Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 14
14- * IJStiO' ■■ rn nt' •.( i n t - Þriðjudagur 30. f 1989 Aðalfundur Dagsprents hf. verður haldinn mánudaginn 12. júní n.k. kl. 17.30 að Strandgötu 31, Akureyri. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingar á samþykktum. Hlutafjáraukning. Önnur mál. Stjórn Dagsprents hf. Útboð Styrking og malarslitlög í Húnavatnssýslu 1989 VEGAGERDIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Magn 19.000 m3. Verki skal lokið 29. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. júní 1989. Vegamálastjóri. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Draupnisgata 5 m Akureyri, þingl. eigandi Gunnar Kristdórsson, föstud. 2. júnf '89, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Einholt 3, n.h., Akureyri, þingl. eig- andi Þorvaldur Einarsson, föstud. 2. júní '89, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Gránufélagsgata 53, n.h. hl., þingl. eigandi Gunnar Þórólfsson, föstud. 2. júní '89, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Lerkilundur 9, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinbjörn Vigfússon, föstud. 2. júní ’89, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Kristinn Hallgrímsson hdl. Skarðshlíð 22 e, Akureyri, þingl. eigandi Jóhanna Valgeirsdóttir, föstud. 2. júní '89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Ólafur Gústafsson hrl. Skarðshlíð 36 b, Akureyri, þingl. eigandi Steingrímur Friðriksson ofl., föstud. 2. júní '89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Sunnuhlið 12 R-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Pétur Björnsson o.fl., föstud. 2. júní '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Víðimýri 4, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Halldórsson, föstud. 2. júní ’89, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Fjárheimtan hf., Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjaröarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Arnarsíða 12 b, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinn Æ. Stefánsson, föstud. 2. júní '89, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Gunnar Sólnes hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Grenilundur 15, Akureyri, þingl. eig- andi Haukur Adolfsson, föstud. 2. júní ’89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Grundargata 9, Dalvík, þingl. eig- andi Sveinbjörn Sveinbjörnsson, föstud. 2. júní '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Björn Ólafur Hallgrímsson hdl. Hafnargata 17, Grímsey, þingl. eig- andi Gunnar Hjelm, föstud. 2. júní ’89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Háls, Öxnadalshreppi, þingl. eig- andi Þórarinn Guðmundsson, föstud. 2. júní '89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Stofnlánadeild landbúnaðarins og Benedikt Ólafs- son hdl. Vanabyggð 3 e.h., Akureyri, talinn eigandi Einar Haraldsson, föstud. 2. júní ’89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Björn Jósef Arnviðarson, hdl., Ingvar Björnsson hdl., Gísli Gíslason hdl., Ólafur Birgir Árnason hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu. ÝJón Fæddur Laugardaginn 29. apríl sl. andað- ist að heimili sínu vinur minn og mágur Jón Hjálmarsson, skó- smiður, Hverfisgötu 15, Siglu- firði. Andlát hans kom óvænt, a.m.k. okkur, sem ekki höfðum fylgst með heilsufari hans þá að undanförnu, en þau hjónin höfðu dvalið í Reykjavík um tíma, en þar voru þau við fermingu sonar- dótturinnar, Sigríðar