Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 30. maí 1989 Fegrunarátakið „Hreinir hreppar“ hefst í júnímánuði: Tfl atlögu gegn ónýtuin búvélum, lélegum byggingum og óþarfa rusli - framkvæmdanefnd átaksins býðst til að gera magninnkaup á málningu Nokkrir aðilar hafa nú samein- ast um fegrunarátak í sveitum Iandsins í sumar. Átak þetta gengur undir nafninu „Hreinir hreppar“ og beinist einkum að því að fjarlægja af jörðum bænda ónýta hluti og óþarfa, hreinsa strendur og útivistar- svæði og fegra heimreiðir, auk þess að mála byggingar og vélar. Þá eru einnig hugmyndir uppi um fegrun á eyðibýlum og kirkjugörðum. Búnaðarfélag íslands, Stéttar- samband bænda, Kvenfélaga- samband íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og land- búnaðarráðuneytið hafa tilnefnt fulltrúa í Framkvæmdanefnd átaksins. Leitað hefur verið til sveitarfélaga og landshlutasam- taka þeirra um skipulag og fram- kvæmd söfnunar á rusli og útveg- un á urðunar og geymslustöðum. Samstarfsaðilar að þessu átaki verða kallaðir saman til fundar þann 15.júní n.k.. Samkvæmt upplýsingum Upp- Af hverju hætta menn háskólanámi? Margir gefast upp á háskóla- náminu vegna - mikill meirihluti þeirra sem hætta háskólanámi sjá ekki eftir því Um 70% þeirra sem hætta há- skólanámi sjá ekkert eftir þeirri ákvörðun. Hins vegar iðrast 3,4% þessara nema mjög mikið ákvörðunar sinnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem kennslumálanefnd gerði í ágúst á síðasta ári í þeim til- gangi að fá betri mynd af þeim hópi fólks sem hættir háskóla- námi án prófa. Og þá er komið að ástæðunum fyrir því að fólk hættir háskóla- námi. Flestir nefna þá ástæðu til að námið hafi ekki fallið að þeirra smekk. Sá hópur fólks er nærfellt jafnstór sem segir námið hafa verið of þungt en þriðja meginástæðan fyrir því að fólk hætti háskólanámi er peninga- leysi. Ástæður þess að menn hefja nám í Háskóla íslands eru marg- þættar. Flestir segja áhuga á Egilsstaðir: Góðar atvinnu- horfur hjá skóla- ísumar fólki Á Egilsstöðum hefur gengið framar vonum að útvega skóla- fólki atvinnu í sumar. Á tíma- bili óttaðist bæjarstjórnin að taka þyrfti mjög marga inn í vinnuskólann því þegar útlitið í atvinnumálum var sem svartast í vetur var tekin sú stefna að taka við öllum börnum í 6.-9. bekk sem sæktu um. „Síðan þessi ákvörðun var tekin, hefur nokkuð fækkað á listunum því börnin hafa verið að fá aðra atvinnu svo þetta kemur eflaust til með að ganga ágæt- lega,“ sagði Sigurður Símonar- son í samtali við Dag. Sigurður segir það helst stúlkurnar sem verði útundan, því mesta vinnan er við byggingaframkvæmdir. „Ég veit ekki hvort ástæðan er sú að þær sæki minna í þessa vinnu eða hvort það er gamli hugsunar- hátturinn sem ennþá er við líði,“ sagði hann. Af eldra skólafólki er það að segja, að flest þeirra munu hafa orðið sér úti um atvinnu í sumar. Að vísu setti verkfall kennara nokkurt strik í reikninginn þar sem útskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum verður ekki fyrr en 4. júní, en því er treyst að vinnu- veitendur sýni þeim biðlund. VG greininni