Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. júlí 1989 - DAGUR - 3 Fallhlífastökk: Sigurður Baldursson tekur þátt í móti í Póllandi Fyrsta alþjóðlega fallhlífa- stökksmótið austan járntjalds verður haldið í Póllandi 10,- 24. ágúst. Einn íslendingur tekur þátt í mótinu og er það Sigurður Baldursson frá Akur- eyri sem að öllum líkindum mun stökkva sitt 1000. stökk þar. Það er ekki ofsögum sagt af hraða og .krafti fuglanna. Reynd- ar var rjúpa nokkur í Hrísey óheppin er hún var að flýja und- an ránfugli á dögunum því hún lét blekkjast af endurspeglun í rúðu á heimili Hlífar Kjartans- dóttur og flaug á fullum krafti í gegnum rúðuna sem er tvöfalt Um 250 fallhlífastökkvurum alls staðar að úr heiminum hefur verið boðið til Póllands til að kynna fallhlífastökk eins og það er stundað á vesturlöndum. „Pól- verjar þekkja meira fallhlífa- stökkið eins og það var stundað hér áður fyrr með kringlóttum fallhlífum og svo björgunar- verksmiðjugler. Karrinn lét að sjálfsögðu lífið við gegnumbrotið en það furðulega við það var að ekki sá mikið á hræinu, goggur- inn var að vísu fullur af glerbrot- um en hauskúpan var ekki einu sinni brotin. Hér sést Hlíf benda á rúðuna sem karrinn braut af fítonskrafti. stökk. Petta á því aðallega að vera kynning á sportstökkí,“ sagði Sigurður. Mótið er haldið á vegurp flug- klúbbs í Póllandi og á svæðinu verður stór þyrla sem tekur hátt í 50 manns auk rússneskra tví- þekja, sviffluga og loftbelgja til að stökkva úr. „Við myndum örugglega 50-60 manna stjörnu þarna, það ætti ekki að vera mik- ið vandamál með svona stóra þyrlu til að stökkva úr.“ „Ég er rétt að skríða í 1000 stökk og vonast til að ná því í Póllandi og verð þá annar íslend- ingurinn sem gerir það. Þetta er stór áfangi,“ sagði Sigurður Bald- ursson. KR Skákfélag Akureyrar: Þrjú æfingamót fyrir utanfór Skákfélag Akureyrar hélt sl. sunnudag eftir sumarhlé 15 mínútna skákmót. Stefnt er að því að halda á næstunni tvö önnur til æfingar fyrir utanför í næsta mánuði en þangað fara 12-13 keppendur fyrir hönd skákfélagsins. Sigurvegari 15 mínútna móts- ins varð Arnar Þorsteinsson sem hlaut 7'A vinning af 9 möguleg- um. Þór Valtýsson varð í öðru sæti einnig með 7'/2 vinning en hann var lægri á stigum en Arnar. Sigurjón Sigurbjörnsson varð í þriðja sæti með 6'/2 vinning og í fjórða til fimmta sæti urðu Magnús Gíslason og Gylfi Þór- hallsson nieð 6 vinninga hvor. Næstkomandi fimmtudag fer fram 10 mínútna skákmót í fé- lagsheimili Skákfélags Akureyrar Þingvallastræti 18 kl. 19.30. Síð- an er gert ráð fyrir að þriðja mót- ið verði útihraðskákmót og hald- ið nk. föstudag. KR Mynd: ÁP Hrísey: Rjúpan flaug í gegnum rúðuna Safnaðarheimili við Dalvíkurkirkju: Saftiaðarfundur samþykkur fyrirliggjandi teikningum - beðið niðurstöðu byggingarnefndar Beðið er niðurstöðu Bygg- ingarnefndar Dalvíkurbæjar um hvort byggt skuli safnaðar- heimili á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi teikningum Hauks Haraldssonar arkitekts á Akureyri. Aðalsafnaðar- fundur þann 20. júlí sl. sam- þykkti að byggja safnaðar- heimilið áfast Dalvíkurkirkju að norðan eins og teikningar gera ráð fyrir. Málið er því í höndum byggingarnefndar sem mun fjalla um það öðru hvoru megin við mánaðamót- in. Fyrirhugað safnaðarheimili er mikil bygging, 237 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir prest, organista og kór. Einnig verður til staðar aðstaða fyrir æskulýðsstarf. Að sögn Kristjáns Jónssonar, formanns safnaðarnefndar, er kostnaður við byggingu safnaðar- heimilisins áætlaður um 20 millj- ónir króna. Kirkjan hefur nú í sjóði um þrjár milljónir króna og hún mun leggja fram fjármagn til byggingarinnar af lögboðnum tekjum sínum á næstu árum. Þá hefur verið leitað eftir fyrir- greiðslu hjá lánastofnunum og hefur Sparisjóður Svarfdæla lýst sig tilbúinn til að lána 2.5 milljón- ir til 5 ára. Lífeyrissjóðurinn Sameining hefur einnig gefið vil- yrði fyrir 5 milljóna króna láni til 20-25 ára til byggingarinnar. Að sögn Kristjáns liggur ekk- ert fyrir um hvernig framkvæmd- um við bygginguna verði háttað, þ.e. ef byggingarnefnd samþykk- ir fyrirliggjandi teikningar. Hann segist þó vonast til þess að unnt verði að ráðast í fyrsta áfanga byggingarinnar, að steypa sökkla og plötu, á haustdögum. óþh Þannig sér Haukur Haraldsson, arkitekt, Dalvíkurkirkju fyrir sér með áföstu safnaðarheimili. Þetta er austurhlið kirkjunnar. Verslun til sölu Þekkt sérverslun til sölu. Um er að ræða lager og innréttingar, verslunin er leiguhúsnæði á góðum stað í bænum. Fasteignasalan Brekkugötu 4 Sími 21744 Sölustjóri Sævar Jónatansson, sími 24300. Sölumaður er á skrifstofunni alla virka daga frákl. 13.00-18.00. Bifreiðaeigendur! • Þurrkublöð • Viftureimar • Kveikjulok • Vatnslásar • Platínur • Hjólkoppar, margar gerðir • Hreinsi- og bónvörur • Toppgrindur og burðarbogar og margt fleira. Véladeild Óseyri 2 • Sími 22997 og 21400. Veiðivömr, útileguvömr Viö Leiruveg Sími 21440 Eitt mesta úrval norðanlands. Regnfatnaður, hlífðarföt, vöðlur og veiðistígvél. Ánamaðkar og allt sem þarf i veiðiferðina. --------------------------------. Haflð þið opið á laugardögum eða stumudögum í srnnar? Ef svo er, viljum við minna á að Dagur, helgarblað kemur út snemma á laugardögum. (Fyrir kl. 8.00 til áskrifenda á Alcureyri.) Haíið samband við auglýsingadeild Dags íyrir ld. 11 á íimmtudag, og auglýsingin birtist á laugardag. Strandgötu 31 • Sími 24222. Dagblaðið á landsbyggðimii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.