Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriöjudagur 30. maí 1989
f/ fþrótfir ~1
Knattspyrna/4. deild:
SM sigraði
UMSE-b óvænt
Hið nýja lið SM kom mjög á
óvart í sínuni fyrsta leik er
þeir lögðu UMSE-b 1:0 á
Þórsvellinum á laugardag-
inn. Það var Gísli Helgason
sem setti mark SM-manna
um miðjan fyrri hálfleik og
reyndist það sigurmark
ieiksins.
Leikurinn fór að mestu
fram milli vítateigs SM og
miðjulínunnar og vörðust SM-
menn mjög vel með Sigurjón
Magnússon þjálfara fremstan í
flokki. Þrátt fyrir harða sókn
allan síðari hálfleikinn tókst
UMSE-b mönnum ekki að
brjóta vörnin á bak aftur og
óvæntur sigur SM var stað-
reynd.
Þessi leikur var kærkominn
fyrir SM því liðinu hefur ekki
gengið sem skyldi t æfinga-
leikjum að undanförnu, en að
sama skapi eru þessi úrslit
áfall fyrir UMSE-b liðið sem
hefur átt nokkuð góðu gengi
að fagna að undanförnu.
HSÞ-b vann
Neistann
Hið sterka lið HSÞ-b vann
öruggan sigur 3:0 á Neista
frá Hofsósi á heimavelli sín-
um við Krossmúla. Neista-
menn börðust að vísu vel en
náðu ekki að skapa sér nein
umtalsverð marktækifæri.
Það voru Vopnfirðingarnir
Viðar Sigurjónsson og Stefán
Guðmundsson sem voru drjúg-
ir í þessum leik. Viðar skoraði
fyrsta mark leiksins og þannig
var staöan í leikhléi.
í sfðari hálfleik bættu HSÞ-
menn st'ðan tveimur mörkum
við og leiknum lauk því með
sanngjörnum sigri þeirra 3:0.
Annað markið gerði Stefán og
síðan bætti Ófeigur Birkisson
þriðja markinu við undir lok
leiksins.
Næsti leikur HSÞ-b er gegn
TBA á Akureyri á laugardag-
inn og má búast við hörkuvið-
ureign þar.
Hörpu-mótið/1. deild:
Þór lá í Árbænum
- tapaði 3:1 fyrir Fylki
Fylkir úr Reykjavík, nýliðarn-
ar í fyrstu deild karla á Islands-
mótinu í knattspyrnu unnu
sinn fyrsta sigur í deildinni á
laugardaginn þegar þeir lögðu
Þórsara að velli. Með sigri í
leiknum hefðu Þórsarar getað
náð efsta sætinu í deildinni og
tveggja stiga forskoti á næstu
lið en Fylkir gerði drauminn að
engu.
Fyrri hluta leiksins á laugar-
daginn voru Þórsararnir sterkari
Tindastóll tapaði
- fyrir Stjörnunni 2:1
TindastóII varð að lúta í lægra
haldi í fyrsta leik sínum í sumar
í 2. deild, gegn Stjörnunni í
Garðabæ. Leikurinn fór fram
á heimavelli Stjörnunnar og
úrslit urðu þau að heimamenn
unnu 2:1. Reyndar sáu Stjörnu-
menn um að skora öll mörk
leiksins, þeir gerðu eitt öfugu
megin vallarins. Staðan í hálf-
leik var 0:0.
Tindastóll hóf leikinn af krafti
og strax á fyrstu mínútum átti lið-
ið gott marktækifæri er Guð-
brandur Guðbrandsson komst
einn inn fyrir vörn Stjörnunnar,
en skaut hátt yfir markið. Tinda-
stóll átti mun meira í fyrri hálf-
leiknum, fyrir utan síðustu
mínútur hans, er heimamenn
sóttu ákaft að marki gestanna en
Gísli markvörður Sigurðsson tók
þar á móti boltum sem á hann
komu.
Á 10. mínútu seinni hálfleiks
fór að dr^ga til tíðinda þegar
Tindastóll tók aukaspyrnu, rétt
fyrir utan vítateig Stjörnunnar.
