Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 1
Aðalfundur Sambandsins: „Engin töfralausn til“ - á vanda Samvinnuhreyfmgarinnar segir Guðjón B. Ólafsson 87. aðalfundi Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga lauk á 5. tímanum í gær en eins og fram hefur komið var rúmlega 1150 milljóna króna halli á rekstri Sambandsins á síðasta ári. í gær fór fram stjórnarkjör og þá var gengið frá ályktun aðal- Akureyri: Hótel Norður- land opnað á fóstudag Iðnaðarmenn leggja nú nótt við dag að Ijúka breytingum sem unnið er að á húsnæði því sem áður var Hótel Varðborg á Akureyri. Stefnt er að því að Hótel Norður- land hefji starfsemi næst- komandi föstudag. Bæjarfógetinn á Akueyri sendi bæjarráði bréf þann 26. máí sl. þar sem óskað var eftir umsögn bæjarstjórnar um umsókn Gísla Jónssonar f.h. Hótels Norðurlands um leyfi til að reka hótel í fyrrnefndu húsnæði. Bæjarráð beindi því til bæjarstjórnar að mæla með leyfisveitingunni og á aðal- fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt að mæla með starfs- leyfi fyrir hið nýja hótel. JÓH Akureyri: Nokkuð mikið rusl undan fundarins. Fjölmargir tóku til máls á fundinum í gær og voru umræður málefnalegar. Þær snér- ust eðlilega að mestii um rekstra- vanda Sambandsins og leiðir til úrbóta. Valur Arnþórsson, fyrrverandi stjórnarformaður Sambandsins, Outti ýtarlega ræðu á fundinum og rakti þar m.a. þá vinnu sem stjórn Sambandsins innti af hendi á síðasta ári við að skoða skipu- lagsmál SÍS svo og störf þeirrar nefndar sem skipuð var til að skoða þau mál sérstaklega. Valur sagði að samvinnumenn stæðu frammi fyrir alvarlegum vanda- málum og þyrftu nauðsynlega að finna lausnir sem dygðu Sam- vinnuhreyfingu framtíðarinnar. Guðjóni B. Ólafssyni, for- stjóra Sambandsins, var tíðrætt um þann efnahagsvanda sem við er að etja og sagði að sá vandi yrði ekki leystur fyrr en stjórn- völd tækju vísitölubindingu allra hluta úr sambandi. Um rekstrar- vanda Sambandsins sagði Guð- jón að menn mættu ekki flýja vandamálið með því að velja sér nýjan og nýjan umræðugrund- völl. „Við verðum að minnka skuld- irnar, því við ráðum ekki við núverandi skuldastöðu en það er engin töfralausn til á vanda Sam- vinnuhreyfingarinnar,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. Hann sagði að Samvinnumenn yrðu að nota stærðina og styrkinn „til að treysta samvinnustarfið en ekki til að slíta það í sundur eins og við höfum haft tilhneigingu til að gera.“ BB Sigurður J. Sigurðsson tók við embætti forscta bæjarstjórnar Akureyrar á aðalfundi bæjarstjórnar í gær. Hér afbendir Gunnar Ragnars, fráfarandi forseti, honum fundarhamarinn. Mynd: jóh Aðalfundur bæjarstjórnar Akureyrar í gær: Sigurður J. tók við forseta- embættinu af Gunnari Ragnars A aðaifundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær tók Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, við embætti forseta bæjarstjórnar af Gunnari Ragnars sem setið hefur í forsetastólnum síðast- liðin þrjú ár. Freyr Ofeigsson var kjörinn 1. varaforseti bæjarstjórnar og Siguður Jóhannesson 2. varaforseti. Engin breyting var gerð á aðalfulltrúum í bæjarráði þar sem eiga sæti Sigurður J. Sig- urðsson, Freyr Ófeigsson, Björn Jósef Arnviðarsson, Sigurður Jóhannesson og Sig- ríður Stefánsdóttir. Af einstökum málum sem hlutu afgreiðslu bæjarstjórnar í gær má nefna jafnréttisáætlun en Akureyrarbær er fyrsta sveit- arfélagið á Iandinu til að sam- þykkja slíka áætlun. Þá afgreiddi bæjarstjórn einnig bciðni frá Golfklúbbi Akureyr- ar um fjárstyrk vegna evrópu- móts kvenna í golfi síðar í sumar. Fram kom að klúbbur- inn telur kostnað vegna mótsins um 10 milljónir króna. í bréfi til bæjarráðs telur klúbburinn að um 7 milljónir hafi verið tryggð- ar í formi styrkja og í framhaldi af því samþykkti bæjarstjórn í gær viðauka við afgreiðslu bæjarráðs þess efnis að bæjar- stjórn samþykkti að veita 3 milljónir í styrk til mótsins að því tilskyldu að G.A. hafi