Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. júní 1989 - DAGUR - 11
Það var hart barist I leik Tindastóls og Völsungs í 2. fl. kvenna. Leiknum
lauk með 4:1 sigri Völsungs. Mynd: -bjb
íslandsmótið í knattspyrnu/2. fl. kvenna:
Völsungur vann en
jafíit hjá KA og Þór
íslandsmótið í 2. flokki kvenna
er hafíð og fjögur norðanlið;
Þór, KA, TindastóII og Völs-
ungur eru saman í riðli. I fyrstu
leikjunum lagði Völsungur
Tindastól 4:1 á Sauðárkróki og
KA og Þór gerðu jafntefli 2:2.
Þess má geta að KA er Islands-
meistari í þessum flokki.
Leikur KA og Þórs fór fram á
KA-vellinum á mánudagskvöld-
ið. Þetta var ágætur leikur og
jafntefli sanngjörn úrslit. Mál-
fríður Þórðardóttir náði forystu
fyrir Þórsara en íris Thorleifs-
dóttir jafnaði fyrir leikhlé. í síð-
ari hálfleik skoraði Málfríður sitt
annað mark og kom Þór aftur
yfir. En KA gafst ekki upp og
Tinna Guðmundsdóttir jafnaði
2:2 og þannig lauk leiknum.
Eva Eyþórsdóttir fyrirliði Þórs
var nokkuð ánægð með þessi
úrslit: „Við erum með alveg nýtt
Iið þannig að þetta eru góð úrslit
fyrir okkur,“ sagði Eva.
Arndís Ólafsdóttir fyrirliði KA
var hins vegar ekkert of ánægð
með þessi úrslit: „Við vorum
frekar slakar í þessum leik, en
það var þó gott að jafna leikinn
tvisvar sinnum," sagði fyrirliði
KA.
Völsungsstúlkurnar voru mun
sterkari en stöllur þeirra frá
Sauðárkróki og unnu nokkuð
örugglega 4:1. Mörk Völsunga
gerðu Anna íris Sigurðardóttir 3
og Karolína Skaphéðinsdóttir 1.
Mark Tindastóls setti Heba
Guðmundsdóttir.
Knattspyrna/Fullorðnir:
Reynir og KS
- í Ólafsfirði - TBA og Æskan á Akureyri
Nokkrir leikir fara fram í
deildakeppninni í kvöld kl.
20.00. Reynir keppir við KS í
3. deildinni á Olafsfírði (!),
TBA og Æskan mætast á Þórs-
vellinum á Akureyri í 4. deild-
inni og svo keppa IBV og
Leiftur í Vestmannaeyjum í 2.
deildinni.
Völlurinn hjá Reyni er ekki til-
búinn í slaginn og nágrannar
þeirra á Ólafsfirði hlupu undir
bagga með þeim og lánuðu þeim
völl. KS virðist í hörkuformi og
niá því búast við hörkuleik á
Ólafsfirði í kvöld.
TBA og Æskan mætast kl.
20.00 á Þórsvellinum. TBA er nú
efst í D-riðli 4. deildar og Æsku-
menn eru sjálfsagt reiðubúnir að
velta þeim úr því sæti.
Leiftursmenn fljúga til Vest-
manneyja og verða bæði lið að
vinna þann leik til þess að halda
sér í toppbaráttunni.
Knattspyrna:
Hver er réttur unglinga?
- KA tapaði leik því meistaraflokkurinn þurfti völlinn
Hætta varð leik á KA-vellinum
milli KA og Þórs í 4. flokki B í
Akureyrarmóti á föstudaginn
því leiktíminn gekk inn á
æfíngatíma meistaraflokks
KA. Þjálfari meistaraflokks
KA neitaði að gefa eftir hálf-
tíma af sínum æfíngatíma á
vellinum, þurftu því liðin að
víkja af velli og var leikurinn
síðan dæmdur KA tapaður.
Eins og gefur að skilja eru
menn ekki á sama máli um
þessi málalok og hafði ungl-
ingasíðan samband við for-
ráðamenn leiksins út af þessu
ináli.
Þorsteinn Árnason dómari
leiksins segir að framkoma þjálf-
ara KA hafi verið svívirðileg í
þessu máli. „Hann kemur þarna
þegar leikurinn stendur yfir, fer
beint í nokkra stjórnarmenn KA
sem voru þar að horfa á strák-
ana og heimtar að við förum af
vellinum. Þeir koma til mín í
leikhléi og biðja mig að stytta
hálfleikinn niður í 15 mínútur
sem ég hafnaði. Þá tilkynntu þeir
mér að þeir vildu slíta leiknum
sem þýddi auðvitað að KA tapaði
leiknum. Þetta finnst mér algjört
Hvað er
framundan
Á þessari síðu í framtíðinni
verðum við með ramma þar
sem skýrt verður frá helstu
íþróttaviðburðum hjá ungling-
um í vikunni framundan. Við
skorum því á forráðamenn
félaga að hafa samband við
okkur til þess að láta vita hvað
er á dagskránni.
