Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miövikudagur 7. júní 1989 TILKYNNING Við tilkynnum hér með að við höfum selt jarðvinnsluvélar okk- ar og hætt rekstri þeirra. Viðskiptavinum okkar þökkum við samskipti liðinna ára og vonum að þeir snúi viðskiptum sínum til nýs eiganda. Fyrir hönd Ræktunarsambands Árskógs- og Arnarnes- hrepps. Magnús Stefánsson, Fagraskógi. TILKYNNING Það tilkynnist hér með að ég hef keypt jarðvinnsluvélar Rækt- unarsambands Árskógs- og Arnarneshrepps og hafið rekstur þeirra. Vænti ég þess að viðskiþtavinir fyrri eigenda snúi sér til mín en einnig býð ég nýja viðskiptavini velkomna. Auk jarðvinnsluvélanna hef ég til umráða JCB-3D traktors- gröfu. Baldvin Haraldsson, sími 96-61977, Stóru-Hámundarstöðum, Árskógshreppi. Frá menntamálaráðuneytinu Æ::r%i:ncW Lausar kennarastöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann á ísafirði í félagsfræði og sögu - og í skíðaþjálfun og þjálffræði skíðaíþrótta. Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði í ensku og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík, fyrir 20. júní nk. Framlengdur er umsóknarfrestur til 16. júní um eftirtaldar áður auglýstar kennarastöður: Við Verkmenntaskólann á Akureyri í dönsku, efnafræði, ensku, íslensku, matreiðslu, rafiðnagreinum, stærðfræði, vélstjórnargreinum og viðskiptagreinum. Við Menntaskólann á ísafirði í íslensku og tjáningu (V2 staða), eðlisfræði (V2 staða), þýsku, stærðfræði og tölvufræði (1V2 staða), skipstjórnarfræði (% staða), vélstjórnargreinum, rafvirkjun, rafeindavirkjun og rafiðnum. Við Menntaskóiann á Laugarvatni í stærðfræði og raun- greinum. Menntamálaráðuneytið. Auglýsing Félagsmálaráðuneytið mun úthluta framlögum til sérstakra verkefna sem veita skólafólki atvinnu í sumar við hagnýt störf, að uppfylltum neðan- greindum skilyrðum: Til þessara verkefna verði ráðnir námsmenn sem verða 16 ára á árinu eða eldri, verði í námi nk. haust, hafi látið skrá sig hjá hlutaðeigandi vinnumiðlun en ekki fengið starf. Um sé að ræða störf sem ekki var fyrirhugað að ráða í. Oðrum starfsmönnum verði ekki sagt upp störfum vegna þessa. Þeir sem sótt geta um framlög eru: Félagasamtök, landssambönd, héraðssamtök og hliðstæðir aðilar til sérstakra tilgreindra verkefna, þar sem fram komi mannaflaþörf, eðli verkefnis og hver annast framkvæmd, fjárhæð og sundur- liðuð kostnaðaráætlun. Ríkisstofnanir vegna sumarafleysinga eða fegr- unar- og umhverfisverkefna. Tilgreind verði teg- und verkefnis, fjöldi starfa, fjárhæð og sundurlið- uð kostnaðaráætlun. Framlög verða ekki veitt sveitarfélögum. Framlög verða miðuð við þá heildarfjárhæð sem veitt verður til verkefnanna. Úthlutun framlaga mun fara fram samkvæmt nán- ari reglum sem settar verða. Umsóknir skulu sendar til félagsmálaráðuneyt- isins merktar „Sumarstörf". Umsóknarfrestur er til 9. júní nk. Félagsmálaráðuneytið, 2. júní 1989. Möl og sandur - Strengjasteypan hf.: Veltu 200 miDjónum króna í fyrra - stöðugt unnið að þróun framleiðslunnar á mörgum sviðum henni tengdri frá þeim tíma, svo I og eftirgrennslan. EHB vitað sé, þrátt fyrir ítrekaða leit Sjá nánar á bls. 6 og 7. Hraðfrystistöð Þórshafnar: Tapaði 12 milljónum kr. - á síðasta ári Möl og sandur hf er með elstu og rótgrónustu f'yrirtækjum á Akureyri. Velta þess á síðasta ári nam fast að 200 milljónum króna og fyrirtækið greiddi, ásamt dótturfyrirtækinu Strengjasteypunni hf, 65 millj- ónir króna í iaun árið 1988. Hjá Möl og Sandi hf vinna að staðaldri milli fjörutíu og fimmtíu starfsmenn, en fjöldi þeirra fer þó upp í sjötíu þegar mest er að gera yfir sumarmán- uðina. Hólmsteinn Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, sagði í viðtali við blaðamann að starfsemi Malar og Sands og Strengjasteypunnar væri afar fjölbreytt og verkefnin margvís- leg. Um sögu fyrirtækisins sagði Hólmsteinn að fyrirtækið Möl og Sandur hf hefði verið stofnað árið 1946 af nokkrum vörubíl- stjórum og múrurum á Akureyri ásamt Akureyrarbæ og Kaupfé- lagi Eyfirðinga. Starfsemin var rekin á lóð vestan og ofan við Sambandsverksmiðjurnar fyrstu árin, en engin mynd er til af starfseminni eða byggingum Tap Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar nam á síðasta ári 12,2 milljónum króna, þegar af- skriftir og aðrir þættir hafa verið teknir inn í dæmið. A árinu 1987 var tapið um 18 milljónir þannig að reksturinn virðist á hægum batavegi þótt erfiður sé. Útlitið er hins vegar ekki ýkja bjart og hráefnis- skortur mikill. Gísli Óskarsson, skrifstofu- stjóri Hraðfrystistöðvar Pórs- hafnar, sagði að frá því að Súlna- fellið var selt frá Þórshöfn