Dagur - 27.05.1989, Page 16

Dagur - 27.05.1989, Page 16
Akureyri, laugardagur 27. maí 1989 Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. n... , . „ • MÉSSM ld'iðupp'ísi"8a Pkmtusala 1 niuum gangi Barrtré ★ Lauftré ★ Skrautrunnar ★ Berjarunnar Limgerðisplöntur ★ Klifurplöntur ★ Skógarplöntur ★ Rósir. i snnuni 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land. Útskrifað MVMAídag Útskrifað verður frá Verk- menntaskólanum á Akureyri í dag og hefst athöfnin í Akur- eyrarkirkju kl. 10.00 fyrir hádegi. Þar munu útskrifast tæplega 60 stúdentar auk nemenda frá öðrum sviðum skólans. Stúdentsefnin sem útskrifast í dag tóku sum hver síðustu prófin sín í gær,- svo segja má að um heldur óvenjulegt ástand hafi verið að ræða, enda lauk 6 vikna verkfalli kennara fyrir rétt rúmri viku síðan. Auk stúdentanna útskrifast í dag húsasmiðir, rafvirkjar, vél- stjórar af 2. og 3. stigi, málmiðn- aðarmenn, 1 matvælatæknir, sjókokkar og sjúkraliðar. VG Kaupleiguíbúðir á Egilsstöðum: Hannaðar eftir óskumkaupenda Fyrirhugað er að hefja bygg- ingu kaupleiguíbúða á Egils- stöðum í haust. Nýlega var auglýst eftir væntanlegum kaupendum, en sú óvenjulega leið var farin að kanna fyrst hverjar óskir kaupenda væru svo sem um íbúðastærðir og annað og efna síðan til sam- keppni um bygginguna. Sigurður Símonarson bæjar- stjóri á Egilsstöðum segir að þeg- ar að þessu komi, verði verktakar látnir sjá um hönnun og fram- kvæmdir. „Við höfum þegai fengið leyfi fyrir byggingu fimm íbúða og eigum inni umsóknir um fimm í viðbót sem við von- umst til að gangi fram núna. Við gerum því ráð fyrir að byggðar verði tíu íbúðir í fjölbýlishúsi, raðhúsum eða parhúsum, allt eft- ir óskum kaupenda.“ Nokkur áhugi er á kaupleigu- íbúðunum en margir hafa leitað sér upplýsinga um þær, en á Egilsstöðum er húsnæðisskortur og mikil eftirspurn eftir húsnæði. VG W Góð gjöf tU VMA Verkmenntaskólanum á Akureyri barst góð gjöf á dögunum. Landsvirkjun færði skólanum tvær skil- vindur til kennslu á vélstjórabraut skólans. Skilvindurnar eru af gerðinni Alfa Laval. Baldvin Bjarna- son, settur skólameistari, veitti gjöfinni móttöku og sagði m.a. við það tækifæri að skilvindurnar kæmu sér einkar vel og væru i raun sending af himnum ofan því skólanum hefði ekki verið mögulegt að festa kaup á svo dýru kennslutæki. Myndin var tekin við þetta tækifæri. Frá vinstri; Erlingur Ragnarsson, Aðalgeir Pálsson, Árni Arnarson Baldvin Bjarnason, Knútur Otterstedt, Guðmundur Jónsson og Alfreð JÚllUSSOn. Mynd: KL Slökkviliðsstjórinn á Akureyri Enn hætta á sinueldum Slökkviliðið á Akureyri hefur tvisvar verið kallað út vegna sinubruna eftir að snjóa leysti á þessu seinvirka vori. í öðru tilvikinu var reyndar kveikt í rusli og var hætta á að eldurinn breiddist í sinu en í hinu tilvik- inu kveiktu börn í sinu á trjá- ræktarsvæði við Hörgárbraut, en þar urðu einmitt töluverðar skemmdir á gróðri í sinueldum fyrir tveimur árum. „Sinubrunar eru alltaf slæmir, sérstaklega svona seint á vorin, en sem betur fer hafa útköll vegna þeirra aðeins orðið tvö og vonandi verða þau ekki fleiri,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökk viliðsstj óri. Bannað er að kveikja í 'sinu í bæjarlandinu nema með leyfi slökkviliðsins og samkvæmt landslögum er stranglega bannað að kveikja í sinu eftir 1. maí. „Pað er sina ennþá, sérstak- lega í skógarreitum, og geta sinu- eldar valdið þar miklum skemmdum. Ég vil því hvetja foreldra til að tala um þessa hættu við börn sín og jafnframt hvetja alla til að fara gætilega með eld í kringum sinu,“ sagði Tómas Búi. SS Skýrslan um skipasmíða- og skipaviðgerðaiðnaðinn: Tel þessa skýrslu vænlega til árangurs fyrir iðnaðinn - segir Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri Það vantar framtíðarsýn í „í aöalatriöum er ég sáttur við þessa skýrslu breska ráðgjafa- fyrirtækisins og tel hana vel unna. Það er margt markvert þarna sagt og margar ágætar tillögur settar fram. Maður er kannski ekki alveg sammála öllu en í heild er skýrslan góð og ég tel hana vænlega til ár- Af hverju mun lægra verð fyrir sunnan? Bullandi tap á kjötsölu syðra í gær birtist verðkönnun í Degi sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis framkvæmdi nýlega á kjöti og unnum kjöt- vörum í samvinnu við ASÍ, BSRB og NS. Það vekur at- hygli í niðurstöðum könnunar- innar að lægsta verð einstakra vörutegunda á höfuðborgar- svæðinu er mun lægra en upp- gefið verð í Hagkaupum, KEA-versIunum og Matvöru- markaðnum á Akureyri. Dagur leitaði í gær skýringa á þessum mikla verðmun hjá fjöl- mörgum kjötiðnaðarmönnum á Akureyri og bar þeim öllum sam- an um að lægsta verð á höfuð- borgarsvæðinu væri langt undir kostnaðarverði, m.