Dagur - 27.05.1989, Síða 7

Dagur - 27.05.1989, Síða 7
Laugardagur 27c maí 4989 - DAGUR - 7* poppsíðan l Umsjón: Valur Saemundsson. Fyrst ABBA, síðan Europe og nú: MiklarogskjótarvinsældirRoxette - og finnst allt í lagi að borga 85% tekjuskatt Þaö má með sanni segja að sænski dúettinn Roxette hafi skotist með undraverðum hraða upp á stjörnu- himininn. Fyrir örfáum vikum vissi enginn maður nokkur deili á þessu fyrirbrigði, en nú hefur því tekist að koma laginu The Look á topp efstu lögum vinsældalistans, ekki einu sinni Madonna komst nálægt því þegar nýju lögin hennar fóru að heyrast fyrir skömmu. Sýnir þetta vel hversu miklar vinsældir Roxette hefur öðlast, því ekki er hægt að segja að Madonna sé óvinsæl dama að neinu leyti. Annað dæmi um þessar vinsældir hef ég úr einni hljómplötuversluninni á Akureyri, en þar kvaðst afgreiðslumaðurinn hafa pantað eitt eintak af stuttplötunni með laginu The Look, þegar það byrjaði að klifra upp bandaríska listann. Þetta var fyrir örfáum vikum, og gekk þetta eina eintak seint út. í dag er þessi stuttplata mest selda stuttplatan í þeirri verslun um langa hrið, og breiðskífan selst best af breiðskífuflóru verslunarinnar, að sögn afgreiðslumannsins. Roxetter er dúett, eins og ég hef margoft tekið fram hér að ofan. Meðlimirnir heita Per Gessle og Marie Fredriksson, og hafa lengi notið afar mikilla vinsælda í heima- landi sínu. Per hefur verið að semja lög síðan hann var fjórtán ára polli, einnig var hann höfuðpaur hljóm- sveitar sem kallaöist Gyllene Tider. Marie hefur hins vegar sent frá sér þrjár sólóplötur, sem hafa hver um sig selst I yfir 100.000 eintökum. En vinsældir Roxette í Bandaríkjunum eru að miklu leyti amerískum náms- manni í Minneapolis að þakka. Hann hafði heyrt lagið með Roxette og beinlínis skipaði einni útvarps- stöðinni í Minneapolis að leika lagið The Look. Ekki var að sökum að spyrja, stöðin drukknaði í símhring- ingum frá hlustendum, sem ólmir vildu vita allt um þetta lag og heyra það aftur. Svo rammt kvað að þessu að leggja varð stöðina niður og forráðamenn hennar urðu að laumast huldu höfði úr landi. Þetta eru nú kannski ýkjur hjá mér, en a.m.k. varð þetta lag svo vinsælt á stöðinni að aðrar stöðvar fóru að veita því athygli, ásamt því að leika það. Og þar með var boltinn farinn að rúlla og ekki er enn séð fyrir end- ann á þeim veltingi. Per hefur oft verið líkt við Prince, en hann segir það af og frá að hann sé að stæla þann ágæta mann. Hann kveðst vera mest hrifinn af tónlist sjötta áratugarins og vill miklu held- ur hlusta á Monkees en áðurnefnd- an Prince. Hins vegar hefur Marie allt annan tónlistarsmekk, hún hlustar helst á soul-tónlist og munu tíð rifrildi vera milli þeirra tveggja. En þau eru ekki alvarlegs eðlis, sem betur fer fyrir þau. Ekki verður því neitað, að þessar miklu vinsældir hafa gert það að verkum að fjármunir streyma örar og örar í vasa skötuhjúanna. Það liggur því beinast við að álykta að þau hafi flúið skattaáþjánina í Svíþjóð, eins og flestir frægir Svíar. Björn Borg flutti t.d. til Monaco, og liðsmenn Europe til Bahamaeyja. En ekki er það nú rétt. Per segir nefnilega að honum sé ekkert illa við að borga 85% af tekjum sínum til sænska ríkisins. Hann kveðst hvort sem