Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 12
DÉfiOR Akureyri, miðvikudagur 7. júní 1989 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni (besta ^PeóíSmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324 Þýskur ræningi á slóðum fálka í Mývatnssveit: Ekki í vafa um í hvaða erindum þessi maður var - segir Ingi Yngvason, fálkaeftirlitsmaður Það sem af er þessu vori hefur orðið vart við einn grunsam- legan mann á varpsvæði fálka í Mývatnssveit. Ingi Yngvason, fálkaeftirlitsmaður, segir að þessi maður, sem er þýskur, hafi haldið rakleiðis á fálka- slóðir, þar sem fuglinn hafi áður verpt. Ingi segist hafa fylgt manninum eftir og gert athugasemd við ferðir hans. „Eg er ekki í neinum vafa um í hvaða erindagjörðum þessi maður var hér,“ segir Ingi. Karl Jóhannsson, hjá útlend- ingaeftirlitinu, segir að fylgst hafi verið með ferðum manns- ins en ekki reynst unnt að sanna neitt á hann. Um þetta leyti árs má, sam- kvæmt reynslu undanfarinna ára, búast við að bíræfnir fálkaþjófar ræni fálkaungum og hafi á brott með sér út fyrir landsteinana. Ingi Yngvason vill ekki upplýsa hvernig eftirliti sé háttað á varp- svæði fálkans en segir einungis að fylgst sé mjög grannt með svæð- inu og kappkostað að koma í veg fyrir rán á ungum. Ingi tekur fram að menn séu ekki einungis smeykir við ferðir útsendara þýskra og arabískra fálkabú- garða, heldur hafi (slenskir eggjasafnarar tekið egg úr fálka- hreiðrunum. Hann sagðist þess fullviss að ef ekki væri eftirlit með fálkavarpinu væri stunduð umtalsverð rányrkja á eggjum og ungum í Mývatnssveit. Karl Jóhannsson segir að útlendingaeftirlitið fylgist vel með ferðum manna sem séu á skrá Interpol-lögreglunnar vegna rána á sjaldgæfum fugiategund- um. Hins vegar segir hann að þetta eftirlit geti aldrei verið hundrað prósent sökum þess að fálkabúgarðarnir hafi stöðugt nýja og nýja útsendara á sínum snærum. í*á segir Karl nokkur brögð af því að útsendararnir fari landa á milli á fölskum vegabréf- um. Hann segir þessa menn svíf- ast einskis, enda séu miklir pen- ingar í spilinu. Verð á fálka í Þýskalandi er með ólíkindum hátt og heyrast í því sambandi tölur allt að tæpum 3 milljónum króna. Karli og Inga ber saman um að líklegast sé að fálkaræningjar komi með Norrænu hingað til lands og keyri hér um á eigin bílum. Þetta sé þó alls ekki algilt eins og dæmin sanni. Karl bendir á að smygl á fálkaungum úr landi með Norrænu reynist erfitt, ein- faldlega vegna þess að mikill fnykur af fuglunum komi upp um þjófana. óþh Bömin með Snorra: Ellert Stefánsson, Rakel Þórarinsdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson, Vignir Stefánsson. Selurinn Snorri: Óvenjulegt gæludýr í garðinum - sefur við heita pottinn, mannelskur og blíðlyndur Húsvíkingum fjölgáði á sjó- mannadag er hjónin Hera Hermannsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson tóku að sér fósturbarn sem hlotið hefur nafnið Snorri. Snorri fékk að sofa í bílskúrnum hjá þeim fyrstu nóttina, en það þótti svo vond lykt af honum að hann var settur út í garð og hefur Aðalfundur Sambandsins: Ólafiir kosinn stjómarformaður Ólafur Sverrisson var kosinn stjórnarformaður Sambands íslenskra Samvinnufélaga til eins árs á aðalfundi Sambands- ins. Ólafur hlaut glæsta kosningu, hann fékk 86 atkvæði af 114 greiddum, eða 75% atkvæða. Þröstur Ólafsson kom næstur með 14 atkvæði og Valgerður Sverrisdóttir hlaut 1 atkvæði. Auðir seðlar voru 12 og 1 ógild- ur. Ólafur var áður varaformaður stjórnar Sambandsins sem tók við formennskunni af Val Arn- þórssyni í febrúar sl. Þeir Þórarinn Sigurjónsson, Kaupfélagi Árnesinga og Gunnar Sveinsson, Kaupfélagi Suður- nesja, voru endurkjörnir í stjórn SÍS til þriggja ára og Þröstur Ólafsson, Kaupfélagi Reykavík- ur og nágrennis, var einnig kos- inn í stjórn til þriggja ára í stað Ingólfs Ólafssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Með- stjórnandi