Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
í feni erlendra skulda
Við íslendingar erum stundum minntir á að
við lifum um efni fram. Þjóðin í heild gerir
mjög miklar kröfur í hinum veraldlegu efnum
og lífsgæðakapphlaupið er í algleymingi. Það
birtist í ýmsum myndum og oftar en ekki í
flottræfilshætti sem lítil þjóð hefur ekki efni á.
Dæmin er fleiri en svo að þau verði rakin á
þessum vettvangi. Þessari eyðslustefnu höf-
um við framfylgt dyggilega undanfarin ár á
öllum sviðum þjóðlífsins; einstaklingar, fyrir-
tæki og ekki síst hið opinbera. Afleiðingarnar
eru smám saman að koma í ljós: Stærstu
sveitarfélögin eru skuldum vafin og skulda-
súpa ríkisins eykst ár frá ári. Sífellt stærri
hluti' teknanna fer í að greiða afborganir og
vexti af lánum, ekki síst erlendum lánum.
Með öðrum orðum: Við eyðum um efni fram
og sláum lán erlendis til að borga mismuninn.
Við ætlum börnunum okkar að greiða reikn-
inginn vegna þeirra fölsku lífskjara sem hér
er haldið uppi. Það telst ekki stórmannlega að
verki staðið.
Þjóðin er á góðri leið með að sökkva í fen
erlendra skulda. Við erum að öllum líkindum
skuldugasta þjóð heims miðað við höfðatölu.
Það er þó varla sanngjarnt að bera ísland
saman bláfátæk ríki þriðja heimsins, þar sem
tekjur á hvert mannsbarn eru mörgum sinn-
um lægri en hér. Ef til vill er raunhæfasti
samanburðurinn fólginn í því að skoða er-
lendar skuldir sem hlutfall af útflutningstekj-
um. Þegar þeim samanburði er beitt eru ís-
lendingar í 8. sæti yfir þær iðnaðarþjóðir sem
skulduðu mest í árslok 1987. Þá námu skuldir
okkar um 98% af útflutningstekjum þjóðar-
innar — og fara vaxandi. Þetta er hrikaleg
staðreynd.
Hvert mannsbarn í landinu skuldaði um
6.500 dollara í útlöndum árið 1986. Flest
bendir til þess að skuldin verði komin í um
9.900 dollara í lok þessa árs. Það jafngildir
rúmlega 550 þúsundum íslenskra króna á
mann í erlendum skuldum! Þjóðin er augljós-
lega komin inn á hættulega braut. Sú braut
hefur stundum verið nefnd braut eilífrar
skuldasöfnunar. Af þeirri braut verðum við að
snúa fyrr en seinna ef ekki á illa að fara. Að
eyða um efni fram gengur ekki til lengdar.
Það vita þeir sem reka heimili jafnvel og þeir
sem reka fyrirtæki. Sama lögmál gildir auðvit-
að í ríkisrekstrinum. Hömlulausri neyslu og
offjárfestingu á öllum sviðum þarf að linna.
Að öðrum kosti sökkvum við í skuldafenið.
Það eru óskemmtileg örlög hverjum manni,
hvað þá heilli þjóð. BB.
Hugleiðingar um sam-
keppni sjónvarpsstöðvanna
Vegna mjög einhliða og óvæginn-
ar umræðu um rekstur fjölmiðla
hérlendis ætla ég að leggja nokk-
ur orð í þann belg. Nefnd á veg-
um Alþingis hefur það hlutverk
að leggja á ráðin um framtíðar-
rekstur ljósvakafjölmiðla, til
dæmis innheimtu afnotagjalda.
Um það er deilt hvort innheimta
megi afnotagjöld og þá hvernig.
Það er auðvitað hlutverk þing-
manna að ákveða slíkt, og aldrei
æskilegt að sífellt sé verið að
breyta og/eða hræra í þessum
hlutum. Að mínu mati er mjög
eðlileg leið að innheimta afnota-
gjald af ríkisfjölmiðlum og nota
við innheimtuna það fyrirkomu-
lag að leggja gjald á hverja
íbúð. Þetta er sangjarnt fyrir-
komulag, því þá borga þeir sem
nota. Ég vil benda á þá einföldu
og ódýru lausn að innheimta
þetta gjald með hita- eða orku-
reikningum. Þá sæju veiturnar á
hverjum stað um innheimtuna og
við gætum hugsað okkur að inn-
heimtukostnaður hyrfi hér um bil
alveg og afnotagjöldin gætu þá
lækkað (til dæmis um !4), sem
væri mjög æskilegt. Svona fyrir-
komulag er í Hollandi.