Erlu, um miðjan apríl. Jón varð áttatíu ára þann 27. mars sl., honum þótti ævidagur að kveldi kominn og var sáttur við lífið og tilveruna. Þau voru komin heim í litla húsið sitt, þau höfðu verið viðstödd fermingu Sirrýar, sem var þeirra uppáhald og augasteinn, og notið samvista við fjölskyldu hennar og vina- fólk. Slæmt kvef og þyngsli fyrir brjósti höfðu angrað Jón síðustu dagana og að morgni laugardags þyngdi honum nokkuð og ein- kenni sjúkleika, sem í nokkur ár hafði búið með honum, gerðu nú vart við sig. Hann færði sig því af svefnlofti og niður á hæðina og lagðist fyrir á dívan, eins og hann oft hafði gert þegar líkt stóð á. En nú dugðu hjartatöflurnar ekki til að lina takið, hann sofnaði í rósemd og friði, og var liðinn um það bil, sem læknirinn kom. Slfkrar brottfarar af þessum heimi hafði hann oft óskað sér, að fara fljótt og þjáningalaust. Útför Jóns var gerð frá Siglu- fjarðarkirkju þ. 6. maí að við- stöddu fjölmenni. Sr. Stína Gísladóttir jarðsöng. Jón Hjálmarsson var fæddur 27. mars árið 1909 að Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson, bóndi þar og Sólveig Jónsdóttir, ráðskona hans. Hjá þeim var Jón til tveggja ára aldurs, en var þá komið í fóstur til Marsibilar Sig- urðardóttur og Sigurðar Jónsson- ar, sem gengu honum í foreldra stað. Hjá þeim ólst hann upp. Bernskuárin á Siglufirði urðu honum oft umræðuefni, minning- ar úr barnaskóla voru honum rík- ar í huga sem og minningar ungl- ingsáranna í vaxandi bæjarlífi Siglufjarðar um og upp úr 1920. Eins og aðrir unglingar fór hann að vinna strax og getan leyfði. Hugurinn stóð þó fljótt til þess að læra eitthvað og skapa sér fastan grundvöll til framtíðar. Þegar aldur og aðstæður leyfðu hóf Jón iðnnám, gerðist lærlingur í skósmíðaiðn hjá Guðlaugi Sig- urðssyni, skósmíðameistara, Siglufirði. Og því námi lauk hann Minning: Hjálmarsson skósmiður 27. mars 1909 - Dáinn 29. með sveinsprófi og burtfararprófi frá Iðnskóla Siglufjarðar. Nokkru síðar veiktist hann af berklum og varð næstu árin á eft- ir að dveljast á Kristnesi í Eyja- firði. Dvölin á Kristnesi veitti Jóni sæmilega heilsubót, en afleiðing- ar berklaveikinnar fylgdu honum þó til æviloka. Með tilliti til heilsunnar hóf Jón nám í húsasmíði, og var það von hans að útivinna myndi eiga betur við heilsufarið eins og því var komið. Ekki varð þó langt í því námi, heilsan þoldi ekki það álag sem slíkri vinnu fylgdi. Og sneri hann þá aftur að skósmíði, flutti til Dalvíkur, stofnaði þar vinnustofu í félagi við tvo vini sína. Störfuðu þeir þar í nokkur ár, en fluttu sig svo með vinnu- stofuna til Siglufjarðar og unnu þar saman í hart nær áratug. Jón var svo síðast orðinn einn eftir, og starfaði við iðn sína allt til árs- ins 1982 að hann varð að hætta vegna heilsubrests. Skömmu eftir að Jón flutti frá Dalvík til Siglufjarðar kynntist hann systur minni, Sigríði, og leiddu þau kynni til þess að þau gengu í hjónaband árið 1948 og stofnuðu heimili hér í bæ. Þeim varð tveggja sona auðið, Hjálm- ars og Magnúsar, sem báðir eru efnis- og sæmdarmenn. Hjálmar varð búfræðingur frá Hólaskóla, síðar starfsmaður í álverinu í Straumsvík um langt árabil og seinna byggingaverkamaður hér í bæ. Hann kvæntist Hólmfríði Hafberg, þau eignuðust dóttur, Sigríði Erlu, sem varð, svo sem áður er sagt, yndi og augasteinn afa og ömmu. Hjálmar og Hólm- frfður slitu hjónabandi fyrir nokkrum árum, og flutti hann þá heim til foreldra og hefur búið með þeim síðustu árin. Magnús fetaði