til eins árs, í stað Ólafs Sverrissonar, var kosin Helga Valborg Pétursdóttir, Kaupfélagi Þingeyinga. Fyrir í stjórninni voru þau Hörður Zóphaníasson, Jónas R. Jónsson, Valgerður Sverrisdóttir og Þorsteinn Sveins- son. í varastjórn Sambandsins til eins árs voru kosin þau Birna Bjarnadóttir, Þórólfur Gíslason og Dagbjört Höskuldsdóttir. BB síðan fengið að sofa á kerru- poka innan skjólveggs um heita pottinn í garðinum. Snorra er gefin blanda úr mjólk og lýsi sem hann vill helst ekki drekka úr pela held- ur úr lófa gefandans. Snorri er landsselskópur sem fjölskyldan fann illa á sig kominn og móðurlausan, langt frá sjó, er hún var í gönguferð í fjörunni við Saltvík á sunnudaginn. Litli sel- kópurinn er talinn vera um hálfs- mánaðar gamall og var hann mjög horaður er hann fannst, skældi hann og bar sig aumlega enda sáust þess merki um alla fjöruna að hann hefði skriðið um í leit að spenanum sínum. Hann hafði étið sand og var orðinn þurr og skorpinn, spikið undan feldin- um var uppurið svo skinnið virtist alltof stórt fyrir hann. Snorri var ekkert of hrifinn af ökuferðinni til Húsavíkur en eftir að þangað kom eltir hann hvern þann sem klappar honum og er mjög mann- elskur og blíðlyndur, enda orð- inn uppáhald unga fólksins í hverfinu. Snorri er strax farinn að mýkjast og braggast enda er honum nú vel sinnt. „Við ætlum að fá hann til að taka svolítið við sér en skila honum síðan til sinna heimkynna. Við höfum heyrt að slíkt hafi tekist," sagði Hera, aðspurð um framtíð litla kópsins. Það er víst að þá verður Snorra saknað af fjölda ungs fólks er nú fær að kynnast svo óvenjulegu og elskulegu gæludýri, það er nefni- lega eitthvað við hann Snorra sem heillar alla upp úr skónum. IM Hróp verkalýðshreyfmgarinnar um mjólkurkaup heyrist vel: Börn á dagvistum Akureyrar fá engar mjólkurvörur Ákall verkalýðshreyfingar- innar til almennings þess efn- is að hann kaupi ekki mjólk í dag ug næstu daga virðist hafa borið nokkurn árangur a.m.k. á Akureyri. í gær ákváðu sex dagvistir Akur- eyrarbæjar af sjö að kaupa ekki mjólk þessa daga og málið átti að ræða á starfs- mannafundi í gærkvöldi hjá þeirri sjöundu. Hjá Mjólk- ursamlagi KEA fengust þær upplýsingar að eitthvaö hefði dregið úr pöntunum í gær en erfitt var að segja til um í hve miklu magni það var. Þá dróst mjóikursala í stórversl- unum verulega saman í gær, nema í Matvörumarkaðnum. Það eru dagheimilin Flúðir, Síðuscl, Sunnuból og Pálmholt og leikskólarnir Iöavöllur og Lundasel sem ákváðu í gær að afpanta alla mjólk umrædda daga. í gær átti að halda starfs- mannafund á Árholti þar sem taka átti ákvörðun um málið. Á Iðavöllunt voru mjólkurbirgðir frá mánudeginum meira að segja látnar eiga sig í gær og börnunum gefinn djús í sólinni. Samkvæmt upplýsingunt Dags munu börnin á dagvistunum fá ávaxtasafa í stað mjólkurinnar í dag og á morgun. Reiknað var með að þau tækju þessu vel því safinn er vinsæll meðal barn- anna. í gær hafði ekki reynt á hver viðbrögð foreldra væru við mjólkurleysinu en þeir foreldr- ar sem þegar vissu af því höfðu tekið þessu vel að sögn for- ráðamanna dagvistanna. í stórmarkaði KEA við Hrísalund var um verulegan samdrátt í mjólkursölu að ræða í gær en sá fyrirvari var gefinn, að veður hefði verið gott og að fólk kæmi e.t.v. á síðustu stundu í innkaupin. I Hagkaup var sömu sögu að segja, mjólk- ursala almennt hafði dregist saman og talað var urn ótrúlega samstööu fólks. Reiknað var rneð að f dag yröi pantað mun minna af mjólk en venjulega. Aöra sögu er að segja frá Matvörumarkaðnum Kaupangi. Þar hafði sala á mjólk verið nokkuð eðlileg og samdráttur ekki merkjanlegur. Viðskipta- menn höfðu á orði að þeim þættu mótmælin ekki beinast gegn réttum aðilum, þ.e. bænda- stéttinni, Búist var við að pant- að yrði svipað magn af mjólk í dag og venjulega. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.