Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. maí 1989 - DAGUR - 3 Harður árekstur varð á Skagfirðingabraut á Sauðárkróki sl. laugardagskvöld. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahús, nefbrotinn og skorinn í andliti, en aðrir sluppu án meiðsla frá þessum harða árekstri. Mynd: -bjb Bæjarstjórn Egilsstaða: Fagnar áformum um stöðu skógrækt- arfulltrúa á Fljótsdalshéraði Vegna umræðna um staðsetn- ingu höfuðstöðva Skógræktar ríkisins að undanförnu hefur bæjarstjórn Egilsstaða sent frá sér ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi fyrr í mán- uðinum. „Saga skógræktar á íslandi er órjúfanlega tengd Fljótsdalshér- aði, en skógrækt á Hallormsstað hefur um árabil gegnt lykilhlut- verki í tilraunastarfsemi, m.a. í ræktun nytjaskóga. Þá hafa margir merkir frumkvöðlar um íslenska skógrækt starfað þar og kynnst því af eigin raun hversu miklu er unnt að áorka í því að klæða landið skógi. Bæjarstjórn Egilsstaða fagnar því áformum um stöðu skógræktarfulltrúa á Fljótsdalshéraði og hvetur ein- dregið til þess að lokið verði sem allra fyrst þeirri könnun og til- lögugerð, sem unnið er að um ræktun nytjaskóga á Héraði og flutning skógræktarinnar til Fljótsdalshéraðs. Bæjarstjórn telur að aukin skógrækt á Héraði verði ekki einungis til þess að efla atvinnulíf og þar með styrkja byggð í sveit og bæ, heldur komi góður árangur einnnig til með að hafa áhrif á áhuga og viðhorf til skógræktar um land allt.“ VG Slippstöðin: Ráðningar á sumarfólki svipaðar og verið hefur Sparisjóður Ólafsijarðar: Með landsins sterk- ustu eiginfjárstöðu - 50,3% innlánsaukning milli ára Sparisjóður Ólafsfjarðar skil- aði 16,8 milljónum króna í hagnað á árinu 1988. Innistæð- ur uni sl. áramót nániu 313 milljónum króna og liöfðu hækkað um 104 milljónir frá fyrra ári, eða 50,3%. Innláns- aukningin er sú mesta hjá bankastofnun hér á landi á síð- asta ári, en heildarinnláns- aukning bankakerfisins alls nam 24,1%. Þessar upplýsing- ar komu fram á aðalfundi Sparisjóðsins sem haldinn var nýlega. Útlán sjóðsins jukust um 60,3% milli ára en til samanburð- ar var meðaltalsútlánaaukning í bankakerfinu 31%. Athyglisverð er mjög sterk eig- infjárstaða Sparisjóðs Ólafsfjarð- ar. Eigið fé sjóðsins um síðustu áramót nam rúmum 56 milljón- um króna sem er 17,9% af inni- stæðu. Ef litið er á eigið fé að frádregnu hlutafé kemur í Ijós að þetta hlutfall er rúmum tveimur prósentum hærra en hjá Lands- banka íslands, sem er í öðru sæti. Þriðja sætið verma Sparisjóðirnir í heild með 15,19% af innistæðu. í samtali við Dag sagði Þor- steinn Þorvaldsson, sparisjóðs- stjóri, að þessi útkoma Spari- sjóðsins væri vissulega mjög ánægjuleg. Hann sagði mjög já- kvætt að hafa náð að styrkja eig- infjárstöðu hans á síðasta ári, sem var skattlaust. Það gerir stöðu hans mun sterkari en ella. Þorsteinn sagði að góð afkoma sjóðsins hafi ekki komið svo mjög á óvart. Erfiðleikarnir í atvinnulífi bæjarins, fyrst og fremst frystingunni, hafi vissu- lega verið miklir á sl. ári en liins .................. Útlánallokkun Sparisjoös Ólalsljaröar i % 1988 sveitarlelog 10% E3 Lanskjaravisilala □ Aukning a eigin le Sparisjóös Olatsliaröar vcgar bæri á það að líta að oft væri sterkt samband á milli hóf- lcgrar vinnu og aukningar í inn- lánum. Það vildi segja að á þrengingatímum sparaði fólk frekar við sig en í þensluástandi. „Þó að frystingin hafi ekki gengið sem skyldi á síðasta ári ber þess að geta að mjög mikið var að