? „Annað
hvort var það Hjalteyrin eða
Hrísey," sagði Björn og ákvað
síöan að gefa hið rétta svar. Erl-
ingur svaraði einnig rétt og stað-
an í þessu spennandi einvígi því
12V2 stig gegn 12, Erlingi í vil og
aðeins tvær spurningar eftir.
„Hann heitir Ling eða Wong
eða eitthvað svoleiðis. Segjuni að
hann heiti Ling,“ sagði Björn um
forsætisráðherra Kína. Rangt.
„Ja, hver er forsætisráðherra,
hver er forscti og hver er aðalrit-
ari? Blessaðir karlarnir. Er það
ekki Deng Xioapeng?" Rangt, og
enn skilur hálft stig keppendur
fyrir síðustu spurninguna.
Hvenær eru sumarsólstöður?
Nú var mikið í húfi og keppendur
hugsuöu sig vel um. Þessi þanka-
gangur bar þann ágæta árangur
að þeir svöruöu báðir rétt. En
hálfa stigið hans Erlings, sem
hann fékk með nafninu „Sigrún",
reyndist hafa úrslitaþýðingu í
þessari keppni. Erlingur sigraði,
fékk 13Vi stig af 16 mögulegum
en Björn fékk 13. Sá síðarnefndi
var að vonunt dálítið svekktur
yfir því að þessi stórgóði árangur
skyldi ekki nægja til sigurs og að
sama skapi var þungu fargi létt af
Erlingi þegar hinn naumi sigur
var í höfn.
Erlingur Sigurðarson er kom-
inn í undanúrslit en Birni Snæ-
björnssyni þökkum við drengi-
lega keppni. SS
9
• T
Erlingur Sigurðarson Björn Snæbjörnsson Rétt svör
1. Hver skrifaði skáldsöguna Sælir eru einfaldir og hvaða ár fæddist höfundurinn? (2)
Gunnar Gunnarsson, 1889 Gunnar Gunnarsson, 1889 Gunnar Gunnarsson, 1889
2. Hvaða tvær teiknimyndahetjur eru í aðalhlutverki á dagskrá Stöðvar 2 kl. 8 á mánudagskvöldum? (2)
Mikki mús og Andrés önd Andrés önd og Mikki mús Andrés önd og Mikki mús
3. Hvað heitir konan sem kærði Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og hvaða upphæð fékk
hún í skaðabætur? (2)
Sigrún Magnúsdóttir Sóley Gestsdóttir Sigrún Grímsdóttir
7.900 kr. 7.900 kr. 7.900 kr.
4. Hvað er trys (no. hk.)? (1)
Farangur Blökk Glingur, drasl
5. Hvaða fimm Reykjavíkurlið taka þátt í 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu? (5)
Fram, KR, Valur, Fylkir Valur, Fram, KR, Víkingur Fram, Fylkir, KR Vaíur
ogVíkingur ogFylkir ogVíkingur
6. Hver er biaðamaður Morgunblaðsins á Akureyri? (1)
Margrét Þóra Þórsdóttir Margrét Þórsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir
7. Hvaða nafn fékk togarinn sem Samherji hf. keypti á dögunum? (1)
Hjalteyrin Hjalteyrin Hjalteyrin
8. Hvað heitir forsætisráðherra Kína? (1)
Deng Xioapeng Ling Li Peng
9. Hvenær eru sumarsólstöður? (1)
21. júnf 21. júní 21. júní
Samtals stig:
131/2 13 16
matarkrókur
Fjölbreytni í fyrirrúmi
Matarkrókurinn býður upp á
þrjá ólíka rétti að þessu sinni.
Tveir eiga það sammerkt að
vera ódýrir og fljótlegir, bún-
ir til úr kjöthakki og fiskboll-
um, en að auki er hér upp-
skrift að vandaðri eggja-
köku. Hún krefst meiri fyrir-
hafnar í matreiðslu.
Risotto
2 dl hrísgrjón
200 g kjöthakk
salt, pipar,
papríkuduft, karrý
1 púrra
1 paprika
2 ananashringir
sveppir, ef óskað er
Hakkið er brúnað á pönnu
ásamt grænmetinu og kryddað.
Soðnum hrísgrjónum og ananas
bætt út í. Gott að bera brauð
með og/eða gróft salat. Þessi rétt-
ur er ákaflega fljótlegur og er
snjallt að nota í hann afganga.
Einnig má breyta að vild því sem
blandað er saman við hakkið og
hver og einn getur því sniðið rétt-
inn eftir eigin óskum.
Fiskbollubakstur
1 dós fiskbollur
smávegis af grœnmetisblöndu
(frosinni eða úr dós)
3 egg
graslaukur
rifinn ostur
Fiskbollur og grænmeti sett í
eldfast mót, Eggin þeytt með ca 6
msk fiskbollusoði. Graslauk (eða
venjulegum lauk) og rifnum osti
bætt í og hellt yfir bollurnar.
Bakað í ca 30 mínútur. Þessi auð-
veldi og ódýri réttur er borinn
fram með soðnum kartöflum og
brauði.
Sveppa-eggjakaka
6 egg
5 dl mjólk
salt
Nýir sveppir
smjör
rauðvín
rjómi
pipar, sojasósa
Þessi eggjakaka er góð með
nautakjöti, bökuðum kartöflum
og grófu salati. Einnig ágæt með
hökkuðu buffi ef minna stendur
til. En þá er það matseldin:
Mjólkin er yluð, eggin þeytt og
mjólkinni blandað saman við
þau. Lögurinn er settur í smurt
form og kakan bökuð í um 20
mínútur. Hún er tekin strax út úr
ofninum því annars fellur hún og
verður að gutli, sem þykir ekki
sniðugt.
Sveppir eru steiktir í smjöri við
mjög vægan hita. Rauðvíni hellt
yfir og þetta látið malla í allt að
eina klukkustund. Rauðvíni er
bætt út í af og til svo sveppirnir
þorni ekki.
Á meðan er búinn til jafning-
ur, þynntur út með sveppasoði,
rjóma og rauðvíni og kryddaður,
t.d. með pipar og sojasósu.
Sveppirnir látnir út í og þessu
hellt yfir eggjahræruna. Nauð-
synlegt að bera réttinn fram
strax. Verði ykkur að góðu. SS