Dagur - 26.07.1989, Page 6

Dagur - 26.07.1989, Page 6
6m DAXallR ^ Miðvikudagur 26. júlí 1989 „Landslagsarkitektúr er í raun og veru hönnun umhverfis meö áherslu á manninum og hans umhverfi. Það má segja sem svo að það sé allt frá því að hanna garð í kringum íbúðarhús upp í það að vinna í bæjar- og landshlutaskipulagi,“ segir Hall- dór Jóhannsson landslagsarkitekt á Akureyri, eini formlegi Iandslagsarkitektinn utan höfuð- borgarsvæðisins. Halldór segist hafa mikinn áhuga á hegöunarfræði og áhrif- um hinna mismunandi þátta umhverfisins. „Það er sérstaklega veðurfarið sem ég hef þá áhuga á. Það er hlutur sem fáránlega lít- ið er hugsað út í hérna. Það er alltaf verið að hanna og koma fram með fallegar hugmyndir en mjög oft gleymist að taka tillit til grundvallaratriða svo sem sólar og skugga, vinda og snjóa. Það er margt í umhverfi okkar sem hægt væri að gera miklu betra, ef við bara hugsuðum um strax í upp- hafi hvernig vindur hegðar sér.“ „Hönnun hefur lent mjög neð- arlega á áhersluskalanum á ís- landi. Það er eins og hún sé auka- atriði og aðalatriðið sé að fram- kvæma. Að hugsa fyrirfram og gefa sér tíma til að leggja hlutina niður fyrir sér er álitið eitthvað sem ekki skiptir máli. Glæpamenn í hönnun? Menn hafa gert nokkuð mikið af því að gagnrýna þann kostnað sem fer í hönnun, því er oft sleg- ið þannig upp að það sé eins og hálfgerðir glæpamenn vinni við þetta,“ sagði Halldór. „Auðvitað eru menn misgóðir eins og gerist og gengur en það er aldrei verra að láta hanna ítarlega. Skekkjur koma fyrst fram þegar slíkt gleymist og ætt af stað áður en málið er skoðað nógu vel. Þetta á bæði við einkaaðila sem eru að byggja sitt fyrsta hús og þá sem eru í stórframkvæmdum fyrir bæjarfélög og stofnanir. Það þarf að koma öllu í skiljanlegt form því þegar verið er að framkvæma vakna ýmsar spurningar. Ef ekki er búið að fara í gegnum allar mögulegar spurningar í upphafi þá standa menn alltaf á gati og oft hlýst margfaldur kostnaður af því. Það skiptir miklu máli að geta gengið beint til verks og sá kostnaður sem fer í hönnun í upphafi er fljótur að sparast fyrir utan það að fá í langflestum til- fellum betri lausn. Menn eru ekki að læra hönnun til einskis það er eitthvað sem liggur að baki.“ Vantar heilbrigða gagnrýni Halldór sagði það oft koma fyrir að úti í bæ heyrðust þær raddir að arkitektar væru fífl og bjánar og ekki nokkur leið að nota þessa ntenn, þeir séu svo dýrir. Þetta sagði hann hinn mesta misskiln- ing. „Auðvitað getum við hannað bæði dýrt og ódýrt og lausnirnar verða að vera sniðnar að hverju og einu tilfelli. Forsendurnar sem gefnar eru í upphafi þurfa þess vegna að vera réttar. Mér finnst hafa vantað heilbrigða gagnrýni á hönnun og framkvæmdir í þessu þjóðfélagi. Það er ekkert óheil- „Hönnun mjög neðs á áhersluskalanu - rætt við Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt brigðara við það að segja álit sitt á byggingu heldur en leikverki eða bók. Þetta veitir ákveðið aðhald." Islensk byggingarreglugerð er tiltölulega opin og því eru menn sem ekki eru með mikla menntun á sviði hönnunar að vinna við slíkt. „Almenningur gerir oft ekki greinarmun þarna á. Þess vegna er verið að bera hlutina saman og kalla allt verk arki- tekts. Þetta kemur misjöfnu