Frelsi til ad velja
Fólk segist vilja hafa frelsi til
að velja og vill ekki borga fyrir
efni sem það ekki horfir á. Þá
skulum við líta á þau rök. Keypt-
ir hafa verið 38.000 ruglarar, og
margir segjast eingöngu horfa á
Stöð 2 og halda því einnig fram
að efni hennar sé mun betra en í
Ríkissjónvarpinu. Ég hef sjálfur
átt kost á því að horfa á báðar
stöðvar. En enginn getur með
nokkru móti horft á tvær stöðvar
í einu, og þess vegna verða menn
fljótt ófærir að dæma, og auðvit-
að viðurkennum við ekki að
horfa bara á þá stöð sem okkur
þykir lélegri, en berum þær aldrei
saman. Hvert er hlutverk þeirra?
Stöð 2 er í eigu einstaklinga, lík-
lega sem hlutafélag. Ekki þjónar
það neinum tilgangi að kaupa
hlutabréf í fyrirtæki á þessu sviði
nema það skili eigendunum sín-
um arði. Þess vegna eru rekstrar-
skilyrði Stöðvar 2 þau að hún
þarf að skila eigendum sínum
gróða. Rekstri stöðvarinnar
verður því hætt mjög fljótt ef
stöðin hættir að skila arði. Nú má
líka spyrja hver á og hver rekur
dreifikerfi Stöðvar 2. Er það ekki
ríkið? Hvaðan kemur þá rekstr-
arféð? Þau skilyrði eru sett að
dagskráin skuli að einhverjum
ákveðnum hluta vera innlend. í
raun dreg ég ekki í efa, að við
viljum fjöhnörg fá sem mest af
innlendu efni. En það skal upp-
lýst að markmið Stöðvar 2 er að
senda út það efni sem meirihlut-
inn vill sjá. Með þá vitneskju í
huga, er spurningin þessi: Hefur
Stöð 2 ekki metnað eða þor til að
senda út efni sem kannski vekur
umræðu og jafnvel deilur, er og
verður fólki umræðuefni og er
minnisstætt? Þeirsem horfa t.d. á
3-7 bíómyndir um helgi geta tæp-
ast munað nokkuð úr þeim
myndum, eða þá rugla því saman.
Er þá ekki niðurstaðan sú að var-
hugavert sé að sýna ótakmarkað-
an fjölda bíómynda? Að mínu
mati væri eðlilegur metnaður
fólginn í því að takmarka sig til
dæmis við hálft það magn sem
boðið er upp á í sjónvarpsvísi
Stöðvar 2.
Minnihlutinn
má ekki gleymast
íþróttaefni hefur verið aukið
mjög á báðum stöðvum og nú
gefst mönnum kostur á 4-6
klukkutíma setu, til dæmis á
laugardögum, án þess þó að
ólympíuleikar standi yfir. Ér með
þessu ekki í raun búið að skjóta
yfir markið? Markmið fjölmiðl-
anna ætti líka að vera að koma
fólki til að stunda einhverja
íþrótt, en ekki binda það við
skjáinn svona lengi. Að mínu
mati má enginn fjölmiðill leggjast
svo lágt að gleyma minnihluta-
hópum, sem vilja sjá og heyra allt
annað efni en sá meirihluti, sem
virðist eiga að ráða efnisvali á
Stöð 2. Mér sýnist að stöðin sé
fyrst og fremst afþreyingarstöð,
og vilji fólk frekar láta mata sig á
bíómyndum en að leigja sér þær
myndir sem það hefur áhuga á,
þá er fólki þetta auðvitað frjálst.
En það má til að átta sig á hvað
það er að borga og af hverju.
Dreifing efnis á Stöð 2 nær ekki
til allra landsmanna. Ég vil líka
benda fólki á, sem kvartar undan
afnotagjaldi, að í gegnum skatta,
t.d. söluskatt og staðgreiðslu-
skatt, fara peningarnir okkar til
svo fjölmargra hluta sem við aldrei
notum, bara einhverjir aðrir.
Þetta hlýtur alltaf að verða
svona. Við getum deilt um hvort
við höfum efni á því að reka tvær
sjónvarpsstöðvar en í raun er
aðeins grundvöllur fyrir eina
stöð. Nú fólk skal gá að því að
með tilkomu tveggja stöðva
stækkaði markaðurinn á íslandi
um helming og það myndaðist
samkeppni til dæmis um kaup á
framhaldsþáttum. Þessi sam-
keppni gæti hafa hækkað verð
þeirra um helming eða meira.