Boltinn barst inn í vítateiginn,
þar kom Ólafur Adolfsson svíf-
andi og skallaði firnafast að
markinu, í einn varnarmann
heimamanna og af honum í
markið. Semsagt sjálfsmark
Stjörnunnar. Stjörnumenn mót-
mæltu ákaft, þar sem þeir töldu
að Ólafur hefði brotið af sér.
Dómarinn var ekki á sama máli
og dæmdi markið gott og gilt.
Næstu mínútur voru miklar
Knattspyrna/4. deild:
TBA lagði Hvöt
- 2:0 á Akureyri
Hið nýja knattspyrnufélag
TBA á Akureyri byrjaði vel í
sínum fyrsta leik er þeir lögðu
Hvöt frá Blönduósi á Þórsvell-
inum á laugardaginn 2:0.
Bragi Sigurðsson brá sér úr lækna-
sloppnum á Þórshöfn og skoraði
þrumumark fyrir TBA gegn Hvöt.
Hvatarmenn voru mun
ákveðnari í fyrri hálfleik, enda
með vindinn í bakið, en þeim voru
mislagðar fætur upp við mark
TBA. Hvað eftir annað klúðruðu
þeir ágætum færum eða þá Einar
Kristjánsson markvörður Akur-
eyringanna varði vel.
í síðari hálfleik snérist dæmið
við. TBA sótti í sig veðrið og
Bragi Sigurðsson skoraði glæsi-
legt mark af rúmlega 30 metra
færi með þrumuskoti. Þess má
geta að Bragi starfar tímabundið
sem læknir á Heilsugæslustöðinni
á Þórshöfn en hann lagði á sig að
aka 450 km til þess að leika þenn-
an leik.
Heldur dofnaði yfir leiknum
eftir þetta glæsimark en 10
mínútum fyrir leikslok komst
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson inn
fyrir vörn Hvatar og skoraði
örugglega fram hjá Auðunni Sig-
urðssyni markverði. Sem sagt 2:0
fyrir TBA.
baráttumínútur, þar sem liðin
skiptust á að sækja. Þegar um 15
mínútur voru til leiksloka kom
svo vendipunktur leiksins.
Stjarnan náði að jafna leikinn
með marki Sveinbjörns Hákonar-
sonar, eftir mistök í vörn Tinda-
stóls. Við jöfnunarmarkið tví-
efldust heimamenn, um leið og
Tindastóll slakaði á. Það þýddi
ekki nema eitt, Stjarnan bætti
öðru marki við þegar um 10
mínútur voru eftir af leiknum.
Það var Árni Sveinsson, fyrrum
landsliðsmaður frá Akranesi,
sem var þar á ferðinni. Það
reyndist vera sigurmark heima-
manna, Tindastóll náði ekki að
jafna.
„Liðið lék vel í fyrri hálfleik,
en menn mega ekki slaka á þegar
andstæðingurinn hefur komist
yfir. Það var algjör aulaháttur að
tapa þessum leik,“ sagði Bjarni
Jóhannsson, þjálfari Tindastóls,
eftir leikinn gegn Stjörnunni.
-bjb
aðilinn á vellinum. Þeir léku á
móti vindi og gekk ágætlega að
halda boltanum í spili en oft var
eins og sóknirnar rynnu út í sand-
inn þegar nálgaðist Fylkismarkið.
Eftir því sem á hálfleikinn leið
fóru Fylkismenn að átta sig á
hlutunum og reyndu að sækja að
Þórsmarkinu. Engin hætta var þó
á ferðum fyrr en á 24. mínútu
þegar Gísli Hjálmtýsson átti gott
skot rétt framhjá stönginni.
Það var síðan 5 mínútum fyrir
leikhlé að fyrsta markið kom.
Guðmundur Hilmarsson varð þá
skyndilega frír hægra megin í
vítateignum, fékk góða sendingu
og skaut háum bolta í fjærhornið
án þess að Baldvin ætti mögu-
leika á að verja. Þetta mark
hleypti fjöri í Árbæjarliðið sem
hafði fram að þessu heldur átt í
vök að verjast.
Síðari hálfleikurinn var heldur
slakur af hálfu Þórs. Sú litla bar-
átta sem verið hafði í liðinu í fyrri
hálfleik var nánast á bak og burt.