hafa ráðið ákvörðun- inni en aðrar meginástæður eru glíma við spennandi verkefni og áhugi á fræðunum. Af öðrum ástæðum sem færri nemendur nefna til sögunnar eru þrýstingur frá foreldrum, þrýstingur frá félögum, von um góð laun eða von um þægilegt starf. Og sam- kvæmt könnuninni eru þeir til sem nefna ástæðu fyrir háskóla- náminu þá að þeir hafi ekki viljað fara út á vinnumarkaðinn. Upplýsingar úr þessari könnun eru meðal þess efnis sem lagt verður fram á ráðstefnu um háskólastigið sem fram fer í Reykjavík í dag. Þar mun menntamálaráðherra ásamt nokkrum framsögumönnum ræða spurningar um háskólastig- ið. JÓH lýsingaþjónustu landbúnaðarins verður lögð megináhersla á að fjarlægja vélar sem ekki eru leng- ur verðmæti, fjarlægja girðingar sem eru úr sér gengnar, rífa niður byggingar og önnur mannvirki sem teljast ónýt, hreinsa fjörur, fegra heimreiðar og mála bygg- ingar og vélar. Framkvæmda- nefndin hefur í þessu sambandi sett fram hugmyndir um magn- innkaup á málningu fyrir þá sem þess óska. Hreppabúnaðarfélög- in munu annast ráðgjöf og fram- kvæmd átaksins í hverju sveitar- félagi fyrir sig en kvenfélög munu annast samræmingu á framlagi annarra samtaka. Til nokkurs er að vinna með fegrunarátakinu því ekki einasta verður umhverfið snyrtilegra heldur geta þeir sem vel halda á spilunum í sumar vænst þess að verða verðlaunaðir fyrir framtak- ið. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að næsta vetur verði veittar viðurkenningar fyrir áber- andi góðan árangur við fegrun umhverfis hjá sveitarfélögum og héröðum, samtökum og einstakl- ingum. JÓH Mánaberg ÓF-42: Fer á tilraunaveiðar á karfa - út af Reykjaneshrygg „Það er ætlunin að fara á til- raunaveiðar á karfa út af Reykjaneshryggnum, fyrir utan landhelgina, strax eftir sjó- mannadaginn,“ sagði Ingi Guðnason, skipverji á frysti- togaranum Mánaberginu frá Ólafsfirði, þegar Dagur hafði samband við hann í gær. Þá var togarinn staddur fyrir aust- an land og var á ufsa- og karfa- veiðum. Veiði á karfa utan landhelg- innar kemur ekki til frádrags á kvóta skipsins. Fyrsta vikan á veiðum hefur engin áhrif á kvóta- stöðu þess en fyrir hvern úthalds- dag eftir eina viku fær skipið 10 tonna aukningu í grálúðukvóta. Hámarks aukning á grálúðukvót- anum er 140 tonn. Tveir frystitogarar frá Hafnar- firði hafa að undanförnu veitt karfa utan landhelginnar, Har- aldur Kristjánsson HF-2 og Sjóli HF-1, og hafa þær veiðar gengið upp og niður. Það má kannski segja að ekki sé við öðru að búast, því slíkar úthafskarfaveið- ar eru nýmæli hér á landi. Gengið hefur nokkuð skarp- lega á þorskkvóta Mánabergsins það sem af er þessu ári. Heildar- þorskkvóti skipsins er um 1000 tonn og af þeim kvóta er eftir um 370 tonn. Áf karfa á Mánabergið eftir um 1400 tonn og ufsa og ýsu getpr skipið veitt ótakmarkað. Grálúðukvóti skipsins er á sjötta hundrað tonn og af honum er búið að veiða töluvert það sem af er árinu. óþh Ævar og „námumenn“ í kynningarferð Þrír rútukálfar voru stöðugt í ferðum á sérleiðinni Hótel Ólafs- fjörður-Múlagöng/1455 metrar sl. sunnudag en þá bauð