ö.o. að hin grimma samkeppni þar hefði leitt til þess að sala á kjöti og unnum kjötvörum væri rekin með bull- andi tapi. Hrafn Hrafnsson, hjá Matvörumarkaðnum, sagði kjöt- iðnaðarmenn syðra almennt við- urkenna þetta og þeir álitu að slík verðlagning gæti ekki staðist til lengdar. Spurður um verðlagn- ingu á kjöti og unnum kjötvörum á Akureyri og nágrenni sagði Hrafn að auðvitað væri reynt að ná fram sem mestri hagræðingu þannig að neytendum biðist var- an eins ódýrt og kostur er, en ljóst væri að ekki væri unnt að selja þessar vörur undir kostnað- arverði, verslunin þyrfti að fá eitthvað í aðra hönd af sölunni. óþh angurs og umræðu um þcnnan iðnað okkar,“ segir Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðv- arinnar h.f. á Akureyri, um skýrslu breska ráðgjafafyrir- tækisins A&P Appledore um íslenskan skipasmíða- og skipaviðgerðaiðnað. Eins og frain hefur komið er ein af meginniðurstöðum bret- anna sú að marka þurfi stefnu fyrir iðnaðinn hér á landi. Par verði Félag dráttarbrauta og skipasmiðjá að leggjast á árar með ríkisstjórninni. Sigurður segist fullkomlega sammála skýrslunni um þetta atriði. „Ég hef lengi haldið þessu fram. þennan iðnað, menn hafa ekki að neinu að stefna en vita hins vegar að sé litið til nokkurra ára í senn þá er veruleg þörf fyrir þjónustu þessa iðnaðar fyrir íslenska útgerðarmenn, bæði á sviði við- gerða, endurbóta og nýsmíði. Núna er alltaf verið að fást við þennan skammtímabarning,“ segir Sigurður. Fleiri atriði er bent á í skýrsl- unni. Sigurður segir að hvað varði hugmyndir um sameiningu fyrirtækja í þessum iðnaði þá beini bretarnir helst spjótum sín- um að Faxaflóasvæðinu enda sé ljóst að hvað Slippstöðina varði þá geti ekki orðið um neinar sam- einingar að ræða. Sigurður segir hins vegar möguleika á samvinnu milli stöðva þar sem Slippstöðin yrði þátttakandi. „En ætli heiðar- leg samkeppni sé hins vegar ekki besti kosturinn. Ég er sammála því að auka þurfi framleiðni í þessum iðnaði og þetta er hægt en ekki nema að menn hafi næg verkefni og geti séð fram í tímann,“ bætir Sigurður við. „Ég held að næsta skref verði að menn frá iðnaðarráðherra spjalli við okkar menn um skýrsl- una og reyni að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu um ein- hverjar færar leiðir. Það tel ég mikilvægast núna,“ segir Sigurð- ur Ringsted. JÓH Laxveiðitímabilið að heflast: Iifleg sala veiðileyfa Laxveiðitímabilið hefst næst- komandi fimmtudag. Veiði hefst þó almennt ekki I norð- lenskum ám fyrr en liðið verð- ur á júnímánuð. Veiði í Laxá á Ásum byrjar strax á fyrstu dögum veiöitímabilsins en um 10. júní hefst veiði í nokkrum ám, s.s. Laxá í Aðaldal, Mið- fjarðará, Víðidalsá og Vatns- dalsá. Veiði í Blöndu hefst þegar vika verður liðin af júní- mánuði. Margir eru þeir sem byrja veiðitímabilið á urriðasvæðunum og mun veiði t.d. hefjast á urriða- svæði Laxár í Aðaldal um mán- aðamótin. Veiði í Húseyjarkvísl hefst þann 17. júní en þeir veiði- menn sem kjósa árnar á norð- austurhorni landsins verða að bíða framundir lok júnímánaðar eftir því að þar hefjist veiðar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér hefur sala á veiðileyfum verið mjög góð í vetur og vor. Veiðleyfi á Mývatnssvæðinu eru löngu upp- seld og svo mun einnig vera um leyfi í stærri laxveiðiárnar á Norðurlandi. Þeir sem vilja fara að blása rykinu af útbúnaði sínum geta byrjað tímabilið á flugukastnám- skeiði sem haldið verður í íþróttahöllinni á Akureyri næst- komandi mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Fyrir þess- um námskeiðum standa stang- veiðifélögin á Akureyri og versl- unin Eyfjörð og eru þau öllum opin. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.