iðnbrautina, príl 1989 lauk námi í rafvirkjaiðn á Akur- eyri og hefur starfað þar að iðn sinni. Hann er ókvæntur. Þau Jón og Sigríður hafa allan sinn búskap átt hlýlegt og vina- legt heimili. Lengst hafa þau búið í litla húsinu sínu á Hverfisgötu 15, þar hefur snyrtimennska og hirðusemi ráðið ríkjum utan dyra sem innan og voru þau mjög sam- hent í því sem öðru. Jón Hjálmarsson var félags- lyndur maður. Hann tók veruleg- an þátt í félagslífi bæjarins, og þá helst því, sem höfðaði til áhuga- mála hans. Hann var virkur í starfi Iðnaðarmannafélags Siglu- fjarðar meðan það var starfandi. Hann hafði róttækar skoðanir á þjóðamálum og starfaði í sósíal- istasamtökum bæjarins. Hann var einn af stofnendum Kvæða- manna- og hagyrðingafélagsins Braga, sem starfaði allvel í nokk- ur ár. Og síðustu ár hefur Jón verið virkur félagi í Félagi eldri borgara og að auki tekið ríkuleg- an þátt ásamt konu sinni í tóm- stundastarfi eldra fólksins. Jón var fróðleiksfús og las mik- ið fræðandi bækur, enda átti hann orðið gott bókasafn, Hann var með afbrigðum Ijóðelskur maður, átti auðvelt með að læra ljóð utanað og hafði ótrúlega gott minni á ljóð og vísur til hins síð- asta. Hann kunni feiknin öll af lausavísum og var minnugur á tilefni vísna. Hann var „hafsjór“ af vísum, eins og kunningjarnir sögðu og hafði gaman af að fara með vísur og kveðskap. Eigin hagmælsku flíkaði hann lítt, en gat vel kastað fram stöku, ef svo bar undir. Þegar ég lít til liðinna ára og sambands okkar systkinanna við mág okkar, Jón, þá verður efst í huga minningin um það hve elskulegt og traust samband hans var við foreldra okkar, meðan bæði lifðu, og við föður okkar meðan hann lifði til hárrar elli. Jón varð strax sem eitt af systkin- unum. Og þau okkar sem fjarri bjuggu, mátu hann ekki síður en við, sem höfðum nánara sam- neyti við þau hjónin. Hann var sem einn bróðirinn í systkina- hópnum. Hans er því sárt saknað nú, þegar hann er ekki lengur með á vegferð lífsins. En minningin um góðan og elskuríkan samferða- mann og lífsförunaut, föður og afa, mun lifa og sefa söknuð og trega okkar, sem áfram höldum á lífsins göngu. Blessuð sé minning Jóns Hjálmarssonar. Einar M. Albertsson. j, Minning: T Þóra Jónsdóttir Þverá, Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði Þann 18. maí sl. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, Þóra Jónsdóttir frá Þverá í Öngulsstaðahreppi. Þóra giftist árið 1919 Árna Jóhannessyni, síðar oddvita og hreppstjóra, og hófu þau búskap sama ár að Þverá í Eyjafirði. Þeim varð átta barna auðið og eru sjö þeirra á lífi. Hlutskipti Þóru var allt frá fyrstu tíð störf húsfreyjunnar. Þetta er hinn ytri rammi um lífsmynd þessarar látnu konu, en hann segir auðvitað lítið, og kannski segja sumir, að lítið sé hægt að skrifa um konu sem vinn- ur hin þöglu störf húsfreyjunnar og sinnti lítið um félagsmál, utan það sem þjóðfélagið lagði henni á herðar. En heimilið er grund- völlurinn undir þjóðfélögunum. Hver og einn sem þekkti Þóru hefur sínar minningar um hana. Ég minnist ömmu minnar sem hjartahlýrrar konu, sem ætíð gaf sér tíma til að leysa vandamál barnæskunnar. Síðar á lífsleið- inni varð mér ljós rík kímnigáfa hennar. En umfram allt minnist ég hennar sem starfsamrar konu. Eftir langa lífdaga mun henni nú sælt að hvílast. Fyrir hönd aðstandenda Þóru Jónsdóttur vil ég þakka starfs- fólki Fjórðungssjúkrahússins fyr- ir umönnun þeirra. Ólafur Ólafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.