Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miövikudagur 7. júní 1989 Ðílar til sölu! Skoda árg. ’84, Skoda árg. ’86, Skoda árg. ’86 ekinn aðeins 4700 km, Toyota Corolla árg. '87. Skálafell sf. Draupnisgötu 4, sími 22255. Aðalfundur Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga verður haldinn fimmtudaginn 8. júní kl. 20.00 í Sælu- húsinu Dalvík. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Netagerð Athygli nema í netagerð er vakin á því að sérnám í netagerð fer aðeins fram við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Innritun fyrir nám á haustönn lýkur 9. júní nk. Menntamálaráðuneytið. Lausar stöður Við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands eru lausar til umsóknar tvær stöður æfingakennara. Um er að ræða stöðu umsjónarkennara í 7. bekk með áherslu á stærðfræði og líf- fræði og staða sérkennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- og starfsferil ber að skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 17. júní nk. Menntamálaráðuneytið, 5. júní 1989. Félag aldraðra Fundur í Húsi aldraðra sunnu- daginn 11. júní nk. kl. 14.00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Söngur, Geysiskvartettinn, stjórnandi Jakob Trylggvason. 2. Upplestur, sögur og Ijóð. Sunna Borg leíkari. 3. Kynning á starfsemi félagsins. Erlingur Davíðs- son. 4. Kynning á eldvarnakerfi. Víkingur Björnsson. Kaffiveitingar. 5. Kynnt verða drög að stofnun Landssambands aldraðra, en þau verða formlega stofnuð 19. júní nk. að Hótel KEA. Kynnir Aðalsteinn Óskarsson. 6. Önnur mál. Dans. Stjórnin. AKUREYRARB/íR Ráðgjafadeild Félagsráðgjafi óskast til starfa við ráðgjafadeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri í síma 21000, sem einnig hefur umsóknareyðu- blöð og deildarstjóri ráðgjafadeildar í síma 25880. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. Deildarstjóri ráðgjafadeildar. Möl og sandur hf. og Strengjasteypan hf.: Fyrirtœki í stöðugri sókn Hólmsteinn Hólmsteinsson framkvæmdastjóri, t.h., og Daníel Þórðarson, verkstjóri í Strengjasteypunni hf., í vinnusalnum þar sem strengjasteypu- plötur, svonefndar rifjaplötur, eru framleiddar. Mynd: ehb Allt frá því að fyrirtækið Möl og sandur hf. var stofnað árið 1946 hefur starfsemin farið vaxandi og hefur mikil áhersla verið lögð á vöruþróun í stein- steypuiðnaði. Níu árum eftir stofnun fyrirtækisins, árið 1955, fluttist Möl og sandur um set á núverandi stað við Súluveg, á bökkum Glerár. Það ár komu þeir aðilar inn í fyrirtækið sem nú eru eigend- ur, þ.e. Hólmsteinn Egilsson og Sverrir Ragnars, sem er for- maður stjórnar fyrirtækisins. Fyrstu árin sem fyrirtækið starfaði fólst starfsemi þess í hörpun á steypuefni, þ.e. að sigta og flokka slíkt efni þannig að það henti í steinsteypu. Efnið var síð- an flutt á byggingarstaði með vörubílum, en hentugt var að aka því úr malargrúsum sem voru á nálægum slóðum, m.a. í landi Glerár, og setja það í hörpun á lóð fyrirtækisins. Framleiðsla á tilbúinni steinsteypu hófst um 1960 Framleiðsla á tilbúinni stein- steypu hófst þegar upp úr 1960. Fyrsta áratuginn var ekki um annað að ræða en að steypuefn- unum ásamt sementi og vatni var blandað í bílana úr efnissílóum, en steypan því næst hrærð í steypubílunum. Um svipað leyti hófst framleiðsla á rifjaplötum og loftabitum úr járnbentri stein- steypu hjá Strengjasteypunni. Ný og fullkomin steypustöð var tekin í notkun árið 1971. Hún hefur síðan verið endurbætt og haldið vel við en nú eru uppi áform um að láta fara fram gagn- gerar endurbætur á stöðinni, hún verður stækkuð og gerð afkasta- meiri, m.a. verður sett upp tveggja rúmmetra hrærivél, en sú eldri tekur einn rúmmetra í einu. Aðalþáttur starfsemi Malar og sands er framleiðsla á stein- steypu og rekstur steypustöðvar. Að sögn Hólmsteins virðist stein- steypumarkaðurinn á Akureyri og í nágrannasveitum bæjarins vera komirn í jafnvægi eftir mjög magurt ár 1986, en það ár seldust aðeins rúmir átta þúsund rúm- metrar af steypu frá stöðinni. Árin 1987 og 1988 voru hins veg- ar hagstæðari og seldust þrettán til fjórtán þúsund rúmmetrar af steypu hvort árið. í ár er gert ráð fyrir að álíka magn verði selt og síðastliðin tvö ár, en þó nokkur drift virðist vera í byggingariðn- aði í bænum. - Eru miklar sveiflur í stein- steypuframleiðslu milli ára? „Slíkt getur komið fyrir, það skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öðru. Á árunum um og fyrir 1978 kom fyrir að steyptir voru yfir þrjátíu þúsund rúm- metrar á ári. Árið 1978 steyptum við þannig 25 þúsund rúmmetra en Malar og steypustöðin, sem þá var í gangi, steypti um sex þús- und rúmmetra. Síðan kom niður- sveifla í markaðinn sem virðist þó vera kominn í nokkurt jafn- vægi núna, eins og áður sagði. Efnisvinnsla er stór þáttur í rekstrinum Efnisvinnsla er óhjákvæmilega stór þáttur í rekstrinum, þ.e. vinnsla á steinefnum til notkunar við steinsteypu, í malbik fyrir Akureyrarbæ og til annarra nota, svo sem jarðvegsfyllinga, sand undir hellur, perlustein í bíla- stæði o.s.frv. Steinefnin flytjum við frá ýms- um námum; Glerárnámunni, Glæsibæjarsvæðinu, Þveráreyr- um og úr landi Skipalóns við Hörgá, en þaðan höfum við tekið mestallt steinsteypuefnið á annað ár,“ sagði Hólmsteini). - En hvað er að frétta af fram- leiðslu . fyrirtækisins á rörum, hellum og hleðslusteini? „Röraframleiðslan hefur verið nokkuð jöfn gegnum árin. Á síð- asta ári voru framleidd rör af ýmsum sverleikum og ef þau væru öll lögð saman þá næmi heildarlengd þeirra tíu kílómetr- um. Hér er um steypt rör að ræða sem eru mikið notuð af verktök- um og af Akureyrarbæ. Auk þess eru bæjar- og sveitarfélögin á Norðurlandi stórir viðskiptavinir okkar á þessu sviði, má þar nefna Siglufjörð, Ólafsfjörð og Sauðár- krók. Austan við okkur mætti nefna Þórshöfn, Raufarhöfn o.fl. staði. í helluframleiðslu erum við að segja má nýlega byrjaðir, en þar eru mjög miklir vaxtarmöguleik- ar, því alltaf fjölgar þeim sem fremur kjósa að helluleggja plön og stéttar fremur en að malbika eða steypa. Hleðslusteinninn okkar er allt- af jafn vinsæll í veggi og stalla, I nýinnréttaðri byggingu Malar og sands er tekið vel á móti viðskiptavinum. Tæki fyrirtækisins fara víða og teygja sig hátt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.