er ekki hafa hugmynd um hvað hann ætti að gera við pening- ana. Eini lúxusinn sem hann vill veita sér, er að geta eytt nægum tíma með kærustunni og fjölskyld- unni, en það hefur hann ekki getað veitt sér að undanförnu vegna anna við að fylgja vinsældunum eftir. Sannarlega óvænt sjónarmið og sorglega óalgengt. Punktur. Þrátt fyrir að þau rífist stundum um tónlist, þá virðast skötuhjúin í Roxette kunna vel hvort við annað. bandaríska vinsældalistans, ásamt því að breiðskffan Look sharp! hef- ur runnið út eins og lummurnar margfrægu, sem allir þekkja. Hér á landi uppgötvaði fólk þennan dúett örlftið seinna en Bandaríkjamenn, og er það óvenjulegt þar sem Bandarfkjamenn þykja seinteknir með afbrigðum, þegar popp er ann- ars vegar. Hins vegar eru Bretar rétt nýbúnir að uppgötva Roxette og ef laust verða viðtökurnar viðlíka og annars staðar. Þess má geta til gamans, að um þessar mundir er lagið Paint, með Roxette í efsta sæti Vinsældalista rásar tvö, og lagið The Look situr í því þriðja. Það er afar fágætt að sami flytjandi eigi tvö af þremur Útvegsmenn á Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar mánudaginn 29. maí að Hótel KEA kl. 16.00. Fundarefni: Málefni útgerðar. Sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson og formaður L.Í.Ú. Kristján Ragnarsson koma á fundinn. Stjórnin. Óskum eftír íbúð! Teiknistofan Stíll óskar eftir að taka á leigu 4ra til 5 herb. íbúð sem fyrst. Leigutími eftir samkomulagi. Vinsamlegast hafið samband í síma 25757 eða 25946 á kvöldin. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Kennt verður á eftirtöldum sviðum næsta skólaár: 1. Heilbrigðissvið a) Nám til sjúkraliðaprófs. b) Nám til stúdentsprófs. c) Endurmenntun sjúkraliða samkvæmt eldri reglu- gerð. 2. Hússtjórnarsvið a) Grunndeild matartækna. b) Framhaldsdeild matartækna. c) Handíðabraut. d) Nám til stúdentsprófs. 3. Taeknisvið a) Samningsbundið iðnnám (1., 2. og 3. áfangi). b) Grunndeildir háriðna (nemar í háriðn þurfa að hafa ing), málmiðna, rafiðna og tréiðna. c) Framhaldsdeildir málmiðna, rafeindavirkjunar og tréiðna. d) Vélstjórnarbraut 1., 2. og 3. stig og vélavarðarnám (1 önn). e) Tæknibraut: a) Undirbúningsdeild sem aðfararnám að iðn- rekstrarfræði. b) Undirbúnings- og raungreinadeild sem aðfarar- nám að tæknifræði. f) Tækniteiknun - framhald. g) Meistaraskóli. 4. Uppeidissvið a) Nám á íþróttabraut til stúdentsprófs. b) Nám á uppeldisbraut til stúdentsprófs. 5. Viðskiptasvið a) Nám til almenns verslunarprófs. b) Nám til stúdentsprófs. 6. Fornám Nám í öldungadeild og námskeið verða auglýst síðar. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Nemendur, sem sækja síðar um, geta ekki vænst skólavistar. Skólameistari. Glæsilegar íbúðir í einnar hæðar raðhúsum við Múlasíðu 30-38 Raðhús á einni hæð með bílskúr Stærð íbúðar 108 fm + bílskúr 26,6 fm Samtals 134,6 fm íbúðirnar afhendast fullfrágengnar og fokheldar Húsin eru í fullbyggðum hverfum Ath. Lánafyrirgreiðslur Teikningar og aðrar upplýsingar veittar á skrifstofunni. AÐALGEIR FINNSSON HF BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA FURUVÖLLUM 5 P O. BOX 209 602 AKUREYRI ICELAND SlMAR 21332 & 21552 NAFNNÚMER 0029-0718

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.