Að þjóna eigendum sínum
Ekki er hægt að skilja við Stöð
2 og samkeppnina, svo allrar
sarmgirni sé gætt, að ekki sé
minnst á að samkeppnin gæti
hafa leitt til vandaðri vinnu-
bragða hjá Sjónvarpinu. Að vísu
finn ég ekkert sem mælir á móti
því að hægt sé að vinna vel og
gera góða hluti og vandaða án
þess að samkeppni um áhorfend-
ur sé annars vegar. Svo kemur sú
tíð að við getum fengið sam-
keppni frá erlendum stöðvum án
endurvarps og þá þrengist nú lík-
lega um einkareksturinn og hann
verður ekki svo gróðavænlegur.
Hvert er þá hlutverk Ríkissjón-
varps? Það hlýtur fyrst og fremst
að felast í því að flytja okkur
fréttir á hlutlausan og skýran
hátt; með öðrum orðum að vera
einn af hornsteinum lýðræðis,
vera sá fréttamiðill sem allir geta
treyst. Fréttamiðlar verða alltaf
að þjóna eigendum sínum. Þess
vegna getum við aldrei fullkom-
lega treyst einkafréttastöð. En
ríkisfjölmiðill er í eigu allrar
þjóðarinnar. Auðvitað getur út
af brugðið vegna mistaka ein-
stakra fréttamanna, slíkt verður
aldrei fullkomlega fyrirbyggt. En
ríkisfjölmiðill í lýðræðisríki er sú
undirstaða lýðræðis sem við vilj-
um að minnsta kosti langflest
aðhyllast og viðhalda. Við gerum
þær kröfur og þeim er framfylgt
hér á íslandi, að allir landsmenn
geti notið efnis með sæmilegu
móti, hvar sem þeir eru staddir á
landinu, slíkt eru mannréttindi,
sem við erum að greiða fyrir með
afnotagjöldum. Ég vil undirstrika
það, að með því að veita ríkis-
útvarpinu rétt til innheimtu
afnotagjalda er verið að veita
stofnuninni nokkurt sjálfstæði
gagnvart fjárveitingarvaldi hvers
tíma, hér er því í raun um vald-
dreifingu að ræða. Sjálfstæði
útvarpsins er nokkurs virði og
trygging fyrir því að einokun
fárra nái ekki völdum í svo
áhrifamiklum fjölmiðli.
Auglýsingar eru tekjulind
myndstöðva sem og annarra fjöl-
miðla. Margar auglýsingar eru
mjög vel gerðar, vandaðar, en
sumar aftur þannig að manni líð-
ur illa undir þeim. Nú skal viður-
kennt að smekkur manna er
misjafn, en oft getum við samt
fært rök fyrir okkar smekk. Mig
hefur lengi langað til að sjá aug-
lýsingum gefinn gæðastimpill, til
dæmis stjörnugjöf, til þess væri
fengin 3-5 manna nefnd. Jafn-
framt yrði myndstöðvum gert
skylt að fá stjórnun á allar auglýs-
ingar, nema skjáauglýsingar.
Auðvitað yrðum við aldrei sam-
mála, en þetta veitti aðhald.
Skipt um meðul?
Hlutverk ríkissjónvarps er auð-
vitað að halda uppi menning-
arlífi, segja frá og tlytja hvers
konar efni. Þetta sama efni er
kannski ekki það sem meirihlut-
inn vill, en á samt fullan rétt á
sér. Mér finnst það ókostur í
fámenninu hér á Islandi, að nú
getum við ekki lengur talað við
hvern sem er um það sem hæst
bar kvöldið áður. Nú hann var að
horfa á Dallas á Stöð 2. Ekki var
hann í leikhúsi, á því hafði hann
ekki efni, hann var að kaupa sér
ruglara. Og svo þegar búið er að
borga hann, þá verður náttúrlega
að horfa á Stöð 2, annars væri
ruglarinn of dýr. Hver man ekki
eftir fimmtudagskvöldunum
góðu, sem fáir kvörtuðu undan,
og okkar sjónvarpslausu og nátt-
lausu sumrum. Nú draga menn
fyrir myrkratjöldin og láta veru-
leikann víkja, missa af okkar dýr-
legu sumrum. Ég er fylgjandi
sjónvarpshvíld. Auðvitað veit ég
að þá fer að reyna á hugsun og
framkvæmdagetu, hugarflug og
samskipti við annað fólk, en væri
það af hinu illa? Ef til vill, því þá
skiptu bara sjúklingarnir um
meðul og færu alfarið yfir á
evrópskar myndstöðvar og ættu
þaðan ekki afturkvæmt. Jah.