hefði afskaplega lítill afli borist til vinnslu. Áttatíu tonna bátur, Geir, hefur haldið stöðinni gang- andi, auk smærri báta, en Geir hefur að undanförnu verið í slipp á Húsavík. Gísli sagði að starfsfólkið hefði verið að þrífa og mála í Hrað- frystistöðinni og sauma poka í loðnubræðslunni, en alltaf kæmi reytingsafli annað slagið til vinnslu. Stakfellið, togari Útgerðarfélags Norður-Þingey- inga á Þórshöfn, er frystitogari og Hraðfrystistöðin verður því að treysta á bátana, en þeir eru í stoppi til 10. júní. „Það hlýtur að koma einhver fiskur en þetta er hálfdapurt núna. Hráefnisöflunin er heljar- innar mál. Við erum með fastráð- ið fólk en það er fullt af fólki hérna sem hefur ekki vinnu, þannig að þessi atvinnuleysisvofa er á sveimi hér eins og annars staðar," sagði Gísli. SS Sauðnautahauskúpurnar á Svalbarðsströnd: Eigandinn vitjaði um haus- kúpumar á Geldingsá í gær - embætti yfirdýralæknis hefur farið þess á leit við bæjarfógetann á Akureyri að skýrsla verði tekin af eigandanum um málið Frétt blaðsins í gær um þrjá sauðnautahausa sem fundust í fjörunni á Svalbarðsströnd í síðustu viku varð til þess að eigandi hausanna vitjaði þeirra á bænum Geldingsá á Sval- barðsströnd í gærmorgun. Að sögn Sigfúsar Árelíussonar á Geldingsá kvaðst maðurinn hafa sett hausana í sjóinn í þeim tilgangi að hreinsa þá en hingað til lands eru þeir komn- ir frá Grænlandi. Sigfús neitaði hins vegar að afhenda hausana og lét Sigurð Sigurðarson, dýralækni á Keldum embætti yfirdýralæknis vita um málið. Hjá embætti yfirdýralæknis fengust þær upplýsingar í gær að haft hefði verið samband við bæjarfógetann á Akureyri og óskað eftir því að eigandinn verði yfirheyrður. Ennfremur var Sigfús beðinn að afhenda hauskúpurnar lögreglunni á Akureyri til varðveislu. „Við viljum gjarna vita hvernig þetta komst inn í landið og hvernig þetta er fengið. Síðan vildum við gjarnan sjá þær upplýs- ingar sem fást en fljótt á litið sýn- ist mér ekki vera ástæða til að Lokið er við að opna Lágheiði en í gær unnu vegagerðarmenn að því að ýta himinháum ruðningum frá veginum. Sam- kvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar á Sauðárkróki er búist við að heiðin verði opnuð umferð að viku liðinni. óttast mjög sjúkdóma. En það er afleitt ef menn eru að flytja hrá- æti eða annað óunnið efni af dýr- um erlendis frá,“ sagði Sigurður Sigurðarson, dýrálæknir á Keld- um í gær. Sigurður segir að lega landsins geri það að verkum að íslending- ar séu vel settir hvað varði smit- sjúkdóma. Þessir sjúkdómar geti þó borist hingað með ógætni og ekki megi gerast að óleyfilegur innflutningur á kjöti sé látinn óátalinn. „Kjöt eða óniðursoðna vöru úr dýraríkinu er stranglega bannað að flytja hingað. A því má vekja athygli að í Bretlandi er Slökkvilið Húsavíkur var kall- að út um fjögurleytið á mánu- dag vegna reyks í lúkar Siglu- ness ÞH, þar sem báturinn lá við bryggju í Húsavíkurhöfn. Það voru menn frá Naustavör Gríðarlegur snjór var á Lág- heiði og voru mokstursmenn því lengi að komast í gegnum snjó- stálið. En þrátt fyrir að búið sé að gera rás í gegnum skaflana þarf vegurinn nokkra daga til að þorna áður en talið er óhætt að hleypa umferð á hann. óþh að breiðast út sjúkdómur í naut- gripum líkur riðuveikinni og þar hafa menn notað hráefni í kjarn- fóður sem gæti verið sýkt og þolir jafnframt hitameðferð. Og það er engin trygging að flytja inn frysta vöru því frysting er einnig notuð til að geyma veirur,“ segir Sigurður. „Úr því þetta getur sloppið inn í landið þá finnst manni eftirlits- kerfið ansi götótt og spyr sig hvort lekinn sé mikill. Ekki er hins vegar hægt að velta þessu einstaka máli mikið fyrir sér fyrr en skýrsla liggur fyrir,“ bætir Sigurður við. JÓH sem komu að reykjarmekki í lúk- arnum að afloknum kaffitíma og kölluðu á Slökkviliðið, sem „brá við eins og elding", eins og Hreinn Einarsson slökkviliðs- stjóri orðaði það. Tveir reykkaf- arar fóru niður í lúkarinn, hann var fullur af reyk og þar var mikil olíustybba en enginn eldur. Áður en Slökkviliðið kom hafði skip- stjórinn á Sæborgu, Aðalsteinn Karlsson, reynt að fara inn í lúkar- inn og skrúfa fyrir olíu að kabyss- unni, en varð frá að hverfa vegna reyksins. Fyrir kaffitímann höfðu menn verið að vinna við að rúst- banka rörið frá kabyssunni, með þeim afleiðingum að rörið stífl- aðist af ryði og óhreinindum. Eldurinn í kabyssunni hafði síð- an kafnað þegar reykurinn fór að safnast fyrir í lúkarnum. IM Lágheiði: Opnuð að viku liðinni Hiisnvík ■ Slökkviliðið kaJlað út - í fullan lúkar af reyk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.