orði á stéttir sem kannski eiga það ekki skilið." Samvinna um hönnun húss og lóðar Þau verkefni sem Halldór hefur verið að fást við eru margvísleg og dreifast um mestallt landið. A Akureyri má nefna umhverfi Ak- ureyrarkirkju, skipulagningu lóða við íbúðir aldraðra við Víði- lund, lóð Verkmenntaskólans, lagfæringar við kirkjugarðana og lóð Glerárkirkju. Nýtt skipulag var gert af golfvellinum að Jaðri, unnið við umhverfi Krossaness auk ýmislegra skipulagsmála í Borgarfirði, Stykkishólmi, Seyð- isfírði, Hellissandi, Mývatnssveit og Neskaupstað. „Ég hef aldrei Halldór Jóhannsson er um þessar mundir að vinna að mjög stóru verkefni fyrir Vegagerð ríkisins. Um er að ræða hönnun á áningarstöðum þar sem komið verður fyrir skiltum sem veita upplýsingar um vegakerfið og þá þjónustu sem um er að ræða á hverjum stað. Fyrstu skiltin verða sett upp á næstunni í Mývatnssveit en stefnt er að því að slíkum skilt- um verði komið upp um allt land á næstu árum. Skilti svipað því sem sett verður upp á næstunni. Efst í hægra horninu er punktur sem sýnir svæðið sem um er að ræða. IJndir honum er tafla með upplýsingum um þjónustu, þar fyrir neðan eru aðrar upplýsingar svo sem vegalengdir og fleira. Vegakerfi, örnefni og þjónustustaðirnir koma fram á korti af sveitinni og fyrir neðan eru upplýsingar frá Náttúruverndarráði. Guðmundur Heiðreksson um- dæmistæknifræðingur hjá Vega- ■ gerð ríkisins á Akureyri hefur haft umsjón með verkinu fyrir hönd Vegagerðarinnar. Hann sagði starfshóp hafa verið stofn- aðan í vetur um tillögur um áningarstaði þar sem hægt væri að komast út af veginum. „Þetta þróaðist síðan út í hugmyndir um að setja upp upplýsingaskilti. Þetta er alveg bráðnauðsynlegt, bæði geta þeir sem vilja auglýsa þjónustu sína komist á einn stað og þá losnar maður við öll þessi skilti sem eru sett upp úti á veg- unum.“ Halldór Jóhannsson var feng- inn til að gera hugmyndir að áningarstöðum fyrir starfshóp Vegagerðarinnar og með honum unnu þær Hafdís Jónsdóttir og Anna Sigurgeirsdóttir. „í fram- haldi af því kom síðan fram hug- myndin um upplýsingaskilti sem væru leiðbeinandi og veittu upp- lýsingar um vegakerfið og þjón- ustu. Það var samþykkt að leggja pening í að koma þessu af stað og við vorum svo heppin að fá að halda verkefninu áfram,“ sagði Halldór. Ákveðið hefur verið að byrja á Mývatnssveit vegna mikils ferða- mannastraums. Þar er stefnt á að setja upp skilti á fjórum stöðum, í Námaskarði, við afleggjarann að Stöng, norðan við Mývatn rétt við Grímsstaði og rétt við Kröflu- vegamótin, en á þessum stöðum er gerð áningastaða langt komin. Borgarfjörðurinn verður næstur en ekki er vitað hvort hægt verð- ur að koma upp skiltum þar í sumar. Á landinu eru á annað hundrað staðir þar serri áhugi er að setja upp áningarstaði ásamt upplýsingaskiltum. „Mér finnst þetta mjög lofsvert og þarft framtak hjá Vegagerð- inni,“ sagði Halldór. ;,Þetta er skref í að koma upp heildarmerk- ingum. Það er ótrúlega margt fólk sem ferðast um með léleg kort eða skilur þau ekki en hérna er um að ræða alþjóðleg upplýs- ingaskilti sem ekki þarftungumál ÁNINQAR STAOUR FLOKKUR 2 ÚTLITSMYND Dæmi um útfærslu áningarstaðar sem '"7? >' 'v''n <-r' ’{^>íy'r 1~r /'■/ /

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.