Á morgun fimmtudag leika
Hvöt og KA í Bikarkeppni 2.
flokks á Blönduósi. Á sunnudag
verða síðan leikir í 2., 3., 4., og
5. flokki á Akureyri, Blönduósi,
Siglufirði, Sauðárkróki og Húsa-
vík og svo á þriðjudag er leikið í
2. flokki á Akureyri og á Húsa-
vík.
virðingarleysi við þessa ungu
knattspyrnumenn sem eiga jafn-
an rétt og þeir eldri að spila sína
leiki,“ sagði Þorsteinn Árnason
dómari leiksins.
Pétur Ólafsson þjálfari 4.
flokks KA vildi ekki tjá sig um
þetta mál og vísaði alfarið á
stjórn knattspyrnudeildar. Stefán
Gunnlaugsson formaður knatt-
spyrnudeildar sagði að þarna
hefðu átt sér stað mistök sem
skrifuðust alfarið á stjórn KA.
Þegar leikurinn í 4. flokki var
settur á hefðu KA og Þór í meist-
araflokki átt að leika utn kvöldið
en þegar það breyttist hefði auð-
vitað átt að taka tillit til þess í
sambandi við þennan leik. „Ég
vil því biðja strákana í 4. flokki í
báðum liðum, auk annarra
starfsmanna leiksins, afsökunar
og vona að slíkt komi ekki fyrir
aftur."
Frjálsar íþróttir:
Bændadagshlaupið
heppnaðist ágætiega
- hjá UMSE
A sunnudaginn fór fram á Dal-
vík svonefnt Bændadagshlaup
UMSE sem hefur veriö árviss
atburður mörg undanfarin ár.
Keppt var í fjórum flokkum,
stúlkna og drengja, og var
þátttaka mjög góð.
Næsta íþróttamót á vegum
UMSE verður víðavangshlaup á
Melgerðismelum fimmtudaginn
15. júní. En það er heiimikið
annað um að vera hjá ungmenna-
félögunum; nú er nýhafið friðar-
hlaup og hreinsunarátak ung-
mennafélaganna verður um
næstu helgi og eru allir hvattir til
þess að leggja þessu þjóðþrifa-
máli lið. En Iítum á úrslitin í
Bændadagshlaupinu:
10 ára og yngri hnátur (ca. 1.100 m):
1. Berglind Gunnarsdóttir, Sv,
2. Sigurlaug Níelsdóttir, F.
3. Sigríður Ragna Gylfadóttir, Sv.
10 ára og yngri hnokkar (ca. 1.100 m):
1. Benjamín Örn Davíðsson, V.
2. Logi Sigurjónsson, Sv.
3. Einar Logi Vilhjálmsson, Sv.
11-12 ára stelpur (ca. 1.100 m):
1. Eva Bragadóttir, Sv.
2. Vala Björt Harðardóttir, V.
3. Gunnur Ýr Stefánsdóttir, Á.
11-12 ára strákar (ca. 1.100 m):
1. Anton Ingvason, Sv.
2. Örlygur Helgason, Á.
3. Karl Leifsson, Á.
13-15 ára telpur (ca. 1.100 m):
1. Kolbrún Sigurlásdóttir, Á.
2. Guðný Jóhannesdóttir, Á.
3. Maríanna Hansen, Æ.
13-15 ára piltar (ca. 2.200 m):
1. Brynjar Már Ottósson, Sv.
2. Sigurbjörn Hreiðarsson, Sv.
3. Jóhannes Gísli Pálmason, Á.
16 ára og eldri konur (ca. 2.200 m):
1. Sigríður Gunnarsdóttir, Á.
2. Elísa Rán Ingvarsdóttir, Sv.
16 ára og eldri karlar (ca. 3.300 m):
1. Eggert Ólafsson, Æ.
2. Indriði Kristjánsson, V.
3. Kristján Þorsteinsson, Þ.Sv.
Urslit
Stig út Stig til
úr móti Sjóvábikars
1. Umf. Svarfdæla 58 34
2. Umf. Árroðinn 44 24
3. Umf. Vorboðinn 22 18
4. Umf. Æskan 12 12
5. Umf. ÞorsteinnSv. 10 8
6. Umf. Framtíð 8 4
7. Umf. Reynir 3
8. Umf. Skriðuhr. 0
Strákarnir bíða spenntir eftir ræsinum í Bændadagshlaupinu á Dalvík á sunnudaginn.