Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. maí 1989 - DAGUR - 9 r Birgisson og félagar í Þórsliðinu riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Fylkis- Mynd: JÓH Knattspyrna/3. deild: KS vann Dalvík - og Reynir lagði Kormák KS sigraði Daivík 2:1 á Dalvík og Reynismenn lögðu Kormák á Hvammstanga 3:2. í 3. deild- inni í knattspyrnu. Þar að auki burstaði lið Þróttar N. lið Valsmanna 5:0 á Norðfirði. Leikur Dalvíkur og KS var frekar slakur þegar á heildina var litið. Leiðinlegt veður setti svip sinn á leikinn á laugardaginn og áttu leikmenn beggja liða í erfið- lcikum að hemja knöttinn í mestu hviðunum. Dalvíkingurinn Guðmundur Jónsson kom mikið við sögu í þessum leik. Eftir markalausan fyrri hálfleik fór að draga til tíð- inda í þeim síðari. A 20. mínútu fór boltinn í hendi Guðmundar og skoraði Baldur Benonýsson örugglega úr vítaspyrnunni fyrir Siglfirðinga. Rúmum tfu mínútum síðar var hins vegar dæmt víti á KS og Guðmundur skoraði með fallegu skoti. En KS snéri vörn strax í sókn og á sömu mínútu skoraði Óli Agnarsson annað mark fyrir gestina. Tveimur mínútum fyrir leiks- lok fengu Dalvíkingar aðra víta- spyrnu en nú skaut hinn sami Guðmundur hátt yfir mark KS. Leiknum lauk því með sigri Sigl- firðinga 2:1. Dómari leiksins var Sigurður Víglundsson og kom hann mikið við sögu. Hann hóf strax í byrjun mikinn flautukonsert og greini- legt á öllu að hann ætlaði sér að halda leiknum niðri. Það gerði hann svo sannarlega með því að stoppa leikinn hvað eftir annað og trufla hvað eftir annað sóknir. En dómgæsla hans bitnaði jafnt á báðum liðum og réði vart úrslit- um leiksins. Reynir lagði Kormák í miklu hvassviðri á Hvamms- tanga mættust nýliðarnir í deild- inni, Kormákur, og Reynir frá Árskógsströnd. Heimamenn léku með vindinn í bakið í fyrri hálf- leik og náðu tveggja marka for- skoti. Það voru þeir Bjarki Gunnarsson og Grétar Eggerts- son sem skoruðu mörkin. Reynd- ar voru Reynismenn heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig því Hvammstangapiltarnir fengu ágæt tækifæri til þess að auka við forskotið. Síðari hálfleikur hófst með miklum látum og endað með því að dómari leiksins vísaði Alberti Jónssyni úr Kormáki af leikvelli og eftir það þyngdist sókn gest- anna. Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari þeirra braut ísinn með ágætu marki af stuttu færi og þá var eins og mesti móðurinn rynni af heima- mönnum. Garðar Níelsson jafn- aði síðan leikinn og Ágúst Sig- urðsson tryggði Reynismönnum sigurinn með marki skömmu fyrir leikslok. Þrátt fyrir að hafa tapað þess- um leik geta Kormákspiltarnir nokkuð vel við unað eftir þennan fyrsta leik í deildinni. Þeir komu upp úr 4. deild og það tekur alltaf vissan tíma að átta sig á munin- um á deildunum. Reynir náði sér ekki á strik í þessum leik, en sýndi þó styrk sinn að skora þrjú mörk á tuttugu mínútum. Þorvaldur skoraði fyrsta mark Reynis gegn Kormáki og Reynir vann 3:2. Enska knattspyrnan: Arsenal meistari - sigruðu Liverpool 2:0 á útivelli fyrsta Englandsmeistaratitil síðan 1971 og þetta var stund sem hinir fjölmörgu aðdáendur Arsenal út um allan heim hafa beðið eftir lengi. Liðið var með örugga forystu á tímabili í vetur en virist ætla að klúðra titlinum á lokasprettinum. En þessi glæsilegi sigur varð til þess að bikarinn fer til Lundúna þetta árið. Úrslitin í leiknum voru áfall fyrir Liverpool-liðið sem leikið hefur frábæra knattspyrnu undan- farnar vikur. En það er allur vet- urinn sem gildir og liðið virkaði ekki nógu sannfærandi fyrir jól. í þessum leik virtust leikmennirnir ekki trúa því að þeir gætu tapað með tveggja marka mun og það kom þeim í koíl. En liöið varð Bikarmeistari og ætti að geta vel við unað í sambandi við árangur vetrarins. Alan Smith Arsenal. skoraði fyrra mark Knattspyrna/2. deild: ÍR vann Einheria Tryggvi skoraði öll mörkin u Einherjamenn riðu ekki feit- um hesti frá viðureign sinni við IR-inga á gervigrasinu í Laug- ardal. IR sigraði 3:1 og skoraði Tryggvi Gunnarsson öll mörk Reykjavíkurliðsins. Þrándur Sigurðsson skoraði mark Ein- herja úr vítaspyrnu. ÍR-ingar voru mun