verktaki jarðgangagerðarinnar í Ólafs- fjarðarmúla, Krafttak sf., ásamt Vegagerð ríkisins almenningi upp á skoðunarferðir í Múla- göngin. Skoðunarferðirnar hóf- ust kl. 13 og stóðu þær langt fram eftir degi. I hverri rútu var leið- sögumaður sem greindi fólki frá því sem fyrir augu bar og um verkáætlun jarðgangagerðarinn- ar. Góður rómur var gerður að þessari kynningu á jarðgöngun- um og þótti hún takast vel í alla staði. Blaðamaður Dags slóst í för með „námumönnum" og festi rútu Ævars Klemenzsonar, sér- leyfishafa á Dalvík, á filmu 1455 metra inn í Ólafsfjarðarmúla. Víst er að Ævar bíður þess með óþreyju að keyra í gegnum Múlann, því í gegnum árin hefur Múlavegurinn reynst honum erf- iður í meira lagi. Mynd: óþh Sauðárkrókur: Bæjar- máia- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að laun í unglingavinnu sumarið 1989 verði sem hér segir: Unglingar sem koma úr 5. bekk, fá kr. 107 pr./klst., unglingar úr 6. bekk fá kr. 117 pr./klst., unglingar úr 7. bekk fá kr. 140 pr./klst. og ungling- ar úr 8. bekk fá kr. 160 pr./ klst. ■ Veitustjórn hefur sam- þykkt að taka tilboði ffá Knúti Aadnegard í byggingu fimm forsteypta brunna fyrir Hita- veitu Sauðárkróks. Álls bárust tilboð frá fiirun aðilum í verkið. Kostnaðaráætlun frá Verkíræöistofunni Stoð sf. hljóðaði upp á kr. 890.000,- en tilboð Knúts Aadnegards hljóðaði upp á 793.500.-, eða 89.16% af kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið var uppá kr, 1.150.000.-. ■ Veitustjórn samþykkti nýlega að vísa ársreikningum Vatnsveitu, Hitaveitu og Raf- veitu fyrir árið 1988, til bæjar- ráðs og fyrri umræðu í bæjar- stjórn. Rekstrartekjur Vatns- veitu á síðasta ári voru kr. 10.299.489.- og tap ársins kr. 75.577.-, Niðurstöðutölur efnahagsreiknings eru kr. 38.830.135.-. Rekstrartekjur Hitaveitu voru 36.887.068.- og hagnaður ársins kr. 9.138.052.-. Niðurstöðutölur efnahags- reiknings eru kr. 107.569.404,- Rekstrartekjur Rafveitu voru kr. 68.018.093,- og tap ársins kr, 5.286.496.-. Niður- stöðutölur efnahagsreiknings eru kr. 93.287.676.-. ■ Bílaklúbbur Skagafjarðar hefur sótt um aðstöðu fyrir mótorkrossbraut t.d. í malar- námum sunnan Gönguskarðs- ár. Bygginganefnd samþykkir erindið enda verði notkun svæðisins og staðsetning brautar í samráði við bygg- ingafulltrúa. Einnig er tekið fram að starfsemin geti þurft að víkja fyrirvaralaust, án þess að nokkrar bætur komi fyrir. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að fela Umf. Tindastóli að hafa umsjón með 17. júní hátíðarhöldum í ár. ■ íþróttaráð hefur samþykkt að fá Árna Ragnarsson arki- tekt til viðræðna um að skipu- leggja íþróttasvæðið. f>á var félagsmálastjóra falið að boða stjórn Tindastóls á fund með íþróttaráði í tengslum við skipulag íþróttasvæðis. ■ Hafnarstjórn samþykkti nýlega að vísa ársreikningi Hafnarsjöðs fyrir árið 1988, til bæjarráðs og fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur árið 1988 voru kr. 10.462.008,- og tap ársins kr. 3.482.803.-. Niðurstöðutölur efnahags- reiknings eru kr. 156.382.134.-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.