Dagur - 30.05.1989, Blaðsíða 15
hér & þor
25 ára fermingarafmæli
Fjöldi landsmanna hefur undanfarnar vikur flykkst á nemendamót og útskriftarafmæli þar sem gamlir
skólafélagar koma saman og rifja upp minningar. Þessi mynd er tekin í göngunum við Laxárvirkjum laug-
ardaginn 20 maí, og ferðaðist hópurinn á rútu merktri „Fermingarbörn á ferð“. Þarna var komin árgerð
’50 frá Húsavík og var heimsóknin að Laxárvirkjun liður í hátíðahöldum af tilefni 25 ára fermingarafmælis
hópsins. Mynd: 1M
Óendanlegar afsakanir
þeirra sem koma of seint
t.d. „Geitin át brækurnar
Af hverju kemurðu svona seint?
Hvers vegna mættir þú ekki í
vinnu í gær? Þessum spurningum
þurfa starfsmenn stundum að
svara vinnuveitendum sínum. í
Bandaríkjunum voru forsvars-
menn nokkurra fyrirtækja beðnir
að rifja upp skringilegustu afsak-
anir starfsmanna fyrir fjarvistum
og niðurstöðurnar sýna glöggt að
hugmyndaflug starfsfólks er með
ólíkindum. Lítum á nokkur
dæmi:
„Öskutunnunni minni var stol-
ið og ég þurfti að keyra út um all-
an bæ og leita að henni.“
„Ég fór í viðtal vegna annars
starfs en sá sem ætlaði að tala við
mig mætti allt of seint.“
„Vinkona mín hótaði að segja
eiginkonu minni frá ástarævintýri
okkar ef ég eyddi ekki öllum deg-
inum með henni.“
„A, hvers vegna ég mætti
ekki? Jú, ég var að hugsa um að
hætta í vinnunni en svo snerist
mér hugur.“
„Vinur minn bauð mér í snarl í
gærkvöld. Hann bauð upp á
vatnsmelónu en svo kom í ljós að
hann hafði dælt vodka í hana og
það varð að bera mig heim. Ég
vaknaði ekki fyrr en eftir
hádegi."
„Páfagaukurinn minn blótaði
þegar ég var að fara af stað til
vinnu. Eg mátti til með að koma
því inn í hausinn á honum að það
væri dónalegt að blóta.“
„Ég lenti í rifrildi við vinkonu
mína í gærkvöld. Þegar hún
vaknaði í morgun seinkaði hún
öllum klukkum áður en hún fór í
vinnuna. Ég vissi því ekki að
klukkan væri orðin svona
margt.“
„Eg var í jóga en stóð svo lengi
á höfðinu að það leið yfir mig.“
„Apinn okkar stökk með
skjalatöskuna mína upp í tré.“
Og enn verða afsakanirnar
ótrúlegri. Hvað finnst ykkur t.d.
um þessar:
„Nærfötin mín voru hengd til
þerris á snúrunum bak við húsið
og geit nágrannans át allar bræk-
urnar mínar.“
„Krakkarnir mínir eyddu
sumrinu í Frakklandi og þegar
þeir komu heim gáfu þeir mér
klukku sem getur talað. Ég skil
ekki frönsku þannig að þegar
klukkan tilkynnti að nú væri
klukkan orðin 7 þá vissi ég ekki
að það væri kominn tími til að
fara á fætur.“
„Konan var svo reið við mig að
hún faldi allar brækurnar mínar
meðan ég svaf.“
„Ég kom auga á eitthvað sem
virtist vera fljúgandi diskur svo
ég elti hann 100 kílómetra eftir
þjóðveginum."
mmar
„Ógeðsleg köngurló hélt mér í
helgreipum í baðherberginu."
„Maðurinn minn var reiður við
mig og batt hnúta á allar sokka-
buxurnar mínar.“
„Það var rigning og ég fann
ekki regnhlífina mína.“
„Ég var að rífast við krakkana
mína og þeir lokuðu mig inni í
skottinu á bílnum.“
Eins og sjá má er hugmynda-
flug þeirra sem mæta of seint til
vinnu óendanlegt. Dugi jarð-
neskir hlutir ekki til koma þeir
með enn fjarstæðukenndari af-
sakanir og hér eru tvær í lokin:
„Stjarnfræðingur varaði mig
við því að mæta í vinnu fyrir
hádegi í dag.“
„Það er ekki mín sök að ég
mæti svona oft of seint. Fyrrver-
andi kona mín setti álög á mig.“
Það er smábörnum bæði nauðsynlegt og sjálfsagt að sofa mikið. En það er
eins gott að þeir hafi auðugt ímyndunarafl, sem halda þessum sið eftir að
fullorðinsaldri er náð . . .
Þriðjudagur 30. maí 1989 - DAGUR - 15
Afgreiðslumaður óskast
á vöruafgreiðslu okkar.
Starfssvið:
1. Vinna á lyftara.
2. Umsjón á fylgibréfum.
3. Fjárreiður.
4. Tungumálakunnátta æskileg.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Umferðarmiðstöðinni
Hafnarstræti 82.
#4
ÍM
UMFEJDSRMWIOD
BUS TERMINAL
Laust starf
Við embætti bæjarfógetans á Akureyri er laus til
umsóknar staða dómritara.
Um hálfsdags starf er að ræða. Daglegur vinnutími
er frá kl. 13-17.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 10. júní
n.k.
Bæjarfógetinn á Akureyri,
29. maí 1989.
Elías I. Elíasson.
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
® Lausar stöður
við framhaldsskóla
Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru eftirtaldar stöður
lausar til umsóknar: Franska, íslenska og saga (V2 staða),
sálar- og uppeldisfræði og náttúrufræði. Þá vantar náms-
ráðgjafa í hálfa stöðu og stundakennara í ýmsar greinar.
Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er starf skrifstofu-
stjóra laust til umsóknar.
Að Menntaskólanum á Egilsstöðum vantar ensku-
kennara í hálfa stöðu.
Við Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar
staða í íslensku.
Þá er laus til umsóknar staða kennara í myndíð við Fóst-
urskóla íslands og stundakennarastöður í heilbrigðis-
fræði, félagsfræði og íslensku. Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu skólans.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík fyrir 20. júní n.k.
Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara við-
komandi skóla.
Þá er umsóknarfrestur um eftirtaldar kennarastöður fram-
lengdur til 6. júní:
Að Fjölbrautaskóla Vesturlands vantar kennara í stærð-
fræði og rafeindavirkjun.
Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar stöður í
frönsku, dönsku, stærðfræði, tölvufræði og viðskiptafræði.
Að Framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í
íslensku, stærðfræði og myndmennt.
Þá vantar kennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
dönsku og íslensku.
Menntamálaráðuneytið.
Eiginkona mín og dóttir okkar,
EVA LAUFEY RÖGNVALDSDÓTTIR,
Ásvegi 27, Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 26. maí.
Baldvin Valdimarsson,
Halldóra Engilbertsdóttir,
Rögnvaldur Þorsteinsson.