sprækari í leiknum og sóttu stíft fyrri hálf- leikinn. En vörn Einherja varðist vel þar til rétt fyrir leikhlé að hún opnaðist og Tryggvi skaust inn Golf á Sauðárkróki: Heimamenn sigruðu - „Slipparana“ frá Akureyri Fyrsta golfmót sumarsins á Hlíðarendavelli Golfklúbbs Sauðárkróks var haldið sl. sunnudag, þegar starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri komu í heimsókn og léku við heimamenn. Mótið, sem orð- inn er árlegur viðburður, geng- ur undir nafninu „Slipp- Krókur“, og það var Slipp- stöðin sem gaf öll verðlaun. AIIs mættu 27 kylfíngar til leiks, 10 frá Slippnum og 17 frá Golfklúbbi Sauðárkróks. Hlíðarendavöllur bauð ekki upp á það að allar holurnar yrðu leiknar, heldur var leikið á 6 brautum og farnir 3 hringir til að ná 18 holu keppni. Ágætis skor náðist, þrátt fyrir leiðindaveður og vorbrag á kylfingum. Árangur átta fyrstu manna lið- anna var talinn, þegar búið var að draga forgjöfina frá. Það kom þannig út að heimamenn sigruðu með 573 högg, á móti 626 högg- um „Slipparanna". Fyrir vikið fengu heimamenn glæsilegan bikar. Þá voru veitt aukaverð- laun fyrir að fara næst holu. Á 3. braut var Örn Sölvi Halldórsson, GSS, næst því, eða 10,55 m frá holu! Magnús Rögnvaldsson GSS var 1,26 m frá því að setja niður í fyrsta höggi á 6. braut. Árangur einstaklinga var eftir- farandi: Með forgjöf. högg 1. Hjörtur Geirmundsson GSS 68 2. Örn Sölvi Halldórsson GSS 69 3. Brynjólfur Tryggvason Slipp. 71 Án forgjafar. högg 1. Örn Sölvi Halldórsson GSS 80 2. Sigurður G. Ringsted Slipp. 82 3. Magnús Rögnvaldsson GSS 85 fyrir og skoraði fyrsta mark leiks- ins. I síðari hálfleik bætti Tryggvi við öðru marki sínu beint úr aukaspyrnu og var það mark sér- staklega glæsilegt. En þá var komið að Vopnfirðingum að sækja. Þeir komust í ágætt færi en einum sóknarmanni þeirra var hrint og Friðgeir Hallgrímsson dómari dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. Reyndar voru ekki allir sáttir við þann dóm en Þrándur Sigurðsson skoraði örugglega úr spyrnunni fram hjá Þorsteini í marki ÍR. En þar með var eins og allur vindur væri úr gestunum og sóttu IR-ingar stíft það sem eftir var leiksins. Þeir uppskáru þó aðeins eitt mark og var þar Tryggvi Gunnarsson enn einu sinni á ferðinni með ágætt mark. ÍR-liðið virkaði frískt og má sjálfsagt búast við miklu af þeim í sumar. Ekki er hægt að dæma Einherjaliðið af þessunt leik. Gervigrasið á greinilega ekki við þá og náðu Vopnfirðingarnir sér ekki á strik í leiknum. Verðlaunahafar á „Slipp-Krókur“ mótinu á Hlíðarendavelli. Frá vinstri: Magnús Rögnvaldsson GSS, Hjörtur Geirmundsson GSS, Örn Sölvi Hall- dórsson GSS, Brynjólfur Tryggvason, frá Stippstöðinni, Steinar Skarphéð- insson, formaður GSS með verðlaunabikarinn, og Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar. Mynd: -bjb bekknum. Arsenal náði strax frumkvæðinu en náði ekki að skora í fyrri hálfleik. Greinilegt var að Dalglish framkvæmda- stjóri var ekki ánægður með gang mála og kippti hann Rush út af og setti Beardsley inn á. En allt kom fyrir ekki því Arsenal hélt áfram að stjórna gangi mála. í síðari hálfleik náði Arsenal forystu með skallamarki Alan Smith, en Liverpool-menn mót- mæltu ákaft og töldu hafa verið brotið á Staunton bakverði liðsins. Dómarinn ráðfærði sig við línuvörðinn og benti síðan ákveðið á miðjuna, mark! Lokamínúturnar voru æsi- spennandi og á síðustu mínút- unni komst Michael Thomas inn fyrir vörnina, lagði knöttinn fyrir sig og sendi hann örugglega í markið hjá Grobbelar. Þar með hafði Arsenal tryggt sér sinn Arsenal tryggöi sér enska meistaratitilinn á eftirminnileg- an hátt í beinni útsendingu á föstudagskvöld. Liðiö gerði sér lítið fyrir og sigraði Liverpool á útivelli 2:0 og eru 15 ár síöan Liverpool tapaði með tveggja marka mun á Anfield Road. Það var einkum baráttuvilji og einbeitni sem skóp sigur Lund- únaliðsins. Liverpool-leik- mennirnir virtust hálf-sofandi og náðu aldrei almennilega að kom- ast inn í leikinn. Það kom á óvart að Rush og Aldridge voru báðir látnir byrja en Peter Beardsley látinn sitja á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.