Spilið dróst heldur aftar á völlinn
sem skapaði betri möguleika fyrir
Fylki að ná pressu á Þórsvörnina.
Tækifærið sem þeir höfðu beðið
eftir kom strax á 12. mínútu hálf-
leiksins þegar Þórsvörnin gerði
afdrifarík mistök. Þá missti Þor-
steinn Jónsson boltann frá sér og
þaðan barst hann fyrir fætur Arn-
ar Valdimarssonar sem skoraði.
Innan við mínútu síðar átti
Hlynur fallegan skalla á Kristján
Kristjánsson eftir að Þórsarar
höfðu spilað sig laglega í gegnum
Fylkisvörnina. Kristján, besti
maður Þórsliðsins í leiknum, var
Knattspyrna/ 2.deild:
Völsimgur sigraði
- Selfoss 2:0
Völsungar unnu góðan sigur á
Selfyssingum 2:0 í 2. deild
karla á Húsavík á laugardag-
inn. Þrátt fyrir Ieiðinlegt
veður, rigningu og sex
vindstig, brá fyrir skemmtilegu
samspili hjá báðum liðum. Sig-
ur heimamanna var hins vegar
öruggur og er ekki hægt að
segja annað en Varlanov, hinn
sovéski, byrji vel með sína
menn.
Selfyssingar voru reyndar
meira með boltann í fyrri hálfleik
enda voru þeir með vindinn í
bakið. En broddinn vantaði í
sóknarleikinn hjá þeim og áttu
varnamenn Völsunga í litlum erf-
iðleikum að hrinda máttlausum
sóknum þeirra.
Það var ekki fyrr en á 40. mín-
útu að fór að draga verulega til
tíðinda. Kristján Olgeirsson átti
þrumuskot að marki Selfyssinga
sem Guðmundur markvörður
varði vel í horn. Kristján tók
hornspyrnuna sjálfur og þar reis
Unnar Jónsson manna hæst og
skallaði tuðruna glæsilega í mark
gestanna.
í síðari hálfleik áttu Völsungar
mun meira í leiknum. En það var
ekki fyrr en á 70. mínútu að
Hörður Benonýsson braut rang-
stöðuvörn Selfyssinga á bak aftur
og skoraði örugglega annað mark
heimamanna.
Hjá Völsungum bar mest á
Kristjáni Olgeirssyni og Skarp-
héðni ívarssyni. En í heild er
hægt að hrósa liðinu fyrir góða
baráttu og er greinilegt að Varla-
nov er að gera góða hluti með
liðið. Hjá Selfossi voru gömlu
Víkingarnir Ólafur Ólafsson og
Einar Einarsson bestir. HJ/AP
fljótur að nýta sér færið og skor-
aði.
Mark Kristjáns nægði ekki til
að blása logum í Þórsglóðina og
liðið skapaði sér fá góð tækifæri
eftir þetta.. Á 27. mínútu gerðu
Fylkismenn út um leikinn þegar
Guðmundur Hilmarsson lék á
varnarmenn og markmann Þórs.
Baráttuviljann þarf til að sigra í
svona leik og það sýndu Fylkis-
menn að þessu sinni. JÓH
Fylkir: Guðmundur Baldurs., Valur
Ragnars., Gústaf Vífilss., Pétur Óskars.,
Gísli Hjálmtýs.,Ólafur Magnús. (Óskar
Theodors. 45. mín), Hilmar Sighv.,Guð-
mundur Magnúss., Anton Jakobss.
(Guðjón Reynis. 75. mín), Baldur
Bjarnas., Örn Valdimarsson.
Þór: Baldvin Guðm., Kostic, Birgir
Karls., Nói Björns., Kristján Kristjáns.,
Þorsteinn Jóns., Ólafur Þorbergs., Júlíus
Tryggvas., Valdimar Pálss. (Árni Árnas.
72. mín), Tanevski. (Sveinn Páls 62.
mín), Hlynur Birgiss.
Hlynui
liðið.
Óli Agnarsson skoraði sigurmark KS gegn Dt
Helgi Helgason og félagar í Völsungi unnu góðan sigur á Selfossi 2:0.