gera hjá iðnaðarmönnum í Ólafs- firði á liðnu ári,“ sagði Þorvald- ur. Það sem af er þcssu ári sagði Þorvaldur að aukning í innlánum hafi verið jöfn og mikil. Hann sacði fyrstu mánuði ársins ekki marktæka ef litið væri til alls árs- ins því í upphafi sumars færu ein- staklingar að huga að fjárfesting- um, t.d. endurnýjun á bílum eða viðhaldi fasteigna. óþh ' næg verkefni fram á haustið Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar h.f. á Akur- eyri, segir að ráðningar á sumarfólki verði svipaðar og verið hafi. Hann segist reikna með að nóg verði að gera í sumar í málningarvinnu, eins og verið hafi undanfarnin sumur, og sumarfólk verði ráð- ið j samræmi við það. Útlit er fyrir næg verkefni í Slippstöðinni í sumar. Sá tími sem útgerðarmenn nota til að senda skip sín í slipp er nú að Nemendur VMA álykta: Allir áfangar verði metnir Nemendur í Verkmenntaskól- anum á Akureyri leggja til að allir áfangar nemenda í 1., 2. og 3. bekk á þessari önn verði metnir nú í vor en jafnframt koma þeir þeirri ósk á fram- færi til skólameistara og kennara VMA að nemendum gefist kostur á að hefja nám þann 26. ágúst og þá verði á einni til tveimur vikum farið í það námsefni sem eftir var á vorönn 1989. Þá leggja nem- endur til að þeim, sem falla á mati í vor, verði boðið upp á próf 19.-26. ágúst nk. Þessar hugmyndir voru sam- þykktar á fjölmennum fundi nemenda VMA sl. fimmtudags- kvöld. Þar kom einnig fram vilji nemenda til að skólastjórn fjalli um þetta mál, enda sitji þar tveir fulltrúar nemenda. í samtali við Dag sagði Vignir Sigurðsson, formaður Nemenda- félags VMA, að nemendur von- uðust til að þessar hugmyndir yrðu teknar alvarlega. Hann sagði mikilvægt að um rnálið næðist breið samstaða þannig að allir gætu vel við unað. Ályktanir fundarins sl. fimmtudagskvöld voru afhentar skólayfirvöldum í gær og búist er við að þær verði ræddar á kenn- arafundi nk. mánudag. óþh hefjast og segist Sigurður reikna með að afgreiða eitt skip á viku yfir háannatímann í slippnum í sumar. Af stærri verkefnum sumarsins má nefna að nú stendur yfir alls- herjar „klössun“ á Bjarti frá Neskaupsstað, loðnuskipið Vík- ingur frá Akranesi kemur nú eftir helgina til Slippstöðvarinnar þar sem sett verður á skipið nýtt stýr- ishús og einnig er verið að skipta um stýrishús á Guðmundi Ólafi frá Ólafsfirði. Það skip verður í viðgerð hjá Slippstöðinni fram í lok ágústmánaðar. Þessu til við- bótar er Slippstöðin að smíða fiskvinnslubúnað í flakafrysti- togarann Aðalvík frá Keflavík en sá búnaðar verður settur í skipið í næsta mánuði. JÓH Sumawörur í úwali Dömubolir allar stærðir v/frá kr. 540,- Herrabolir allar stærðir v/frá kr. 870,- Barnabolir allar stærðir v/frá kr. 570,- Ljósar dömugallabuxur 36-44. Kr. 1.850,- Barna spanjólur margir litir. Kr. 500,- Opið laugardaga frá kl. 09.00-12.00. Ilj EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275 Þetta eru tölurnar sem upp komu 27. maí. Heildarvinningsupphæö var kr. 4.636.212,- 1. vinningur var kr. 2.134.062.- Einn vinningshafi var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 370.725.- skiptist á 3 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 123.575,- Fjórar tölur réttar, kr. 639.431,- skiptast á 101 vinningshafa, kr. 6.331,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.491.994,- skiptast á 3002 vinningshafa, kr. 497,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 min. fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.