þegar tryggt sér 7 milljónir upp í kostnað vegna mótsins. JÓH Neikvæð afgreiðsla Fiskveiðasjóðs gagnvart Hraðfrystihúsi Ólafsíjarðar hf.: Vilji og steftia ríkisstjómar virðist ekki hafa neina þýðingu - segir Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra snjónum Á Akureyri byrjaði ungl- ingavinnan sl. mánudag. Nóg var að gera fyrir ungl- ingana við að hreinsa til í bænum en nokkuð mikið rusl mun hafa komið undan sjónum að sögn Þorsteins Þorsteinssonar í umhverfis- málanefnd Akureyrar. Ekki mun þó vera um sér- stakt hreinsunarátak að ræða heldur hefðbundin vorstörf hjá unglingum á Akureyri. „Nú eru hundruðir unglinga að vinna við fegrun, gróður- setningu og öllu því sem þessu fylgir“, sagði Þorsteinn. „Það er því allt í fullum gangi við að fegra bæinn.“ Óvenju mikill snjór var á Akureyri í vetur og því kom óvenju mikið rusl undan honum. Þorsteinn sagði fólk hafa verið hvatt til að fara út og tína rusl í kringum garða sína nú fyrr í vor því mikið hefði fokið að girðingum. „Þetta hafði sitt að segja því að unglingavinnan var ekki byrjuð og eiga þeir þakkir skyldar sem tóku til hend- inni,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson. KR Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, segir að neikvæð afgreiðsla stjórnar Fiskveiða- sjóðs á kaupum á hlutdeildar- Hörmulegt slys varð á Akur- eyri síðastliðið mánudagskvöld er sjö ára gamall drengur féll í Glerá og beið bana. Atvikið var tilkynnt um kl. 21 og fannst lík drengsins klukkan 00.35 um nóttina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var drengurinn að leika sér með tveimur félögum sínum, 10 og 11 ára, á hitaveituröri sem liggur skirleinum í Hlutafjársjóði til framlagningar hlutafjár í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. hafi komið sér mjög á óvart og hún kalli á umræðu um stöðu yfir Glerárgljúfur í grennd við gömlu Malar- og steypustöðina er hann féll niður í ána. Hjálparsveit skáta var fyrst til- kynnt um atburðinn, síðan lög- reglunni, og var leit fyrirskipuð strax. Brátt voru allar björgunar- sveitir á Akureyri kallaðar til svo og kafarar og fannst drengurinn látinn um klukkan hálf eitt. Ekki er unnt að greina frá nafni litla drengsins að svo stöddu. SS og hlutverk sjóðs sem Fisk- veiðasjóðs og hvernig stjórnun hans sé háttað. Ríkisstjórnin fjallaði um þetta mál á fundi sínum í gær og þar var ákveðið að formenn stjórn- arflokkanna muni fyrir ríkis- stjórnarfund í fyrramálið ræða við forsvarsmenn Atvinnutrygg- ingasjóðs, Hlutafjársjóðs og Byggðasjóðs um þá stöðu sem upp er komin. í ljósi neikvæðrar afgreiðslu stjórnar Fiskveiða- sjóðs á H.Ó.-dæminu þykir sýnt að Ieita verður nýrra leiða og verður sá möguleiki kannaður til hlítar að ' Landsbankinn og Byggðasjóður taki á sig þann hluta sem Hlutafjársjóður fór fram á að Fiskveiðasjóður tæki á sig og hann hefur nú hafnað. Fyr- ir liggur jákvæð samþykkt stjórn- ar Byggðasjóðs um kaup á hlut- deildarskírteinum í Hlutafjár- sjóði til skuldbreytingar í H.Ó. hf. en þá er spurningin hvað stjórn Landsbankans gerir á fundi sínum í dag. „Ef Fiskveiðasjóður telur sig geta látið hrein viðskiptasjón- armið ráða alfarið í afgreiðslu þessa máls er ljóst að taka verður það upp frá grunni. Telji Fisk- veiðasjóður sig geta leyft sér að vera svo algjörlega einangraður í eigin hagsmunum og láta almanna hagsmuni og þá hugsun að verið sé að endurskipuleggja atvinnu- lífið, fram hjá sér fara, þá lítum við það mjög alvarlegum augum. Það er eðlilegt að menn velti þvi fyrir sér hvernig stjórnun sjóðs eins og Fiskveiðasjóðs eigi að vera háttað og hvort það sé virki- lega svo að vilji og stefna ríkis- stjórnar hafi enga þýðingu fyrir þá menn sem valist hafa þar til forystu. Ég leyfi mér að setja forráðamenn ríkisbankanna und- ir sama hatt,“ segir Guðmundur Bjarnason. óþh Akureyri: Banaslys í Glerá - sjö ára gamall drengur féll í ána

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.